Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 10. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 mbl.is Miðlað af kærleika Íslensk hjón með tvö börn á leið í trúboð í Konsó 16 Skapari trölla Brian Pilkington hefur mótað íslensk tröll í huga okkar 10 Skógrækt- argaldur Björn Jónsson töfrar tré úr þurrum sverði Sunnudagur 4 LÁTTU SJÁ fiIG Á FRUMS†NINGUNNI Í DAG FRÁ 12 –16 VOLVO XC90 Nýr lúxusjeppi er kominn úr óvæntri átt: Skoðaðu auglýsinguna inn í blaðinu, fallegur bíll. Nú er jeppinn kominn fyrir þá sem vilja aðeins aka um á Volvo - Jeppa ársins 2003 í Norður-Ameríku. Volvo er mest seldi lúxusbíllinn á Íslandi. SAMKVÆMT fjárhagsáætlun Grímseyjarhrepps er gert ráð fyrir um fjögurra milljóna króna rekstrarhagnaði á árinu, en hreppurinn stendur vel og á digran sjóð. Áætlaðar tekjur sveitarsjóðs fyrir árið 2003 eru 29.352.000 kr. og áætlað er að rekstur mála- flokka kosti 25.039.000 kr. eða 85,3% af tekjum. Skuldir sveit- arsjóðs eru um 6 milljónir kr. en bankainnstæða um 36 milljónir. 1. desember voru 89 skráðir íbúar í Grímsey en gert er ráð fyrir að þeir verði 93 á árinu. Á íbúaþingi, þar sem fjárhagsáætl- unin var kynnt, kom fram ánægja með stöðu sveitarfé- lagsins. Íbúarnir lögðu áherslu á að reynt yrði að tryggja að ferj- an Sæfari fengi að flytja fleiri en 12 farþega í ferð til Grímseyjar næsta sumar og umhverfismál voru líka ofarlega á óskalistan- um. Grímseyingar eiga 36 millj. í sjóði Morgunblaðið/Helga Mattína ÁVÖXTUN eigna lífeyrissjóðanna var al- mennt slök á árinu 2002 þriðja árið í röð eftir mjög góða ávöxtun mörg árin þar á undan. Það er ávöxtun eigna sjóðanna erlendis sem veldur því að ávöxtun á innlendum skulda- bréfa- og hlutabréfamarkaði var mjög við- unandi á síðasta ári. Það dugir hins vegar ekki til að vega upp verðlækkanir á erlend- um mörkuðum þegar við bætist óhagstæð gengisþróun á síðasta ári, sem lækkar er- lendar eignir sjóðanna í krónum talið. Nákvæmar tölur um ávöxtun eigna lífeyr- issjóðanna á síðasta ári liggja ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins verður raunávöxtun víða í kringum núllið og neikvæð í sumum tilvikum og ræður þar mestu hlutfall eigna sjóðanna erlendis. Neikvæð ávöxtun 2000 og 2001 Til samanburðar var raunávöxtun á eign- um sjóðanna neikvæð um 1,9% árið 2001 og um 0,7% árið 2000. Þótt nákvæmar tölur liggi ekki fyrir um ávöxtunina í fyrra er ekki talið ólíklegt að meðaltalsraunávöxtunin verði neikvæð þriðja árið í röð. Þegar litið er til áratugarins þar á undan blasir allt önnur mynd við, því meðaltalsraunávöxtunin árin 1991–98 var 7% og árið 1999 hvorki meiri né minni en 12%. Verð á hlutabréfamörkuðum erlendis hélt áfram að lækka á síðasta ári eins og árin tvö þar á undan og þarf að fara allt aftur til fyrri hluta tuttugustu aldarinnar, sumir segja allt aftur til kreppunnar miklu á fjórða áratugn- um, til að finna dæmi um jafn langvinnt verð- lækkunarskeið. Til viðbótar kemur síðan styrking krónunnar á síðasta ári, sem verður til þess að erlend eign sjóðanna í krónum tal- ið lækkar í verði. Áhrif gengisbreytinga krónunnar voru með öfugum hætti árið á undan, árið 2001, því þá vann umtalsverð gengislækkun krónunnar gegn verðlækkun- um á mörkuðum erlendis. Skuldbindingar lífeyrissjóða eru reiknað- ar út miðað við 3,5% ávöxtunarkröfu og þurfa þeir því að ná þeirri ávöxtun til að halda óbreyttri stöðu. Samkvæmt lögum má halli á eignum í hlutfalli við heildarskuld- bindingar vera á bilinu fimm til tíu prósent í fimm ár án þess að gripið sé til aðgerða. Ef hallinn er hins vegar meiri en 10% ber sam- kvæmt lögum að grípa strax til aðgerða og skerða réttindi. Í árslok 2001 voru sjö sjóðir reknir með halla umfram 5% og þar af tveir sem hættir voru að taka á móti iðgjöldum. Síðan eykur enn á vandann að heildar- skuldbindingar lífeyrissjóða jukust um 1,5– 2,5% á sl. ári vegna aukinnar ævilengdar. Slök ávöxt- un lífeyris- sjóða þriðja árið í röð NORÐUR-kóresk stjórnvöld vöruðu í gær við því að þau kynnu að hefja á ný tilraunir með eigin eldflauga- vopnatækni, er um ein milljón manna var sögð hafa safnazt saman í n-kóresku höfuðborginni Pyongyang