Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 14. jan-úar eru 75 ár liðin síðanHf. Shell á Íslandi, for-veri Skeljungs hf., varstofnað. Af því tilefni verður gert vel við starfsfólk og við- skiptavini. Starfsfólki ásamt mök- um er boðið á hátíðardagskrá í Borgarleikhúsinu sem lýkur með sýningu á nýjum söngleik, Sól og mána, eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson. Viðskiptavinir munu einn- ig njóta góðs af, því margvísleg til- boð verða á Skeljungsstöðvunum í afmælisvikunni. „Við ætlum að gera okkur glaðan dag með starfsfólk- inu,“ segir Kristinn Björnsson, for- stjóri Skeljungs hf. „Þetta byrjar á því að stjórnar- formaðurinn heldur smáræðu,“ bætir hann við og lítur stríðnislega á Benedikt Jóhannesson stjórnar- formann sem ekki er seinn til svars: „Það er alltaf verið að tala um að þetta sé einhver smáræða. Ég sem er búinn að undirbúa þriggja kort- éra ræðu – minnst,“ segir hann og hlær. „Svo mun ýmislegt gerast á Shell-stöðvunum sjálfum,“ heldur Kristinn áfram. „Þar verða ýmis til- boð fyrir viðskiptavini og standa þau fyrst og fremst yfir afmælisvik- una, sem hefst á þriðjudaginn, sjálf- an afmælisdaginn.“ Lengsta samstarfið „Skeljungur hf. á rætur að rekja til hlutafélagsins Shell á Íslandi en það var stofnað 14. janúar árið 1928,“ segir Kristinn. „Að baki því stóðu íslenskir athafnamenn og Shell-samsteypan. Shell er annar stærsti hluthafinn í Skeljungi og er ég viss um að þetta er umfangs- mesta og lengsta samvinna í ís- lensku viðskiptalífi þar sem erlend- ir og innlendir aðilar eiga hlutafélag saman. Að stofni til hafa íslensku eigendurnir að einhverju leyti verið þeir sömu, þó orðið hafi kynslóða- skipti eins og gefur að skilja.“ For- sagan að stofnun Hf. Shell á Íslandi var sú að einkaleyfi Landsverslunar til verslunar með olíuvörur var numið úr gildi árið 1925 og hætti hún störfum tveimur árum síðar. Sama ár eða 1927 var Olíusalan hf. stofnuð af fjórum íslenskum at- hafnamönnum, þeim Björgúlfi Ólafssyni lækni, Hallgrími Bene- diktssyni stórkaupmanni, Hallgrími A. Tuliníus stórkaupmanni og Gísla J. Johnsen konsúli. Fimmti Íslend- ingurinn bættist í hópinn þegar stofnað var Hf. Shell á Íslandi og var það Magnús Guðmundsson hæstaréttarlögmaður. Samanlagt áttu fimmmenningarnir 51% í félag- inu og Shell-samsteypan 49%. „Helsti hvatamaður að stofnun fé- lagsins var Björgúlfur Ólafsson læknir,“ segir Kristinn. „Hann var m.a. læknir í nýlenduher Hollend- inga í Austur-Indíum árið 1913 og kynntist Shell í gegnum störf sín á erlendum vettvangi. Hann fékk þá hugmynd að efna til þessa sam- starfs, varð fyrsti stjórnarformaður félagsins og gegndi því starfi í mörg ár.“ Sendinefnd til Sovétríkjanna Kaflaskilin eru mörg í langri sögu Shell á Íslandi. Nýr kapítuli hófst þegar íslensk stjórnvöld gerðu við- skiptasamning við Sovétríkin árið 1953, sem fól m.a. í sér kaup á olíu- vörum þaðan. Þar með var ekki lengur hægt að kaupa alla olíuna af Shell. Í desember 1955 var því stofnað nýtt félag, Skeljungur hf., sem með tímanum yfirtók rekstur og eignir Hf. Shell á Íslandi. Við það minnk- aði hlutur Shell og er í dag tæplega 21%. „Íslensku olíufélögin komu á þessum árum að þessum viðamiklu samningum sem lauk ekki fyrr en árið 1991,“ segir Kristinn. „Ég hóf störf sem forstjóri hjá Skeljungi hf. árið 1990 og fór einu sinni á vegum Skeljungs hf. með sendinefnd ís- lenska ríkisins til Sovétríkjanna. Ég fór því árið 1990 í ferð til Moskvu undir forystu ráðuneytis- stjóra viðskiptaráðuneytisins.