Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 25
stjórnmálasögunni, þar sem litríkir einstaklingar hafa talið sig þurfa að klífa nýja tinda, takast á við áskor- anir samtímans. Það er manndómur á bak við svona ákvarðanir, kjarkur og bardagaeðli. Þetta er ekki flótti frá ábyrgð né heldur svik við kjósendur. Þetta er ný áskorun. Það er vitaskuld hægt að sitja sem fastast, sigla lygnan sjó og halda sér rígfast í embætti og valdastóla, þegar þangað er náð. Láta sig daga uppi í öryggi og umhverfi hæginda og heið- ursmerkja og hugljúfra minninga. En bardagamaðurinn lætur sér ekki slíkt lynda. Þess vegna kemst fólk af þessu tagi upp á toppinn, af því að það nærist á baráttu, ögrun og átök- um. Á íþróttamáli heitir það að hafa keppnisskap. Keppnismaðurinn rís upp úr ládeyðunni og lognmollunni, bítur á jaxlinn, tekur áhættu, berst til sigurs. Bardagafólk er bardagafólk af því að það er bardagafólk. Þess vegna hrífur það aðra með sér. Þess vegna er það til forystu fallið. Jafnvel þótt það tapi. Mér finnst miklu skemmtilegra að líta á uppákomuna hér í höfuðborg- inni, í kringum Ingibjörgu Sólrúnu, þessum augum, heldur en að velta henni upp úr svikum eða launráðum. Ég vil langtum fremur eiga kost á að kjósa slíka frambjóðendur, hvar í flokki sem þeir standa, heldur en hina tegundina, sem miðar allt við lang- varandi frama og slímsetu fram í póli- tískt andlát sitt. Og mér líkar miklu betur við það samfélag og samtíð, sem býður upp á fulltrúa og fram- bjóðendur og fólk, sem líður ekki lit- laust og látlaust framhjá manni í bið- röðum mannvirðingarstigans og enginn veit hvað heitir eða hver það er. Fyrr en það er jarðað í hinum pólitíska grafreit. EKKI langt frá bænum, þarsem ég var í sveit, forðumdaga, bjuggu fimm bræð-ur, sem allir pipruðu ogvoru sagðir svo líkir og lit- lausir, að það þótti ekki taka því að vita hver héti hvað. Það var ekki fyrr en þeir voru greftraðir, sem nauðsyn þótti að bera kennsl á þá. Stundum rifjast þetta upp fyrir mér, þegar stjórnmálamenn ber á góma. Þeir eru hver öðrum líkir og því miður, sumir hverjir, litlausar strengjabrúður á að líta og það tekur því varla að leggja það á minnið hvað þeir heita. Jæja, það er nú kannske ekki alveg sann- gjarnt að kveða upp svona sleggjudóm en þetta getur líka átt við hinn gráklædda góð- borgara samtímans, fólkið sem klæðir sig eins, hagar sér eins og hugsar eins. Ef það hugsar þá á annað borð um eitthvað annað heldur en innlit og útlit. Og budduna sína. Litrófið í mannlífinu virðist stundum ekki vera fyrirferð- armikið, með allri virðingu fyr- ir menntun og mannvirð- ingum. Auðvitað, þegar að er gáð, erum við öll hvert öðru ólík. Og það leynast sterkar persónur og litríkir einstaklingar innan um í fjöldanum og öll heitum við eitthvað og erum eitthvað. Tökum meira að segja upp á því, stöku sinn- um, að gera eitthvað óvænt. Þá tekur grámyglan á yfirborðinu stakkaskipt- um og breytist bæði í líf og lit. Og mikið lifandi skelfing lifnar allt um- hverfið við, þegar sérvitringar og furðufuglar lífga upp á selskapinn, feta ótroðnar slóðir og rífa sig upp úr meðalmennskunni. Gefa dauðann og djöfulinn í almenningsálitið, frama- potið og tröppustigann í valdabarátt- unni. Ganga jafnvel á móti straumn- um, til móts við nýja hugsun, ný markmið. Bjóða átökunum birginn. Þetta gerist stundum í viðskiptalíf- inu, við búferlaflutninga, við upp- stokkun í lífsmunstri einstaklinga eða fjölskyldna. Einhvern tímann í fyrra heyrði ég af manni á besta aldri, sem tók hatt sinn og staf, yfirgaf gott embætti, seldi frá sér eignirnar og fór að hjóla upp um fjöll og firnindi. Skoða heiminn, skoða sig um. Leita að sjálfum sér. Þessum manni var hins vegar nauðsynlegt og nokkuð tafsamt að sannfæra vini sína og vandamenn um að hann hefði ekki verið rekinn, hann hefði ekki dottið á höfuðið, hann var satt að segja með öllum mjalla og hefði tekið sína ákvörðun að sjálfsdáðum og af full- komlega yfirlögðu ráði. Þetta dæmi og þessi hugsun hvarflaði að mér, þegar að allt fór á annan endann, við það að Ingibjörg Sólrún steig upp úr borgarstjóra- stólnum og flestir virtust sammála um að hún væri ekki með réttu ráði; að Ingibjörg hefði leikið hroðalega af sér að fórna borgarstjóraembættinu fyrir hugsanlega varamennsku á þingi! Já, já, kannske var þetta afleikur eða mistök í atburðarásinni. En kannske var