Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fitulítil og freistandi SAGA Tónlistarfélagsins íReykjavík er að stórumhluta saga tónlistarlífs á Ís-landi, allt frá því að félagið var stofnað árið 1930. Páll Ísólfsson í samráði við Tónlistarfélagið hafði milligöngu um ráðningu austurríska tónlistarmannsins Franz Mixa, sem kom hingað til að stjórna tónlist- arflutningi á Alþingishátíðinni. Í kjöl- farið var Tónlistarskólinn í Reykjavík stofnaður og hafði í fyrstu einkanlega það hlutverk á hendi að mennta tón- listarfólk til starfa í Hljómsveit Reykjavíkur sem síðar varð Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Saga tónlistar- félagsins er samofin starfsemi þess- ara stofnana, en almenningur naut frá upphafi tónleika sem Tónlistar- félagið skipulagði, þar sem margir mestu listamenn hins vestræna heims á 20. öld sungu og léku fyrir Ís- lendinga. Margir hafa heyrt talað um „postulana tólf“ en það var tólf manna hópur ötulla stofnfélaga undir forystu Ragnars Jónssonar í Smára, sem var helsta driffjöður félagsins um langt árabil. Ætlaði að gerast styrktarfélagi Um þessar mundir er Baldvin Tryggvason, fyrrverandi sparisjóðs- stjóri í SPRON, að láta af störfum formanns Tónlistarfélagsins, en hann hefur upplifað tímana tvenna í starf- semi þess. „Þetta byrjaði 1983, þegar Sparisjóðurinn tók að sér kostun á sönghátíð á vegum Tónlistarfélags- ins. Þá komu hingað Elly Ameling, Gérard Souzay og Dalton Baldwin og héldu hér masterklass og tónleika. Ruth Magnússon skipulagði þetta fyrir Tónlistarfélagið, og kom að máli við mig, því hún taldi hættu á að þetta myndi ekki skila hagnaði. Við sömd- um um að Sparisjóðurinn myndi styrkja þessa uppákomu með því sem á vantaði, ef ekki kæmi nóg í kassann. Þetta gekk nú þokkalega, sönghátíðin gekk ljómandi vel, en við þurftum að greiða þónokkra upphæð til að félagið kæmi á sléttu út úr þessu. Fyrir vikið héldu menn að ég væri óhemjumikill áhugamaður um tónlist, sem kannski má til sanns vegar færa, og skömmu seinna hringdi einn af postulunum, Ólafur Þorgrímsson lögfræðingur, í mig, og bað mig að koma á fund hjá Tónlistarfélaginu í húsnæði þess í Garðastræti 17. Hann spurði mig hvort ég hefði ekki áhuga á að koma í Tónlistarfélagið. Jú, sagði ég, og hélt að hann væri að biðja mig að verða styrktarfélagi. Ragnar í Smára var þá búinn að vera veikur frá því um 1980 og hafði talsvert dregið úr starf- semi félagsins og eftirliti með eigum þess.“ Þegar Baldvin kom á fundinn tóku þeir postulanna, sem enn voru lifandi og við heilsu, á móti honum og fundur var settur. Þá var farið að kjósa í stjórn, en Ólafur tilkynnti að hann hefði haft samband við Ragnar í Smára á sjúkrabeði fyrr um daginn, og að Ragnar hefði samþykkt að ger- ast heiðursforseti Tónlistarfélagsins, en láta um leið af formennsku. Ólafur Þorgrímsson var kosinn formaður og Sveinn Björnsson skókaupmaður var kosinn ritari. Þegar kom að kjöri gjaldkera vandaðist málið, því eftir voru aðeins Baldvin og tveir fjör- gamlir menn, Helgi Lárusson í Klaustri, sem þá var nálægt níræðu, og Kristinn Sigurðsson, sem var á svipuðum aldri. „Niðurstaðan varð því sú að ég féllst á að verða stjórn- armaður, en tók fram að ég vildi ekki sinna gjaldkerastarfi, þar sem það samræmdist ekki starfi mínu í Spari- sjóðnum, enég vissi að félagið var með reikninga sína þar og ekki við hæfi að ég hefði umsjón með pen- ingum sem væru geymdir þar.