Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 45
DAGBÓK
Námskeið á vorönn hefjast
27. og 29. janúar
BRIDSSKÓLINN
Byrjendanámskeið:
Hefst 27. janúar og stendur yfir
í 10 mánudagskvöld frá kl. 20—23.
Þú kannt lítið sem ekkert, en hefur alltaf langað til að læra undirstöðuatriðin í
brids. Þá er byrjendanámskeiðið tilvalið fyrir þig. Ekki er gert ráð fyrir neinni
kunnáttu og ekki er nauðsynlegt að hafa með sér „makker“. Þegar upp er staðið,
eru nemendur orðnir vel spilahæfir og kunna skil á grundvallarreglum hins vin-
sæla Standard-sagnkerfis. Kennslubók fylgir námskeiðinu og öll önnur kennslu-
gögn, en heimanám er nemendum í sjálfsvald sett. 15—20 mínútna lestur á viku
nægir til að tryggja vel heppnað námskeið. Það er fólk á öllum aldri og af báð-
um kynjum sem sækir skólann. Láttu slag standa!
Framhaldsnámskeið:
Hefst 29. janúar og stendur yfir
í 10 miðvikudagskvöld frá kl. 20—23.
Þú kannt brids. Tekur þína níu slagi í þremur gröndum án þess að blása úr nös.
En það kemur fyrir að þú spilir þrjú grönd þegar betra væri að spila sex tígla. Og
einhvern veginn nærðu ekki sambandi við makker í vörninni. Það er eins og
hann skilji þig ekki. Nú jæja, þá er framhaldsnámskeiðið eitthvað fyrir þig. Þar er
farið djúpt í saumana á Standard-sagnkerfinu og ýmsum sagnaðferðum, sem
ekki eru beint bundnar ákveðnu kerfi. Vörnin er fyrirferðarmikil á námskeiðinu,
en þar er svigrúm til skjótra framfara. Kennslubók og yfirgripsmikil námsgögn
fylgja og gert er ráð fyrir nokkru heimanámi.
Kennari á báðum námskeiðum er Guðmundur Páll Arnarson.
Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247
milli kl. 13 og 18 virka daga.
Námskeiðin eru haldin í húsnæði Bridssambands Íslands
Síðumúla 37 í Reykjavík.
Auðbrekka 2 • 200 Kópavogi • Sími 517 5556
Netfang: estherhelga@hallo.is
Vorönn er að hefjast
Námskeið fyrir byrjendur - tvö kvöld
Námskeiðinu er ætlað m.a. að styrkja þá
sem eru að byrja í Regnbogakórnum eða einkatímum
Regnbogakórinn: Mæting mánudaginn 13. jan. kl. 19.
Góður kórhópur til að byrja í.
Dægurkórinn: Mæting miðvikudaginn 15. jan. kl. 18.30.
Fyrir lengra komna.
Dagskrá beggja kóranna samanstendur af
söngleikjatónlist, gospel og þjóðlögum.
Fyrirhuguð er söngferð til Færeyja.
Söngstjóri: Esther Helga Guðmundsdóttir.
Undirleikari: Katalin Lörincz.
Auðbrekku 14, Kópavogi.
Símar 544 5560 og 820 5562,
www.yogastudio.is
Næsta jógakennaraþjálfun hefst helgina 17.-19. janúar.
Næsta grunnnámskeið hefst miðvikud. 15. janúar kl. 18.30.
Næsta ilmkjarnaolíunámskeið verður dagana 24. og 25. janúar.STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
STEINGEIT
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert alltaf sami
fjörkálfurinn og átt auðvelt
með að fá fólk til þess að
hlæja með þér.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það er í sjálfu sér gott að vera
opinn og fordómalaus en alla
hluti skal þó vega og meta til
þess að þeir komi ekki í bakið
á manni síðar.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þótt þú eignist nýja vini er
engin ástæða til að varpa þeim
gömlu fyrir borð. Þeir hafa
reynst þér vel og fyrir það
eiga þeir betra skilið.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú átt ekki að skella skolla-
eyrum við sköpunarþrá þinni
heldur leyfa henni að njóta sín
því að öðrum kosti deyr hún
og verður þér aldrei til gleði.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Láttu ekki hugfallast þótt þér
sýnist mörg ljón á veginum.
