Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 11
miður ekki alltaf upp á marga fiska. Margir kennaranna komu sérstaklega frá London til að kenna og litu kennsluna ekkert alltof alvar- legum augum.“ Brian segir að stemningin í skólanum hafi verið engri lík. „Ást, friður og hamingja svifu yfir vötnunum. Við vorum öll vinir og ákaflega partí-glöð. Oftast fór ég í 2–3 partí í viku. Þarna var ég í fyrsta skipti hluti af blönduðum hópi. Heima í Liverpool hafði ég verið í drengjaskóla og í verksmiðjunni unnu nær eingöngu karl- menn. Aðeins örfáar konur unnu á skrifstof- unni.“ Þér hefur væntanlega þótt skemmtilegra að hafa stelpurnar með? „Já, ég get ekki neitað því þótt ég hafi aldrei verið mikill kvennamaður – til þess er ég alltof mikið til baka. Lengi vel hafði ég reyndar sterka tilhneigingu til að draga mig inn í skel innan um margt fólk. Með tímanum hef ég verið að vinna í því að koma mér út úr henni þó að mér þyki enn erfitt að tala í margmenni.“ Enn í sumarfríi Eftir að náminu lauk blasti kaldur raunveru- leikinn aftur við. „Ég var búinn að vera at- vinnulaus í sex mánuði þegar ég fékk loksins vinnu við dagblað í litlum bæ í nágrenni við Liv- erpool. Vinnan fólst aðallega í því að teikna ein- faldar svarthvítar skýringa- og skreytimyndir með fréttum í blaðinu. Ég fór fljótlega að þrá tilbreytingu og ákvað að skella mér með vini mínum á vit ævintýranna á Íslandi í fyrsta sum- arfríinu mínu árið 1977. Fríið á Íslandi stóð svo sannarlega undir væntingum okkar félaganna. Okkur þótti landið hrífandi og fólkið skemmta sér af ótrúlegri innlifun á íslenskum skemmti- stöðum – og hvergi vottaði fyrir árásarhneigð. Gleðin var allsráðandi – dansað uppi á stólum og borðum.“ Af rælni ákvað Brian að koma við á einni ís- lenskri auglýsingastofu með sýnishorn af verk- um sínum. „Mér var tekið opnum örmum á aug- lýsingastofunni Argusi í Síðumúlanum. Auglýsingastofan hafði tekið að sér auglýsinga- herferð fyrir Happdrætti Háskólans og bráð- vantaði teiknara í verkefnið. Ég var varla stig- inn inn úr dyrunum þegar mér var boðin vinna og eftir að hafa jánkað því var ég spurður að því hvort ég vildi ekki bara taka af mér yfirhöfnina og fá mér sæti. Endirinn varð því sá að ég byrj- aði samdægurs að vinna á auglýsingastofunni – stóð ekki upp fyrr en hinir hættu að vinna klukkan fimm. Sú ákvörðun að hverfa ekki aft- ur til Bretlands úr sumarfríinu kom því eins og af sjálfu sér og stundum segi ég í gríni að ég sé enn í sumarfríi,“ segir Brian. Hann segir að sér hafi frá upphafi líkað vel að vinna á auglýsingastofunni. „Ég ætlaði ekki að trúa því að ég gæti fengið borgað fyrir að vinna jafn skemmtilega vinnu og fyrsta veggspjaldið fyrir Happdrætti Háskólans. Á eftir fylgdu fleiri spennandi verkefni og fjölbreytnin var gífurleg, eins og sést best á því að ég lék einu sinni farþega í strætisvagni í auglýsingu fyrir Happdrætti Háskólans með Bessa Bjarnasyni og Árna Tryggvasyni. Mér fannst alltaf rosa- lega skrýtið að sjá sjálfum mér bregða fyrir í sjónvarpinu með þessum frægu leikurum.“ Ekki orðið fyrir aðkasti hér Hvernig kom íslenskt samfélag þér fyrir sjónir á þessum tíma? „Reykjavík var svolítið sveitó – en á skemmtilegan hátt. Ég fór mikið út að skemmta mér á þessum tíma og því er mér skemmtanalífið ofarlega í huga. Fólk stóð tímunum saman í biðröð úti í fimbulkulda til að komast inn á yfirfulla skemmtistaði og taka þátt í brjáluðu stuði. Uppáhaldsstaðurinn minn var Tjarnarbúð á móti Ráðhúsinu og stundum fór ég á Hótel Borg. Núna er skemmtanalífið á Íslandi orðið miklu evrópskara og um leið flatneskjulegra,“ svarar hann. Hann þvertekur fyrir að Íslendingar séu lok- aðir eins og sumir útlendingar hafa kvartað yf- ir. „Nei, þvert á móti eru Íslendingar mjög vinalegir, t.d. varð ég aldrei fyrir aðkasti fyrir að vera Breti þrátt fyrir að þorskastríðinu væri nýlokið á þessum tíma. Ég hef satt að segja aldrei orðið fyrir aðkasti fyrir að vera útlend- ingur á Íslandi frá því að ég kom hingað fyrst. Eina reynsla mín af því tagi er frá því að ég heimsótti bróður minn til Wales og einn gestur á krá þar sem ég var staddur vildi láta henda mér út af því að hann heyrði að ég var með enskan framburð. Eftir á að hyggja minnir mig reyndar að eitthvað svipað hafi einu sinni kom- ið fyrir mig í Skotlandi – aldrei á Íslandi.