Morgunblaðið - 12.01.2003, Page 44

Morgunblaðið - 12.01.2003, Page 44
DAGBÓK 44 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... ÍSLENDINGAR hafa alltaf veriðmiklir flökkumenn – hafa mikla skemmtun af að leggjast í víking og herja á önnur lönd, liggja á sólar- strönd, ráfa um götur stórborga, bregða sér á skíði eða á golfvelli, ferðast um og skoða sögufræga staði. Þá eru Íslendingar sælkerar miklir og tilbúnir að bragða á ýmsum gómsætum og framandi réttum. Fyrir nokkrum árum fjölmenntu Íslendingar í hópferðir á sólar- strandir á sandölum og ermalausum bol, en í æ ríkari mæli á undanförn- um árum hafa einstaklingar skipu- lagt ferðir sínar sjálfir og síðustu ár hafa þeir átt auðveldara með það – með tilkomu Netsins. Þar er hægt að panta ferðir, hótelherbergi, borð á veitingastöðum, aðgang að sýning- um og ýmislegt annað. Íslendingar hefðu ferðast enn meira en þeir hafa gert, ef þeir hefðu ekki verið bundnir átthagafjötrum. Það er að segja að það hefur verið dýrt að komast frá landinu með flugi. Íslendingar geta ekki eins og aðrir Evrópubúar sest upp í bifreiðir sínar og haldið á vit ævintýranna með aðra hönd á stýri. Landsmenn hafa verið duglegir að nýta sér ódýrar flugferð- ir frá landinu þegar þær hafa boðist og hafa fjölmargir Íslendingar ferðast í næturflugi með þýskum flugfélögum til ýmissa borga í Þýskalandi. Er Víkverji einn þeirra sem hafa flogið til München, til að eiga stutta ferð til Alpanna eða suður til Ítalíu. Það er mjög gott að taka bifreiðir á leigu í Þýskalandi, þar sem þær eru allar loftkældar, sem er mjög þægilegt þegar ferðast er um í miklum hita. x x x ÞAÐ kom engum á óvart þegarnýja lággjaldaflugfélagið Ice- land Express tók til starfa á fimmtu- daginn, að menn fjölmenntu til að tryggja sér miða til London og Kaupmannahafnar, en flugsæti í lægstu og næstlægstu verðflokkun- um kostuðu ekki nema 4.950 krónur og 7.450 krónur án skatta aðra leið- ina. Fram og til baka var verðið ekki nema fimmtán til tuttugu þúsund krónur. Iceland Express seldi tæp fimm þúsund sæti á fyrsta degi, sem sýnir best hvernig Íslendingar bregðast við þegar losað er um átthagafjötr- ana, sem hafa legið í háum flugfar- gjöldum. Nýja flugfélagið fyllti um 25 flugvélar á fyrsta degi, en ætla má að tekjur félagsins hafi numið 25 til 30 milljónum króna. Víkverji bíður spenntur eftir við- brögðum Flugleiða við þessari sam- keppni, sem er íslenskum „farfugl- um“ til hagsbóta. x x x VÍKVERJI brá sér á Vínartón-leika í Háskólabíói á föstudags- kvöldið og skemmti sér konunglega eins og allir veislugestir. Já, hljóm- sveitarstjórinn Peter Guth bauð upp á tónlistaveislu. Lagaval var mjög gott og mikil tilbreyting var fábær leikur Lucero Tena frá Spáni á kast- aníettur. Þá stóð hinn ungi söngvari Garðar Thór Gortes fyrir sínu. Þá er ónefndur leikur Sinfóníuhljómsveit- ar Íslands, sem er hljómsveit í heimsgæðaflokki. Það hljóta að vera forréttindi fyrir Guth að stjórna sveitinni ár eftir ár. Víkverji telur að það sé kominn tími til að hljómsveit- in sendi frá sér hljómplötu með Vín- artónlist – veislutónlist. ÞAÐ er bæði gömul saga og ný að við erum fljótari til að finna að því sem miður fer en þakka það sem vel er gert. Margir hafa tjáð sig um áramótaskaupið síðasta, sumir með, aðrir á móti. En hvergi hef ég heyrt eða séð