Morgunblaðið - 12.01.2003, Qupperneq 50
Í KVÖLD kl. 20.55 verður fyrsti
þátturinn af þremur í nýrri heim-
ildarmyndaröð um gosið í Vest-
mannaeyjum 1973 sýndur. Hún
hefur fengið nafnið Ég lifi og er
framleidd af íslenska fyrirtækinu
Stormi sem m.a. á heiðurinn af
þáttaröðinni Síðasti valsinn, sem
fjallaði um Þorskastríðin og hafa
þættirnir vakið mikla athygli,
m.a. erlendis en hér á landi fengu
þættirnir Edduverðlaunin (2001).
Þar var Margrét Jónasdóttir,
sagnfræðingur og framleiðandi í
brúnni, en hún ásamt Magnúsi
Viðari Sigurðssyni og Páli Bald-
vini Baldvinssyni eru í broddi
fylkingar hvað nýju þáttaröðina
varðar.
„Þegar við kláruðum Síðasta
valsinn árið 2000 langaði okkur
og Stöð 2 að fara í gang með
annað verkefni sem tengdist ein-
hverjum stórviðburði í Íslands-
sögunni,“ útskýrir Margrét.
„Vestmannaeyjagosið kom fljót-
lega til greina. Ekki bara að
þetta sé einn eftirminnilegasti
viðburður Íslandssögunnar held-
ur liggur fremur lítið efni fyrir,
þær myndir sem eru til eru frá
’73 og ’74. Okkur fannst líka orð-
ið tímabært að heyra frá sjálfu
fólkinu sem upplifði þetta en
núna eru 30 ár liðin frá gosinu.“
Margrét segir að langur tími
hafi farið í rannsóknir og undir-
búningsvinnu en áherslan liggi
einkum í mannlega þættinum.
„Þetta er búið að taka um tvö
ár en við höfum unnið þetta með-
fram öðru.“
Áhugi í Bretlandi
Þess má geta að Síðasti valsinn
var klipptur í sérstaka erlenda
útgáfu, sem er 70 mínútur að
lengd og var myndin sýnd á
BBC2 í fyrra. Myndin vakti
talsverða athygli þar í landi og
blöðin fjölluðu mikið um mynd-
ina.
„Í haust hringdi breski sjóher-
inn svo í okkur og vildi tilnefna
myndina til árlegra verðlauna
sem hann veitir verkefnum sem
taka á sögu siglinga,“ segir Mar-
grét. „Þrjár aðrar voru til-
nefndar, allar breskar. Við unn-
um nú samt ekki en okkur þótti
það mikill heiður að vera tilnefnd
(hlær).“
Margrét og félagar í Storm
hafa annars nóg á sinni könnu.
Næsta verkefni er heimildar-
myndin Undan ísnum, sem fjallar
um breska herflugvél af gerðinni
Fair-Battle sem fórst norður í
landi í seinni heimsstyrjöldinni
árið 1941 og grófst þar í fann-
fergi jökuls. Hörður Geirsson,
starfsmaður hjá Minjasafni Ak-
ureyrar, hóf leit að vélinni árið
1980 og fann hana loks árið 1999.
Margrét og félagar fylgja
Herði og björgunarsveitinni Súl-
um á Akureyri eftir í myndinni
og varpa ljósi á þessa sögu. Sýn-
ingar eru ætlaðar um páskana.
Fleiri verkefni eru þá í farvatn-
inu og Margrét segir að nóg sé
framundan.
Ég lifi – þáttaröð um
Vestmannaeyjagosið
Margrét
Jónasdóttir
Morgunblaðið/Þorkell
Forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, mætti
ásamt heitkonu sinni,
Dorrit Moussaieff, á sér-
staka sýningu þáttanna
sem fram fór í Salnum,
Kópavogi.
50 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.
kl. 3, 7 og 10.30
Sýnd kl. 2, 5 og 8. B.i.12.
„Turnarnir gnæfa yfir
bestu myndir ársins“
SV.
MBL
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
1/2HK DV
„Besta mynd ársins“
FBL
YFIR 60.000 GESTIR Á 13 DÖGUM
“Besta Brosnan Bond-myndin”
GH Kvikmyndir.com
i
DV
RadíóX
YFIR 60.000 GESTIR STÆRSTA BONDMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI
Frumsýning
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i.14 ára
Sýnd kl. 2.
FRÁ FRAMLEIÐENDUM
LEON OG LE FEMME NIKITA
Fantaflottur spennutryllir með ofurtöffaranum
Jason Stratham úr Snatch
Hraði , spenna og slagsmál í svölustu mynd
ársins.
DV
RadíóX
“Besta Brosnan Bond-myndin”
GH Kvikmyndir.com
i
Sýnd kl. 5.30. B.i. 12 áraSýnd kl. 8 og 11.15. B.i. 16 ára
YFIR 60.000 GESTIR
YFIR 60.000 GESTIR Á 13 DÖGUM
Sýnd kl. 2, 4, 8 OG 10. B.i. 12 ára