Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ KONUR sem hafa þaðað meginmarkmiðisínu að giftast tilfjár (og viðurkenna það) þykja ekkert sér- staklega fínn pappír í nú- tímasamfélagi. Kynin eiga að standa jafnfætis þegar kem- ur að tekjuöflun og er af sem áður var að fjárhagsstaða vonbiðilsins þyki einn af mik- ilvægustu þáttum í fari hans. Á tímum Jane Austin þótti ekkert eðlilegra en að vel upp aldar og siðaðar stúlkur veltu hjónabandinu fyrir sér eins og hverju öðru reikn- isdæmi. Enda unnu mið- og yfirstéttarkonur sjaldnast fyrir sér og því skipti maka- valið öllu varðandi afkomu þeirra. Með auknum rétt- indum og atvinnuþátttöku kvenna urðu þær smátt og smátt minna háðar eig- inmönnum sínum fjárhags- lega. Á áttunda áratugnum, þegar kvennabaráttan stóð sem hæst, varð fjárhagslegt sjálfstæði kvenna að sjálf- sagðri kröfu sem náði bæði til atvinnulífsins og daglega lífsins. Á þessum tíma voru konur hvattar til þess að sjá um sig sjálfar og láta karla ekki bjóða sér eitt né neitt. Ekki heldur í bíó eða út að borða. ,,Við skiptum reikn- ingnum, takk,“ varð við- kvæðið og karlar hættu smám saman að þora að vilja borga, af ótta við að vera álitnir karlrembur. Undanfarið hafa þessar óskrifuðu reglur um fjár- mögnun tilhugalífsins verið nokkuð til umræðu í Banda- ríkjunum. Virðist sem kon- um, sem stunda stefnumóta- markaðinn þar, þyki í auknum mæli sjálfsagt að láta karlinn bjóða sér og ekki nóg með það heldur bjóða sér fínt. Dagblaðið New York Times hefur fjallað um þessa hugarfarsbreytingu og bjó í því samhengi til heitið ,,Manolo moochers“ (Manolo sníkjudýrin) í grein sem birt- ist fyrir nokkru og vakti tals- verða athygli. Þar er vísað til ungra einhleypra kvenna í New York-borg sem taldar eru lifa sig helst til fjálglega inn í sjónvarpsþættina Sex and the City. Meðal afleið- inga þess er ódauðleg ást á Manolo Blahnik, uppáhalds- skóhönnuði aðalpersónunnar Carriear Bradshaw og eru þær tilbúnar að gera næst- um hvað sem er til að eignast fallegt par eftir hann með reglulegu millibili. Þar með talið að fara út með mönnum sem eru a) nógu ríkir og b) nógu örlátir til að gefa þeim dýrar gjafir í tíma og ótíma, þar með talið skóna eft- irsóttu (parið kostar allt að tvö hundruð þúsund krónur). Konur sem stóðu í eldlínu kvennabaráttunnar á átt- unda áratugnum eru ekki par ánægðar með þessa þró- un meðal yngri kynsystra sinna. Vilja þær meina að þarna sé komið til sögunnar enn ein og það allsvæsin birtingarmynd bakslags jafnréttisbaráttunnar. Sníkjudýrin víli ekki fyrir sér að leita uppi ríka karla, láta þá bjóða sér á dýrustu veitingastaðina, til Parísar eða Rómar, dragi þá með sér í fínustu búðirnar og finnist ekkert tiltökumál að leggja seðlaveskinu meðan á slíku ,,sambandi“ stendur. Ungu New York-pæjurnar, sem finnst svona fyrirkomulag bara fínt, segja sér til varnar að þær séu hreinlega komnar lengra í kvennabaráttunni. Þær þurfi ekki lengur að sanna að þær vinni fyrir sér með því að skipta reikn- ingnum. Þær ,,geti“ vel borg- að, en hey, fyrst að karlarnir eru svona áfjáðir í fé- lagsskap þeirra og til í að borga brúsann, af hverju ekki að leyfa þeim það? Þeir skemmti sér, þær njóti ljúfa lífsins; bæði græða. Til er slatti af bókum sem falla undir bókmenntagrein- ina ,,sjálfshjálparbækur“ sem eiga að höfða til svokall- aðra ,,gullgrafara“ (kvenna sem leita uppi ríka menn með náin kynni og helst hjónaband í huga). Bækur þessar gefa óbrigðul ráð í átt til árangurs sem flest hafa verið reynd af höfundunum sem oftast eru sjálfar