Með réttu lagi ættir þú að
koma málum þínum heilum í
höfn.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Skilin á milli vináttu og ástar
geta stundum vafist fyrir
fólki. Gerðu þér glögga grein
fyrir tilfinningum þínum áður
en þú lætur til skarar skríða.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Viðamikið samstarfsverkefni
sem þú ert nú að taka þátt í
krefst mikils af þér. Leggðu
þig allan fram og þá mun
framlag þitt verða mikils met-
ið.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Það er mikil togstreita innra
með þér svo að þú átt erfitt
með að einbeita þér. Komdu
jafnvægi á þetta svo þú getir
komið einhverju í verk.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þér finnst erfitt að skipta tím-
anum á milli heimilis og vinnu
en þarft engu að kvíða því þú
hefur nóg þrek fyrir hvoru-
tveggja.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Eitt og annað virkar freist-
andi en það er svo margt í líf-
inu sem maður verður að neita
sér um ef vel á að fara. Vertu
því staðfastur.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Hafðu augun hjá þér og láttu
einskis ófreistað til þess að
komast til botns í því máli,
sem þú hefur tekið að þér.
Mundu að flas er ekki til fagn-
aðar.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Það kemur aldri ekkert við en
við erum alltaf börn foreldra
okkar. Geri þau ósanngjarnar
kröfur lempum við málin til án
þess að æðrast.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Óvæntir atburðir breyta
mörgu í dag og nú er bara að
vera við öllu búinn. Þótt ein-
hverjir séu ósammála þér um
aðgerðir skaltu halda þínu
striki.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÞAÐ er yndislegt að taka
upp spil eins og þessi:
Norður
♠ 96
♥ ÁKDG9653
♦ Á
♣Á2
Tíu slagir á eigin hendi
og allt lífið framundan!
En það er sitthvað gæfa
og gjörvuleiki – í spilum
af þessum toga er inn-
byggður háski og miklar
væntingar geta hæglega
umbreyst í hræðileg von-
brigði. Spilið er frá
fyrstu umferð Reykjavík-
urmótsins á þriðudaginn
og það gekk á ýmsu á
borðunum sextán. Ef
kerfið er Standard er
rakið að hefja leikinn á
alkröfu. Settu þig í spor
norðurs. Makker svarar
með tveimur tíglum, sem
er biðsögn og þú sýnir
hjartalitinn. Sagnir þró-
ast síðan þannig:
Vestur Norður Austur Suður
-- -- Pass Pass
Pass 2 lauf Pass 2 tíglar
Pass 2 hjörtu Pass 2 grönd
Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar
Dobl Pass Pass 4 lauf
Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu
Pass ???
Þú ítrekar hjartað og
makker sýnir fyrirstöðu í
spaða með þremur spöð-
um, sem vestur doblar.
Þú passar til að spyrja
um eðli fyrirstöðunnar.
Með ásinn myndi makker
redobla, en þess í stað
segir hann fjögur lauf.
Þá er ljóst að hann á
spaðakóng og laufkóng.
Sem betur fer hefur
makker sölsað undir sig
gröndin og þú setur því
stefnuna á sex grönd.
Slagirnir eru ellefu með
laufkóng hjá makker, svo
þú heldur því opnu að
stoppa í fimm hjörtum og
segir fimm lauf. Makker
segir fimm tígla og þú
lætur vaða í sex grönd:
Norður
♠ 96
♥ ÁKDG9653
♦ Á
♣Á2
Vestur Austur
♠ ÁG875 ♠ D104
♥ 10 ♥ 874
♦ 1053 ♦ K974
♣6543 ♣G97
Suður
♠ K32
♥ 2
♦ DG862
♣KD108
Makker á ekki tígul-
kónginn, en mikilvæga
drottningu í laufi og tólf
slagir eru upplagðir.
