Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ SMS-skilaboðin, sem engum datt í hug fyrir áratug, og ýmis virðisauk- andi þjónusta. Nefna má þörfina fyr- ir fjarvinnslu og nettengingu heim- ilanna, þar hefur þróunin verið úr gamla mótaldinu í ISDN og nú í ADSL. Markaðurinn hefur stækkað meira en marka má af fjölgun sím- númera einna.“ Samkeppni í GSM-þjónustu Því hefur verið haldið fram að eftir að Síminn gerði reikisamninga við önnur íslensk GSM-fyrirtæki hafi uppbygging GSM-kerfisins staðnað. Það sé ekki lengur nein samkeppni um að setja upp nýja senda og bæta þannig þjónustuna, því allir sitji við sama borð. „Landssíma Íslands var uppálagt að gera reikisamningana. Þetta hefur verið skilgreint þannig að á svæðinu frá Snæfellsnesi til Víkur í Mýrdal og á Eyjafjarðarsvæðinu eru gerðir mjög takmarkaðir reikisamningar. Samband við Tal næst ef til vill illa á einum stað á þessu svæði en þar næst kannski betra samband við Símann. Þarna erum við að keppast við að þjóna þeim betur sem eru með við- skipti við okkur. Ef þú ferð til dæmis inn í Þórsmörk nærðu góðu sam- bandi með síma frá okkur, en ekki með síma frá hinum fyrirtækjunum. Annars staðar á landinu eru hin fyr- irtækin með reikisamninga við Sím- ann. Þar er því engin samkeppni um gott samband. Ástæðan er einfald- lega sú að notendur eru svo fáir að það borgar sig ekki að setja upp fleiri senda.“ Það er oft kvartað yfir því að GSM- sambandið sér slitrótt á vegum landsins og farsíminn ekki það ör- yggistæki sem menn vænta. „Við höfum margoft sagt að GSM- sambandið sé ekki öryggissamband. Talsíminn er 99% öruggur og eitt öruggasta samband sem er til. Við hjá Símanum höfum unnið með Neyðarlínunni og sett upp boðunar- kerfi, kallað Boða. Þjónustan var gangsett fyrir almenning sumarið 2001. Boði var hannaður af Grunni Gagnalausnum, dótturfélagi Símans, í samvinnu við Símann og Neyðarlín- una. Neyðarlínan er nú að leggja lokahönd á undirbúninginn hjá sér. Með Boða eru skráðir aðilar sem verður að ná í á neyðarstund. Þeir skrá heimasíma, vinnusíma, GSM og NMT síma. Þegar boðkall fer er hringt í alla símana samtímis. Mik- ilvægt er að samtvinna kerfin með þessum hætti, það eykur öryggið. Ljóst er að GSM-kerfið hefur ekki verið skilgreint sem öryggiskerfi sem slíkt, að halda því fram getur einfaldlega skapað falska öryggis- kennd, sem dæmi: Ef björgunar- sveitarmaður er t.d. í Smárabíói þá er ekki tryggt að það náist í hann í GSM. Ég verð ekki dreginn til ábyrgðar fyrir það. GSM-síminn sem slíkur er vissulega mikið öryggistæki fyrir almenning og gegnir stóru hlut- verki í útkalli neyðaraðila en það verður að líta til takmarkana hans. GSM-kerfið hefur takmarkaða út- breiðslu í dreifbýli og getur rétt eins og önnur kerfi dottið niður í skamm- an tíma. Við verðum að horfa á málið eins og það er í raun.“ Brynjólfur segir að verið sé að at- huga hvar sé enn þörf fyrir GSM- samband á aðalvegum landsins og hvað kosti að koma þar á sambandi. Einnig munu vera í skoðun nokkrir vegir upp á hálendið. „Ef farið verður út í slíkt finnst mér koma til greina að aðili eins og Vegagerðin komi þar inn í. Símafyrirtækin verða væntanlega aldrei skylduð til að setja upp GSM- senda á óarðbærum stöðum. Það má ekki gleyma því að Síminn býður einnig upp á NMT-kerfi, sem nær mun víðar en GSM-kerfið, en á það treysta m.a. sjómenn.