Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 41
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 41 VEÐRIÐ skiptirflestar þjóðirmiklu, og ekkisíst ef afkom-an er að mestu leyti háð því hvernig viðr- ar. Íslendingar eru enginn eft- irbátur annarra hvað þetta varð- ar, reyndar langt því frá, enda er hér á ferðinni eitt vinsælasta umræðuefnið þegar tveir ein- staklingar mætast á förnum vegi. Og ekki hefur þurft að kvarta undan tíðinni á liðnum vikum og mánuðum; þar er eitthvað magn- þrungið og dularfullt að gerast, sem erfitt er að henda reiður á, þótt menn renni ýmislegt í grun. En það er önnur saga. Oftar en ekki er rætt um veð- urguðina í þessu sambandi. Í Fréttabréfi Rangárvallahrepps á Internetinu, 4. desember árið 2000, segir t.a.m. eftirfarandi: Fyrsti sunnudagur í aðventu var að þessu sinni í gær, 3. desember. Skreytingar eru þegar komnar upp víða og virðist sem íbúar á Hellu ætli að vera a.m.k. jafn framtakssamir á því sviði eins og var um síðustu jól. Mörg fyrirtæki eru með fallegar skreytingar. Sveitarfélagið skreytir einnig, t.d. tré á bakka Ytri-Rangár, við skólann og ljósastaura. Þess er óskað að þessi jólahátíð líði í friði og rósemi og að veðurguðir verði okkur hliðhollir. Í þessari klausu sést vel hvað ég á við. Auðvitað er þetta bara hugsunarleysi, því við trúum bara á einn Guð, eins og nefnt var hér í inngangi, og án vafa gerir höfundur orðanna hér að framan það einnig. En ég átta mig samt ekki alveg á, hvaðan þessi árátta er komin, að tala um veðurguði. Ef farið er á Netið, t.d. á google.com kemur í ljós, að orð- ið kemur þar fyrir rúmlega 600 sinnum, og er þá miðað við ein- tölu- og fleirtölumynd, með og án greinis, í öllum föllum. Ef slegið er inn enskri mynd þess, eru færslurnar um 6.000 talsins. Í Orðabók Háskólans – ritmáls- skrá (www.lexis.hi.is) finnst hins vegar ekki orðið „veðurguðir“. Bara eintölumyndin; og elsta dæmið er frá 20. öld. Á google.- com kemur „weather-god“ fyrir um 3.000 sinnum, þ.e. helmingi sjaldnar en fleirtölumyndin. Nú er það svo, að veðurguðir hafa margir verið dýrkaðir í gegnum tíðina, í hinum ýmsu samfélögum mannkynssögunnar. Hér mætti nefna Indra meðal hindúa, TeSub meðal hóríta (þjóð, sem á 2. árþúsundi f.Kr. fluttist í vesturátt frá Mesópóta- míu og flutti með sér babýlonska og súmerska menningu), Tarhun meðal hetíta (þjóð, sem á 2. ár- þúsundi f.Kr. stofnaði voldugt ríki í Litlu-Asíu og Sýrlandi), Aelus, Boreus, Eurus, Zephyr og Notus meðal Forn-Grikkja (og reyndar einnig Apeliotus, Lips eða Livos, Skeiron og Kaikias), Merkúríus og Eacus meðal Rómverja, Dogoda og Pan meðal Slava, og Þór, Frey, Njörð og Rán meðal Germana. Og þannig mætti lengi telja. Mig grunar helst að nútímatal um veðurguði megi aðallega rekja til arfsins frá goðafræði Forn-Grikkja, sem og Germana, eða norrænna manna. Ef litið er til frumbyggja Norður- og Mið-Ameríku, er þetta á annan veg. Meðal Lak- ota-manna, eða öðru nafni Sioux- indíána, er t.d. að finna Taku Skanskan, en hann stjórnar vindunum fjórum. Eins er þetta hjá Iroquois-mönnum, en þar ræður Gaoh athöfnum Dajoji (anda vestanvindsins), Keksa’aa Uneuke (anda sunnanvindsins), Nyagwai (anda norðanvindsins) og Uyetani (anda austanvinds- ins). Og hjá afkomendum Maya er þetta svipað; veðurguðinn þar er einn, Gucumatz. Og að sjálfsögðu á þetta að vera svo hjá okkur, sem játum kristna trú. Í Biblíunni stjórnar Guð ýmist vindunum (2. Móse- bók 10:13 og 19; Jeremía 49:36 og 51:1; Hósea 13:15; Sálmarnir 135:7), eða að þeir eru persónu- gerðir sem þjónar hans (Sálm- arnir 104:4; Opinberunarbókin 7:1). Þeir eru fjórir talsins (Jer- emía 49:36; Daníel 7:2; Opinber- unarbókin 7:1) og um þá rætt sem vængjaða (Síðari Sam- úelsbók 22:11; Sálmarnir 18:11 og 104:3). Þeir eru ávarpaðir (Ljóðaljóðin 4:16), en hvergi og aldrei dýrkaðir. Einar Sigurbjörnsson, pró- fessor í trúfræði við guð- fræðideild Háskóla Íslands, seg- ir í bókinni Ljós í heimi: Orðið „veðurguðir“ á að vera bannorð í kristnum munni. „Veðurenglar“ er vissulega betra orð, enda í samræmi við biblíulegan hugsunarhátt. Og um engla segir hann: Orðið engill er af grísku orði, sem merkir sendiboði. Að kristnum skiln- ingi eru englar ósýnilegar verur með skynsemi og frelsi. Þeir starfa ekki í sjálfs sín valdi, heldur eru þjónar Guðs og vinna í hans nafni. Englar Guðs vegsama hann, framkvæma boð hans. Ég held því að við ættum, miðað við framansagt, að kapp- kosta að leggja af þetta hvim- leiða tal um veðurguði, og ræða þess í stað um veðurengla. Eða bara hreinlega þann, sem öllu ræður. Í Guðs friði og bæn um áframhaldandi góða tíð. Veðurguðir? Morgunblaðið/Brynjar Gauti sigurdur.aegisson@kirkjan.is Íslendingar eru flest- ir kristnir. Sá átrún- aður felur í sér trú á einn Guð, þríeinan: föður, son og heil- agan anda. Þetta vill samt oft gleymast. Sigurður Ægisson minnist hér á eitt slíkt dæmi, þann leiða ávana að tala um veðurguði. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Við hófum starfsemi á nýju ári með eins kvölds tvímenningi 6. janúar. 18 pör mættu. Meðalskor 216 úr 27 spil- um. Röð efstu para var eftirfarandi: N/S Jón G. Jónsson - Friðjón Margeirss. 251 Eðvarð Hallgrímss - Valdimar Sveinss 236 Rafn Thorarensen - Hafþór Kristjánss. 227 Leifur Kr. Jóhanness. - Már Hinrikss. 216 Hæsta skor í A/V: Vilhj. Sigurðss. jr. - Jens Jenss. 262 Jón Stefánsson - Guðlaugur Sveinss. 243 Anna G. Nielsen - Guðlaugur Niels. 239 Eiður Gunnlaugss. - Jón Ingþórss. 229 Við höfum breytt áætlun og frestað aðalsveitakeppni í 2003 til 3. febrúar. Í staðinn verður spilaður þriggja kvölda Barómeter, tvímenningur. Verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sætið. Þessi tvímenn- ingur verður spilaður mánudagana 13., 20. og 27. janúar. Skráning á spilastað, Síðumúla 37, ef mætt er stundvíslega kl. 19.30. Þátttaka er öllum heimil. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK í Gullsmára hóf starf á nýju ári með tvímenningi á þrettán borðum fimmtudaginn 9. jan- úar sl. Meðalskor 264. Efst vóru: NS Þórarinn Árnas. og Sigtryggur Ellertss. 357 Sig. Björnsss. og Auðunn Bergsveinss. 317 Hinrik Láruss. og Haukur Bjarnas. 300 AV Unnur Jónsd. og Jónas Jónss. 354 Guðjón Ottóss. og Guð. Guðveigss. 315 Valdimar Láruss. og Einar Elíass. 