Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ 9. janúar 1983: „Síðasta skeyti Hjörleifs Guttorms- sonar til Alusuisse hefur að geyma úrslitakosti. Þar er því lýst yfir, að hverfi aðal- samningamaður Alusuisse, dr. Paul Müller, ekki frá fyrirvara þeim sem hann hef- ur sett fyrir því að leggja til við stjórn Alusuisse, að hún samþykki upphafshækkun á raforku til álversins í Straumsvík, muni það „spilla sambandi milli aðila og stofna enn á ný í hættu möguleikum á því að deilan verði leyst með samningum“. Þau skilyrði sem dr. P. Müll- er hefur sett fyrir því að hann leggi tillögu um upp- hafshækkun á raforku fyrir stjórn Alusuisse eru þessi: 1) Ríkisstjórnin samþykki að stækka megi álverið í Straumsvík þannig að tekið verði í notkun þriðja fram- leiðslukerfið. 2) Ríkisstjórnin samþykki að Alusuisse sé heimilt að selja allt að 50% af eignarhluta sínum í ÍSAL til annarra í stað 49% eins og nú er. Í síðasta skeyti sínu frá 5. janúar segir Hjörleifur Gutt- ormsson um þessa afstöðu Alusuisse: „Ríkisstjórnin lít- ur þessi viðbrögð yðar alvar- legum augum.“ Ráðherrann krefst þess í nafni rík- isstjórnarinnar að Alusuisse samþykki í einu og öllu þau sjónarmið sem hann hefur sett fram og þá geti viðræður haldið áfram, að öðrum kosti verði hann að leita lausna á deilunni „eftir öðrum lögleg- um leiðum“ eins og segir í skeytinu.“ . . . . . . . . . . 10. janúar 1943: „Í grein Ólafs Thors í blaðinu í gær ræddi hann ítarlega um það, sem nú, og raunar alltaf endranær, skiftir afkomu okkar Íslendinga svo miklu máli, þ.e.a.s. þarfir okkar fyrir aðfluttar vörur og skip til flutninga. Þó að þetta tvent sje á venjulegum tímum ríkir þættir í tilveru okkar eyj- arskeggja við nyrstu höf, margfaldast vitanlega þýð- ing þess nú, á þessum geig- vænlegu styrjaldartímum. Meðal okkar sjálfra hefir ríkt ágreiningur um það, hversu ríka áherslu bæri að leggja á það að byrgja landið upp af vörum. Framsóknarfl. undir forystu Eysteins Jóns- sonar, barðist fyrir takmörk- un innflutningsins, en aukn- ingu inneigna í bönkum erlendis. Sjálfstæðismenn vildu leggja alt kapp á að- flutning nauðsynlegra vara, meðan verðið væri ekki hækkað úr hófi, og aðflutn- ingar væru auðveldari og áhættuminni. Með því skap- aðist meira öryggi, jafnfram hagkvæmari viðskiftum við útlönd.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. K osningabaráttan fyrir þing- kosningarnar í maí hefst brátt af fullum krafti; flokkarnir eru óðum að ljúka frágangi framboðs- lista sinna og stjórnmála- umræður farnar að bera nokkur merki kosninga- skjálfta. Ýmislegt bendir nú til að kosningabar- áttan verði tvísýnni og átakameiri en gera mátti ráð fyrir ekki alls fyrir löngu. Tvær skoðanakannanir, sem birtar voru í vik- unni, opinbera nokkuð óvænt tíðindi; að Samfylk- ingin og Sjálfstæðisflokkurinn njóti álíka mikils fylgis meðal þjóðarinnar. Könnun Fréttablaðs- ins, sem gerð var hjá litlu úrtaki eða 600 manns (og þar af leiðandi er óvissa meiri), sýndi Sam- fylkinguna með 39,3%, Sjálfstæðisflokkinn með 37%, Framsóknarflokkinn með 10%, Vinstri- hreyfinguna – grænt framboð með 11,1% og Frjálslynda flokkinn með 2,1%. Niðurstaða könnunar DV, þar sem úrtakið er 1.200 manns og niðurstaðan marktækari, er mjög svipuð fyrir Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu, sýnir síðar- nefnda flokkinn með 39,4% og þann fyrrnefnda með 37,1%. Hjá DV fá framsóknarmenn 12,3%, vinstri-grænir 8,1% og Frjálslyndi flokkurinn 2,7%. Þótt enn geti margt breytzt fram til kosninga og reynslan sýni að þrátt fyrir sveiflur nokkrum mánuðum fyrir kosningar leiti fylgið