“ Hvenær verða dagar NMT-kerfis- ins taldir? Er ekki verið að leggja slík kerfi niður í öðrum löndum? „Það er erfitt að svara því nú hvað NMT-kerfið lifir lengi. Síminn er með rekstrarleyfi til ársins 2007. Við eigum orðið í vanda með að fá ný NMT-símtæki og í haust auglýstum við í Finnlandi eftir notuðum tækj- um. Framleiðsla á NMT-símum fer minnkandi. Það er ekki hægt að svara því nú hvað tekur við af NMT- kerfinu, hvort það verður örbylgja eða Tetra-kerfið.“ Ljósleiðaralagning Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið talsvert gagnrýnd en ljósleiðaralagning Breiðbandsins ekki verið mikið í um- ræðunni undanfarið. Hvað er að frétta af því kerfi? „Við lítum þannig á að ljósleiðari sé eðlilegur hluti af fjarskiptakerfi Sím- ans. Því höfum við í mörg ár lagt lagnir fyrir ljósleiðara í ný hverfi. Í dag er búið að tengja 33 þúsund heimili Breiðbandinu. Við ætlum okkur að halda áfram að fjárfesta í þessu fjarskiptaneti, því við trúum því að ljósleiðarakerfi verði eitt af flutningskerfum framtíðarinnar. Um þetta kerfi fara tölvugögn, eins og fyrir Netið, kvikmyndir, sjónvarp og talsambönd. Það að Orkuveita Reykjavíkur ákvað að fjárfesta í því sem þeir nefndu „fjórðu veituna“ er að sjálfsögðu þeirra ákvörðun. Ef til vill er hún hliðstæð því að Landssími Íslands segðist ætla að koma upp veitukerfi sínu númer tvö, sem væri rafveita!“ Brynjólfur segir að þróun í fram- leiðslu ljósleiðara og tengibúnaðar sé ör. Verð búnaðar hefur lækkað og framboðið er mikið. Síminn er að fara úr hliðrænni endurvörpun sjónvarps- efnis á Breiðbandinu í stafrænt kerfi. Að sögn Brynjólfs er mjög vel látið af stafrænu dreifingunni, enda eru gæðin líkt og að horfa á DVD-mynd- ir. En stendur til að auka framboð þjónustu á Breiðbandinu? „Við erum mjög opin fyrir því að þetta flutningskerfi verði notað af þeim sem vilja dreifa efni. Við höfum einungis endurvarpað efni. Hér er ekkert sjónvarpsver og það stendur ekki til.“ Þjónustan við dreifbýlið Nú er á ykkur kvöð um alþjónustu en þunginn í þjónustuframboði síðari ára hefur verið í þéttbýlinu. Hvernig ætlar Síminn að mæta þörf dreif- býlisins fyrir betra símasamband og háhraðatengingar fyrir tölvur? „Við höfum á okkur þá kvöð að halda uppi sambandi um landsbyggð- ina og höfum lagt metnað okkar í að þjóna henni. Við erum með ISDN- væðingu um allt land, einnig til sveita. Það eru ekki mörg sveitabýli sem ekki hafa aðgang að ISDN-teng- ingu og það verður mjög kostnaðar- samt að tengja þau sveitabýli sem eftir eru. Varðandi ADSL-uppbygg- inguna höfum við eitt fjarskiptafyr- irtækja sinnt henni markvisst úti á landi. Stjórn Símans ákvað að í fyrra og í ár verði lagðir peningar í að koma ADSL til kaupstaða með 500 íbúum eða fleirum. Þeirri uppbygg- ingu verður lokið um mitt þetta ár. Vonandi koma aðrir samkeppnisað- ilar þarna líka og leggja sitt af mörk- um.“ Síminn er öflugt fyrirtæki Hvernig sérðu framtíð Símans fyr- ir þér og hvað með sölu á hlut rík- isins? „Eftir að hafa setið hér í á sjöunda mánuð er tilfinning mín sú að Lands- sími Íslands hf. sé mjög öflugt fyr- irtæki. Það er tæknilega vel statt á gríðarlega örum breytingatímum. Í öðru lagi er fyrirtækið vel mannað, í þriðja lagi er það fjárhagslega mjög sterkt. Möguleikar Símans til þátt- töku á innanlandsmarkaði, og þess vegna erlendis, eru miklir. Stjórn fyrirtækisins og mér sem forstjóra er uppálagt að skila ákveðinni arðsemi til eigendanna. Hluthafarnir eru 1.200, sá langstærsti er ríkið. Ef okk- ur tekst að láta fyrirtækið skila arði til eigenda sinna verður það eftir- sóknarverð fjárfesting. Hvenær og hvernig eigendurnir selja svo bréfin sín er