Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ HJÓNIN höfumekki farið á neinnkristniboðaskóla semer þó vaninn að fólkgeri sem fer út í kristniboð á frumstæðum stað, enda erum við ekki að fara á þann- ig stað að sinni,“ segir Ragnar Schram sem er að fara með fjöl- skyldu sína til Eþíópíu. „Fyrsta hálfa árið munum við læra amharísku, sem er ríkismálið í Eþíópíu og svo tökum við til starfa við Den norske Skole.“ En hvers vegna skyldu Ragnar og Kristbjörg hafa ákveðið að fara til Eþíópíu? „Það kom þannig til að bróðir Kristbjargar, Bjarni, réð sig til norska heimavistarskólans í Addis Ababa. Á meðan hann var að búa sig undir förina kom beiðni um að hann færi með Elísabetu Jónsdótt- ur konu sína og fimm börn þeirra í kristniboð til Omó Rate sem er í suðvesturhorni Eþíópíu. Hann ákvað að verða við þessari beiðni og þá var ljóst að kennara vantaði í Addis Ababa. Kristbjörg er kenn- ari og vissulega þótti það kostur að hafa íslenskan kennara á staðnum því þar eru nú fjögur íslensk börn búsett, auk þeirra eru í skólanum vel á þriðja tug norskra og danskra barna. Það er enn óljóst hvað ég kenni mikið en víst er að ég mun einnig sinna félagsstarfi barnanna í skólanum. Ég hef BA-próf í ensku og fjölmiðlafræði og einnig hef ég mikla reynslu af störfum með börnum og unglingum eftir að hafa unnið við æskulýðsstörf í Fella- og Hólakirkju auk annarra kirkna og í æskulýðsstarfi KFUM & K.“ Mér skilst að þú sért ekki „fæddur inn í kristniboðsstarfið“? „Fjölskylda mín hefur ekki stundað kristniboðsstörf af þessu tagi en Friðrik faðir minn er prest- ur í Íslensku Kristkirkjunni, sem er lúthersk fríkirkja sem starfar í Reykjavík. Ég hef þó farið á kristniboðs- vettvang áður, þá fór ég með for- eldrum mínum og bróður í ferðalag til Kenýa og við hittum þar tvo kristniboða og fjölskyldur þeirra, þetta eru vinir foreldra minna. Þetta voru þó stutt kynni og nær engin af starfi þeirra. Mín helstu kynni af kristniboðsstarfi eru í gegnum tengdafjölskyldu mína. Við Kristbjörg kynntumst þegar við unnum saman í sumarbúðum í Vatnaskógi 1990 og við giftum okk- ur tveimur árum síðar.“ Verða að minnsta kosti þrjú og hálft ár í Eþíópíu Ert þú mjög trúaður? „Ætli það megi ekki segja það. Faðir minn og móðir mín, Vilborg Ragnarsdóttir Schram, voru mikið í starfi fyrir KFUM & K á sínum yngri árum en ég kynntist því starfi ekki fyrr en ég var 18 ára og hóf störf á sumrin í Vatnaskógi.“ Hvernig leggst þessi tilvonandi dvöl í Eþíópíu í þig? „Mjög vel. Ég hlakka til að kynnast af eigin raun því sem ég hef aðeins heyrt og lesið um. Við verðum að minnsta kosti í þrjú og hálft ár í Eþíópíu og síðan verður tíminn að leiða í ljós hvort fram- hald verður á dvölinni og kristni- boðsstörfunum. Margir hafa gagnrýnt kristni- boða fyrir að troða trú sinni upp á aðra en staðreyndin er sú að í kristniboði felast margir þættir. Til dæmis hjálparstarf, neyðaraðstoð, fræðsla og svo trúboðið sjálft. Það hefur komið í ljós í gegn um ára- tugi að fólkið í Eþíópíu hefur tekið gildismati kristinnar trúar mjög vel og orðasambandið „hver er sæll í sinni trú“ er ekki rétt – að minnsta kosti ekki alls staðar. Kannski er eðli kristniboðsins það viðhorf sem kristniboðinn hef- ur til fólksins. Hann miðlar af kær- leika og virðingu en ekki í anda ný- lenduherra liðinna alda. Á því er mikill munur. Fólkið hefur val og það er valfrelsið sem skiptir mestu máli. Þeir sem hafa tekið kristna trú hafa spurt: „Hvers vegna kom- uð þið ekki fyrr?