Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 48
You Don’t Want“, „Live in Japan“ og „Electric Heavyland“, en sveit- inni svipar óneitanlega til sýrðra rokksveita áttunda áratugarins, til að mynda Hawkwind, þótt hún vinni hlutina á mjög ferskan og skemmtilegan hátt. Acid Mothers Temple er ágætt dæmi um það hvernig má nota sér það sem áður hefur verið gert án þess að stæla eða skrumskæla og ekki síður plöt- ur hljómsveita eins og Secret Machines, The Walkmen, Enon, Liars, Spoon, The Libertines, … And You Will Know Us by the Trail of Dead og Interpol, sem hér verður til umfjöllunar, sveit sem hefur meðal annars mjög verið líkt við Joy Division, ekki síst vegna þess að söngvara hennar svipar ótrúlega til Ians Curtis sáluga, en uppbygging sumra laga sveit- arinnar er líka áþekk. Interpol Interpol var annars stofnuð í Williamsburg 1998 af þeim Greg, sem lék á trommur, Dan- iel Kessler gítarleikara, Carlos D. bassaleikara og Paul Banks söngvara og gítarleikara, en þeir félagar kynntust í háskóla í New York. Næstu tvö árin æfðu þeir, sömdu lög og mótuðu stíl, en 2000 hætti Greg og í hans stað kom Samuel Fogarino. Við svo búið hófst tónleikaspilamennska í ýmsum klúbbum í New York og fyrsta smáskífan kom út í lok þess árs á vegum Chemikal Underground. Þess má geta að breska útgáfan Fierce Panda, sem Kolrassa / Bellatrix og Coldplay voru hjá, gaf út lag með Interpol á safnskífu, en framan af ferlinum gekk sveit- inni einmitt einna best í Bret- landi. Ofarlega á árslistum 2001 gaf Interpol út smáskífu sjálf og átti lag á safnskífu New York-sveita sem skilaði samningi við Matador-útgáfuna bandarísku og fyrstu breiðskífunni, Turn On the Bright Lights, sem kom út seinni hluta síðasta árs og var geysivel tekið, endaði meðal ann- ars á árslistum helstu tónlist- arvefsetra vestan hafs. Eins og áður er getið hefur sveitinni gjarnan verið líkt við Joy Division, en fleiri þekktar hljóm- sveitir hafa líka verið tíndar til sögunnar: Chameleons, önnur Manchester-sveit, Kiss, eins og sú sveit var um miðjan áttunda ára- tuginn, og jafnvel U2. Samlíkingin við Joy Division virðist helst þann- ig til komin að á köflum hljómar Paul Banks býsna líkt og Ian Curtis. Hann er reyndar fæddur í Englandi, dvaldi í Essex sem barn, en annars segist hann og aðrir liðsmenn ekki hafa neitt sérstakt dálæti á breskri nýbylgju fyrri ára, og Banks heyrði að sögn fyrst í Joy Division fyrir tveimur árum og kann lítt að meta þá annars ágætu hljómsveit. GRÓSKAN var mest íhipphoppinu á síðastaári, þar var allt vað-andi í tilraunamennsku og djúpum pælingum, þó fæst af því hafi reyndar borist hingað til lands; alltaf versnar ástandið í innflutningi á nýrri tónlist. Einn- ig var mikið um að vera í raf- tónlistinni, sérstaklega var þýska bylgjan forvitnileg, naumhyggju- leg raftónlist með hliðrænu þruski, og einnig samkynja jað- artónlist vestan hafs. Minna virt- ist í gangi í rokkinu, eins og má reyndar sjá á árslistum tímarita og vefsetra beggja vegna Atl- antsála, en þó sitthvað for- vitnilegt. Það segir svo sitt um straum- ana í rokkinu að besta nýja tón- listin árið 2002 var gömul, ef svo má segja. Með skemmtilegustu til- brigðum í raftónlistinni nú um stundir er það er menn taka til við að skoða, skæla og skensa frá ým- um hliðum gamlar hugmyndir eða jafnvel tímabil rokksögunnar, sjá til að mynda meðferð Fennesz á „Paint it Black“ Rollinganna og einnig hvaða höndum Keith Full- erton Whitman / Hrvatsky fór um sama lag og ekki má gleyma fram- úrskarandi skífu Tims Heckers / Jetone, My Love Is Rotten to the Core, sem tætir í sig rokktímabilið sem kenna má við Van Halen og skífunni Endless Summer með Fennesz sem sækir innblástur í Beach Boys (þótt erfitt sé að greina það). Meira um það síðar. Horft um öxl Í rokkinu eru menn líka að horfa um öxl og sumir vinna skemmti- lega úr gömlum hugmyndum eða stefjum. Með skemmtilegustu plöt- um síðasta árs voru þannig skífur japönsku hljómsveitarinnar Acid Mothers Temple sem sendi frá sér fjórar plötur á árinu, In C, þar sem sveitin flytur verk Rileys á ógleymanlegan hátt, „Do Whatever You Want“, „Don’t Do Whatever Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Nýtt er gamalt Mesta fjörið í tónlistinni á síðasta