312 Eldri borgarar spila brids alla mánudaga og fimmtudaga í Gullsmára 13, Kópavogi. Skráning kl. 12.45 á há- degi. Bridsfélag Kópavogs Aðalsveitakeppni félagsins hófst sl. fimmtudag með þátttöku 10 sveita. Staða efstu sveita að loknum tveimur umferðum: Sigfús Örn Árnason 41 Jón Steinar Ingólfsson 37 Ragnar Jónsson 37 Valdimar Sveinsson 35 Síðasta keppni á liðnu ári var þriggja kvölda Bergplast-tvímenning- ur, þar sem tvö efstu pörin gengu út með peningaverðlaun sem hafa eflaust komið sér vel svona rétt fyrir jólin! Lokastaðan: Georg Sverrisson – Ragnar Jónsson/ Sigurjón Tryggvason 757 Friðjón Margeirss. – Valdimar Sveinss. 750 Eiður Júlíusson – Júlíus Snorrason 739 Hæstu kvöldskor síðasta spilakvöld- ið: N-S Erlendur Jónsson – Villi jr. 259 Freyja Sveinsdóttir – Sigríður Möller 232 Ragnar Björnss. – Sigurður Sigurjónss. 229 A-V Eiður Júlíusson – Júlíus Snorrason 261 Friðjón Margeirss. – Valdimar Sveinss. 243 Garðar Jónsson – Loftur Þór Pétursson 242 Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Glæsibæ, mánud. 16. des. 2002 Spilað var á 12 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 261 Sigtryggur Ellertss. – Þórarinn Árnas. 241 Jón Lárusson – Halla Ólafsdóttir 227 Árangur A-V: Björn E. Pétursson – Haukur Sævaldss. 271 Gunnar Pétursson – Kristján Samúelss. 264 Þórður Björnsson – Halldór Magnúss. 244 Tvímenningskeppni spiluð mánud. 6. jan. 2003. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Júlíus Guðm. – Hannes Ingibergss. 277 Elín Jónsdóttir – Soffía Theódórsdóttir 240 Kristján Ólafsson – Ólafur Ingvarsson 219 Árangur A-V: Eysteinn Einarsson – Magnús Oddsson 250 Sigtryggur Ellertss. – Þórarinn Árnas. 242 Þórður Björnsson – Halldór Magnúss. 234 Tvímenningskeppni spiluð fimmtud. 9. jan. 2003. Spilað var á 11 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Eysteinn Einarsson – Kristján Ólafsson 276 Júlíus Guðm. – Hannes Ingibergss. 253 Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 242 Árangur A-V: Björn E. Pétursson – Gísli Hafliðason 276 Ingibjörg Stefánsd. – Þorsteinn Davíðss. 231 Þórður Björnsson – Halldór Magnússon 228 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sérhæfðir sölumenn í atvinnuhúsnæði! FRANZ@holl.is Hóll — Alltaf rífandi salaAGUST@holl.is FJÖLDI EIGNA TIL SÖLU OG LEIGU! Ekki hika við að hringja í okkur félagana, Franz, gsm 893 4284, Ágúst gsm, 894 7230. Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Engilbert Aron Kristjánsson 435 0145 690 2918 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 847 5572 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222 Hellissandur/Rif Lára Hallveig Lárusdóttir 436 6889/436 1291/848 1022 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Þingeyri Þór Lini Sævarsson 456 8353 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Erum með í einkasölu fallega efri hæð í þessu glæsil. húsi ásamt risi og 50 fm bílskúr. Nýl. þak, parket. Glæsilegt sjávarútsýni. Á hæðinni eru 2 herbergi og 2 rúmgóðar stofur, baðherbergi og eldhús. Í risinu eru 3 lítil herbergi. Nanna sýnir eignina í dag milli kl. 14 og 17. Allir velkomnir. Verð 16,5 m. Herjólfsgata - Hafnarfirði Opið hús sími 588 4477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.