Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 33
hver maður beri ábyrgð á eigin heilsu, svo fremi að hann hafi vald á því. Þetta á auðvitað ekki við um erfðafræðilega ágalla og slys. „Ef þú reynist líkama þínum vel, þá mun hann vafalaust reynast þér vel.“ Einkarekstur Margir hafa orðið til þess að hvetja til einkarekstrar í heilbrigð- iskerfinu. Öflugustu talsmenn einkarekstrar hafa verið heilbrigð- isstarfsmenn. Helstu rök þeirra hafa verið þau, að einkarekstur sé hagkvæmari, afkastameiri, ódýrari fyrir ríkið og þjónusta við sjúklinga verði mun betri. Þau rök hafa hins vegar ekki heyrst, að einkarekstur yrði ódýrari fyrir sjúklinga, við- skiptavinina.  Hér á landi er þegar talsverður einkarekstur í heilbrigðisgeiran- um. Engar kannanir liggja fyrir um árangur eða sparnað.  Í Bandaríkjunum er meiri einka- rekstur á þessu sviði en í nokkru öðru landi heims. Þar er rekið dýrasta heilbrigðiskerfi í veröld- inni, sem best annast þá, sem mesta eiga fjármuni. Heilbrigð- isþjónusta við fátæka hefur löngum verið einn svartasti bletturinn á bandarísku þjóðlífi.  Á spáþingi um heilbrigðisþjón- ustu, sem haldið var í Wash- ington 1996, gagnrýndu banda- rískir sérfræðingar eigið kerfi mjög harkalega. Þeir bentu á, að 15% landsframleiðslu færu til heilbrigðisþjónustu, sem næði ekki nema til 75–80% lands- manna.  Samkeppni sjúkrahúsa í Banda- ríkjunum hefur leitt til gífur- legra fjárfestinga í tækjum og sérfræðingum. Sjúkrahúsin stunda sölumennsku á þjónustu sinni, sem beinist að hinum efna- meiri og mörgum þykir siðlaus.  Þáttur tryggingafélaga og vald þeirra um ákvörðun aðgerða og meðferð hinna tryggðu er um- deilt. Það kann að vera hagkvæmt að einkavæða einhvern hluta af heil- brigðisþjónustunni, t.d. stoðþjón- ustu við sjúkrahús, og þá undir eft- irliti stjórnvalda og notenda. Það kemur hins vegar ekki til greina að einkavæða rekstur sjúkrahúsa al- mennt. Hagkvæmni einkavæðingar í heilsugæslu, öldrunarþjónustu og á fleiri sambærilegum sviðum er vandséð. Nýlega var gerður samn- ingur um einkarekstur á sjúkra- stofnun aldraðra hér á landi. Með samningnum var þessari einka- stofnun tryggt tæplega 18 þúsund króna daggjald með hverjum sjúk- lingi. Þar er einnig greiddur við- haldskostnaður húsnæðis og hluti af lyfjakostnaði. Aðrar sambærilegar stofnanir, flestar sjálfseignarstofn- anir, fá liðlega 12 þúsund krónur á dag fyrir hvern dvalargest eða sjúk- ling. Sú stofnun, sem ég ber ábyrgð á, Heilsustofnun NLFÍ í Hvera- gerði, fær að óbreyttu 7.600 krónur á næsta ári með hverjum sjúklingi. Af þessu verður ekki séð að einka- reksturinn spari skattgreiðendum mikla fjármuni. Lokaorð Í heilbrigðisþjónustunni verður vandinn ávallt sá mestur að rata hinn gullna meðalveg á milli raun- verulegra þarfa og nauðsynlegrar þjónustu. Sá meðalvegur hefur enn ekki fundist. Reynt hefur verið að finna þennan vandrataða veg með svokallaðri forgangsröðun. Þá er lit- ið til nokkurra siðferðilegra grund- vallarlögmála, sem talið er að sæmi- leg sátt geti náðst um. Fyrst er þá litið til mannhelgi eða virðingar fyrir mannlegri reisn. Þar vilja menn staðfesta þann skilning að allir menn séu jafnir og hafi sama rétt til verndar lífs og viðhalds á heilbrigði. Þetta sjónarmið er raun- ar staðfest í lögum um heilbrigðis- þjónustu. Í öðru lagi er horft til þarfa og samstöðu. Þar eru venjulega talin upp þrjú meginatriði: 1. Þeir, sem eru í brýnustu þörfinni fyrir heilbrigðisþjónustu, skulu ganga fyrir. 