til að sýna stuðning við þá ákvörðun kommúnista- stjórnarinnar að telja sig ekki lengur bundna af al- þjóðasamningi um bann við útbreiðslu búnaðar til smíði kjarnorkuvopna. Yfirlýsingin um eldflaugatilraunirnar er talin munu auka enn á spennuna í þeirri alþjóðlegu deilu sem nú hefur blossað upp um kjarnorkutækni í Norður-Kór- eu. Samhljóma fordæming svo til allrar heimsbyggð- arinnar á stefnu Norður-Kóreu í þessu máli hefur ekki dugað til að fá kommúnistastjórnina til að sjá sig um hönd. Verði nýjum tilraunaeldflaugum, sem borið gætu kjarnorkuvopn, skotið á loft frá Norður-Kóreu yrði það í fyrsta sinn frá árinu 1998. Þá skutu Norð- ur-Kóreumenn grannþjóðunum skelk í bringu með því að skjóta meðaldrægri tilraunaeldflaug þvert yfir Jap- an. Í kjölfar þessa atburðar lýsti N-Kóreustjórn því yfir að hún myndi ekki gera frekari tilraunir af þessu tagi að minnsta kosti fram yfir áramótin 2003–2004. Sendiherra Norður-Kóreu í Kína, Choe Jin Su, sagði í gær að tæki Bandaríkjastjórn ekki einhver afgerandi skref í átt að því að bæta samskiptin við N-Kóreumenn kynnu eldflaugatilraunir að verða teknar upp á ný. Segja milljónir manna á götum Pyongyang „Vegna þess að allir samningar hafa verið ógiltir af hálfu Bandaríkjanna teljum við að við getum ekki stað- ið lengur við fyrirheit um að stunda ekki eldflaugatil- raunir,“ sagði Choe við blaðamenn í Peking. Talsmenn kommúnistastjórnarinnar sögðu einnig í gær, að N-Kóreumenn myndu „miskunnarlaust útmá“ ríki sem dirfðust að brjóta gegn fullveldi landsins. Stórir fjöldafundir í höfuðborgum bæði Norður- og Suður-Kóreu í gær sýndu glöggt hve þessir atburðir hafa hreyft við almenningsálitinu. Í Seoul tóku um 30.000 manns þátt í útifundi til stuðnings veru banda- rísks herliðs þar í landi, en fjölmiðlar kommúnista- stjórnarinnar í norðri fullyrtu að yfir milljón manns hefði streymt út á götur höfuðborgarinnar á föstudag til að sýna stefnu stjórnarinnar stuðning. AP Suður-kóreskir mótmælendur brenna fána N-Kóreu á útifundi í Seoul í gær. Yfir 30.000 kristnir S-Kóreu- menn tóku þátt í útifundinum og kröfðust þess að N-Kóreustjórn félli frá kjarnorkuvopnaáætlunum sínum. Hóta eldflaugatil- raunum að nýju Seoul, Pyongyang. AP, AFP. FAÐIR tveggja unglinga í Bretlandi hefur svo miklar áhyggjur af því að börnin hans séu á hraðri leið inn á glæpabrautina, að hann hefur sett upplýsingar um þau á Netið, þar sem hann varar við þessum galla- gripum. Hinn einstæði faðir, David For- ward, birti á heimasíðu bæjar- félagsins þar sem fjölskyldan býr, Malmesbury á Suður-Englandi, við- vörunarauglýsingar um börnin sín, Samönthu, 16 ára, og Tom, 13 ára, í þeirri von að það mætti verða til þess að forða þeim frá því að rata lengra út á ranga braut í lífinu, en þau hafa þrátt fyrir ungan aldur þegar flækzt í eiturlyfjaneyzlu, bíla- stuld og annað óæskilegt háttalag. Varar við börnunum Lundúnum. AFP. Í FLESTUM löndum Evrópu er fæð- ingartíðni nú svo lág, að hún nægir ekki til að viðhalda óbreyttum íbúa- fjölda. Samkvæmt niðurstöðum nýrr- ar skýrslu sem unnin var fyrir Evr- ópuráðið eru nú Tyrkland og Albanía þau einu hinna 44 aðildarlanda ráðs- ins þar sem fæðingartíðni var í fyrra yfir 2,1 barn á konu (nánar tiltekið: lif- andi fædd börn á ævi hverrar konu, að meðaltali). Fari tíðnin niður fyrir þessi mörk þýðir það almennt að færri fæðast en deyja. Lægst er fæðingartíðnin í fyrrver- andi austantjaldslöndunum. Í Tékk- landi er hún t.d. komin niður í „ein- birnismeðaltal“, 1,14 börn á konu. Ísland var lengi eitt fárra Evrópu- ríkja þar sem fæðingartíðni var yfir 2,1, en hún hefur fallið nokkuð á síð- ustu árum. Árið 2001 var hún 1,947. Í Evrópuráðslöndunum 44, auk Hvíta-Rússlands og Júgóslavíu sem ekki eiga aðild að ráðinu en eru með í skýrslunni, óx þrátt fyrir þetta heild- aríbúafjöldinn um hálft prósentustig á árinu 2002 og er nú rétt yfir 796 milljónum manna. Helgast fjölgunin að miklu leyti af innflytjendastraumi til ríkari landa álfunnar. Æ lægri fæðingartíðni í Evrópulöndum Tyrkland og Albanía ein yfir mörkum  Þýzka fjölskyldan/6 Strassborg. AFP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.