Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. KVIKMYNDIN Salt, sem bandaríski leik- stjórinn Brad Gray gerði hérlendis, verður helsta framlag Íslands til kvikmyndahátíð- arinnar í Berlín í næsta mánuði, en mynd- inni hefur verið boðið til sýningar á hinni virtu Forum-dagskrá hátíðarinnar, auk þess að vera sýnd á markaði hennar. Myndin er leikin á íslensku þótt leikstjórinn tali ekki tungumálið. Gray og kona hans So Young Kim sóttu þrívegis um styrki frá Kvik- myndasjóði Íslands en án árangurs svo þau framleiddu myndina upp á eigin spýtur við þröngan kost. Að sögn Þorfinns Ómars- sonar, forstöðumanns Kvikmynda- miðstöðvar Íslands, hlýtur Salt hins vegar styrk til gerðar filmueintaks og kynningar, því hún sé í raun íslensk mynd og er sú eina héðan sem valin er sérstaklega til sýningar í Berlín að þessu sinni. Vegna þess millibils- ástands sem nú er í málefnum kvikmynda- gerðar, þar sem Kvikmyndasjóður Íslands hefur verið lagður niður og Kvikmynda- miðstöð Íslands tekið við án þess að gengið hafi verið frá reglugerð og ráðningu for- stöðumanns til framtíðar, hefur ekki verið unnt, að sögn Þorfinns, að afgreiða styrk- umsókn fyrir eftirvinnslu á myndinni. Það verði þó gert um leið og reglugerðin hefur verið sett. Óvenjuleg mynd Íslensk mynd hefur ekki verið valin á For- um í sex ár eða síðan Djöflaeyjan var sýnd þar 1987. „Salt er óvenjuleg mynd, eins kon- ar tilraunamynd,“ segir Þorfinnur, „og það er bæði heiður fyrir hana og þýðingarmikið að vera boðið á Forum, sem leggur áherslu á að finna og vekja athygli á nýju hæfi- leikafólki; þannig getur myndin fengið greiðari aðgang á listrænan kvikmynda- markað.“ Að sögn Þorfinns verða íslensku mynd- irnar Nói albinói, Fálkar og Hafið sýndar á markaði Berlínarhátíðarinnar og Maður eins og ég væntanlega á svokallaðri lokaðri markaðssýningu. Hátíðin stendur yfir 5. til 16. febrúar. Brad Gray, höfundur Salts, segist í sam- tali við Morgunblaðið vera afar ánægður með boðið á Forum og fjárstyrk sem geri sér kleift að ljúka við myndina á næstu dögum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Brad Gray og So Young Kim: Bandarískt kvikmyndagerðarfólk með íslenska mynd á Berlínarhátíðinni. Íslenskri mynd bandarísks leik- stjóra boðið á Forum í Berlín  Myndin sem/B15 RYKMENGUN á gamlársdag var 10–20 sinnum meiri en á venjulegum degi. Lúðvík Gústafsson, deildar- stjóri mengunarvarna hjá Umhverf- is- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur- borgar, segir að það sé ekki bráðhollt að vera úti á gamlársdag og anda að sér rykmettuðu lofti. Hann telur að það mætti að ósekju draga úr flugeldaskotum um áramót. „Það var hægur vindur um áramót og það kom fram gríðarlegur ryk- toppur á tveimur mælistöðvum í Reykjavík, en þær eru við Grensás og í Fjölskyldu- og húsdýragarðin- um. Mæligildið fór í hálftíma upp í 700–800 míkrógrömm á rúmmetra, sem er 10–20 sinnum meira en mælist á venjulegum degi. Rykið kemur frá flugeldum sem sprengdir eru um áramótin,“ sagði Lúðvík. Hann sagði það ráðast af vind- styrk hvað rykið væri lengi að fjúka burt og bætti við að það væri ekki beinlínis heilsusamlegt að anda ryk- inu að sér. Frá flugeldunum kæmu m.a. þungmálmar. 10–20-föld rykmengun í borginni á gamlársdag FYRSTA vetnisstöð í heimi sem er uppbyggð fyrir almenna viðskiptavini verður opnuð á Ís- landi sumardaginn fyrsta eða 24. apríl nk. Af því tilefni verður vetnisbifreið af gerðinni Benz flutt til landsins og verður hún sú fyrsta sinnar teg- undar hér á landi. Á meðal þeirra sem fylgjast með opnuninni verða æðstu stjórnendur risafyrirtækjanna DaimlerChrysler, Shell og Norsk Hydro, en þau eiga öll aðild að verkefninu. Einnig hafa hátt- settir embættismenn Evrópusambandsins boð- að komu sína. Þá má búast við að viðburðinum verði gerð góð skil í heimspressunni. Þjónustar eina vetnisbifreið Þar sem verið er að reisa vetnisstöð í fyrsta skipti fyrir almennan markað er kostnaðurinn við uppbygginguna hærri en vænta má í framtíð- auk Evrópusambandsins, og er heildarkostnað- ur 700 milljónir. Þar af er