“ Brian hafði unnið í um þrjú ár á Argusi þegar hann ákvað að láta reyna á hvort hann gæti fengið verkefni við að myndskreyta bækur. „Ég byrjaði á því að fara til Jóhanns Páls Valdi- marssonar af því ég þekkti hann úr skemmt- analífinu og vissi að hann var að vinna hjá Ið- unni. Eins og áður hafði gerst hjá Argusi var mér ákaflega vel tekið hjá forlaginu og Jóhann Páll bað mig fljótlega um að hanna bókakápu fyrir bók eftir Guðrúnu Helgadóttur. Næsta verkefni fólst í því að myndskreyta Ástarsögu úr fjöllunum. Verkefnið var svo viðamikið að ekki var hægt að sinna því með fullri vinnu. Ég ákvað því að hætta hjá Argusi og hella mér út í lausamennsku.“ Brian er spurður að því hvort hann hafi tekið tölvutæknina í sína þjónustu við myndskreyt- ingarnar eins og sumir myndlistarmenn af yngri kynslóðinni. „Nei,“ svarar hann ákveðið. „Tölvukunnátta mín er afskaplega takmörkuð og felst í grófum dráttum í því að kveikja og slökkva á tölvunni. Þar við bætist að vegna les- blindunnar finnst mér óþægilegt að lesa öll þessi stuttu skilaboð á tölvuskjánum. Ég vil miklu frekar mála mynd með raunverulegum litum og geta haldið á henni á blaði þó vissulega viðurkenni ég kosti þess að 100 sinnum auð- veldara er að leiðrétta mistök á tölvuskjá en blaði,“ segir hann. Brian er spurður að því hvað hann sé venju- lega lengi að mála eina mynd. „Ég er ekki nema svona 4 til 5 klukkustundir að mála venjulega litla vatnslitamynd. Stærri myndirnar geta tekið tvo til þrjá daga og einu sinni var ég hátt í þrjár vikur að mála mynd fyrir einhvers konar spil. Tíminn fer því allt eftir stærð og gerð myndanna.“ Skeytasendingar úr tröllabyggð Brian segist ekki hafa getað kvartað yfir verkefnaskorti frá því að hann hellti sér út í lausamennsku á sínum tíma. „Ég er alltaf með einhver verkefni á borðinu. Sum eru unnin samkvæmt pöntunum og önnur að frumkvæði mínu eins og tröllabókin er gott dæmi um. Að- dragandinn að þeirri bók var að ég sendi nokkrar teikningar af íslenskum tröllum inn í hugmyndasamkeppni um íslenska minjagripi fyrir nokkrum árum síðan. Annað sætið í keppninni varð til þess að ég gat farið að vinna frekar með hugmyndina, t.d. útbjó ég myndir til að prenta á boli og alls kyns minjagripi. Mig langaði til að skrifa bók um tröllin og hellti mér út í að lesa fullt af gömlum tröllasögum. Gallinn var bara sá að fæstar voru sögurnar sérstak- lega skemmtilegar. Fljótlega rann því upp fyrir mér að ef vel ætti að vera þyrfti að vinna efnið á nýjan hátt eins og ég gerði með því að setja saman eins konar alfræðibók um tröllin í bók- inni Allt um tröll. Sumar af upplýsingunum í bókinni, eins og um stærð trölla, eru fengnar úr gömlum þjóð- sögum. Annað fannst mér einfaldlega liggja í augum uppi eins og að tröllin væru í skinnfatn- aði og gætu veitt sér til matar inni í hellunum eins og sýnt er á skýringarmynd í bókinni. Annars verð ég víst að viðurkenna að stór hluti textans er kominn úr mínu eigin hugarflugi. Einu sinni sagði ég reyndar frá því á fyrirlestri um íslensku tröllin úti á Velli að ég fengi hug- skeyti úr tröllabyggðum um hitt og þetta. T.d. er ég sannfærður um að kenning mín um að tröllin sofi ekki venjulegum svefni eins og við heldur liggi löngum stundum í eins konar dái og dreymi skemmtilega drauma í ætt við kvik- myndir sé hárrétt,“ segir Brian og hnyklar brýnnar þegar hann er spurður að því hvað bækurnar séu orðnar margar á síðustu tuttugu árum. „Ég er nokkuð viss um að ég hef skrifað eða komið að því að skrifa um tíu bækur. Hins vegar er ég ekki jafn viss um hvað ég á mynd- skreytingar í mörgum bókum. Einu heimildir mínar fyrir því er að þegar stúlka ein bað um lista yfir bækur sem ég hefði komið að á einu af bókasöfnunum vegna ritgerðar um verk mín fékk hún lista á 10 blöðum í stærðinni A4.