oft á gamlar slóðir þegar kjördagur nálgast, gefur svo svipuð niðurstaða í tveimur könnunum vísbendingu um hina pólitísku stemmningu meðal almennings þessa stundina. Samfylkingin og Ingibjörg Sólrún Samfylkingin hefur undanfarna mánuði heldur verið að ná sér upp úr fylgislægð, sem hún var í mestallt kjörtímabilið. Athygl- in hefur síðan beinzt að flokknum að undanförnu vegna þingframboðs Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur og brotthvarfs hennar úr stóli borgar- stjóra í Reykjavík. Þótt setja verði allstórt spurningarmerki við stjórnkænsku þeirra Ingi- bjargar Sólrúnar og Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, í tengslum við brotthvarf hennar úr borginni, fer ekki á milli mála að framboðið hefur jákvæð áhrif á fylgi Samfylkingarinnar á landsvísu, a.m.k. um sinn. Ingibjörg sagðist í fyrstu, áður en samstarfs- flokkar Samfylkingarinnar settu henni stólinn fyrir dyrnar, ekki sækjast eftir forystuhlutverki á framboðslista flokksins í Reykjavík. Nú liggur hins vegar fyrir að Ingibjörg verður hinn póli- tíski leiðtogi og talsmaður Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni, ekki bara í Reykjavík held- ur á landsvísu. Hún verður forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar en Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, mun einbeita sér að innra starfi hans og jafnframt stýra stjórnarmyndun- arviðræðum, fari svo að Samfylkingin komist í þá aðstöðu. Auðvitað var augljóst allt frá því að Ingibjörg Sólrún tilkynnti framboð sitt til þings að hún yrði í forystuhlutverki og allt tal um annað var aldrei trúverðugt. Samkomulagið, sem nú liggur fyrir, er sjálf- sagt tilraun til að Össur Skarphéðinsson haldi andlitinu, en spyrja má hvort það takist. Það virðist aðeins spurning um tíma hvenær hann víkur til hliðar fyrir Ingibjörgu sem raunveruleg- um leiðtoga flokksins. Augljóst er að hefði mál- um ekki verið fyrir komið með þessum hætti, hefði sú krafa fljótlega orðið hávær innan Sam- fylkingarinnar að flýta landsfundi, sem á að halda á þessu ári, til þess að kjósa Ingibjörgu Sólrúnu formann og færa henni þar með skýrt umboð til að fara með forystuhlutverkið. Slíkum átökum hefur nú verið afstýrt, en framgangsmátinn hlýtur að vekja spurningar um hugmyndir jafnaðarmanna um lýðræðislegt um- boð. Formaður, sem er kjörinn á lýðræðislegan hátt af landsfundi flokks síns, lætur undan þrýst- ingi innan flokksins og fellst á að frambjóðandi, sem ekki tók þátt í prófkjöri, hefur ekki verið kjörinn í neina trúnaðarstöðu sem máli skiptir á landsfundi flokksins og hefur fram að þessu verið fulltrúi þriggja flokka í borgarstjórn, ekki einu sinni talinn fulltrúi Samfylkingarinnar innan Reykjavíkurlistans, verði settur í 5. sæti og gerð- ur að pólitískum talsmanni og yfirlýstu forsætis- ráðherraefni. Rætt er um að þessi pólitíski tals- maður, sem hefur engan lýðræðislegan stuðning á bak við sig í því hlutverki heldur aðeins ákvörð- un fámenns hóps innan Samfylkingarinnar, komi fram í sjónvarpsþáttum, m.a. í umræðum flokks- formanna kvöldið fyrir kosningar en ekki hinn lýðræðislega kjörni formaður. Sjálfstæðis- flokkurinn og efnahags- stjórnin Þrátt fyrir að trúverð- ugleiki Ingibjargar Sólrúnar sem stjórn- málamanns hafi beðið nokkurn hnekki eftir að hún sneri baki við loforðum sínum gagn- vart kjósendum í Reykjavík um að bjóða sig ekki fram til þings, er sennilegt að í kosningabarátt- unni leggi Samfylkingin sömu áherzlu á persónu Ingibjargar Sólrúnar og Reykjavíkurlistinn gerði í borgarstjórnarkosningunum síðastliðið vor. Sömuleiðis er augljóst af