Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 19
vel einnig um að ná í viðskipti erlend- is sem felast í að flytja samtöl um Ís- land.“ Nýr sæstrengur að ári Í haust var undirritaður samning- ur um lagningu nýs ljósleiðarasæ- strengs, Farice, frá Seyðisfirði, um Færeyjar og til Skotlands. „Við bindum ákveðnar væntingar við Farice-strenginn. Hann mun auka mjög fjarskiptaöryggi landsins. Við höfum verið háð einum sæstreng og gervihnattasambandi. Nútíminn krefst þess að talsíma- og gagna- flutningasambönd rofni ekki. Ef til vill verður aldrei alveg orðið við þess- ari kröfu, en við verðum að gera okk- ar besta,“ segir Brynjólfur. Munu áætlanir um að tengja Farice-sæstrenginn í lok ársins standast? „Ég hef ekki ástæðu til að ætla annað. Við gerðum botnrannsóknir sl. sumar þannig að búið er að ákveða hvar hann verður lagður. Það var nauðsynlegur undanfari þess að kaupin voru boðin út. Í lok nóvember var skrifað undir samning um kaup á sæstreng sem kostar 32 milljónir evra. Samkvæmt samningnum á að hefja lagningu strengsins snemm- sumars og henni á að ljúka í lok sum- ars. Ef endabúnaður verður tilbúinn gerum við ráð fyrir að gera fyrstu prófanir í lok ársins. Ef ekkert óvænt kemur upp á gæti strengurinn verið tilbúinn til notkunar í byrjun næsta árs.“ Verið er að vinna í fjármögnun og verður fljótlega haldinn hluthafa- fundur í Farice hf. Þar verður lögð fram tillaga um að auka hlutafé í 1.200 milljónir króna. Hlutafé und- irbúningsfélagsins var einungis 30 milljónir. „Færeyingar hafa áform um að koma með 240 milljónir, eða 20%, Landssími Íslands mun væntanlega skrifa sig fyrir um 400 milljónum og svo hefur ríkissjóður heimild á fjár- lögum til 560 milljóna hlutafjár- kaupa. Í undirbúningsfélaginu eru öll fjarskiptafélög á Íslandi nema Ís- landssími. Hann sameinaðist Tali og Halló sem voru inni sem hluthafar. Það standa vonir til að ríkið geti selt hlutafé sitt upp á 560 milljónir til fjarskiptafélaga eða fjárfesta sem hafa áhuga. Það má segja að búið sé að tryggja hlutafé og viðræður við banka og fjármálastofnarnir eru að fara af stað.“ Brynjólfur segir að Cantat-3-sæ- strengurinn frá 1994 sé sá síðasti af sinni kynslóð sem lagður var. Rekst- urskostnaður hans verður æ meiri eftir því sem árin líða. Brynjólfur tel- ur að eftir 5 til 7 ár þurfi að leggja annan streng til meginlandsins til að fjarskiptasambandið verði ætíð tryggt og næg flutningsgeta fyrir hendi þótt annar strengurinn bili. Sívaxandi markaður Nú eru nær öll heimili á Íslandi með talsíma og enginn þykir maður með mönnum sem ekki á farsíma, Ís- land er í fararbroddi hvað varðar net- tengingar heimila á heimsvísu. Hvar eru endimörk vaxtarins á þessu sviði? „Fjarskiptafyrirtækin mátu mark- aðinn þannig fyrir áratug að það væri ekkert meira í þetta að sækja. Mér hefur verið sagt að þegar Tal ætlaði að byrja starfsemi hér hafi þeir velt því fyrir sér hvort það væri þörf fyrir fleiri símafélög. Þeir voru allir með síma en hugsuðu ekki út í að börnin þeirra áttu öll eftir að fá sér síma. Þar var þörfin. Fjarskiptamarkaður- inn hefur vaxið því hann hefur mætt þörfum og um leið skapað nýjar þarf- ir. Talsímum, eða heimilissímum, hefur ekki fjölgað umfram eðlilega þróun. Fjölgunin hefur orðið í far- símum, einkum meðal ungs fólks, og svo hefur komið þjónusta á borð við Símanum ’ Ef stóra fyrirtæk-inu er bannað að taka þátt í sam- keppninni þá hafa hin markaðinn bara fyrir sig! ‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 19 Alltaf á þriðjudögum Lítið á nýja vefsíðu okkar www.holl.is Fjöldi báta á skrá, uppfærð