giftar (eða marggiftar) milljóna- mæringum. Bent er á aðferð- ir til að fága framkomu sína, holningu og fatastíl og vísað á staði sem ríkir menn stunda, til dæmis hótel og veitingastaði og svo ákveðnar borgir og lönd. Reyndar hafa einstaklega rík landsvæði reynt að sporna við innrás gullgrafara. Árið 1999 var til dæmis samþykkt reglugerð í smáríkinu San Marino á Ítalíuskaga í þess- um tilgangi, en hún kveður á um að erlendar konur sem fengnar eru til starfa inni á heimilum þar í landi skuli komnar yfir fimmtugt. Eins hafa ákveðnar starfsstéttir, sem gullgrafarar herja tals- vert á, lýst óánægju sinni með þessa manngerð. Nýleg könnun sem gerð var meðal breskra atvinnumanna í knattspyrnu leiðir til dæmis í ljós að um 80% þeirra hafi, sér til mikillar gremju, greyin, orðið fyrir verulegri áreitni kvenna sem þeir telja fullvíst að séu fyrst og fremst að sækjast eftir auð- æfum þeirra. Þá gerir nýjasta spútnikið í bandarísku raunveruleika- sjónvarpi, Joe Millionare, út á þessa umdeildu hneigð. Fyrsti þátturinn var sýndur nú í vikunni við metáhorf, en þáttaröðin er kvikindisleg útgáfa af Piparsveininum, og sýnir hóp kvenna keppast um ástir karls sem þær telja vera erfingja að 50 millj- ónum bandaríkjadala. Kon- urnar koma í kastalann sem Jói ,,á“ í Suður-Frakklandi til að ,,kynnast“ honum og gefa sig út fyrir að vera vel upp aldar siðaðar stúlkur í leit að engu nema sannri ást. ,,Guð, hvað hann er heillandi“ segja þær þegar myndavélarnar nálgast en eru líka gripnar við að segja ,,ég er fædd til að búa í þess- um kastala“. Fléttan er svo sú að Jói er ,,bara“ verka- maður og á engan arf í vænd- um. Þættirnir voru allir teknir upp áður en þetta var gert opinbert og nú bíða áhorfendur spenntir eftir því hvort einhver kvennanna hafi fallið í gildru framleið- andanna; segist vera yfir sig ástfangin en dömpar honum þegar kemur í ljós að hann er blankur. Gagnrýni á þætt- ina er misjöfn, sumum finnst lágkúran hafa náð nýjum lægðum en aðrir fagna því að ,,þriðja kynslóð“ raunveru- leikaþátta skuli ganga alla leið í því að berskjalda græðgi og hræsni þátttak- enda. Samsæriskenningar eru svo á lofti um að Jói sé svo bara í góðum efnum eftir allt saman, en það verði kunngert eftir að ein af gull- gröfurunum lætur hann róa fyrir að vera staur og þannig fái mannleg niðurlæging að fara í fleiri en einn hring. Samt ekki gullhring … Birna Anna á sunnudegi Gott gjaforð Morgunblaðið/Jóra bab@mbl.is Þ AÐ hvernig við horfum á náttúr- una breytir náttúrunni um leið og við horfum á hana“, segir Ólafur Elíasson í viðtali við Dan- iel Birnbaum í nýútkominni bók um þennan áhugaverða lista- mann og verk hans. Orðspor Ólafs fer mjög vaxandi í hinum alþjóðlega myndlistarheimi um þessar mundir, en eins og kunnugt er verður hann fulltrúi Dana á Fen- eyjatvíæringnum í vor og stutt er síðan kunn- gert var að honum hefði verið boðið að búa til verk í túrbínusal Tate Modern í London. Bókin sem hér er um að ræða er gefin út af Phaidon bókaforlaginu og hluti af frægri og að- gengilegri ritröð þess um helstu listamenn samtím- ans. Þeirra á meðal eru nokkrir sem sýnt hafa verk sín hér á landi á und- anförnum árum, svo sem Lawrence Weiner, Roni Horn, On Kawara og Gillian Wearing. Auk þessarar bókar kom einnig út önnur bók um Ólaf og náinn samstarfsmann hans, Einar Þor- stein, fyrir skömmu hjá BAWAG stofnuninni í Vínarborg. Tilvitnunin hér að ofan um samband okkar við náttúruna sem „áhorfenda“, er lýsandi fyrir viðhorf Ólafs gagnvart verkum sínum og jafn- framt einkennandi