“ Hvers vegna komuð þið ekki fyrr? Nýlega voru hjónin Kristbjörg Gísladóttir og Ragnar Schram vígð til kristniboða af bisk- upi Íslands, Karli Sig- urbjörnssyni. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við bæði hjónin um fyr- irhugaða dvöl þeirra í Eþíópíu og skoðanir þeirra á kristniboðs- störfum. Hjónin eru send út af Sambandi ís- lenskra kristniboðs- félaga sem minnist þess í ár að 50 ár eru liðin síðan fyrstu kristniboð- arnir voru sendir til starfa í Konsó í Eþíópíu. Morgunblaðið/Kristinn Hjónin Kristbjörg Gísladóttir kennari og Ragnar Schram BA, kristniboðar, og börn þeirra Harpa Vilborg og Friðrik Páll. gudrung@mbl.is HINN 1. júní 1966 fæddist lítil ís- lensk stúlka í Gidole í Eþíópíu. Hún var fimmta af sex börnum kristni- boðshjónanna Gísla Arnkelssonar og Katrínar Guðlaugsdóttur. „Ég var nær alveg í Eþíópíu til sex ára aldurs en hef búið á Íslandi að mestu síðan, fyrir utan tvö á í Nor- egi,“ segir Kristbjörg Gísladóttir sem nú er ásamt manni sínum, Ragnari Schram, að fara út til Eþíópíu til kristniboðsstarfa. „Ég hef reyndar einu sinni komið til Eþíópíu síðan ég fór heim sex ára, þá fór ég til að heimsækja Valgerði systur mína sem þar var við kristni- boðsstörf með Guðlaugi Gunnarssyni manni sínum í Woito í Suðvestur- Eþíópíu,“ bætir hún við. En er svona erfitt að kristna íbúa Eþíópíu að það nægi sem verkefni fyrir margar kynslóðir íslenskra kristniboða? „Já, það eru svo margir staðir ein- angraðir sem engir kristniboðar hafa farið til áður að enn eru næg verkefni fyrir hendi í Eþíópíu sem er u.þ.b. ell- efu sinnum stærra land en Ísland að flatarmáli og hefur um 70 milljónir íbúa.“ Eru foreldrar þínir hættir kristni- boðsstörfum? „Þau eru hætt og búa hér á Íslandi, en fjögur eldri systkini mín hafa verið kristniboðar og einn bróðir minn er starfandi kristniboði í Eþíópíu núna með sinni fjölskyldu en býr mjög langt frá okkar fyrirheitna stað.“ En hvað skyldi það vera sem knýr fólk til að fara að boða öðrum trú? „Hér á Íslandi búum við við trú- frelsi og eigum val en víða í Eþíópíu þekkir fólk bara eina trú – trú á anda forfeðranna og það lifir oft í stöð- ugum ótta við þessa anda. Þessari trú fylgja alls konar siðir og venjur sem fólk fylgir í ótta sínum og jafnvel get- ur leitt til þess að það verði að fórna börnum sínum með því að kasta þeim fram af bjargi eða fyrir krókódílana. Þetta á við ef barn fær sína fyrstu tönn í efri góm en ekki þann neðri sem er mun algengara. Fái barn fyrstu tönnina í efri góm segir gömul forfeðratrú að það muni leiða bölvun yfir ætt sína og jafnvel alla þorps- búa.“ Hefur slíkum börnum verið bjarg- að af kristniboðum? „Já, þessum börnum hefur í mörg- um tilvikum verið komið í fóstur hjá kristnum fjölskyldum í öðrum þorp- um og þau fengið að lifa þannig.“ Eru margir þarna sem hafa tekið kristna trú fyrir tilverknað kristni- boðs? „Já, það eru margir og þá má oft þekkja úr vegna lífsgleðinnar og frið- arins sem geislar út frá þeim. Þetta þýðir þó ekki að allir sem aðhyllast sína forfeðratrú eigi ekki neina lífs- gleði, hún er bara öðruvísi.