Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Foringjarnir hófu kosningabaráttuna með slagsmálum í beinni út af kvenmanni. Fuglamerkingar skila árangri Áhugi og vilji allt sem þarf NOKKUR hópur Ís-lendinga hefurþað að hjartans áhugamáli að merkja fugla. Flestir þeirra eru leikmenn, menn sem vinna sín störf í þjóðfélaginu en hella sér út í áhugamálið hvenær sem færi gefast. Sumir hafa merkt tugi þúsunda fugla. Einn þess- ara merkingarmanna er Björn Hjaltason, bók- bindari í Prentsmiðjunni Odda, sem ungur kynntist fuglamerkingum hjá föð- urbróður sínum Friðriki Sigurbjörnssyni og Þor- valdi syni hans, og hefur stundað þær frá unglings- aldri. Morgunblaðið ræddi við Björn um þessa iðju og gagnsemi hennar. – Til hvers eru menn að merkja fugla Björn? „Menn vilja finna út hvert fugl- ar fara, hversu lengi þeir lifa, hvað dregur þá til dauða og þess hátt- ar.“ – Af þúsundum fugla sem þú hefur merkt, hvaða heimtur hafa verið markverðastar og skemmti- legastar? „Sá fugl sem ég hef merkt og fannst lengst frá merkingarstað var spói sem ég merkti sem unga sumarið 1986, en veturinn 1989 fannst hann dauður í Senegal, sem eru reyndar þekktar vetrarstöðv- ar spóans. Þessi fugl hafði ferðast 5.595 kílómetra frá þeim stað þar sem hann var merktur. Í öðru sæti hjá mér er hettumáfur sem ég merkti 29. júní 1998, en fannst aftur í St. John’s á Nýfundnalandi 8. nóvember 2000. Sá fugl hafði flogið 2.621 kílómetra. Þekktustu dæmin um vegalengdir eru auð- vitað tengd kríunni sem flýgur hálfan hnöttinn og svo sömu leið tilbaka í sumum tilvikum. Þá voru þeir ekkert gamlir þessir fuglar sem ég hef fengið endurheimta. Aðrir merkingarmenn hafa fengið mun skemmtilegri endurheimtur, t.d. eru þekkt dæmi um lunda sem hafa orðið nokkurra áratuga gamlir.“ – Nefndu einhver skemmtileg dæmi um langlífi fugla... „Hún er alltaf skemmtileg sag- an frá Bretlandseyjum, um fugla- merkjarann sem merkti, sem ung- ur maður, fýl á hreiðri. Fimmtíu árum seinna náði hann sama fýln- um í sama hreiðrinu. Þeir voru myndaðir saman og fýllinn hafði ekkert breyst, en karlinn var orð- inn gamalmenni. Menn halda að fýllinn geti orðið allt að hundrað ára gamall.“ – Verður í flestum tilvikum að treysta á að finna fuglana dauða? „Það var hér áður fyrr og þá kom miklum mun minna út úr þessum merkingum en síðar varð. Nú eru sjónaukar og merkin orðin með þeim hætti að í mörgum til- vikum sjást merkin í sjónaukan- um og ekki nóg með það, heldur geta menn lesið af merkjunum. Það er og verður samt alltaf stopult hvað finnst af smærri fugl- um, spörfuglum og minni vaðfuglum, þeir drepast og bara hverfa.“ – Mega allir merkja fugla hér á landi, eða þarf að uppfylla skilyrði og kröfur? „Erlendis þurfa menn að upp- fylla ströng skilyrði. Hér á landi er ekkert slíkt, nóg að menn sýni áhuga og vilja. Í fámenninu er bara þakkað fyrir að einhverjir nenni þessu. Fuglafræðingarnir eru svo störfum hlaðnir hér á landi að stærsti hluti fuglamerk- inga er í höndum áhugamanna. Flestir merkja bara allt sem næst í, en aðrir sérhæfa sig. Sjálfur merki ég allt sem ég finn, en hef auk þess lagt mig fram við að merkja straumendur síðustu árin. Ég hef merkt 114 slíkar á fjórum árum sem er sami fjöldi og var merktur á 75 árum fram að því. Þó verður að segjast eins og er, að ég er ekki stórtækur merkjari, margir hafa merkt miklu fleiri fugla heldur en ég.“ – Hvernig ná menn fuglum til merkingar? „Sumar tegundir eru til vand- ræða, t.d. vaðfuglategundir. Mað- ur nær aldrei neinum fjölda því allt snýst um að finna unga trítl- andi úti í móa. Menn hafa brugðist við því með því að nota kanónur sem skjóta netum þar sem fuglar eru í hópum á fartíma, en svoleiðis búnað mega einungis fuglafræð- ingarnir nota. Við hinir getum fengið leyfi hjá Náttúrufræði- stofnun til að veiða fugla í mistnet, þau eru framleidd erlendis, en fást afgreidd gegn pappír frá Náttúrufræðistofnun. Þau eru strengd fyrir þar sem fuglar eiga leið um. Ég nota talsvert mistnet og veiði fugla allt upp í straum- endur að stærð í þau.“ – Slasast fuglar ekki við að fljúga á fullri ferð í mistnet? „Það virðist ekki vera, ég hef ekki lent í því og ýmsir sem ég hef spurt um það hafa heldur ekki lent í slíku. Fuglarnir koma bratt- ir frá þeim viðskiptum.“ – En sjálf merkin, hvaðan koma þau? „Náttúrufræðistofnun útvegar hefðbundnu fótmerkin. Það er erfiðara með lit- merkin. Þau eru af- greidd frá sömu stofn- un, en verr gengur að fá þau. Það er í sjálfu sér skiljanlegt, því það er svo gífurlegur massi af upplýs- ingum sem berst með þeim, að stofnunin hefur ekki undan að vinna úr þeim. Mávar, gæsir og álftir eru t.d. mikið litmerkt og nú síðast jaðrökur. Það er helst að það gangi upp ef merkingarmenn- irnir sjálfir vinna úr gögnunum eins og ég hef sjálfur gert í straumandarathugunum mínum.“ Björn Hjaltason  Björn Hjaltason er fæddur á Kiðafelli í Kjós 1963. Lauk iðn- skólanámi í bókbandi 1986 og hefur starfað sem bókbindari í Prentsmiðjunni Odda allar götur síðan, eða í 16 ár. Björn er giftur Katrínu Cyrusdóttur og samtals eiga þau þrjú börn, Sverri Ljá og Sævar Loga Björnssyni, 14 og 10 ára, og Baldur Þór Bjarnason 10 ára. … fuglarnir koma brattir frá þeim við- skiptum DILBERT mbl.is ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.