fyrir rannsókn hans á þeim þáttum sem móta viðhorf þess sem horfir og skoðar listina. En áhugi hans á áhorfandanum og skapandi hlutverki hans gagnvart umhverfi sínu – hvort heldur sem það er inni í sýningarsal eða utan hans – er einmitt lykillinn að flestum verka Ólafs. Af samtalinu við Birnbaum má ráða aðÓlafur hefur ekki einungis vakið at-hygli fyrir verk sem búa yfir sjón-rænum og fagurfræðilegum styrk- leika, heldur einnig fyrir þau viðhorf til listarinnar og umhverfis mannsins sem í verk- unum búa. Því þó hlutverk áhorfandans hafi frá upphafi listsköpunar augljóslega verið veiga- mikið, hefur Ólafi tekist að spinna nýjan þráð í rannsókn sinni á hlutverki hans, ekki bara í list- sköpuninni sjálfri heldur einnig í samfélagi nú- tímans þar sem oft eru óljós skil á milli náttúru og hins manngerða, þess upphafna og þess hversdaglega, þess sem er til sýnis og þess sem er í bakgrunni. Staða áhorfandans hefur um leið breyst í öllum grundvallaratriðum; hann stend- ur ekki lengur óvirkur utan listarinnar, heldur leikur þvert á móti stórt hlutverk í henni. Með því að umbreyta viðteknum gildum, sjónarhornum eða aðstæðum hefur Ólafi tekist að framkalla framandleika í kringum verk sín sem er ákaflega afhjúpandi um leið og hann hvetur þann sem upplifir eða horfir til að staldra við í könnun sinni á þeirri þekkingu sem við álít- um undirstöðu veruleika okkar. Eitt bein- skeyttasta dæmið um samspil áhorfanda og list- arinnar í verkum hans má líklega finna í verkunum „Seeing yourself seeing“ og „Seeing yourself sensing“, þar sem áhorfandinn horfir á eða í gegnum gler, sem er alsett gegnsæjum röndum og spegilröndum til skiptis. Engin leið er að horfa í gegn og á sjálfan sig í einu, svo sjónarhornið hvarflar stöðugt frá viðfangs- efnum hins ytri heims er sjást í gegnum glerið, að áhorfandanum sjálfum að horfa á sig virða listina fyrir sér. Mörg verka Ólafs hverfast einnig umtilraunir hans til að færa listina inní hversdagsumhverfi mannsins,óvænt og án formlegrar listrænn- ar yfirskriftar. Þannig hefur hann t.d. fram- kallað óvænt „flóð“ á götum borga („Erosion“, á tvíæringnum í Jóhannesarborg 1997), litað ár grænar, bæði í óbyggðum og byggð („Green riv- er“ t.d. í Stokkhólmi 2000) og fært stórar ís- blokkir út á tún í stórborg („The very large ice- step experience“, París 1998). Jafnframt slíku uppbroti á þeim hversdagleika sem ríkir utan veggja listasafnanna, færir Ólafur iðulega „nátt- úruleg“ fyrirbrigði inn í sýningarsalina; fossa sem renna aftur á bak, sólarljós sem afhjúpar hreyfingu jarðar, að ógleymdum ísblokkunum sem ekki voru síður framandlegar þar sem þær bráðnuðu í kassa á gólfinu í Nútímalistasafni Parísarborgar, heldur en þar sem þær lágu á förnum vegi – þó það væri með allt öðrum hætti. Margvísleg önnur kunnugleg nátt-úrufyrirbrigði hafa ratað á söfn ílistsköpun Ólafs, svo sem þokan,regnboginn, hraun, mosi og gos- hver, svo eitthvað sé nefnt, en ætíð þó í því sam- hengi að afar augljóst er hvernig þau eru fram- kölluð fyrir tilstilli tækni af ýmsu tagi. Eftirlíkingin af raunveruleikanum eða jafnvel þörf okkar fyrir sjónhverfingar eða blekkingu, verður veigamikill þáttur þeirra hugrenninga sem vakna frammi fyrir verkinu. Eins og Madeleine Grynsztejn, orðar það í áhugaverðri grein sinni í Phaidon bókinni um skyldleika verka Ólafs við rómantíska nátt- úruhefð annarra listamanna frá Norðurlöndum, eru „hin náttúrulegu fyrirbrigði því ætíð auð- kennd sem manngerð samsetning, og áhrif hins upphafna eru án dulúðar, afhjúpuð rétt eins og í vísindalegri sýnikennslu. Á þann hátt rýfur [Ólafur] Elíasson meðvitað alla tilfinningu fyrir milliliðalausu sambandi við, eða torræðum hug- leiðingum um, „náttúru“ er tengt gæti verk hans hefð norrænnar rómantíkur. Þrátt fyrir það, hvað áhrif varðar, bera verk hans á djarfan og þversagnakenndan máta með sér tilfinn- ingalegt vægi sem er bæði af yfirskilvitlegum og raunverulegum toga“. Ólafur minnir m.