Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, JÓHANNA G. DAVÍÐSDÓTTIR frá Patreksfirði, til heimilis á Hrafnistu, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut að kvöldi laugardagsins 4. janúar sl. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 13. janúar kl. 15.00. Hrefna Pétursdóttir, Ólína Björk Pétursdóttir, Hugrún Pétursdóttir, Marteinn Geirsson, Pétur K. Pétursson, Anna S. Einarsdóttir og ömmubörnin öll. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN STEFÁN HANNESSON byggingameistari, Bollasmára 6, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 13. janúar kl. 13.30. Droplaug Benediktsdóttir, Benedikt Jónsson, Fanney Friðriksdóttir, Hannes Jónsson, Auður Gunnarsdóttir, Kristjana Jónsdóttir, Stefán Ásgeirsson, Andrea Jónsdóttir. Jóhannes Kolbeinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, KRISTJANA GUNNARSDÓTTIR, Lindagötu 61, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 6. janúar. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 16. janúar kl. 13.30. Guðmundur G. Pétursson, Örn Leó Guðmundsson, Elísabet Þorsteinsdóttir, Guðmundur Leó Guðmundsson, Milla Gunnarsdóttir, Geir Leó Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, ANNA ÓSKARSDÓTTIR, Fitjasmára 10, Kópavogi, verður jarðsungin frá Breiðholtskirkju þriðju- daginn 14. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Elís Kristjánsson, Ólafur Elísson, Stella Skaptadóttir, Anna Björg Elísdóttir, Stefán Jóhann Björnsson, Atli Þór Elísson, Hlynur Elísson, Arndís Ólafsdóttir, Trausti Elísson, Sif Þórsdóttir, systkini og barnabörn. Við þökkum öllum ættingjum og vinum fyrir samhug og vináttu sem þeir auðsýndu okkur vegna andláts og jarðarfarar föður okkar, SÆMUNDAR BERGMANNS ELIMUNDARSONAR. Sameiginleg erfidrykkja hans og Ólafs bróður hans verður í Víkingasal Hótel Loftleiða þriðju- daginn 14. janúar nk. um kl. 15.00. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Kristinn Sæmundsson, Hreiðar Þór Sæmundsson, Sigurður Rúnar Sæmundsson, Matthías Viðar Sæmundsson. Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður minnar og ömmu okkar, SESSELJU STEFÁNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir alúð, umönnun og hlýju. Pálína Guðmundsdóttir, Kristín Björk Friðbertsdóttir, Friðbert Friðbertsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Jóhann Grímur Friðbertsson, Margrét Bjarnadóttir, Sesselja Bjarnadóttir, Guðmundur Stefán Bjarnason, Kristín Sólveig Bjarnadóttir, Hólmgrímur Pétur Bjarnason og fjölskyldur þeirra. ✝ Sverrir Sigfús-son fæddist í Hafnarfirði 20. ágúst 1932. Hann lést þar 17. desember síðast- liðinn. Sverrir var elsta barn hjónanna Sigurástar (Ástu) Ásbjörnsdóttur hús- móður og verkakonu frá Hellissandi og Sigfúsar S. Magnús- sonar sjómanns og síðar fiskmatsmanns frá Hafnarfirði. Systkini Sverris eru: Baldur smiður, f. 1934, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Elsu Ágústsdóttur, Jó- hanna skrifstofumaður, f. 1937, búsett í Hafnarfirði, gift Birni H. Björnssyni, Magnús smiður, f. 1940, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Auðdísi Karlsdóttur, Ás- björn læknir í Reykjavík, f. 1948, d. 2001, kvæntur Jóhönnu Björns- dóttur og Hólmfríður sjúkraliði, f. ferðamálafræðingur, f. 13. mars 1963. Sonur hennar og Elíasar Ágústssonar er Ágúst Halldór, f. 25. maí 1994. Sverrir var á togurum, gerðum út frá Hafnarfirði, í nokkur ár eft- ir að hafa lokið grunnskólanámi frá Flensborg. Hann fór síðan í Samvinnuskólann og að því námi loknu hóf hann störf hjá Búnaðar- banka Íslands. Hann byrjaði sem bankaritari í sparisjóðsdeild í des- ember 1958. Í