yfirlýsingum Ingi- bjargar Sólrúnar og samstarfsmanna hennar að höfuðandstæðingurinn í kosningabaráttunni verður Sjálfstæðisflokkurinn og Davíð Oddsson forsætisráðherra. Samfylkingarmenn munu hamra á því að valdatíð Sjálfstæðisflokksins sé orðin nógu löng og Davíð hafi setið nógu lengi á stóli forsætisráðherra; tími sé kominn til að breyta til. Samfylkingin hefur það að markmiði að kosningabaráttan snúist upp í einhvers konar einvígi Ingibjargar Sólrúnar og Davíðs, en ekki er þar með sagt að það takist, enda eru öflugir forystumenn á ferðinni bæði hjá Framsóknar- flokknum og vinstri-grænum. Sterkasta tromp Sjálfstæðisflokksins og Dav- íðs Oddssonar í kosningabaráttunni verður auð- vitað árangurinn í efnahagsmálum undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Á síðustu misserum hefur tekizt að afstýra því að hér færi allt í kaldakol í efnahagslífinu eftir langt skeið hagvaxtar og kaupmáttaraukningar. Um tíma virtust verð- bólga, vextir, gengi og viðskiptahalli vera að fara úr böndum en allar þessar hagstærðir eru nú í góðu horfi. Hins vegar hafa menn áhyggjur af samdrætti og atvinnuleysi, sem virðist framund- an. Ef áformin um álver í Reyðarfirði og bygg- ingu Kárahnjúkavirkjunar ganga hins vegar eft- ir, eins og yfirgnæfandi líkur virðast nú á eftir atburði gærdagsins, ætti vandanum að vera af- stýrt – að minnsta kosti nógu lengi til þess að kjósendur hafi ekki áhyggjur af því hvað tekur við eftir að framkvæmdatímanum lýkur. Þrátt fyrir langa stjórnarsetu hefur staða Sjálfstæðisflokksins raunar verið sterk í skoð- anakönnunum allt þetta kjörtímabil og þess hef- ur ekki orðið vart að þreytu gæti verulega hjá kjósendum í hans garð. Fylgisaukning Samfylk- ingarinnar undanfarna mánuði hefur aðallega verið á kostnað annarra flokka en Sjálfstæðis- flokksins. Áskorun Framsókn- arflokksins Framsóknarflokkur- inn er hins vegar í erf- iðri stöðu. Fylgi hans í skoðanakönnunum hefur nánast allt kjör- tímabilið verið veru- lega undir kjörfylginu 1999 – og langt undir því sem framsóknarmenn kysu, en þeir voru ekki alls kostar ánægðir með úrslitin í síðustu kosningum. Eins og stundum áður eru þær raddir farnar að heyrast í Framsóknarflokknum að flokkurinn skreppi saman í samstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn. Sú pólitíska goðsögn er lífseig að flokkar tapi alltaf á stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn. Hinar sögulegu staðreyndir sýna þó fram á annað. Í því felst líka áskorun fyrir framsóknarmenn að þungamiðja kosningabaráttunnar verður nú enn frekar en áður í þéttbýlinu á suðvesturhorn- inu, með því að vægi atkvæða hefur verið leiðrétt þéttbýlinu í hag. Framsóknarflokkurinn hefur í áranna rás fyrst og fremst verið bænda- og dreif- býlisflokkur, þótt „bæjarlíberalar“ hafi alltaf átt þar sinn sess. Með því að ákveða að fara fram í Reykjavík sýnir Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, að hann hyggst taka þessari áskorun og reyna að vinna nýjar lendur. Halldór, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir og Davíð Oddsson fara fram í sama kjördæmi. Skoðanakannanir, sem sýna að svo geti farið að Halldór nái ekki þing- sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður, sýna að hann á persónulega einnig mikið í húfi. Halldór mun blanda sér í slag leiðtoganna af fullum krafti. Jafnframt vantar Framsóknarflokkinn bar- áttumál, sem höfða til kjósenda í þéttbýlinu og greina hann frá öðrum flokkum, ekki sízt hinum stjórnarflokknum. Margir hafa talið að áherzla Halldórs Ásgrímssonar á Evrópumálin hafi átt að þjóna þessum