“ Hvernig aðstæður eru þið að fara út í? „Við erum að fara að starfa á norskum heimavistarskóla í höf- uðborginni Addis Ababa fyrir börn ís- lenskra, norskra og danskra kristni- boða. Við komum því til með að búa í hefðbundnu „vestrænu“ húsnæði og við svipaðar aðstæður að mörgu leyti og við búum við hér. Það eru hins vegar erfiðari aðstæður þar sem Bjarni bróðir minn starfar, þar er heitt, þurrt og strjálbýlt og engin þjónusta.“ Kvíðir þú fyrir eða hlakkar þú til að fara til Eþíópíu? „Ég hlakka bara til. Við erum með tvö börn, dreng á öðru ári og sex ára stúlku, og við höfum engar áhyggjur af þeim þarna. Kristniboðar í Eþíópíu hafa margir mjög víðtæka menntun, líka á sviði læknisfræði. Og nú er orð- ið fjölbreytt fæðuúrval fyrir okkur sem komum frá hinum vestræna heimi, en það var ekki þegar ég var þarna barn og ekki einu sinni þegar systir mín var þarna árið 1989. Þetta verður því ekki eins mikil breyting og ætla mætti.“ Fæddist í Eþíópíu Í ÁR eru liðin 50 ár síð- an fyrstu íslensku kristniboðarnir fóru til Eþíópíu, þau Felix Ólafsson og Kristín Guðleifsdóttir. Að sögn Ragnars Gunn- arssonar, fram- kvæmdastjóra innan- landsstarfs Kristniboðssambands- ins, fór fyrsti íslenski kristniboðinn, Ólafur Ólafsson, til Kína til kristniboðsstarfa árið 1921. „Áður hafði íslensk kona, Steinunn Jó- hannesdóttir, starfað sem kristni- boði í Kína ásamt bandarískum manni sínum,“ sagði Ragnar enn fremur. „Ólafur kom heim frá Kína 1928 og heimkoma hans ýtti undir að Sam- band íslenskra kristniboðsfélaga yrði stofnað. Þá voru nokkur kristniboðs- félög starfandi sem stutt höfðu Ólaf. Það elsta þeirra var Trú- boðsfélag kvenna í Reykjavík sem stofn- að var 1904. Ólafur fór aftur til Kína 1930 og þá sendur af hinu nýstofnaða Sambandi íslenskra kristniboðs- félaga. Félögin sem hlut áttu að stofnun sambandsins voru fyrrnefnt Trúboðs- félag kvenna í Reykjavík, Kristni- boðsfélag karla í Reykjavík, Trú- boðsfélagið í Hafnarfirði, Trúboðs- félag kvenna á Vatnsleysuströnd og Trúboðsfélag kvenna á Akureyri. Næstu kristniboðar á eftir Ólafi og hinni norsku konu hans, Herborgu Ólafsson, voru þau Astrid og Jóhann Hannesson sem fór til Kína og Hong Kong. Kína var lokað fyrir kristniboði eftir byltinguna 1949 og þá fóru menn að huga að öðrum svæðum. Ár- ið 1952 var ákveðið að senda kristni- boða til Eþíópíu og því hefur verið fram haldið til þessa dags. Fyrstu 30 árin var megináherslan á Konsó, sú trúboðsstöð var byggð upp alveg fyr- ir fé frá Íslandi. Nú eru um 40 þús- und Konsóbúar sem tilheyra lúth- ersku kirkjunni í Konsó. Kristniboðar störfuðu einnig á öðr- um stöðum í Eþíópíu en síðustu 20 árin hafa kristniboðar frá Íslandi að- allega starfað í suðvesturhluta lands- ins, nema hvað Helgi Hróbjartsson er starfandi í suðausturhluta Eþíóp- íu. Þess má geta að heildarfjárhags- áætlun Kristniboðssambandsins fyr- ir þetta ár er um 30 milljónir króna en frá árinu 1997 hafa einnig starfað íslenskir kristniboðar í Kenýu.“ Kristniboðsstarf í 74 ár Ragnar Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.