“ Kunnugleg svipbrigði í tröllum Hvað er svona heillandi við tröll? „Ef teikn- ari er beðinn um að teikna mynd af Davíð Odds- syni verður myndin að líkjast Davíð Oddssyni. Ef teiknari er beðinn um að teikna tröll getur hann einfaldlega látið hugmyndaflugið ráða. Tröllin verða yfirleitt bara til í hausnum á mér þótt stundum megi greina kunnugleg svip- brigði í andlitunum þegar þau eru komin á blað. Sjáðu hérna stóra tröllið,“ segir hann og bendir á mynd af mikilfenglegum hyrndum tröllkarli með undirbit í kaflanum um útlit og innræti trölla í bókinni Allt um tröll. „Munnsvipurinn líkist mínum. Ég er líka með svona undirbit og hálfgerða skúffu. Kerlingin á næstu síðu er líka svolítið lík mömmu – mamma var svolítið svona,“ segir hann og bendir á kotroskna tröll- skessu á næstu síðu, „og barnið í samanburð- inum á stærð trölla- og mannabarna er málað eftir mynd af Daniel, eldri syni mínum, á fyrsta ári. Vinnan við Jólin okkar var dálítið öðruvísi því þar studdist ég meira við heimildir, t.d. varð Giljagaur að vera gráhærður því að í vísum Jó- hannesar frá Kötlum er talað um Giljagaur með gráa hausinn sinn. Markmiðið var heldur ekki að varðveita gamla arfleifð eins og í hinni bókinni því að íslensku jólin eru auðvitað í fullu gildi í íslensku nútímasamfélagi. Ég skrifaði bókina af því að ég hef alltaf verið svo hrifinn af íslensku jólahefðunum, t.d. er ekki spurning að íslensku jólsveinarnir standa Coca Cola-jóla- sveininum langtum framar. Ekki er síður merkilegt að jafn gömul persóna og Grýla skuli vera svona sprelllifandi og raun ber vitni í dag. Ég fer alltaf með strákana mína niður í Ráðhús þegar hún kemur til byggða fyrir jólin og verð alltaf jafn hissa á því hvað börnin verða skelf- ingu lostin,“ segir Brian. Hann er spurður að því hvort honum finnist íslenskir listamenn hafa vanrækt þessa arfleifð sína. „Ég veit ekki hvað ég á að segja því áður fyrr voru myndlistarmenn, eins og Halldór Pétursson, duglegir við að endurlífga íslensku tröllin. Á tímabili dofnaði áhuginn og hefur síð- an aftur verið að vakna hjá ungum íslenskum myndlistarmönnum eins og Gunnari Karlssyni og fleirum.“ Brian segist vera með tvær sögur í takinu um þessar mundir. „Önnur sagan fjallar um jóla- svein og kom til mín í heilu lagi fyrir svolitlu síðan. Ég settist einfaldlega niður og skrifaði heila sögu í einum rykk á tveimur tímum. Eins og ég geri oft lagði ég hana síðan frá mér og tók hana ekki upp aftur fyrr en fyrir stuttu síðan og satt best að segja held ég að hún gangi algjör- lega upp og litlu þurfi að breyta. Hin sagan er um dreka og var heldur lengur í mótun.“ Hafa bækur þínar alltaf verið fyrst gefnar út á Íslandi? „Hingað til hafa allar mínar bækur, að Tótu tjú tjú frátaldri, fyrst verið gefnar út á Íslandi. Við Kate Harrison, konan mín, sömd- um söguna saman í 7 tíma löngu flugi til Kar- íbahafsins á meðan við vorum enn í tilhugalíf- inu og breska bókaútgáfan Scholastics gaf hana síðan fyrst út. Vandinn er hvað markaðurinn á Íslandi er lítill. Um leið og farið er að gefa út fleiri en eina bók eftir mig fyrir jólin er ég kom- inn í samkeppni við sjálfan mig á jólabóka- markaðinum. Bækurnar seljast líka lítið fyrir utan jólabókavertíðina þessar þrjár vikur fyrir jólin. Þess vegna hef ég verið að reyna að höfða til breiðari lesendahóps með síðustu bókunum mínum um tröllin, þ.e. fólks á öllum aldri og er- lendra ferðamanna, því að hægt er að fá bæk- urnar á nokkrum algengum erlendum tungu- málum auk íslensku.