þetta líka ómeðvituð (eða meðvituð) hvöt til að takast á við nýja brekku? Er það ekki langur og góður tími að vera borgarstjóri í tæp- an áratug, er það ekki fínn árangur að ná kosningu þrisvar sinnum? Allt hefur sinn tíma og allt hefur sín tak- mörk. Sigrarnir voru í höfn. Fagn- aðarlátunum lokið. Og hvað svo? Hvað gerði ekki Davíð Oddsson, þegar hann var borgarstjóri? Steig út á sviðið og bauð sig fram gegn sitj- andi formanni Sjálfstæðisflokksins. Lagði allt undir. Og hvað gerði ekki Björn Bjarnason, þegar hann yfirgaf menntamálaráðuneytið og hellti sér út í óvissu borgarstjórnarkosning- anna? Og fleiri dæmi mætti nefna úr HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Ellert B. Schram Út frá öðru sjónarhorni MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 25 alltaf á föstudögumDAGLEGT LÍF . NÁMSKEIÐ Á VORÖNN 2003 Tungumál 10 vikna námskeið 20 kennslustundir Áhersla á talmál Kennt er í byrjenda – framhalds – og talæfingaflokkum ENSKA Enska I frh. Enska II Enska II frh. Enska III frh. Enska tal og leshópur I Enska tal og leshópur II DANSKA Danska I - II NORSKA Norska I - II Norska III SÆNSKA Sænska I - II Sænska III FRANSKA Franska I Franska I frh. ÍTALSKA Ítalska I Ítalska I frh. SPÆNSKA Spænska I Spænska I frh. Spænska II Spænska II frh. Spænska III frh. ÞÝSKA Þýska I Þýska I frh. ÍSLENSKA fyrir útlendinga 10 vikna námskeið 20 kennslustundir BÓKBAND 10 vikna námskeið 40 kennslustundir FRÍSTUNDAMÁLUN 8 vikna námskeið 32 kennslustundir GLERLIST 10 vikna námskeið 40 kennslustundir GLER – OG POSTUL- ÍNSMÁLUN 8 vikna námskeið 32 kennslustundir LEIRMÓTUN I 6 vikna námskeið 24 kennslustundir LEIRMÓTUN II 4 vikna námskeið 16 kennslustundir LJÓSMYNDATAKA 3 vikna námskeið 9 kennslustundir SILFURSMÍÐI 9 vikna námskeið 36 kennslustundir TRÉSMÍÐI 9 vikna námskeið 36 kennslustundir ÚTSKURÐUR 9 vikna námskeið 36 kennslustundir STAFRÆN MYNDA- TAKA Á VIDEOVÉL OG KLIPPING 1 viku námskeið 12 kennslustundir BÚTASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÚTASAUMSTEPPI Framhald 4 vikna námskeið 16 kennslustundir BÚTASAUMSKLÚBBUR 3 miðvikud. Kl. 19:30 Einu sinni í mánuði FATASAUMUR/BARNA- FATASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir CRACY QUILT 4 vikna námskeið 16 kennslustundir Kántrý föndur: ÍKONAGERÐ 2 vikna námskeið 8 kennslustundir HURÐARKRANS ÚR BIRKI 2 vikna námskeið 8 kennslustundir JÓLAFÖNDUR Í FEBRÚAR 2 vikna námskeið 8 kennslustundir KÁNTRÝ STENSLAR 2 vikna námskeið 8 kennslustundir Tölvunámskeið: WORD OG WINDOWS fyrir byrjendur 4 vikna námskeið 20 kennslustundir WORD II 4 vikna námskeið 20 kennslustundir EXCEL fyrir byrjendur 3 vikna námskeið 20 kennslustundir INTERNETIÐ OG TÖLVUPÓSTUR 1 viku námskeið 8 kennslustundir FINGRASETNING OG RITVINNSLA 8 vikna námskeið 16 kennslustundir BÓKHALD smærri fyrirtækja 4 vikna námskeið 24 kennslustundir FRANSKIR SMÁRÉTTIR OG BÖKUR 2 vikna námskeið 8 kennslustundir SPELT Bakað úr spelti 2 vikna námskeið 8 kennslustundir GÓMSÆTIR bauna - pasta - og grænmetis- réttir 3 vikna námskeið 12 kennslustundir MATARMIKLAR SÚPUR OG HEIMABAKAÐ BRAUÐ 2 vikna námskeið 8 kennslustundir SPENNANDI BÖKUR OG INNBAKAÐIR VEISLURÉTTIR 2 vikna námskeið 8 kennslustundir ÞJÓÐBÚNINGUR - SAUMAÐUR 10 vikna námskeið 40 kennslustundir SKRAUTSAUMUR - BALDERING Saumað með silfurþræði 5 vikna námskeið 15 kennslustundir Garðyrkjunámskeið: TRJÁKLIPPINGAR 1 viku námskeið 4 kennslustundir GRÓÐUR OG GARÐRÆKT 2 vikna námskeið 8 kennslustundir TRJÁRÆKT Í SUMAR- BÚSTAÐALANDINU 1 viku námskeið 4 kennslustundir Snyrtinámskeið: PROFESSIONAILS NAGLANÁMSKEIÐ Eitt kvöld – 4 kennslustundir HIRÐING HÚÐARINNAR Eitt kvöld – 4 kennslustundir FÖRÐUNARNÁMSKEIÐ NO NAME Eitt skipti – 4 kennslustundir Snyrtinámskeiðin eru haldin í sam- starfi við Naglaskóla Professionails og Förðunarskólann NO NAME Innritun í þessi námskeið er í síma 553 7900 kl. 10 - 18 Starfsmenntunarsjóðir ýmissa stéttarfélaga styrkja félagsmenn sína til náms í Kvöldskóla Kópavogs, t.d. BSRB, BHMR, Efling - stéttarfélag,VR og Starfsmannafélag Kópavogs. Fyrstu námskeiðin hefjast 22. janúar Innritun og upplýsingar um námskeiðin kl. 16-20 í símum 564 1507, 564 1527 og á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla á sama tíma. Netfang: kvoldskoli@kopavogur.is Vefsíða: kvoldskoli.kopavogur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.