Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 29 suðvesturhorninu út á Evrópupólitík formanns- ins. Raunar er miklu líklegra að Ingibjörg Sólrún nái einhverjum atkvæðum út á Evrópupólitík. Hún hefur ítrekað gefið til kynna frá því hún til- kynnti framboð sitt að hún muni leggja áherzlu á Evrópumálin og þar hefur hún mun samstæðari flokk að baki sér en Halldór Ásgrímsson. Ef Halldór tekur djúpt í árinni í Evrópumálunum á hann líka á hættu að hrekja hið hefðbundna dreifbýlisfylgi Framsóknarflokksins í fang vinstri-grænna. Þegar upp er staðið verður sterkasta mál framsóknarmanna í kosningunum líkast til það sama og Sjálfstæðisflokksins; árangurinn í efna- hags- og atvinnumálum og þá ekki sízt álverið og virkjunin eystra. Það mál er þó líklegt til að njóta meiri stuðnings á landsbyggðinni en í þéttbýlinu. Landsbyggð- arpólitík vinstri-grænna Vinstri-grænir eru nú mjög langt frá því að vera á sama fluginu og lengi fram eftir kjör- tímabilinu, þegar þeir höfðu vinninginn á Samfylkinguna. Miðað við þann tón, sem var í Steingrími J. Sigfússyni formanni flokksins á blaðamannafundi hans á Akureyri í vikunni, ætla vinstri-grænir að veðja á landsbyggðina í kosn- ingabaráttunni en ekki að blanda sér í slaginn í Reykjavík af sama krafti. Úti á landi munu þeir því veita Framsóknarflokknum harða keppni. Árangurinn veltur ekki sízt á því hvernig lands- byggðarfólk bregzt við virkjunar- og stóriðju- stefnunni, sem Framsóknarflokkurinn styður einarðlegast allra flokka en vinstri-grænir eru harðastir gegn. Eins og áður sagði er líklegt að sú stefna hljóti meira fylgi á næstunni vegna hættunnar á atvinnuleysi og efnahagslægð ef ekkert gerist í atvinnumálunum. Ýmsir atburðir og málefni geta haft áhrif á kosningabaráttuna. Kárahnjúka- og Fjarðaáls- málið er svo langt komið að það verður varla stöðvað úr þessu, þótt andstæðingar þess hafi ekki gefizt upp. Hins vegar geta orðið miklar deilur um ákvörðun um Norðlingaöldulón og verður ekki sízt athyglisvert að fylgjast með af- stöðu Framsóknarflokksins. Flokkurinn vill halda áfram uppbyggingu stóriðju og Lands- virkjun telur sig ekki geta annað orkuþörf stærri álverksmiðja í Straumsvík og á Grundartanga nema með gerð lónsins. Stóriðjusinnar innan Framsóknarflokksins benda líka á að með því væri verið að styrkja atvinnuuppbyggingu á Suð- vesturlandi. Forystumaður Framsóknarmanna á Suðurlandi, Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra, hefur hins vegar lagzt mjög eindregið gegn skerðingu Þjórsárvera. Niðurstaða Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra, setts um- hverfisráðherra í málinu, mun því að öllum lík- indum hafa mikla pólitíska þýðingu. Allar deilur um viðkvæm umhverfismál eru vatn á myllu vinstri-grænna. Utanríkismál fyrirferðarmikil Líklegt er að utanrík- ismál verði fyrirferð- armikil í kosningabar- áttunni. Tengslin við Evrópusambandið verða auðvitað til umræðu, þótt þau verði ekki helzta kosningamálið. Nú virðist raunar fátt geta komið í veg fyrir að Evr- ópunefndin, sem Davíð Oddsson forsætisráð- herra hefur lagt til að sett verði á fót til að ræða þessi mál, verði að veruleika, enda er engin and- staða við hana meðal stjórnmálaflokkanna. Hug- mynd Davíðs getur orðið til þess að beina um- ræðunum um Evrópumálin í uppbyggilegri farveg í kosningabaráttunni og draga úr klofn- ingi vegna þeirra. Hins vegar er tímasetning viðræðnanna við ESB um aðlögun EES-samningsins að stækkun sambandsins að mörgu leyti erfið fyrir stjórnar- flokkanna. Viðræðunum á að ljúka aðeins þrem- ur vikum fyrir kosningarnar. Ljóst er að ESB hefur gífurlegar kröfur uppi á hendur Íslend- ingum og viðræðurnar verða erfiðar. Í ljósi yfir- lýsinga bæði Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar um það hversu fráleitar kröfur ESB séu, blasir við að það væri afar erfitt fyrir þá báða og flokka þeirra að kynna fyrir þjóðinni svo stuttu fyrir kosningar samning þar sem Ísland þyrfti t.d. að auka verulega fjárframlög sín til ESB. Báðar fylkingar í Evrópumálunum hafa þó og munu áfram nota viðræðurnar um aðlögun EES- samningsins í þágu síns málstaðar. Andstæðing- ar ESB-aðildar segja óbilgirni sambandsins í samningunum sýna við hverju mætti búast ef til aðildarviðræðna við ESB kæmi. Fylgjendur að- ildar segja hins vegar að málið sýni hversu dýrt og erfitt sé fyrir Ísland að standa utan sam- bandsins, án áhrifa. Alllengi hefur staðið til að hefja viðræður við Bandaríkin um varnarviðbúnað og rekstur í varnarstöðinni í Keflavík. Ummæli Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra í áramótagrein