Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ PÍANÓLEIKARARNIR Hrefna Eggertsdóttir og Jóhannes Andr- eassen og slagverkshópurinn Benda koma fram á Tíbrár- tónleikum í kvöld í Salnum, en slag- verkshópinn skipa þeir Steef van Oosterhout, Eggert Pálsson og Frank Aarnik. Britten, Bartók og Cage Hljóðfæraskipan tónleikanna, slagverkshljóðfæri auk tveggja pí- anóa, hlýtur að teljast nokkuð óvenjuleg samsetning. „Auðvitað koma þessi hljóðfæri ekki oft sam- an á tónleikum,“ tekur Jóhannes Andreassen, annar píanóleik- aranna, undir í samtali við Morg- unblaðið. Á efnisskránni eru verk eftir Benjamin Britten, John Cage og Béla Bartók og eru þau öll samin í kringum 1940. „Við leikum tvö verk eftir Britten, Introduction og Rondo alla Burlesca frá árinu 1940, tríó fyrir þrjá slagverksleikara og Forever and sunsmell fyrir söng- rödd og slagverk eftir John Cage, og svo verk eftir Bartók eftir hlé,“ segir hann. Verk Brittens eru samin fyrir tvö píanó, Cage semur fyrir slagverk en verk Bartóks, Sónata fyrir tvö píanó og slagverk frá árinu 1937, er samið einmitt með hljóðfæraskipan þessara tilteknu hljóðfæraleikara, sem fram koma í kvöld, í huga. „Þetta er verk sem er mjög sveiflu- kennt, allt frá því að vera mjög dramatískt og hratt yfir í hægt og lýrískt. Það er ákaflega skemmti- legt og má segja að það sé eitt af meginverkum Bartóks, eða jafnvel 20. aldarinnar. Samsetningin er mjög sérstæð, en hann samdi það fyrir sig og konuna sína, sem einnig var píanóleikari,“ segir Jóhannes. Á sér langan aðdraganda Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessir tilteknu hljóðfæraleikarar sem koma fram í kvöld koma sam- an, en þessi hópur hélt m.a. tón- leika á tónlistarhátíð í Færeyjum fyrir nokkrum árum. „Í raun á þessi hugmynd sér mjög langan að- draganda. Við Eggert vorum í námi um leið úti í Vínarborg á sínum tíma og kynntumst þar. Þar kvikn- aði þessi hugmynd um samspil pí- anós og slagverks. Það eru bráðum tuttugu ár síðan þetta var,“ segir Jóhannes. „Okkur gafst svo tæki- færi til að leika hér á Tíbrár- tónleikum og gripum það. Við hlökkum til að leika þessi verk og vonumst til að sjá sem flesta.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20. Morgunblaðið/Golli Slagverkshópurinn Benda ásamt píanóleikurunum Jóhannesi Andreassen og Hrefnu Eggertsdóttur leika verk eftir Britten, Cage og Bartók. Sérstæð hljóðfæraskip- an á Tíbrártónleikum Listasafn Íslands Leiðsögn um sýninguna Íslensk myndlist 1980– 2000 verður kl. 15–16. Sýningunni lýkur á miðvikudag. Opið er í söl- um, safnbúð og kaffistofu kl. 11– 17 alla daga nema mánudaga. Bíósalurinn, Vatnsstíg 10 Fyrsta kvikmyndasýningin á nýju ári verður kl. 15. Þá verða sýndar tvær 50 mín. myndir. Sú fyrri er teiknimynd frá árinu 1984, byggð á ævintýri rússneska skáldsins Al- exanders Púshkíns um Saltan keisara. Hin myndin er heimild- armynd um siglingu rússnesku seglskútunnar „Andrésar postula“ um heimshöfin á árunum 1996– 1999, en þá sigldi skútan fyrri hringinn í leiðangri sem nefndur hefur verið „Stóra áttan“, þ.e. um- hverfis meginlönd Evrópu, Asíu, Eyjaálfu og Afríku. Í fyrra og hittifyrra fór skútan svo síðari hringinn, sigldi þá umhverfis Suð- ur- og Norður-Ameríku. Á heim- leiðinni hafði skútan skamma við- dvöl í Reykjavík. Skýringar með myndinni eru fluttar á ensku, en teiknimyndin er sýnd án þýddra texta eða tals. Aðgangur er ókeypis. Elín Gunnlaugs- dóttir sópran heldur burtfararprófstónleika kl. 15 í Víkingaskálanum Ölfusi og eru þeir hluti af 8. stigs prófi í söng. Elín hefur stundað nám hjá Margréti Bóasdóttur söngkennara undanfarin þrjú ár. Efnisskrá tón- leikanna inniheldur m.a. verk eftir Händel og Bizet, þýska og franska ljóðasöngva, íslensk sönglög eftir Pál Ísólfsson, Karólínu Eiríks- dóttur og Jórunni Viðar og fleiri. Elín nýtur aðstoðar Jörg Sonder- mann píanóleikara og í einu verk- anna leikur Jóhann I. Stefánsson með á trompet. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Elín Gunnlaugsdóttir alltaf á þriðjudögumHEIMILI/FASTEIGNIR Landlæknisembættið flytur! Frá og með 13. janúar 2003 hefur aðalskrifstofa embættisins verið flutt frá Laugavegi 116, Reykjavík að Austurströnd 5, Seltjarnarnesi. Símanúmer og netföng óbreytt. Landlæknisembættið Austurströnd 5 • 170 Seltjarnarnes Sími: 510 1900 • Fax: 510 1919 Netfang: postur@landlaeknir.is • Veffang: http://www.landlaeknir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.