að sjálfsögðu þeirra mál. Ég bendi aðeins á að ef menn eru að velta fyrir sér að fá erlend fjarskipta- fyrirtæki til að kaupa hér hlut þá er ástandið á markaðnum þannig að flest fjarskiptafyrirtæki eru í þreng- ingum. Í Evrópu er það vegna offjár- festingar til dæmis í þriðju kynslóð- arkerfum farsíma. Í Bandaríkjunum eru miklar sviptingar, til dæmis at- burðarásin í kringum WorldCom og fleira. Mér skilst að á síðustu tveimur árum hafi 500 þúsund manns misst vinnu í fjarskiptaheiminum vestra. Það eru því litlar líkur á að það verði biðröð á næstunni af erlendum fjar- skiptafyrirtækjum að kaupa hluta- bréf í Símanum.“ Gott að fá erlent fjármagn Telur þú mikilvægt að erlent fjar- skiptafyrirtæki verði stór hluthafi í Landssíma Íslands? „Ég sé fyrir mér að eigendur þessa fyrirtækis verði í bland innlendir og erlendir. Ég ætla ekki að hafa neina skoðun á því hvort kjölfestufjárfest- irinn verði erlendur. Yfirleitt er mjög gott að fá erlent áhættufé í atvinnu- starfsemi á Íslandi. Með því fylgir oft þekking, nýjar kröfur og hugmyndir. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa öflugir íslenskir fjárfestar einn- ig komið og sett peninga í fjármála- starfsemi og fleira.“ Myndi eignaraðild erlends fjar- skiptafyrirtækis geta virkað sem lyk- ill fyrir Símann að erlendum mörk- uðum? „Það þarf ekki að vera, slík eign- araðild gæti eins orðið okkur fjötur um fót. Að öllum líkindum myndi ég þó telja slíka eignaraðild jákvæða. Það er ekki ósennilegt að það verði farið í viðskiptatækifæri erlendis sem byggjast á samstarfi við önnur fjarskipafyrirtæki, án þess að um eignarsamband sé að ræða. Það er allt opið í þessu.“ Ormurinn var sameiginlegur Er mikill munur á að stýra stóru sjávarútvegsfyrirtæki og stærsta fjarskiptafyrirtæki landsins? „Ég fór úr bókaútgáfu í fiskvinnslu og útgerð. Það var mikill prófsteinn fyrir mig. Bókaútgáfan fullnægði sköpunarþörfinni. Maður byrjaði að tala við rithöfundinn, tók svo við handritinu, sem var eins og barnið hans, setti það í búning og kynnti loks fyrir lesendum. Almenna bóka- félagið rak einnig bókabúðir Ey- mundssonar. Þetta var mjög gefandi heimur. Það voru mikil viðbrigði að fara í sjávarútveginn. Þar er miklu stærri hluti af rekstrinum bundinn í tækjum en í útgáfunni. Erlendur heitinn Ein- arsson, sem sat í stjórn AB, sagði að það væri bara eitt sem væri sameig- inlegt með bókaútgáfu og fisk- vinnslu. Það væri ormurinn! Þar átti hann við bókaorminn og fiskorminn Þetta er auðvitað ekki rétt. Í sjávar- útvegi, líkt og bókaútgáfu, á maður mikil samskipti við fólk. Í mörgum tilvikum er verið að nota sömu að- ferðir við að reka fyrirtækin. Þegar ég kem úr sjávarútveginum í Lands- síma Íslands hf. er ég að hluta kom- inn aftur í fyrirtæki þar sem stærsti kostnaðarliðurinn er laun. Fjárbind- ing í tækjum er ekki í sama mæli og í sjávarútvegi. Að öðru leyti er rekstur fyrirtækis einfaldlega rekstur fyrirtækis. Ég geri ekki mikinn greinarmun á því hver atvinnugreinin er. Aðalmálið er að hafa sjón á því sem þú ert að gera; að þú vinnir skipulega með góðum samheldnum hópi. Það hefur mér tekist að gera hingað til og vona að mér takist það einnig í Landssíma Ís- lands.“ gudni@mbl.is Brynjólfur Bjarnason var forstjóri Al- menna bókafélagsins 1976—83 og forstjóri Granda frá 1984 þar til hann varð forstjóri Símans í fyrra. ’ Fjarskiptamark-aðurinn hefur vaxið því hann hefur mætt þörfum og um leið skapað nýjar þarfir. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.