“ Fulltrúar olíufélaganna voru þarna í tíu til tólf daga, en höfðu lítil af- skipti af því sem var að gerast. „Það var íslenska ríkið sem raunverulega sá um innkaupin,“ segir Kristinn. „Þegar heim var komið var samn- ingurinn síðan framseldur íslensku olíufélögunum til framkvæmda, öll- um sameiginlega.“ Fulltrúar olíu- félaganna voru þó ráðuneytis- stjóranum til ráðuneytis meðan samningaviðræðurnar fóru fram í Moskvu. „Það var svo erfitt fyrir einn mann að klára allt vodkað sem þeir buðu mönnum upp á,“ segir Kristinn og hlær. „En án gríns þá voru þetta langir og erfiðir samn- ingar og tíu dagar lágmarksdvöl í Moskvu. Mér skilst þetta hafi stundum teygst upp í hálfan mánuð til þrjár vikur. Við vorum í auka- hlutverki, því á þessum tíma réðum við hvorki innkaups- né útsöluverð- inu. Það var allt ákveðið af ríkinu. Kaupverðið tók mið af skráðu heimsmarkaðsverði, en síðan var tekist á um álagninguna. Þá vildu Sovétmenn alltaf sigla olíunni hing- að á eigin skipum, þannig að það þurfti líka að semja um fraktina.“ Lögmál frumskógarins „Ég held það geri sér fáir grein fyrir hvað viðskipti með olíu voru lengi í ríkisviðjum á Íslandi,“ segir Benedikt. „Í dag er þetta bara lög- mál frumskógarins. Hvert olíufélag fyrir sig leitar að besta verðinu á markaðnum. Við tölum fyrst við Shell og gerum grein fyrir því hversu mikið okkur vantar af bens- íni, flugvélaeldsneyti, svartolíu og gasolíu fyrir næsta ár. Við fáum verðtilboð og tölum svo við aðra og athugum hvort við getum fengið betra verð eða skilmála. Þannig að sífellt er leitað eftir hagkvæmasta verðinu.“ Skeljungur hf. er ekki bundinn því að eiga viðskipti við Shell. „Við erum með samninga við þá, sem kveða á um það að við kaup- um alla merkjavöru af þeim, s.s. smurolíu og fleira,“ segir Kristinn. „En fljótandi eldsneyti kaupum við af þeim, enda sé verð og aðrir skil- málar jafn hagkvæmir og best ger- ist. Ef okkur býðst betra verð ann- ars staðar, þá hefur Shell engar athugasemdir við að við tökum því,“ segir Kristinn. „Við höfum keypt frá Noregi, Hollandi, Bretlandi og Finnlandi og núna erum við að kaupa frá Eystra- saltsríkjunum,“ bætir Benedikt við. Samkeppni bönnuð með lögum Viðskiptaumhverfið hefur tekið miklum breytingum. Það var ekki fyrr en í árslok 1991 að innflutn- ingur á olíu til Íslands var gefinn frjáls, í árslok 1992 að Verðlagsráð hætti afskiptum af útsöluverði og í september 1994 að numið var úr gildi ákvæði um að olíufélögin yrðu að selja á sama verði til allra við- skiptavina. „Þegar ég tók við var samkeppni bönnuð með lögum,“ segir Kristinn. „Það var bannað að selja á öðru verði en Verðlagsstofn- un ákvað og útsöluverðið var það sama hjá öllum olíufélögunum á bensíni, gasolíu og svartolíu. Ekki mátti veita afslátt eða selja ódýrara á einum stað en öðrum.“ „Þessar hömlur voru ekki numdar úr gildi að fullu fyrr en árið 1994, sem er al- veg ótrúlegt í sjálfu sér,“ segir Benedikt. „Þegar Íslendingar fóru að ræða inngöngu í Evrópska efnahags- svæðið, þá áttuðu menn sig á því að ekki væri lengur hægt að binda ol- íufélögin við það að fá ekki einu sinni að kaupa inn sjálf. Það bara gekk ekki samkvæmt reglunum,“ segir Kristinn. „Það voru líka allskonar sjóðir við lýði, t.d. Innkaupajöfnunarsjóður, sem var afnuminn 1992. Hann gerði það að verkum að það skipti engu máli hvenær farmur kom til lands- ins, eða á hvaða verði og dollara- gengi hann var keyptur. Þannig voru verðbreytingar og gengis- sveiflur jafnaðar út.