Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 50
Í KVÖLD kl. 20.55 verður fyrsti þátturinn af þremur í nýrri heim- ildarmyndaröð um gosið í Vest- mannaeyjum 1973 sýndur. Hún hefur fengið nafnið Ég lifi og er framleidd af íslenska fyrirtækinu Stormi sem m.a. á heiðurinn af þáttaröðinni Síðasti valsinn, sem fjallaði um Þorskastríðin og hafa þættirnir vakið mikla athygli, m.a. erlendis en hér á landi fengu þættirnir Edduverðlaunin (2001). Þar var Margrét Jónasdóttir, sagnfræðingur og framleiðandi í brúnni, en hún ásamt Magnúsi Viðari Sigurðssyni og Páli Bald- vini Baldvinssyni eru í broddi fylkingar hvað nýju þáttaröðina varðar. „Þegar við kláruðum Síðasta valsinn árið 2000 langaði okkur og Stöð 2 að fara í gang með annað verkefni sem tengdist ein- hverjum stórviðburði í Íslands- sögunni,“ útskýrir Margrét. „Vestmannaeyjagosið kom fljót- lega til greina. Ekki bara að þetta sé einn eftirminnilegasti viðburður Íslandssögunnar held- ur liggur fremur lítið efni fyrir, þær myndir sem eru til eru frá ’73 og ’74. Okkur fannst líka orð- ið tímabært að heyra frá sjálfu fólkinu sem upplifði þetta en núna eru 30 ár liðin frá gosinu.“ Margrét segir að langur tími hafi farið í rannsóknir og undir- búningsvinnu en áherslan liggi einkum í mannlega þættinum. „Þetta er búið að taka um tvö ár en við höfum unnið þetta með- fram öðru.“ Áhugi í Bretlandi Þess má geta að Síðasti valsinn var klipptur í sérstaka erlenda útgáfu, sem er 70 mínútur að lengd og var myndin sýnd á BBC2 í fyrra. Myndin vakti talsverða athygli þar í landi og blöðin fjölluðu mikið um mynd- ina. „Í haust hringdi breski sjóher- inn svo í okkur og vildi tilnefna myndina til árlegra verðlauna sem hann veitir verkefnum sem taka á sögu siglinga,“ segir Mar- grét. „Þrjár aðrar voru til- nefndar, allar breskar. Við unn- um nú samt ekki en okkur þótti það mikill heiður að vera tilnefnd (hlær).“ Margrét og félagar í Storm hafa annars nóg á sinni könnu. Næsta verkefni er heimildar- myndin Undan ísnum, sem fjallar um breska herflugvél af gerðinni Fair-Battle sem fórst norður í landi í seinni heimsstyrjöldinni árið 1941 og grófst þar í fann- fergi jökuls. Hörður Geirsson, starfsmaður hjá Minjasafni Ak- ureyrar, hóf leit að vélinni árið 1980 og fann hana loks árið 1999. Margrét og félagar fylgja Herði og björgunarsveitinni Súl- um á Akureyri eftir í myndinni og varpa ljósi á þessa sögu. Sýn- ingar eru ætlaðar um páskana. Fleiri verkefni eru þá í farvatn- inu og Margrét segir að nóg sé framundan. Ég lifi – þáttaröð um Vestmannaeyjagosið Margrét Jónasdóttir Morgunblaðið/Þorkell Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mætti ásamt heitkonu sinni, Dorrit Moussaieff, á sér- staka sýningu þáttanna sem fram fór í Salnum, Kópavogi. 50 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. kl. 3, 7 og 10.30 Sýnd kl. 2, 5 og 8. B.i.12. „Turnarnir gnæfa yfir bestu myndir ársins“ SV. MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 1/2HK DV „Besta mynd ársins“ FBL YFIR 60.000 GESTIR Á 13 DÖGUM “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i DV RadíóX YFIR 60.000 GESTIR STÆRSTA BONDMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI Frumsýning Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i.14 ára Sýnd kl. 2. FRÁ FRAMLEIÐENDUM LEON OG LE FEMME NIKITA Fantaflottur spennutryllir með ofurtöffaranum Jason Stratham úr Snatch Hraði , spenna og slagsmál í svölustu mynd ársins. DV RadíóX “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i Sýnd kl. 5.30. B.i. 12 áraSýnd kl. 8 og 11.15. B.i. 16 ára YFIR 60.000 GESTIR YFIR 60.000 GESTIR Á 13 DÖGUM Sýnd kl. 2, 4, 8 OG 10. B.i. 12 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.