“ Tónabíó var rekið með tapi Úr varð að Baldvin varð með- stjórnandi en Ólafur bætti við sig gjaldkerastörfunum, þar sem talið var að þau væru hvort eð er ekki það umsvifamikil. Baldvin segir að lítið hafi reynt á veru hans í stjórninni til að byrja með. Tónlistarfélagið var enn að halda tónleika, og það var Ruth Magnússon sem skipulagði þá ásamt Hauki Gröndal yngri. „Það var búið að segja mér að Tónlistarfélagið hefði miklar tekjur af rekstri Tóna- bíós, sem það átti, og ég hafði því eng- ar áhyggjur af rekstrinum. Bíóið hafði meðal annars einkarétt á Walt Disneymyndunum, sem voru mjög vinsælar. Það var ekki fyrr en ári síð- ar að ég fór að skoða reikninga fé- lagsins vandlegar en í fyrstu að þá kom í ljós að Tónabíó var í raun rekið með tapi og félagið komið í skuldir er- lendis þess vegna.“ Næstu árin reyndust Tónlistar- félaginu erfið; skuldir þess voru mikl- ar og tónleikahald var ekki með sama blóma og fyrr, þegar Tónlistarfélagið var nánast eitt um tónleikahald hér, ásamt Kammermúsíkklúbbnum. Tónlistarlandslagið var að breytast og almennir tónleikar orðnir miklu tíðari. Tónlistarfélagið neyddist til að selja Tónabíó, en hélt þeirri hæð hússins sem hýsti Tónlistarskólann í Reykjavík, sem félagið hafði alla tíð rekið. Af frásögn Baldvins má ráða að oft hafi staðið tæpt að félagið héldi húsnæði Tónlistarskólans og við hafi legið að starfsemi skólans stöðvaðist af þeim sökum. Nokkrum árum síðar stóð Baldvin uppi einn í stjórn félags- ins, þar sem stofnfélagarnir frá 1930 voru allir fallnir frá, þar á meðal Ragnar í Smára og formaðurinn og gjaldkerinn Ólafur Þorgrímsson. Með þrautseigju tókst Baldvini að koma Tónlistarfélaginu í gegnum þessa erfiðleika, þótt fórnirnar væru miklar. „Það sem máli skiptir er að félaginu tókst að komast í gegnum fjárhagserfiðleikana, sem stöfuðu umfram allt af langvarandi taprekstri á Tónabíói, sem okkur í stjórn félags- ins hafði hreinlega ekki verið kunn- ugt um. Það var ekki fylgst nógu vel með rekstrinum og vegna skuldanna hafði Tónabíó misst það álit sem það hafði haft erlendis og þar með þau umboð sem áður höfðu gefið vel af sér. Það er ekki ofsagt að við hafi leg- ið að á árunum 1989 og 1990 yrði fé- lagið gert upp sem gjaldþrota, og þar með hefði skólanum verið lokað. Við með skólastjórana Jón Nordal og síð- ar Halldór Haraldsson í forystu lögð- um hins vegar megináherslu á það að halda skólanum gangandi hvað sem tautaði og raulaði, það væri það sem mestu máli skipti. Þetta tókst, skólinn hefur getað starfað hnökralaust og eflst og dafnað fyrir forgöngu skóla- stjóranna að gæðum og áliti sem skóli á háskólastigi og nemendur skólans hafa verið teknir inn umyrðalaust má segja í virta erlenda háskóla.