opinberlega minnst á þann þátt sem tók við í sjónvarp- inu að skaupinu loknu en þar á ég við hina hrífandi snjöllu áramótakveðju út- varpsstjórans, Markúsar Arnar Antonssonar, og starfsliðs hans, svo og frammistöðu hins frábæra listafólks frá Akureyri sem teflt var fram þessu sinni. Það var mér ógleyman- leg uðnaðsstund að hlýða á þessa listrænu kveðju í tali og tónum og ég veit að þar er ég ekki einn á báti. Hafi útvarpsstjóri og þeir sem þar áttu hlut að máli heila þökk fyrir af- burða góða áramótakveðju. Björn Jónsson, Akranesi. Hækkun sundferða Í Morgunblaðinu 17. des. sl. birtist frétt um breytta gjaldskrá á sundstöðum og þar heldur Anna Kristins- dóttir, form. íþrótta- og tómstundaráðs, því fram að gjaldskrá sundstaðanna hafi ekki hækkað frá 1998. Þetta er ekki rétt því hækk- anir hafa átt sér stað, að- allega á árskortum og sundmiðakortum og hafa þessar hækkanir átt sér stað frá 1998. Finnst mér þetta miklar hækkanir þrátt fyrir rauðu strikin. Og hvers vegna er hætt að hafa 30 miða sundkort? Það er mjög bagalegt fyrir þá sem stunda sund dag- lega en vilja ekki kaupa sér árskort? Gaman væri að fá svar við þessu. Sundlaugargestur. Telma og hornsófinn TELMA sem fékk hornsóf- ann gefins í Álftamýri er beðin að hafa samband í síma 847 7442 því eitt sætið varð eftir. Eins og 5 stjarna hótel VERT er að geta þess sem vel er gert. Ég var á Land- spítalanum við Hringbraut yfir hátíðirnar og það var eins og á 5 stjarna hóteli, bæði varðandi þjónustu starfsfólks og allan viður- gerning. Á annan dag jóla ómaði fagur söngur frammi á gangi svo að ég brá mér í gættina og sjá, kemur þá ekki Þorgerður Ingólfs- dóttir með sinn englakór og útbreiddan faðminn. Hamrahlíðarkórinn kær kætti döpur hjörtu. Öllum sorgum ýttu fjær englaraddirnar björtu. Hafi þau öll hjartans þökk. Ein gráhærð með lepp fyrir auga. Tapað/fundið Gleraugu í óskilum TVENN gleraugu eru í óskilum í versluninni Man á Skólavörðustíg. Upplýsing- ar í síma 551 2509. Hringur í óskilum HRINGUR fannst milli jóla og nýárs í gamla kirkjugarðinum við Suður- götu. Upplýsingar í síma 565 7400. Kvenhjól í óskilum LÍTIÐ rautt kvenhjól er í óskilum í Dunhaga 19. Upp- lýsingar í síma 551-7527. Karlmannsúr týndist GROVA-karlmannsúr með gulllitaðri keðju týndist að- faranótt nýrársdags, senni- lega nálægt Miðstræti. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 588 8663 eða 692 6053. Fundarlaun. Dýrahald Dverghamstrar fást gefins FJÓRIR dverghamstrar fást gefins. Upplýsingar í síma 552 0666. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Ógleymanleg unaðsstund Morgunblaðið/Golli 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 stirðbusaleg, 8 vagga, 9 kvenmönnum, 10 kven- dýr, 11 álögu, 13 að því búnu, 15 gruggs, 18 brún- ar, 21 blása, 22 bögguls, 23 ull, 24 léttadrengs. LÓÐRÉTT: 2 helga, 3 slétt, 4 hosu, 5 atvinnugrein, 6 lof, 7 hneisa, 12 kaðall, 14 dimmviðri, 15 nætur- gagn, 16 innheimti, 17 vitra, 18 fiskur, 19 þving- að til, 20 ljómi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 renta, 4 fersk, 7 ylinn, 8 líður, 9 ill, 11 drag, 13 grun, 14 Aspar, 15 foss, 17 árás, 20 err, 22 grugg, 23 elg- ur, 24 nudda, 25 temji. Lóðrétt: 1 reynd, 2 neita, 3 asni, 4 fell, 5 ríður, 6 kýrin, 10 lipur, 12 gas, 13 grá, 15 fegin, 16 skuld, 18 rögum, 19 sorpi, 20 egna, 21 