ö.o. áhorfanda sinn stöðugt á að ekki er allt sem sýnist; tignarlegur goshver fyrir utan safnið, sem lítur út eins og málverk í gegnum gluggann á sýningarsalnum, reynist reyndar vera kynd- ingin í sýningarhúsnæðinu, og fossarnir eru tengdir dælum og rörum. Áherslan í bókinni um félaga Einar Þorstein og Ólaf er gjörólík og afhjúpar aðra sýn á verk þeirra beggja með tilliti til arkitektúrs. Einar Þorsteinn rekur þar hugmyndir þær sem hann hefur verið að þróa allt frá því á námsárum sín- um í arkitektúr um miðjan sjöund áratuginn, um „geosedic“ – eða skammlínu – hvelfingar, sem flestir kannast eflaust helst við af verkum Richards Buckminsters Fullers og ef til vill í náttúrunni sjálfri. Listsköpun Ólafs Elíassonar felur í sér sterka vísun í vísindi og það er ekki síst á þeim sviðum þar sem vísindi og listi skar- ast sem samvinna Einars Þorsteins og Ólafs ber áhugaverðan ávöxt. Saman hafa þeir gert til- raunir með hvelfingar, göng, gorma, Möbíus- arræmur, kristalmyndanir og speglaverk sem minna á kviksjár, og margar úrvinnslur þessara hugmynda eru nú meðal þekktustu verka Ólafs. Það vinnsluferli sem í bókinni er afhjúpað, og þáttur Einars Þorsteins í því, er því áhugavert ekki síst vegna þeirrar hugmyndafræði sem að baki þessum geometrísku rannsóknum liggur og er um leið lykill að túlkun er vísar í víðari veruleika náttúrulegra fyrirbrigða. Líklega eru þó orð Ólafs sjálfs um reynsluhans af náttúrunni mest lýsandi fyrirþað þá flóknu skörun ólíkra þátta er aðbaki verka hans liggja, svo sem hins manngerða, rýmisins sem við hrærumst í, hug- mynda okkar um náttúru og vísindi, sem þó hafa enga þýðingu nema í vitundartengslum okkar sjálfra. Í textanum „Seeing Yourself Sensing“ eða „Að sjá sjálfan sig skynja“, lýsir hann reynslu sinni af ósnortinni náttúru í óbyggðum. Efasemdir hans um eðli þeirra þekkingar sem gönguferð færir honum afhjúpa af óvenjulegri glöggskyggni sjálfhverf viðhorf mannskepnunnar til umhverfisins og það hvern- ig við búum okkur til mynd af henni sem á meira skylt við okkur sjálf en náttúruna. „Og hvað er það þá sem ég hef öðlast þekkingu á? Er það náttúran? Náttúran sem slík hefur ekkert „raunverulegt“ innsta eðli – enga sanna leynd- ardóma sem á eftir að afhjúpa. Ég hef ekki orðið neins vísari um neitt sem máli skiptir annað en sjálfan mig, og þar fyrir utan, er ekki náttúran hvort eð er menningarlegt ástand? Það sem ég hef öðlast þekkingu á eru mín eigin tengsl við svonefnda náttúru (þ.e.a.s. geta mín til að ná áttum í þessu ákveðna rými), hæfileiki minn til að sjá og skynja og hreyfast í gengum lands- lagið í kringum mig. Er ég horfi á náttúruna, finn ég ekkert ... aðeins mín eigin tengsl við rýmið, eða fleti á tengslum mínum við það.“ Þessi orð má auðveldlega heimfæra upp á reynslu áhorfenda frammi fyrir verkum Ólafs. „Að sjá sjálfan sig skynja“ „GREEN RIVER“ eða „Græn á“, hluti verks eftir Ólaf Elíasson sem hann hefur unnið að frá árinu 1998. Vettvangurinn á myndinni var Moss í Nor- egi 1999. AF LISTUM Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur fbi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.