september 1960 varð hann gjaldkeri í gjaldkera- deild jafnframt störfum í endur- skoðunardeild. Varð fulltrúi í sparisjóðsdeild í janúar 1963 og deildarstjóri sömu deildar frá júní 1970. Frá janúar til júní 1968 gegndi Sverrir starfi útibússtjóra í Miðbæjarútibúi bankans í fjarveru útibússtjóra. Sverrir var ráðinn starfsmannastjóri bankans 1. júlí 1976 og sinnti því starfi til loka septembermánaðar 1983 er hann tók við starfi útibússtjóra nýstofn- aðs útibús í Kópavogi. Í september 1994 flutti hann sig um set og tók við útibúi bankans í Grundarfirði. Hann sinnti því starfi til ársloka 1997, er hann lét af störfum. Útför Sverris hefur farið fram í kyrrþey. 1953, sjúkraliði, bú- sett í Hafnarfirði, gift Birni Þór Egilssyni. Hinn 4. maí 1954 gekk Sverrir að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Sólveigu Þórðar- dóttur, f. í Hafnarfirði 28. mars 1934, dóttur hjónanna Ingibjargar Kristjánsdóttur hús- móður og Þórðar Ív- arssonar sjómanns í Hafnarfirði. Börn Sverris og Sólveigar eru: 1) Þórður rekstr- arhagfræðingur, f. 17. október 1956, kvæntur Hafrúnu Dóru Júlíusdóttur bæjarfulltrúa í Hafnarfirði. Þau eiga fjögur börn, þau eru: a) Sverrir Örn viðskipta- fræðingur, f. 7. júní 1978, í sambúð með Stefaníu Bjarnadóttur, b) Kári Freyr nemi, f. 13. janúar 1984, c) Tómas Ingi f. 11. febrúar 1987, og d) Sólveig Helga f. 17. október 1995. 2) Ingibjörg Guðrún Sverrir mágur minn er látinn, rétt sjötugur að aldri. Ég kynntist Sverri fyrst fyrir tæpum 30 árum síðan, þegar við Ásbjörn, yngsti bróðir hans, vorum að draga okkur saman. Sverrir var fremur seintekinn, tók sér tíma í að kynnast þessari nýju kærustu Ása. Það leið þó ekki á löngu þar til mér var tekið fagnandi í hans mjúka og trausta faðm sem hef- ur staðið mér opinn æ síðan. Sverrir var Hafnfirðingur, fæddur þar og uppalinn og bjó þar lengstan hluta ævi sinnar. Hann var elstur sex barna Ástu Ásbjörnsdóttur, sem var frá Hellissandi og Sigfúsar Magnússonar fiskmatsmanns sem var Hafnfirðingur. Fjölskyldan bjó fyrstu árin á Vesturbraut í sambýli við foreldra Fúsa, Magnús og Jó- hönnu en síðar byggðu þau sér hús að Hringbraut 7. Sverrir fór snemma að vinna, stundaði sjó- mennsku á togurum í nokkur ár en eftir að hann lauk námi frá Sam- vinnuskólanum hóf hann vinnu hjá Búnaðarbankanum. Þar var starfs- vettvangur hans æ síðan, fyrst í sparisjóði aðalbankans og síðar var hann starfsmannastjóri í mörg ár. Snemma á níunda áratugnum var honum falið að koma á fót nýju útibúi Búnaðarbankans í Kópavogi. Þá starfsemi byggði hann upp af öryggi og festu og urðu umsvifin stöðugt meiri. Trúlega hefur sjúkdóms þess sem varð Sverri að aldurtila aðeins verið farið að gæta fyrir um það bil 10 árum þegar Sverrir flutti sig í minna og rólegra útibú þar sem hann ætlaði að eyða síðustu árunum áður en hann færi á eftirlaun. Útibú Bún- aðarbankans í Grundarfirði varð fyr- ir valinu, ekki síst vegna þeirra tengsla sem Sverrir hafði alltaf við Snæfellsnesið. Hann hafði sérstaka ást á þeim hluta landsins. Hann eyddi ófáum stundum í sumarbústað bankans í Breiðuvík ásamt fjöl- skyldu sinni. Hann þekkti það svæði út og inn og kunni sögu og sagnir Snæfellsnessins. Honum leið jafnan vel í skjóli jökulsins, í ríki Bárðar. Þau hjónin Sverrir og Lolla fluttu því vestur full tilhlökkunar og okkur hinum fannst ekki verra að eiga í gott hús að venda fyrir vestan. Þeim mun sárari voru því vonbrigðin þeg- ar þau hjón neyddust til að flytja suður fyrr en áformað var vegna veikinda. Það er ekki hægt að tala um Sverri án þess að geta Lollu. Hún heitir fullu nafni Sólveig Þórðardótt- ir en er aldrei kölluð