Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 49 Stefán jörgen SLA förðunarskólinn er metnaðarfullur og listrænn förðunarskóli. Vetranám hefst 20 jan. Við bjóðum upp á nám í ljósmynda, tísku,fantasíu, leikhús og kvikmyndaförðun.Boðið er upp á 6 eða 12 vikur. Hægt er að velja um dag eða kvöldtíma.Í lok náms verður haldin nemandasýning. SLA förðunarskólinn Hlíðarsmára 17 Sími 564-6868 www.harogsmink.is Svala förðun Stefán jörgen Stefán jörgen Svala förðun LEIKARINN Ólafur Darri Ólafsson hefur getið sér gott orð í leiklistar- heiminum. Hann útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1998 og hefur leikið í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og með ýmsum leikhópum. Hann hefur einnig leik- ið í sjónvarpi og kvikmyndunum Perlum og svínum, 101 Reykjavík, Fíaskó og Íslenska draumnum. Sem stendur leikur hann í fjórum leikritum, Rómeó og Júlíu, Kvetch, Honk og nú síðast Með fullri reisn. „Þetta gengur ágætlega. Ég sýni reyndar svolítið oft, svona fjórum til fimm sinnum í viku,“ segir hann en bætir við aðspurður að það sé ekkert mál að skipta á milli leik- persóna. Hann segir að Með fullri reisn hafi gengið vel. „Það er rosagaman að fá að leika með bestu vinum sín- um. Við erum þarna fimm strákar sem voru saman í Leiklistarskól- anum, eiginlega allir á sama tíma.“ Ólafur Darri leikur síðan með öðrum vinum sínum úr leiklist- inni í Rómeó og Júlíu. Leik- ritið er sett upp að frum- kvæði Vesturports en hann er einn af stofnendum Vesturports. „Þetta er búið að vera ævintýri líkast og hefur líka gengið svo vel. Það er búið að vera mjög gaman hjá okkur,“ segir hann. Ólafur Darri segir það lítið mál að dansa og þurfa að koma fram nakinn í Með fullri reisn. „Það er ekkert mál og bara mjög gaman að standa ber.“ Hann lofar Arnar Jónsson í hástert, en þeir leika saman í fyrrnefndum söngleik. „Hann er snillingur,“ seg- ir Ólafur Darri og bætir við að hann hafi strax passað inn í hópinn með fimmmenningunum, gömlu vinun- um. „Það er gott að hafa hann þarna með enda hefur hann mikla reynslu. Hann er bara svo skemmtilegur og góður maður.“ Hvernig hefurðu það í dag? Frekar gott bara. Hvað ertu með í vös- unum? Hús- og bíllykla, sígar- ettur, kveikjara, klink, veski og gemsa. Ef þú værir ekki leik- ari hvað vildirðu þá helst vera? Slökkviliðsmaður. Hefurðu tárast í bíói? Já, oft og mörg- um sinn- um. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Man ekki, en fór einu sinni á tón- leika með Tom Waits í París. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Chris O’Donnell. Hver er þinn helsti veikleiki? Hégómi. Finndu fimm orð sem lýsa per- sónuleika þínum vel. Feiminn, umhyggjusamur, svart- sýnn, bjartsýnn og viðutan. Bítlarnir eða Rolling Stones? Eiginlega bara hvorir tveggju. Hver var síðasta bók sem þú last tvisvar? Eye of the Dragon eftir Stephen King. Hvaða lag kveikir blossann? „Ruby’s Eyes“ með Tom Waits. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Fór á útsölu og keypti: Big Time og Frank’s Wild Years með Tom Waits, Yes með Morphine, Best of 1980– 1990 með U2 og nýju plötuna hans David Gray. Hvert er þitt mesta prakk- arastrik? Kveikti í sólhlíf á Mallorca. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur bragðað? Ostrur eru furðulegar en mjög bragðgóðar með tabasco-sósu. Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Að hafa ekki bara tekið sénsinn þegar það bauðst. Trúir þú á líf eftir dauðann? Já, ég held það bara. Mikið fyrir Tom Waits SOS SPURT & SVARAÐ Ólafur Darri Ólafsson Morgunblaðið/Kristinn … Vinsældir Eminem virðast hvergi nærri í rénun og til marks um það er, „Loose Yourself“, að- allagið úr myndinni 8 Mile á toppi listans yfir vinsælustu lög Banda- ríkjanna 11 vikuna í röð. Breið- skífan með laginu og annarri tón- list úr mynd- inni er í ofanálag sú vinsælasta í N-Ameríku, aðra vikuna í röð … FÓLK Ífréttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.