hér í blaðinu, um að varnarþörf hljóti að verða metin út frá gagnkvæmum hagsmunum og hvorki vit né sanngirni sé í annarri niðurstöðu, benda til þess að hann búist við erfiðum viðræðum við Bandaríkjamenn um þetta efni. Lengi hefur ver- ið vitað að í bandaríska stjórnkerfinu væru öfl, sem vildu draga verulega úr varnarviðbúnaði á Íslandi frá því sem nú er. Engin þjóð getur hins vegar unað við að hafa ekki trúverðugar varnir, allra sízt á tímum þegar ógnin af hryðjuverkum er nærtæk og áþreifanleg. Alls óvíst er hvenær niðurstaða fæst í viðræðum við Bandaríkin um framtíð Keflavíkurstöðvarinnar, en hér er svo stórt mál á ferð að það mun hafa mikil áhrif ef það gerist fyrir kosningar. Þá er ekki ósennilegt að málefni Íraks hafi sín áhrif. Það fer þó talsvert eftir því hvernig þau mál þróast. Komi t.d. til hernaðaraðgerða Bandaríkjanna og bandamanna þeirra gegn Íraksstjórn mun stjórnarandstaðan hér vafa- laust reyna að notfæra sér það, í ljósi eindregins stuðnings ríkisstjórnarinnar við stefnu Banda- ríkjanna í Íraksmálinu. Taki slíkar aðgerðir fljótt af, er ekki líklegt að þær hafi mikil áhrif. Dragist vesturveldin hins vegar inn í langt stríð, þar sem mannfall yrði meðal óbreyttra borgara, getur það haft neikvæð áhrif á almenningsálitið. Ekki er ósennilegt að í síðustu kosningum hafi vinstri- grænir haft einhver atkvæði upp úr andstöðu sinni við loftárásirnar á Júgóslavíu og það sama gæti gerzt, komi til langdregins hernaðar í Írak á́ næstu mánuðum. Innanlandspólitísk mál af ýmsu tagi verða auð- vitað líka ofarlega á baugi. Sjávarútvegsmálin verða aðalkosningamál Frjálslynda flokksins og öfl innan Samfylkingarinnar munu sömuleiðis hvetja til að þau verði tekin til frekari umræðu og telja ekki nóg að gert með þeim skrefum, sem stigin hafa verið í átt til gjaldtöku fyrir afnot af auðlindinni. Efnahagsmálin hljóta að sjálfsögðu að verða til umræðu á breiðum grundvelli. Það þýðir t.d. ekkert annað fyrir þá, sem tala um velferðar- stjórn, en að sýna fram á hvernig þeir ætla að skapa verðmæti til að standa undir velferðinni. Það dugir reyndar ekki heldur að benda á virkj- anir og stóriðju sem einu leiðina til hagvaxtar í framtíðinni. Í kosningabaráttunni hlýtur m.a. að verða spurt hvernig eigi að nýta þær miklu breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja, sem hér hafa orðið á síðustu árum, til að auka erlenda fjárfestingu í öðrum greinum. Á kjörtímabilinu, sem nú er senn á enda, hafa orðið miklar breytingar á fjármálamarkaðnum og ríkisstjórnin er nú orðin þar miklu umsvifa- minni en við upphaf kjörtímabilsins. Sjálfstæði Seðlabankans hefur verið aukið og ríkið hefur dregið sig hér um bil að fullu út úr rekstri banka og sett hann í hendurnar á einkaaðilum. Fyrir kosningarnar er eðlilegt að rætt sé hvernig ramma á að búa fjármálamarkaðnum nú þegar ríkið er þar ekki lengur beinn gerandi og hvernig eigi að styrkja og efla eftirlitsstofnanir til að koma í veg fyrir að þar færist fjármunir og völd á fáar hendur. Heilbrigðis- og menntakerfi landsmanna standa að mörgu leyti á krossgötum. Þessir málaflokkar taka til sín meirihluta þeirra fjár- muna, sem stjórnmálamenn á nýju þingi munu hafa til ráðstöfunar. Í kosningabaráttunni verður án efa leitað eftir svörum við því hvernig hægt er að nýta þessa fjármuni sem bezt til að bæta lífs- kjör þjóðarinnar og samkeppnisstöðu í framtíð- inni. Þar verður ekki sízt horft til þess hvernig hægt er að nýta kosti einkaframtaksins til að bæta þjónustuna við almenning. Þrátt fyrir öfluga og áberandi leiðtoga, sem setja svip sinn á stjórnmálin, á kosningabaráttan auðvitað að snúast að verulegu leyti um málefni. Kjósendur eiga að ganga á eftir svörum stjórn- málamanna við stórum spurningum um málefni lands og þjóðar. Morgunblaðið/RAXÞessir sunnlensku hestar brostu yfir góðri tíð í vetur. „Slíkum átökum hefur nú verið af- stýrt, en framgangs- mátinn hlýtur engu að síður að vekja spurningar um hug- myndir jafnaðar- manna um lýðræð- islegt umboð. Formaður, sem er kjörinn á lýðræð- islegan hátt af landsfundi flokks síns, lætur undan þrýstingi innan flokksins og fellst á að frambjóðandi, sem ekki tók þátt í prófkjöri, hefur ekki verið kjörinn í neina trúnaðarstöðu sem máli skiptir á landsfundi flokksins og hefur fram að þessu verið fulltrúi þriggja flokka í borgarstjórn, ekki einu sinni talinn fulltrúi Samfylking- arinnar innan Reykjavíkurlistans, verði settur í 5. sæti og gerður að póli- tískum talsmanni og yfirlýstu forsætis- ráðherraefni.“ Laugardagur 11. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.