annað en Lolla. Þau hafa verið saman frá því þau voru unglingar, samrýnd og sam- hent í öllu sem þau hafa tekið sér fyrir hendur. Þau voru bestu vinir hvort annars. Eins og þau voru ólík, en bættu hvort annað upp svo úr varð nánast fullkomin blanda. Hún dálítill bóhem, ekki endilega bundin af hefðum og venjum. Spilaði á pí- anóið, skapaði mynstur í handavinn- una sína eftir eigin höfði. Hún tók öllum opnum örmum og allir voru alltaf velkomnir á heimilið, enda þar oft gestkvæmt. Hann rólegur og jarðbundinn, fastur fyrir en sann- gjarn, hafði skap sem hann hafði góða stjórn á, en var undir niðri ákaflega hlýr. Gat verið þungur á brún en við sem þekktum hann lét- um það ekki trufla okkur. Sverrir var ekki æsingamaður og fór ekki með hávaða en ef honum mislíkaði eitthvað fór það ekki framhjá við- komandi. Að sama skapi gat hann verið hrókur alls fagnaðar, hafði gott skopskyn og var ekki í neinum vand- ræðum með að ærslast og segja aula- brandara eins og hin börnin! Sverrir var ákaflega nákvæmur maður og jafnframt fullkomlega traustur. Það þurfti ekki að biðja hann nema einu sinni og alltaf stóð allt eins og stafur á bók. Þessara kosta hans nutum við Ási þegar við dvöldum í útlöndum við nám. Sverrir sá um alla hluti fyr- ir okkur hér heima. Þegar heim var komið nutum við samvista við þau hjón sem voru okkur eins og bestu foreldrar en líka félagar og vinir. Sverrir var mikill fjölskyldumað- ur. Þessa nutu ríkulega börnin hans, Þórður og Ingibjörg, tengdadóttirin Hafrún og barnabörnin, sérstaklega þrír elstu afastrákarnir. Að eiga föð- ur og afa sem jafnframt er besti vin- ur og félagi er ekki sjálfgefið og þess vegna þeim mun dýrmætara. Yngstu barnabörnin fóru mikils á mis hvað þetta varðar. Sverrir fór á völlinn þegar afastrákarnir voru að spila, fór með á íþróttamót út um allt land. Stundaði bíó með Þórði syni sínum, ræddi við þau um bækurnar sem hann las og setti sig inn í öll þeirra áhugamál. Vinir barnanna voru vinir þeirra Lollu. Sverrir varð ekki gamall að árum en hann varð gamall fyrir aldur fram þegar hann veiktist af Alzheimer sjúkdómnum. Það varð gríðarlegt áfall fyrir hann og fjölskylduna þeg- ar veikindin tóku að brjóta hann nið- ur. Fjölskyldan stóð bjargarlaus og horfði á sterkan klettinn molna niður og fjúka burtu frá þeim. Minnið, tjáningin, persónan, allt hvarf þetta hratt og vægðarlaust. Mér er minn- isstætt er Lolla sagði eitt sinn við mig á þeim tíma er Sverrir var ennþá heima, „það er undarlegt hvað ég sakna Dedda míns mikið, þó situr hann á móti mér hér við eldhúsborð- ið“. Sverrir var horfinn löngu áður en hann lést um miðjan desem- bermánuð. Hann var þá nýkominn heim í Hafnarfjörð aftur, á Hrafn- istu, eftir nokkuð langa dvöl á Landakoti. Honum var hvíldin vafa- laust velkomin en sorgin og söknuð- urinn er sár. Lolla, Ingibjörg, Doddi, Hafrún og barnabörnin syrgja og sakna eignmanns, föður, tengdaföð- ur og afa. Mannsins sem var Sverrir Sigfússon. Þau eiga alla mína samúð. Ég og dætur okkar Ása, Ásta og Hulda kveðjum einstakan mann. Sveddi minn við vonum að þér líði betur á nýjum dvalarstað, hvar sem hann er nú, og biðjum að heilsa, þín mágkona Jóhanna. SVERRIR SIGFÚSSON AFMÆLIS- og minningar- greinum er hægt að skila í tölvupósti (netfangið er minn- ing@mbl.is, svar er sent sjálf- virkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrit- uðu handriti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heima- sími) fylgi með. Bréfsími fyrir minningargreinar er 569 1115. Ekki er tekið við handskrifuð- um greinum. Frágangur afmælis- og minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.