2. Sýna skal þeim hópum samstöðu, sem eru í viðkvæmri stöðu vegna æsku, sjúkdóms eða fötlunar og geta ekki sjálfir leitað réttar síns eða varið hann. 3. Virða skal ákvarðanir um heil- brigðisþjónustuna og takmörk hennar, en til þess að það geti orðið þarf vilja og samstöðu þjóð- arinnar. Við verðum að gera kröfur um skilvirka heilbrigðisþjónustu. Hún þarf að vera markviss, árangursrík og eins hagkvæm og nokkur kostur er. Heimspeki hins vestræna hug- myndaheims um siðferðileg verð- mæti er þessi: Réttlæti, sjálfræði, velferð, hamingja, vinátta og ást. Utan við allar skilgreiningar um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu, sem meira og minna snúast um lækningar, liggja áherslur á önnur gildi, þ.e. heilbrigt líf og hvernig við getum stuðlað að heilbrigði. Stund- um er sagt, að fremur ætti að kalla núverandi heilbrigðiskerfi lækn- ingakerfi. Hið eiginlega heilbrigðis- kerfi sé sú viðleitni okkar að koma í veg fyrir sjúkdóma og viðhalda heil- brigði með skynsamlegu líferni og forvörnum. Og við þá, sem telja, að fjármunir sem fara til heilbrigðismála séu glatað fé, er rétt að segja þetta: Ár- angur heilbrigðiskerfisins í lækn- ingum, við að draga úr þjáningu, veita öryggi og hverskonar umönn- un er hverrar krónu virði. Hluti fjármunanna hverfur aftur í ríkis- kassann í formi skatta starfsmanna. Kerfið er stærsti vinnuveitandi landsins, kaupir meira af aðföngum en nokkur annar og heldur uppi mikilli atvinnustarfsemi utan kerf- isins. Og síðast en ekki síst; kerfið er kjarni velferðarsamfélagsins, umdeilt en yfirleitt gott og algjör- lega ómissandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 33 Hagskýrslusvið Hagstofunnar flytur Hagskýrslusvið Hagstofunnar sem hefur verið til húsa í Skuggasundi 3, Lindargötu 9 og Kalkofnsvegi 1 er flutt í Borgartún 21a, 150 Reykjavík. Nýtt símanúmer: 528 1000 Nýtt faxnúmer: 528 1099 Þjóðskrá er áfram til húsa í Skuggasundi 3, 150 Reykjavík. Sími (óbreyttur) 545 9850. Fax (óbreytt) 562 3312 Fyrirtækjaskrá og hlutafélagaskrá eru áfram til húsa á Lindargötu 9. Sími (óbreyttur) 563 7070 Fax (óbreytt) 562 7230 Borgartúni 21a, 150 Reykjavík. Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Al ic an te Al ic an te Suma rhúsa - eige ndur á Spá ni! Bei nt leiguf lug. Ver›l ækku n 32.245kr. Ver› frá: *Verðdæmi: M. v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman. 36.630 kr. á mann ef 2 ferðast saman . Innifalið er flug og flugvallaskattar. Munið, að hjá Plúsferðum er unnt að greiða með Atlasávísunum 5.000 kr. og VR ávísunum að eigin vild og lækka ferðakostnaðinn. * Flugdagar eru 11. og 24. apríl, 21. maí og alla miðvikudaga í sumar. Flogið er í beinu leiguflugi með Flugleiðum í morgunflugi. Félagsmenn í Félagi Sumarhúsa- eigenda á Spáni fá 2.000 kr. afslátt á mann, ef 20 sæti eða fleiri eru bókuð saman. Sala er hafin á ód‡ru sumarfargjöldunum til Alicante.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.