reit. LAUNASJÓÐUR FRÆÐIRITAHÖFUNDA Auglýsing um starfslaun Launasjóður fræðiritahöfunda auglýsir eftir umsóknum um starfslaun úr sjóðnum sem veitt verða frá 1. júní 2003. Rétt til að sækja úr Launasjóði fræðiritahöfunda hafa höfundar alþýðlegra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku. Meginhlutverk Launasjóðs fræðiritahöfunda er að auðvelda samningu bóka, og verka í stafrænu formi, til eflingar íslenskri menningu. Starfslaun eru veitt til hálfs árs, eins árs, til tveggja ára eða þriggja. Þeir sem hljóta starfslaun úr sjóðnum skulu ekki gegna föstu starfi meðan á starfslaunatímanum stendur. Starfslaun miðast við núgildandi kjarasamning félags háskólakennara. Umsóknarfrestur er til 17. febrúar nk. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu RANNÍS á Laugavegi 13, sími 515 5800, eða á heimasíðu RANNÍS http//:www.rannis.is. Umsóknir sendist til: Launasjóður fræðiritahöfunda, RANNÍS, Laugavegi 13, 101 Reykjavík. Skipin Reykjavíkurhöfn: Brú- arfoss kemur í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun þriðjudaga kl. 17–18. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofa, s. 551 4349, opin mið- vikud. kl. 14–17. Flóa- markaður, fataúthlutun og fatamóttaka opin annan og fjórða hvern miðvikud. í mánuði kl. 14–17, s. 552 5277. Mannamót Aflagrandi 40. Fé- lagsvist á morgun kl. 14. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Ferð í Þjóð- menningarhúsið föstu- daginn 17. janúar kl. 13.30. Farið verður í Þjóðleikhúsið föstudag- inn 7. febrúar, að sjá leikritið „Með fullri reisn“. Skráning í síma 820 8571 virka daga kl. 14–15. Félagsstarf eldri borg- ara í Grafarvogi. Korp- úlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, hittast á fimmtudögum kl. 10, aðra hverja viku er púttað á Korpúlfs- stöðum en hina vikuna er keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi er í Graf- arvogslaug á þriðjudög- um kl. 9.45 og föstudög- um kl. 14. Nýir félagar velkomnir. Upplýsingar gefur Þráinn í síma 5454 500. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin kl. 10–13 virka daga. Morgunkaffi, blöðin og matur í há- degi. Sunnudagur: Dans- leikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Skrif- stofa félagsins er í Faxafeni 12, sími 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun m.a. tréút- skurður, umsjón Hjálm- ar Th. Ingimundarson, kl. 15.15 dans hjá Sig- valda. Allar upplýsingar um starfsemina á staðn- um og í síma 575 7720. Hvassaleiti 56–58. Spænskunámskeið fyrir byrjendur og lengra komna eru að fara af stað. Námskeiðin verða á þriðjudögum kl. 14.15. Leiðbeinandi Maria Cantero. Skráning á skrifstofunni og í síma: 588 9335. Kvenfélag Bústaða- sóknar heldur fund í safnaðarheimilinu mánudaginn 13. janúar kl. 20. Sólveig Eiríks- dóttir frá Grænum kosti verður með fræðsluerindi. Háteigskirkja, kirkju- starf. Á morgun kl. 13 félagsvist. ITC Harpa. Þriðjudag- inn 14. janúar verður reglubundinn fundur hjá ITC Hörpu, kl. 20– 22, að Borgartúni 22, Allir velkomnir. Í dag er sunnudagur 12. janúar, 12. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Takið því hver annan að yður, eins og Kristur tók yður að sér, Guði til dýrðar. (Róm. 15, 7.) Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050 Góðir skór Skóbúðin Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.