Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ ÝSKAR konur og raunar karlar líka mega taka sér frí frá vinnumark- aðinum í þrjú ár eftir fæðingu hvers barns og eiga að því búnu að geta gengið inn í sambærilegt starf og þau höfðu áður. Með hverju barni eru síðan greiddar barnabætur, um 13.000 ísl. kr. á mánuði. Það mætti því ætla, að allt væri í lukkunnar velstandi hjá þýsku barnafjölskyldunni, en svo er ekki. Áhugi þýskra kvenna á barn- eignum minnkar með ári hverju og fæðingartíðnin er nú einhver sú minnsta í Evrópu. Hafa landsfeð- urnir vaxandi áhyggjur af þessu og hafa þess vegna samþykkt að leggja fram um 330 milljarða ísl. kr. í því skyni að fjölga fæðingum. Ekki er samt líklegt, að það breyti miklu. Konurnar vita sem er, að jafn- vel þótt starfið bíði þeirra, þá kemur kerfið í raun í veg fyrir, að þær geti á ný tekið fullan þátt í atvinnulífinu. Þröskuldarnir eru margir. Erfitt er að finna leikskóla fyrir barnið eða börnin og leikskólakerfið er ákaflega ósveigjanlegt. Foreldrarnir verða að koma með börnin ekki síðar en klukkan sjö að morgni og sækja þau aftur um nónbil eða klukkan þrjú eft- ir hádegi. Venjulegum skóladegi yngstu barnanna, annarra en leik- skólabarnanna, lýkur á hádegi, og þá eru þau send heim þar sem kannski enginn er til að gæta þeirra. Þá eru verslanir yfirleitt bara opnar á skrif- stofutíma. Avivah Wittenberg-Cox, sem haldið hefur mörg námskeið fyrir konur í stjórnunarstöðum, segir þýska ráðamenn ekki þurfa að furða sig á því, að fæðingartíðnin hafi hrapað á þremur áratugum úr 2,03 í 1,34 börn á hverja konu. Er hún nú aðeins litlu meiri en á Ítalíu þar sem hún er lægst, 1,23, og miklu lægri en í Bandaríkjunum þar sem meðaltalið er 2,1 barn á konu. Wittenberg-Cox segir, að þýskar konur séu í raun neyddar til að hafna barneignum, og þá skipti engu máli þótt þeim sé borgað fyrir að vera heima. Útgjöldin og tíminn vega þungt Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hét því fyrir kosning- arnar á síðasta ári að bæta hlutskipti barnafjölskyldnanna, meðal annars með því að koma á 10.000 heilsdags- skólum og bæta við þúsundum leik- skóla. Það gæti vissulega breytt ein- hverju en á það er bent, að vegna mikils kostnaðar við gæsluna og þess tíma, sem fer í að skipuleggja dag- inn, finnist mörgum konum það ódýrara og auðveldara að vera bara heima. Í könnun, sem McKinsey og þýska vikuritið Stern gengust fyrir 2001, kom fram, að 71% kvenna með börn undir þriggja ára aldri vildi geta unnið úti í 15 klukkustundir eða meira en þær höfðu engan til að líta eftir barninu. Er ástandið óvenju- lega slæmt í Þýskalandi að þessu leyti því að þar eru aðeins dagvist- arstofnanir fyrir 10% barna, þriggja ára eða yngri, en fyrir 29% í Frakk- landi og 52% í Bandaríkjunum. Í Þýskalandi er mæðraorlofið 14 vikur og annað hvort foreldrið getur tekið sér þriggja ára frí eftir fæð- inguna. Er þá greiddur sérstakur styrkur til þeirra, sem hafa haft árs- laun undir tveimur milljónum ísl. kr. Barnabætur eru greiddar með börn- um til 18 ára aldurs og til 27 ára ald- ur með þeim, sem eru í námi og búa hjá foreldrum sínum. Þessar bætur svara þó engan veginn til kostnaðar- ins við barnauppeldið