“ Með stofnun Listaháskóla Íslands breytist staða Tónlistarskólans í Reykjavík, þar sem allt nám á há- skólastigi verður þá komið yfir til Listaháskólans, og hverfur um leið úr Tónlistarskólanum. Þessum breyt- ingum á að vera lokið á næsta ári. „Þá stendur eftir annað og ekki auðveld- ara verkefni fyrir Tónlistarfélagið. Það er upp ágreiningur milli sveitar- félaganna og ríkisins um það hverjir eigi að borga þann hluta námsinsí Tónlistarskólanum sem þá verður á framhaldsskólastigi. Grunn- skólastigið er komið yfir til sveitarfé- laganna, en það er ekki á hreinu hvernig verður með tónlistarskóla á framhaldsstigi. Við segjum að það geti ekki annað gerst en að ríkið ann- ars vegar og sveitarfélögin hins vegar komist að samkomulagi um það hvernig framhaldsskóli eins og Tón- listarskólinn verði rekinn. Það væri álíka gáfulegt að spara við þennan skóla eins og að loka fyrir mennta- skóla þannig að það yrðu engir stúd- entar. Ef á annað borð er til Listahá- skóli, þá þarf að vera til staðar góð undirbúningsmenntun fyrir hann, og það hefur enginn skóli verið hæfari til að sinna henni en Tónlistarskólinn í Reykjavík. Þetta gengur ennþá, en það styttist í að það þurfi að taka á málinu af alvöru.“ Þegar mesti fjárhagsvandi Tónlist- arfélagsins var að baki, árið 1992, beitti Baldvin sér fyrir endur- skipulagningu Tónlistarfélagsins og fékk til liðs við sig nýja „postula“, þekkta áhugamenn um tónlist. Félag- ið hefur staðið fyrir nokkrum tón- leikum og færði auk þess af rausn- arskap Íslenskri tónverkamiðstöð að gjöf tæki til fjölföldunar á geisla- diskum, til að auðvelda íslenskum tónskáldum og tónlistarmönnum að kynna tónlist sína og koma henni á framfæri erlendis. Söguleg gögn komin á Lands- bókasafnið Þjóðarbókhlöðu Baldvin Tryggvason ákvað fyrir nokkru að nú væri komið nóg, og að kominn væri tími til að aðrir tækju við Tónlistarfélaginu í Reykjavík. „Á aukafundi félagsins nú 19. desember óskaði ég eftir því að láta af störfum formanns, og í minn stað var Júlíus Vífill Ingvarsson kosinn formaður. Ég hef þegar afhent Júlíusi Vífli öll gögn félagsins, en eldri gögn, þar á meðal fundargerðir allt frá stofnun félagsins 1930 og ýmis gögn önnur og tón- leikaprógrömm, er ég búinn að fara með á handritadeild Landsbókasafns- ins Þjóðarbókhlöðu. Félagið á enn- fremur í fórum sínum mikið ljós- myndasafn, sem nokkrir aðilar innanTónlistarskólans, hafa tekið að sér að ganga frá og merkja, áður en það verður afhent safninu. Saga þessa félags er stórmerkileg og postularnir tólf með Ragnar í Smára í fararbroddi unnu mikið og erfitt brautryðj- andastarf í íslensku tónlistarlífi.“ Tónlistarfélagið í Reykjavík stend- ur á tímamótum. Erfiðu tímabili í starfsemi þess er að ljúka, og þar hef- ur mest mætt á Baldvini Tryggva- syni, sem tókst með einurð og seiglu að sigla skútunni heilli í höfn. Á kaj- anum bíður nýr skipper; Júlíus Vífill Ingvarsson, sem er lögfræðingur og vel þekkt nafn í íslensku atvinnulífi. Hann á einnig að baki feril sem ten- órsöngvari. Það verður því spennandi að fylgjast með því hvert Tónlistar- félagið í Reykjavík stefnir í framtíð- inni. Baldvin Tryggvason, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í SPRON, lætur um þessar mundir af störfum formanns Tónlistarfélagsins í Reykjavík. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við Baldvin af því tilefni um félagið og þær miklu breytingar sem orðið hafa í starfsemi þess. Morgunblaðið/Kristinn begga@mbl.is „Saga þessa félags er stórmerkileg“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.