Vestur er dapur yfir út-
komunni, enda ljóst að
doblið hefur hjálpað NS
töluvert. Á fimm borðum
var slemman spiluð í
hjörtum og þrisvar hitti
austur á spaðann út.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
ÞEGAR þessir pistlar hófu
göngu sína í Mbl. fyrir um
15 árum, var fljótlega vikið
að ofangreindum orðum að
gefnu tilefni. Var þá bent á,
að sneiða mætti hjá hinu
danskættaða orði rest með
öllu íslenzkulegri orðum. Í
uppvexti mínum á fyrri
hluta liðinnar aldar var al-
gengt að segja, þegar
fyrstu jóladagar voru liðnir
og menn hittust á förnum
vegi: gleðilega rest. Var þá
verið að óska gleðilegrar
hátíðar, það sem eftir væri
jólanna. fram á gamlárs-
dag. Mun svo hafa verið
sagt víða um land á þessum
árum. Þetta voru vitaskuld
leifar frá danska tímabilinu
í sögu okkar. Í seinni tíð
hefur þetta breytzt og mun
trúlega vera horfið, enda
verið bent á, að það orðalag
sé með öllu óþarft. Fram
að nýári fer vel á að óska
mönnum gleðilegra jóla
eða gleðilegrar hátíðar og
svo gleðilegs árs frá og
með nýársdegi eitthvað
fram eftir janúar, ef menn
vilja vera kurteisir og
halda gamalli venju. –
Samt virðist mér restin
vera anzi lífseig í talmáli og
jafnvel hafa færzt í aukana,
en nú í öðru sambandi, þar
sem hún mætti alveg að
ósekju einnig hverfa. Ég
hef tekið eftir því, að
mönnum virðist tamt að
tala um, að eitthvað hafi
farið svo eða svo í restina.
Íþróttamenn hef ég oft
heyrt segja sem svo, að
leikurinn hafi orðið heldur
slakur í restina og því hafi
hann tapazt. En hvers
vegna ekki að segja í lokin.
Leiknum lyktaði einmitt
með tapi. Ég held flestir
geti verið mér sammála
um, að það orðalag fari
miklu betur í íslenzku máli,
hvort sem er í talmáli eða
ritmáli. Í næsta pistli verð-
ur framhald á hugleiðing-
um um no. rest í ýmsum
samböndum og hver ís-
lenzk orð eigi öllu heldur
að nota í vönduðu máli. –
J.A.J.
ORÐABÓKIN
Rest – leifar – afgangur – lok
LJÓÐABROT
Á FERÐ
Hátt í gnípum hamra bláum
hvein, sem fjúka mundu öll
þau hin sterku, steini gráum
studdu, gömlu Kjósar fjöll.
Skall á bláum björgum froða
bifðist jörðin öll í kring –
var sem mundi löðrið loða
á loga-gullnum sólar hring.
Magnús Grímsson
Árnað heilla
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 20. júlí sl. í Skálholti
af sr. Agli Hallgrímssyni
þau Ingibjörg Hanna
Bjarnadóttir og Emil Þór
Vigfússon. Heimili þeirra er
í Reykjavík.
Skugginn, Barbara Birgis
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 13. júlí sl. í Fríkirkj-
unni í Reykjavík af sr.
Högna Valssyni þau Rakel
Lúðvíksdóttir og Gísli
Freyr Valdórsson.
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 e6
4. O-O Rge7 5. c3 a6 6. Ba4
c4 7. Bc2 Rg6 8. d4 cxd3 9.
Dxd3 Dc7 10. a4 Be7 11.
Ra3 Hb8 12. Be3 O-O 13.
Hfd1 Hd8 14. b4 b6 15. Bb3
Bb7 16. De2 Rce5 17. Rxe5
Rxe5 18. Hac1 Rg6 19. f3 d5
20. exd5 exd5 21. Df2 Ba8
22. Bd4 Rf4 23. Df1 Bb7 24.
Rc2 Re6 25. g3 Bg5 26. f4
Rxd4 27. Rxd4 Bf6 28. Dd3
He8 29. Df3 Dd7 30. Df2
Hbc8 31.
Hd3 He4 32.
Hcd1 Hce8
33. Rf3 Dc8
34. Bxd5
Bxd5 35.
Hxd5 Dxc3
36. a5 b5 37.
Rg5 H4e7
38. Dc5 h6
39. Rh3 Df3
40. Df2 Db3
41. Dc5 Bc3
42. Rf2 Bxb4
43. Db6 Df3
44. He5
Hxe5 45.
fxe5 He6 46.
Dc7 Hc6 47.
Dd8+ Kh7 48. Kf1 Staðan
kom upp í Evrópukeppni fé-
lagsliða sem fram fór í
Grikklandi sl. haust. Einn
liðsmanna Evrópumeistara
Bosníu Sarajevo, Sergei
Movsesjan, hafði svart gegn
Hróksmanninum Vladimir
Malakhov. 48... Bxa5! og
hvítur gafst upp enda fátt til
varnar eftir 49. Dxa5 Hc2.
Skákþing Reykjavíkur
hefst í félagsheimili Tafl-
félags Reykjavíkur, Faxa-
feni 12, kl. 14.00 í dag, 12.
janúar. Von er á spennandi
og skemmtilegu móti.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.