ári var í hipp- hoppi og raftónlist, en það var líka talsvert á seyði í rokkinu. Árni Matthíasson spáði í það hvað helst hefði staðið upp úr í rokkinu og komst að því að besta nýja tónlistin var gömul. Rokksveitin Interpol. FÓLK Í FRÉTTUM 48 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ 12. jan. kl. 14. örfá sæti 19. jan. kl. 14. örfá sæti 26. jan. kl. 14. laus sæti 5. feb. kl. 14. laus sæti Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Sun 12/1 kl 21 Lau 18/1 kl 21 Fös 24/1 kl 21 Uppselt Fös 31/1 kl 21 Hversdagslegt kraftaverk eftir Évgení Schwarz Leikstjóri: Vladimír Bouchler. Sérlega skemmtileg fjölskyldusýning sýn. sun. 12. jan. kl. 15. sýn. lau. 18. jan. kl. 19 sýn. sun. 26. jan. kl. 15 sýn. lau. 1. feb. kl. 19 sýn. sun. 9. feb. kl. 15 sýn. lau. 15. feb. kl. 19 Aðeins þessar sýningar. Barn fær frítt í fylgd með fullorðnum Miðasölusími sími 462 1400 www.leikfelag.is Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi 6. sýn. í dag. 12. jan. kl. 16 7. sýn. lau. 18. jan. kl. 16 8. sýn. sun. 19. jan. kl. 16 Aðeins 10 sýningar Miðalsala í Hafnarhúsin alla daga kl. 10-17. Sími 590 1200 Stóra svið SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson 2. sýn í kvöld kl 20 gul kort, UPPSELT Aukasýning þri 14/1 UPPSELT 3. sýn fö 17/1 kl 20 rauð kort 4. sýn lau 18/1 kl 20 græn kort 5. sýn fö 24/1 kl 20 blá kort Lau 25/1 kl 20, Fö 31/1 kl 20, Lau 1/2 kl 20 SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Su 19/1 kl 20 Su 26/1 kl 20 Fi 30/1 kl 20 Sýningum fer fækkandi HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Í dag kl 14, Su 19/1 kl 14 Su 26/1 kl 14 Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 PÍKUSÖGUR-GINUSÖGUR-VAGINA MONOLOGERá íslensku, færeysku og dönsku Kristbjörg Kjeld, María Ellingsen, Birita Mohr, Charlotte Böving Lau 25/1 kl 20 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Lau 18/1 kl 19 JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Fö 17/1 kl 20, Lau 25/1 kl 20, Fö 31/1 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Lau 18/1 kl 21, Su 26/1 kl 21 Ath. breyttan sýningartíma Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu Lau 18. jan, kl 20, nokkur sæti fim 23. jan kl. 19, ath breyttan sýningartíma Miðasala í síma 555 2222 0g á www.hhh.is og midavefur.is Miðasala er opinn alla virka daga frá 15.00 til 19.00. Nánari upplýsingar um Grettissögu og máltíð á Fjörukránni fyrir sýningu á www.hhh.is Allra síðustu sýningar Fim 16. jan kl. 21, forsýning til styrktar Kristínu Ingu Brynjarsdóttur, UPPSELT. Föst 17. jan kl. 21, frumsýning, UPPSELT. Lau 25. jan kl. 21, nokkur sæti. Lau 1. febr. Föst 7. febr Sunnudagur 12. janúar kl. 20 TÍBRÁ: Tvö píanó og slagverks- hópurinn Benda Píanóleikararnir Hrefna Eggertsdóttir og Jóhannes Andreassen og slagverks- hópurinn Benda skipaður þeim Steef van Oosterhout, Eggerti Pálssyni og Frank Aarnink leika verk eftir Benjamin Britten, John Cage og Béla Bartok. Verð kr. 1.500/1.200. Laugardagur 18. janúar kl. 16 Vínarperlur og ljúflingslög Hanna Dóra Sturludóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Sigrún Eðvaldsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Sigurður Ingvi Snorrason, Páll Einarsson og Reynir Sigurðsson flytja vínartónlist, og vinsæl lög e. Jón Múla Árnason. Verð 2.000 kr. Audioslave – Audioslave Þetta er nú einn sá allra leiðinleg- asti diskur sem ég hef lengi heyrt. ¾ hlutar hinnar ofmetnu Rage Against the Machine og Chris Cornell, fyrrum Soundgarden-limur, sem má muna fífil sinn fegri skipa nefnda sveit. Út- koman er þunglamalegt og hundfúlt rokk og Rick Rubin, sem er við takk- ana, getur ekki einu sinni bjargað málum. Merkið tryggir greinilega ekki gæðin – kaupið frekar eitthvað með Soundgarden eða Led Zeppelin.  Sum 41 – Does this look Infected? Sum 41 vinna vel úr grallarapönki því sem komið hefur í kjölfar Blink 182 og enn áður Green Day. Fölskvalaust grín og gaman, saman með einföldum og grípandi melódí- um þar sem áhrifum frá Iron Mai- den, Leatherface, og jafnvel „thrash“ sveitum eins og Exodus og Testament bregður fyrir. Það er sjaldgæft að heiladautt rokk sé svona vel útpælt.  Erlend tónlist Arnar Eggert Thoroddsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.