daglega eða lítið við hjá okkar á Skúlagötu 17. Fasteigna- og skipsalan Hóll, Skúlagötu 17, sími 595 9000, fax 595 9001. Við óskum Theodór og fjölskyldu hans, f.h. Útgerðarfélagsins Aðalsteins á Tálknafirði, til hamingju með kaupin á Skarfakletti GK. Yoga með Kristbjörgu Gerðuberg: Hefst mánudaginn 20. janúar kl. 17.15-18.30 og kl. 18.45-20.00, verður á mánudögum og miðvikudögum. Kramhúsið: Hefst þriðjudaginn 21. janúar kl. 12.00-13.15, verður á þriðjudögum og fimmtudögum. Skráning hafin á Kundalíni-hugleiðslunámskeið og í blómadropaþjálfun. Kristbjörg Elí Kristmundsdóttir yogakennari Upplýsingar og skráning í hádegi alla virka daga í síma: 861 1373. Gleðilegt ár! Hlakka til að sjá ykkur, Kristbjörg. Jakob K. Kristjánsson rannsóknaprófessor í líftækni og forstjóri Prokaria hf. 1 9 8 7 Verðlaunahafar frá 1987 Gunnar Stefánsson tölfræðingur á Hafrannsókna- stofnuninni og dósent í stærðfræði við Háskóla Íslands 1 9 8 8 Áslaug Helgadóttir aðstoðarforstjóri Rannsóknar- stofnunar land- búnaðarins 1 9 9 0 Hörður Arnarson forstjóri Marels hf. 1 9 9 2 Reynir Arngrímsson læknir 1 9 9 4 Sveinbjörn Gizurarson prófessor í lyfja- fræði við Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Lyfjaþróunar hf. 1 9 9 6 Ástráður Eysteinsson prófessor í bók- menntum við Háskóla Íslands 1 9 9 6 Kristján Kristjánsson prófessor í heim- speki við Háskólann á Akureyri 1 9 9 7 Jón Atli Benediktsson prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands 1 9 9 7 Ingibjörg Harðardóttir dósent í lífefna- og sameindalíffræði við Háskóla Íslands 1 9 9 8 Valur Ingi- mundarson sagnfræðingur 1 9 9 9 Hilmar B. Janusson þróunarstjóri Össurar hf. 1 9 9 9 Eiríkur Steingríms- son erfðafræðingur 2 0 0 0 Anna K. Daníelsdóttir stofnerfðafræðingur hjá Hafrannsókna- stofnuninni 2 0 0 0 Magnús Már Halldórsson prófessor við tölvunarfræðiskor Háskóla Íslands 2 0 0 1 Orri Vésteinsson lektor í forn- leifafræði við Háskóla Íslands 2 0 0 1 Steinunn Thorlacius verkefnisstjóri Urði, Verðandi, Skuld 2 0 0 2 ?2 0 0 3 Hvatningarverðlaun Rannsóknarráðs Íslands Hvatningarverðlaun Rannsóknarráðs Íslands eru veitt árlega vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað framúr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er treysti stoðir mannlífs á Íslandi. Markmiðið með veitingu verðlaunanna er að hvetja vísindamenn til dáða og vekja athygli almennings á gildi rannsókna og störfum vísindamanna. Verðlaunin eru veitt vísindamanni snemma á ferli hans. Almennt er miðað við ald- urstakmarkið 40 ár, en tekið er tillit til tafa sem kunna að verða á ferli vísinda- manns vegna umönnunar barna. Við mat á tilnefningum til verðlaunanna er tekið tillit til námsferils viðkomandi vísindamanns, sjálfstæðis, frumleika og árangurs í vísindastörfum að loknu námi; ritsmíða, einkaleyfa og framlags í störfum á alþjóðavettvangi svo og annarra vís- bendinga um líklegan árangur af störfum viðkomandi. Sérstaklega er litið til brautryðjendastarfs í vísindum. Þá er litið til faglegs framlags hans til starfsfélaga á vinnustað og miðlunar þekkingar til samfélagsins. Tilnefning má koma frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða og er opin vísinda- fólki sem starfar við háskóla, rannsóknastofnanir, fyrirtæki eða er sjálfstætt starf- andi. Tilnefningin er þó bundin vísindafólki sem er starfandi á Íslandi. Tilnefning til verðlaunanna er opin öllum sem eru í aðstöðu til að meta störf ein- stakra vísindamanna. Frestur til að skila tilnefningum er til loka janúar 2003. H B K - LE T U R V A L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.