“ Allar breytingar til lækkunar „Þetta var með ólíkindum,“ segir Benedikt. „Þá var engin Bensín- orkustöð niður í Klettagörðum sem seldi bensínlítrann fimm krónum ódýrari. Verðlagsráð hefði stöðvað það. Manni finnst þetta fráleitt núna, en það eru innan við tíu ár síðan. Og enn í dag er starfandi Flutningsjöfnunarsjóður, sem við greiðum lítragjald til. Þeim sjóði er ætlað að greiða niður flutnings- kostnað út á land. En verðið er frjálst, þannig að í raun er aðeins verið að taka peninga frá Skeljungi og að hluta til Olís og færa yfir til Esso.“ „Skeljungur hf. hefur verið sterkur hér á Suðvesturhorninu og því innheimt mikið fé sem síðan er notað til að greiða niður flutnings- kostnað í dreifbýli,“ segir Kristinn. „Olíufélagið hf. sem er hlutfallslega sterkast á landsbyggðinni fær þar af leiðandi mun meira greitt úr sjóðnum en hin félögin. Skeljungur er því í þeirri undarlegu stöðu að vera að greiða niður flutningskostn- að aðalsamkeppnisaðilans. Þetta er vitanlega löngu úrelt aðferðafræði. Í fyrsta lagi eru allar aðdráttarleið- ir orðnar svo miklu greiðari og betri. Og í öðru lagi er þessi kostn- aður reiknaður út af þeim sem skipa stjórnina í Flutningsjöfnunarsjóði, en það eru sömu menn og sátu áður í gömlu Verðlagsstofnuninni og sitja líka inni í annarri stofnun, sem heitir Samkeppnisstofnun.“ „For- stjóri Samkeppnisstofnunar, Georg Ólafsson, er líka formaður þessa sjóðs,“ segir Benedikt. „En það er alveg ljóst að sú þróun í þjónustu ol- íufélaganna sem hefur átt sér stað á undanförnum árum er sambærileg við það besta sem gerist í Evrópu,“ segir Kristinn. „Því menn hafa ver- ið að taka upp allar þær nýjungar í rekstri á bensínstöðvum og bensín- afgreiðslustöðvum, sem best reynsla er af í Evrópu og Banda- ríkjunum og einnig er nú boðið upp á mismunandi verð. Við getum orð- að það svo að verðið eins og það er á bensínstöð með fullri þjónustu er mjög í anda þeirra viðmiða sem far- ið var eftir hjá Verðlagsstofnun allt til ársins 1992 þegar verðið var gef- ið frjálst. Allar breytingar síðan þá hafa orðið til lækkunar og þær eru allar að frumkvæði olíufélaganna.“ Fyrsta vetnisstöðin Sumardaginn fyrsta, 24. apríl næstkomandi, verður opnuð hér á landi fyrsta vetnisstöðin í heiminum sem er ætluð til afgreiðslu til al- mennra neytenda. Æðstu stjórn- endur stórfyrirtækjanna Shell, SHELL Á ÍSLANDI Í 75 ÁR Olíuviðskipti úr viðjum Starfsfólk Skeljungs gerir sér glaðan dag á þriðju- daginn er það fagnar 75 ára afmæli Shell á Íslandi. Þetta hefur verið tími mikilla breytinga, ekki síst á því viðskiptaumhverfi sem olíufélögin búa við. Bensínafgreiðsla Hf. Shell við Vesturgötu í kringum 1930. Þessi afgreiðsla var lengst af í umsjón Steindórs Einarssonar, en henni var lokað á sjötta áratugnum. Morgunblaðið/Sverrir Afkoma Skeljungs hf. hefur aldrei verið betri en árið 2002 og á gengi krónunnar þátt í þeirri þróun að sögn Benedikts Jóhannessonar stjórnarformanns. Morgunblaðið/Sverrir Breytingarnar á viðskiptaumhverfinu hafa verið ótrúlegar síðan Kristinn Björnsson tók við sem forstjóri Skeljungs fyrir rúmum áratug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.