framlag íslenskra fyr- irtækja og opinberra aðila um 30%, en þeir eru Íslensk nýorka, Vistorka, Skeljungur, Iðntækni- stofnun, Háskóli Íslands, Ræsir og Strætó bs. Alþjóðleg ráðstefna Í tengslum við opnun stöðvarinnar verður haldin hér á landi alþjóðleg ráðstefna undir yfir- skriftinni: „Making Hydrogen Available for the Public“, þar sem helstu sérfræðingar Evrópu í vetnismálum verða á meðal fyrirlesara. Búast má við að opnunin og ráðstefnan veki athygli heimspressunnar, en í fyrra komu til landsins tólf erlendar sjónvarpsstöðvar til að fjalla um vetnistilraunina og 30 til 40 blaðamenn. inni eða í kringum 100 milljónir, að sögn Jóns Björns Skúlasonar, framkvæmdastjóra Ís- lenskrar nýorku, undirbúningsfyrirtækis sem hefur umsjón með verkefninu. Fyrsta kastið þjónustar stöðin aðeins eina vetnisbifreið. Hún er af gerðinni Benz og flutt inn af DaimlerChrysler. Bifreiðin verður notuð til reynsluaksturs og til þess að aðstandendur verkefnisins geti kynnt sér vetnistæknina. Þrír almenningsvagnar frá DaimlerChrysler, sem ganga fyrir vetni, koma svo til landsins síðsum- ars og fara í almennan akstur hjá Strætó bs. Auk tækja og tóla í verkefninu munu Íslensk nýorka og samstarfsaðilar stunda viðamiklar efnahags- og samfélagsrannsóknir í tengslum við verkefn- ið til þess að meta efnahagsleg áhrif og viðtökur almennings á nýrri tækni og nýju eldsneyti. Alls taka ellefu aðilar þátt í þessu verkefni, Fyrsta almenna vetnis- stöðin opnuð í apríl  Olíuviðskipti/22 BLÓÐ, fingraför, sæðisblettir, munnvatn og aðrir líkamsvessar eru mikilvæg sönnunargögn í sakamálum. Nýr og fullkominn ljósgjafi, sem tæknideild lögregl- unnar í Reykjavík fékk nýlega til umráða, mun auðvelda leitina að þessum gögnum. Að sögn Kristjáns Kristjáns- sonar, rannsóknarlögreglumanns uppi blóðbletti, munnvatn o.fl., hvort sem er á vettvangi eða á rannsóknarstofu. Efnin geta síð- an nýst til frekari rannsókna, t.d. á erfðaefni, DNA. Önnur litatíðni- svið nýtast til að skoða fingraför sem kölluð hafa verið fram með ákveðnum aðferðum. Kristján er þess fullviss að með tækinu muni finnast meira af gögnum en áður. í tæknideild lögreglunnar í Reykjavík, er um að ræða svo- kallaðan fjölbylgjuljósgjafa sem gefur frá sér ljós sem spannar allt frá útfjólubláu og yfir í innrautt ljós. Með ljósgjafanum er hægt að einangra ákveðin litatíðnisvið og þar sem efni ýmist draga í sig eða hrinda frá sér ljósi af mismunandi tíðni má nota tækið til að leita Morgunblaðið/Júlíus Kristján Kristjánsson rannsóknarlögreglumaður sýnir nemendum úr lögregluskólanum nýja ljósgjafann. Fingraför og líkams- vessar koma í ljós VEGAGERÐIN er að hefja skoðun á því hvar bæta þarf GSM-samband á stofnvegum landsins. Að sögn Helga Hallgrímssonar vegamála- stjóra beinist athyglin ekki síst að fjallvegum. Verulegar eyður séu í GSM-kerfinu og Vegagerðin hafi sérstaklega áhyggjur af fjallvegun- um í því sambandi. „Á sumum þeirra er samband fyrir NMT-síma, en þeim fjölgar ekkert sem nota það kerfi, frekar að þeim fækki. NMT- kerfið er því ekki fullnægjandi fyrir hinn almenna vegfaranda.“ Helgi segir að Vegagerðin muni annars vegar láta gera yfirlitsskoð- un á landinu öllu og hins vegar verði einhver landshluti valinn og skoðað- ur nánar, ekki síst fjallvegasvæði á þeim slóðum. Þessi frumkönnun er forsenda þess að hægt sé að meta hve mikið kostar að þétta GSM-net- ið. Að sögn Helga lét Vegagerðin gera lauslega könnun á því fyrir tveimur árum og er ljóst að verk- efnið hleypur á hundruðum milljóna. Mjög víða þyrfti t.d. að setja upp afl- stöðvar við endurvarpsstöðvarnar því ekki er alls staðar hægt að fá raf- orku þar sem staðsetja þarf sendana. Helgi sagði alls óvíst hver myndi bera kostnaðinn af þéttingu GSM- kerfisins. Hvort það yrðu símafyrir- tækin, Vegagerðin eða aðrir. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, telur að símafyrirtækin verði aldrei skylduð til að setja upp GSM-senda á óarðbærum stöðum. Bætt GSM- samband á stofnvegum í athugun  Samhent áralag/18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.