tilgangi. Þá má aftur á móti spyrja hvort sú áherzla sé sannfærandi, þegar augljóst er að stór hluti flokksins – hinn hefð- bundni dreifbýlisframsóknarflokkur – undir for- ystu Guðna Ágústssonar varaformanns hefur verulegar efasemdir um nánari tengsl við Evr- ópusambandið. Af þessum sökum er ekki líklegt að Framsóknarflokkurinn nái mörgum atkvæð- um Evrópusinna af t.d. Sjálfstæðisflokknum á AÐ SLÍÐRA SVERÐIN Ísamtali við Morgunblaðið í gær ítilefni af ákvörðunum stjórnaAlcoa og Landsvirkjunar um ál- ver á Reyðarfirði sagði Einar Már Sigurðsson, alþingismaður Samfylk- ingarinnar, m.a.: „Ég trúi ekki öðru en að menn, sem búnir eru að berjast eins hatrammlega og ýmsir hafa gert í þessu máli, átti sig á því, að þetta mál er búið og nú er ekki annað að gera en að slíðra sverðin. Við verðum að sameinast um að gera það bezta úr þessu og það veitir ekki af því að nú blasa tækifærin við og þau þarf að nýta.“ Það er mikið til í þessum orðum þingmannsins. Djúpstæður ágrein- ingur er meðal þjóðarinnar um hinar miklu framkvæmdir á Austurlandi, við virkjun og álver. Þó fer ekki á milli mála, að mikill meirihluti fólks er fylgjandi þessum framkvæmdum. Ein ástæðan fyrir því er augljóslega sú, að sannfæringu skortir fyrir því, að annarra kosta sé völ til þess að byggja afkomu þjóðarinnar á til framtíðar. Fyrir nokkrum árum trúðu margir því, að aðrir kostir væru fyrir hendi, að uppbygging þekkingariðnaðar á grundvelli tölvu- tækni og fjarskiptabyltingar mundi gjörbreyta viðhorfum í atvinnumál- um okkar. Sú framtíðarsýn hefur ekki orðið að veruleika, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Það skiptir líka miklu máli í þessu sambandi að því ferli hefur verið fylgt nákvæmlega við þessar ákvarð- anir, sem lög gera ráð fyrir. Sumir gagnrýna ýmis ákvæði þeirra laga, sem hér koma við sögu. En þá er að taka upp baráttu fyrir breytingu þeirra. Meðan núverandi löggjöf um mat á umhverfisáhrifum t.d. er við lýði ber að sjálfsögðu að fylgja henni. Þeir sem eru andvígir virkjunar- framkvæmdunum fyrir norðan Vatnajökul finna mikið til. Sá sársauki er tilfinningalegur en fólk á ekkert endilega auðveld- ara með að þola hann en líkam- legan sársauka. Þessar tilfinn- ingar ber að virða. Þær byggjast á djúpri virðingu fyrir og ást á náttúru þessa lands. Þær byggj- ast á þeirri sannfæringu að nátt- úra landsins geti ósnortin fært okkur meiri auðlegð en virkjanir. Þessi barátta og þessi sjónarmið standa fyrir sínu. Framtíð há- lendisins snýst ekki bara um virkjanir. Nú er farið að tala um varanlega vegagerð á hálendi Ís- lands sem sjálfsagðan hlut. Því fer víðs fjarri að svo sé. Það er merkilegt að fylgjast með þeirri viðhorfsbreytingu til virkjana, sem orðið hefur á nokkrum áratugum. Langt fram yfir miðja 20. öldina sáu Íslend- ingar stórar virkjanir í hillingum og horfðu til þeirrar framtíðar með jafn sterkum tilfinningum og þeir, sem nú berjast gegn þeim. Þar komu stórskáld þjóð- arinnar við sögu. Alla vega er ánægjulegt að þjóðin skuli nú hafa efni á að horfa á slíkar fram- kvæmdir út frá öðru sjónarhorni en um það var ekki að ræða fyrir hálfri öld. Nú liggja þessar ákvarðanir fyrir. Við töku þeirra hefur verið farið að lögum í einu og öllu og leikreglum lýðræðisins hefur verið fylgt út í yztu æsar. Stjórn- völd hafa hvergi reynt að stytta sér leið. Áskorun þingmanns Samfylk- ingarinnar á Austurlandi um að nú verði sverðin slíðruð er áskor- un, sem andstæðingar þessara framkvæmda ættu að íhuga. Hún er sett fram af góðum hug og þess verð að eftir henni sé tekið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.