“ Brian játar því að fleiri bækur hans hafi verið þýddar á erlend tungumál. „Bækurnar um Afa gamla jólasvein hafa verið seldar til flestra landa. Fyrstu bókinni var dreift til 15 landa, annarri bókinni til 12 landa og þeirri þriðju og síðustu til 10 landa. Annars hafa bækur með myndskreytingum eða texta og myndskreyt- ingum eftir mig verið þýddar á fjölmörg tungu- mál. Hérna er ég einmitt með Ástarsögu úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur á jap- önsku. Guðni Franzson hefur samið sinfóníu upp úr henni með svipuðum hætti og gert var með Pétur og úlfinn og vonandi verður sá draumur okkar að veruleika að hægt verði að færa söguna í nýjan myndrænan búning af því tilefni. Svo eru Blómin á þakinu hérna á kór- esku – eða er þetta ekki annars kóreska?“ spyr Brian og veltir fyrir sér undarlegu letrinu á for- síðunni. Er rétt að Blómin á þakinu gerist í ákveðinni íbúð á Brávallagötu? „Já, sagan er miðuð við að gerast í ákveðinni íbúð á efstu hæðinni í einu húsanna á Brávallagötunni ef frá er talið að tekið var skáldaleyfi til að setja lyftu í húsið. Ég bjó einu sinni sjálfur í íbúðinni og á hana reynd- ar enn. Ég ætla að eiga hana þangað til kvik- mynd upp úr sögunni verður loksins að veru- leika. Tvisvar sinnum hafa verið uppi áform um að gera slíka kvikmynd og í annað skiptið var meira að segja búið að ákveða hvaða leikarar færu með hlutverkin. Seinni tilraunina gerði Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndagerðarmað- ur fyrir sjónvarpið í fyrra – því miður varð ekk- ert úr því þá,“ segir Brian og veltir fyrir sér ríkri þörf Íslendinga miðað við aðrar Evrópu- þjóðir fyrir að tengja sögur ákveðnum stöðum. „Þessi tilhneiging virðist ganga langt aftur því að íslenskar þjóðsögur eru gjarnan miðaðar við ákveðið svæði eða stað á landinu. Ég hef velt fyrir mér ástæðunni og hallast helst að því að Einar Pálsson hafi haft á réttu að standa þegar hann heldur því fram að frásagnirnar hafi átt að auðvelda fólki að staðsetja sig án korts á löngum ferðalögum.“ Brian er spurður að því hvort honum finnist að myndskreytingum sé gert nægilega hátt undir höfði í umfjöllun um bækur. „Ég veit ekki hvað ég á að segja því að ég get ekki ímyndað mér neitt skemmtilegra starf en að mynd- skreyta bækur. Eiginlega vinn ég að mynd- skreytingum af tómri eigingirni. Allt annað, eins og þegar ókunnugt fólk hrósar mér fyrir bækurnar mínar úti á götu, er bara plús. Ég á yndislega konu og börn – og nýt þeirra forrétt- inda að fá að vinna við það sem mér finnst skemmtilegast hérna heima við. Ekkert stress eins og á skrifstofu eða í banka – bara lágur kliðurinn frá BBC og svo börnin þegar þau koma heim úr skóla og leikskóla. Í hreinskilni sagt get ég ekki ímyndað mér betra líf eða má maður kannski ekki segja svona – þá gerist eitthvað,“ segir Brian brosandi og bankar í borðið „7,9,13.“ En sér Brian fyrir sér að verða gamall maður á Íslandi? „Mitt mottó hefur alltaf verið að taka bara einn dag í einu og vera ekki að gera ein- hver langtímaplön. Annars urðu ákveðin tíma- mót í lífi mínu þegar ég gerði mér grein fyrir því fyrir um 10 árum að heim var ekki lengur Bretland í huga mínum heldur Ísland. Hér er að mörgu leyti gott að búa. Ég kvarta ekki einu sinni undan veðrinu eins og margir útlending- ar. Ef veðrið væri betra væri bara erfiðara að halda sig innandyra við vinnu. Sólin er fín í sumarfríum og þá get ég bara farið til útlanda. Svo getur maður fengið nóg af hitanum eins og þegar við fórum síðast til Englands í sumarfrí og lentum í hitabylgju – fötin límdust við mann. Má ég þá frekar biðja um dálitla íslenska golu.“ tilegra starf ago@mbl.is Brian segir að þessi tröllkarl sé svolítið líkur sér. Daniel, sonur Brians, er fyrirmyndin að barninu í samanburðinum á stærð trölla og manna. „Mamma var svolítið svona,“ segir Brian. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.