og þeirra út- gjalda, sem því eru samfara. Vantar heildstæða fjölskyldustefnu Áhyggjur ráðamanna og annarra af minni viðkomu eru skiljanlegar. Hagfræðingar og alþjóðlegar stofn- anir hafa varað við því, að með nú- verandi fæðingartíðni muni Þjóð- verjar eins og Ítalir, þar sem páfinn hefur skorað á stjórnvöld að bæta hlutskipti barnafjölskyldna, verða ófærir um að ala önn fyrir gamla fólkinu nema með auknum innflutn- ingi fólks. Unga fólkinu fækkar að tiltölu með ári hverju en hinum öldr- uðu fjölgar að sama skapi. Þýskar fjölskyldur hafa samt litla trú á, að nýjar ráðstafanir stjórn- valda muni koma þeim að gagni, og benda í því sambandi á nýjar skatta- hækkanir. „Það, sem vantar, er heildstæð fjölskyldustefna,“ segir Sandra Herbener, 34 ára hagfræðingur og fjögurra barna móðir. Segir hún, að þótt dagvistarmálin séu brýn, þá þurfi margt annað að koma til, til dæmis skattaívilnanir og sveigj- anlegri verslunartími og almenn- ingssamgöngur. Þangað til muni þýskar konur sjá hag sínum best borgið með því að eiga sem fæst börn. Þýska fjölskyldan í mikilli kreppu Reuters Barnlausar þýskar konur ganga hjá kosningaáróðursspjaldi fyrir þing- kosningarnar í september sl. Þýskt samfélag er ekki mjög fjölskylduvænt enda lækkar fæðing- artíðnin með ári hverju. Það hefur aftur alvarleg áhrif á aldurs- skiptingu þjóðarinnar og vekur spurningar um það hverjir eigi að ala önn fyrir gamla fólkinu þegar fram í sækir. ’ Áhugi þýskrakvenna á barneign- um minnkar með ári hverju. ‘ Frankfurt. AP. UNGUR Japani, Takumi Konabe að nafni, sýnir eigið þolgæði með því að sketta yfir sig ísköldu vatni í shinto- hofi í Tókýó í gær. Konabe var þar einn 26 þátttakenda í helgiathöfn að fornum shinto-sið, sem felst í því að menn baða sig upp úr ísköldu vatninu til að reka á brott illa anda og hreinsa líkama og sál. AP Sálin böðuð að shinto-sið MATVÆLA- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt heimild fyrir því að læknar gefi út lyfseðla börnum til handa vegna þunglyndislyfsins Prozac. Um 2,5% barna þjást af þung- lyndi, samkvæmt upplýsingum embættismanna stofnunarinnar. Prozac er eitt þekktasta þung- lyndislyfið á markaðnum. Læknar hafa um árabil gefið út lyfseðla vegna þess til barna, jafnvel þó að reglur kvæðu aðeins á um að fullorðnir gætu notað lyfið. Í kjölfar rannsóknar FDA á öryggi lyfsins hefur hins vegar nú verið ákveðið að læknum verði heimilt að gefa börnum á aldrinum sjö til sautján ára lyfseðla vegna Prozac. Framleiðendur Prozac, fyrir- tækið Eli Lilly, segjast ekki hafa uppi nein áform um að hefja sér- stakt markaðsátak, sem hefði það markmið að auka notkun barna á lyfinu. Þunglyndislyf handa börnum Washington. AP. BANDARÍKJASTJÓRN hefur ákveðið að styrkja enn frekar liðsafla þann sem safnað hefur verið saman við Persaflóa. Um 35.000 hermenn til viðbótar verða sendir þangað þrátt fyrir þann þrýsting sem ráðamenn í Bandaríkjunum sæta nú af hálfu bandamanna sinna í Evrópu um að hægja á undirbúningi aðgerða gegn stjórn Saddams Hússeins Íraksfor- seta. Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, staðfesti ákvörðun þessa á seint á föstudags- kvöld. Ræðir m.a. um liðsafla úr land- göngusveitum flotans, sem fara myndu fremstar yrði ráðist inn í Írak, og sveitir orrustuflugvéla. Bæt- ist þessi herstyrkur við þann liðsafla sem Bandaríkjamenn hafa safnað saman í þessum heimshluta. Stefnir í að 100.000 bandaríska hermenn verði þar að finna við lok þessa mánaðar. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ítrekaði að ráða- menn vestra hefðu ákveðið að af- vopna Saddam Hússein. Reyndist nauðsynlegt að beita hervaldi í því skyni yrði það gert. Powell vísaði til fyrri ummæla George W. Bush for- seta og lýsti yfir því að valdi yrði beitt án tillits til þess hvort Sameinuðu þjóðirnar legðu blessun sína yfir slíka herför eða ekki. Bandaríkjastjórn sætir vaxandi þrýstingi Bandaríkjastjórn sætir hins vegar vaxandi þrýstingi um að slá hugsan- legum hernaðaraðgerðum gegn Írökum á frest. Bandamenn í Evrópu telja að gefa beri vopnaeftirlitsmönn- um á vegum Sameinuðu þjóðanna meiri tíma til að afla upplýsinga um hugsanlega gereyðingarvopnaeign Íraka. Bandaríkjamenn fullyrða að slík vopn sé að finna í Írak og vilja að Saddam Hússein verði gefinn ákveð- inn frestur til að viðurkenna tilvist þeirra og síðan eyða þeim. Að öðrum kosti verði farið með hervaldi gegn Írökum. Bandarískir embættismenn sem dagblaðið The Washington Post ræddi við í gær töldu að þrýsting- urinn hefði gert að verkum að skrið- þungi hinna herskáu hefði heldur far- ið minnkandi innan Bandaríkja- stjórnar. Það sjónarmið nyti nú vaxandi fylgis á æðstu stöðum vestra að fresta bæri aðgerðum gegn Írök- um. Líkur á því að stríð hæfist í febr- úar hefðu því heldur farið minnkandi. „Líkur á átökum hafa minnkað. Við búum ekki yfir góðri hernaðaráætl- un, eftirlitsmennirnir fá að starfa án hindrana í Írak, við höfum fengið þeim í hendur nýjar upplýsingar og við verðum að gefa þeim meiri tíma til að sjá hvort eftirlitið skilar tilætl- uðum árangri. Engin ástæða er til að hverfa frá þessu nú,“ sagði ónefndur háttsettur embættismaður í samtali við blaðið. Beðið verði frekari niðurstaðna vopnaeftirlits Talsmenn Evrópusambandsins hafa síðustu daga lýst yfir því að bíða beri eftir frekari niðurstöðum úr vopnaeftirlitinu í Írak og að vísa beri ákvörðun um hernað gegn Írökum til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Costas Simitis, forsætisráðherra Grikklands sem nú gegnir for- mennskunni í ráðherraráði ESB, og Romano Prodi, forseti framkvæmda- stjórnar sambandsins, ályktuðu m.a. um þetta á fundi í Aþenu fyrir helgina. Breska dagblaðið The Times greindi frá því í gær að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hygðist eiga fund með þeim George W. Bush og Hans Blix, formanni vopnaeftir- litsnefndar Sameinuðu þjóðanna, í þeim tilgangi að fresta hernaði gegn Írökum. Hygðist Blair þrýsta á for- setann um að ráðast ekki á Írak á næstu vikum með þeim rökum að gefa bæri vopnaeftirlitsmönnum meiri tíma í Írak. Sagði blaðið að Blair vildi bíða skýrslu Blix um nið- urstöður eftirlitsins sem lögð yrði fram í febrúar- eða marsmánuði. Bandamenn vilja fresta aðgerðum gegn Írökum Bandaríkjamenn senda 35.000 hermenn til viðbótar til Persaflóa Washington. The Washington Post. AFP. Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.