Morgunblaðið - 12.01.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 12.01.2003, Síða 1
STOFNAÐ 1913 10. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 mbl.is Miðlað af kærleika Íslensk hjón með tvö börn á leið í trúboð í Konsó 16 Skapari trölla Brian Pilkington hefur mótað íslensk tröll í huga okkar 10 Skógrækt- argaldur Björn Jónsson töfrar tré úr þurrum sverði Sunnudagur 4 LÁTTU SJÁ fiIG Á FRUMS†NINGUNNI Í DAG FRÁ 12 –16 VOLVO XC90 Nýr lúxusjeppi er kominn úr óvæntri átt: Skoðaðu auglýsinguna inn í blaðinu, fallegur bíll. Nú er jeppinn kominn fyrir þá sem vilja aðeins aka um á Volvo - Jeppa ársins 2003 í Norður-Ameríku. Volvo er mest seldi lúxusbíllinn á Íslandi. SAMKVÆMT fjárhagsáætlun Grímseyjarhrepps er gert ráð fyrir um fjögurra milljóna króna rekstrarhagnaði á árinu, en hreppurinn stendur vel og á digran sjóð. Áætlaðar tekjur sveitarsjóðs fyrir árið 2003 eru 29.352.000 kr. og áætlað er að rekstur mála- flokka kosti 25.039.000 kr. eða 85,3% af tekjum. Skuldir sveit- arsjóðs eru um 6 milljónir kr. en bankainnstæða um 36 milljónir. 1. desember voru 89 skráðir íbúar í Grímsey en gert er ráð fyrir að þeir verði 93 á árinu. Á íbúaþingi, þar sem fjárhagsáætl- unin var kynnt, kom fram ánægja með stöðu sveitarfé- lagsins. Íbúarnir lögðu áherslu á að reynt yrði að tryggja að ferj- an Sæfari fengi að flytja fleiri en 12 farþega í ferð til Grímseyjar næsta sumar og umhverfismál voru líka ofarlega á óskalistan- um. Grímseyingar eiga 36 millj. í sjóði Morgunblaðið/Helga Mattína ÁVÖXTUN eigna lífeyrissjóðanna var al- mennt slök á árinu 2002 þriðja árið í röð eftir mjög góða ávöxtun mörg árin þar á undan. Það er ávöxtun eigna sjóðanna erlendis sem veldur því að ávöxtun á innlendum skulda- bréfa- og hlutabréfamarkaði var mjög við- unandi á síðasta ári. Það dugir hins vegar ekki til að vega upp verðlækkanir á erlend- um mörkuðum þegar við bætist óhagstæð gengisþróun á síðasta ári, sem lækkar er- lendar eignir sjóðanna í krónum talið. Nákvæmar tölur um ávöxtun eigna lífeyr- issjóðanna á síðasta ári liggja ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins verður raunávöxtun víða í kringum núllið og neikvæð í sumum tilvikum og ræður þar mestu hlutfall eigna sjóðanna erlendis. Neikvæð ávöxtun 2000 og 2001 Til samanburðar var raunávöxtun á eign- um sjóðanna neikvæð um 1,9% árið 2001 og um 0,7% árið 2000. Þótt nákvæmar tölur liggi ekki fyrir um ávöxtunina í fyrra er ekki talið ólíklegt að meðaltalsraunávöxtunin verði neikvæð þriðja árið í röð. Þegar litið er til áratugarins þar á undan blasir allt önnur mynd við, því meðaltalsraunávöxtunin árin 1991–98 var 7% og árið 1999 hvorki meiri né minni en 12%. Verð á hlutabréfamörkuðum erlendis hélt áfram að lækka á síðasta ári eins og árin tvö þar á undan og þarf að fara allt aftur til fyrri hluta tuttugustu aldarinnar, sumir segja allt aftur til kreppunnar miklu á fjórða áratugn- um, til að finna dæmi um jafn langvinnt verð- lækkunarskeið. Til viðbótar kemur síðan styrking krónunnar á síðasta ári, sem verður til þess að erlend eign sjóðanna í krónum tal- ið lækkar í verði. Áhrif gengisbreytinga krónunnar voru með öfugum hætti árið á undan, árið 2001, því þá vann umtalsverð gengislækkun krónunnar gegn verðlækkun- um á mörkuðum erlendis. Skuldbindingar lífeyrissjóða eru reiknað- ar út miðað við 3,5% ávöxtunarkröfu og þurfa þeir því að ná þeirri ávöxtun til að halda óbreyttri stöðu. Samkvæmt lögum má halli á eignum í hlutfalli við heildarskuld- bindingar vera á bilinu fimm til tíu prósent í fimm ár án þess að gripið sé til aðgerða. Ef hallinn er hins vegar meiri en 10% ber sam- kvæmt lögum að grípa strax til aðgerða og skerða réttindi. Í árslok 2001 voru sjö sjóðir reknir með halla umfram 5% og þar af tveir sem hættir voru að taka á móti iðgjöldum. Síðan eykur enn á vandann að heildar- skuldbindingar lífeyrissjóða jukust um 1,5– 2,5% á sl. ári vegna aukinnar ævilengdar. Slök ávöxt- un lífeyris- sjóða þriðja árið í röð NORÐUR-kóresk stjórnvöld vöruðu í gær við því að þau kynnu að hefja á ný tilraunir með eigin eldflauga- vopnatækni, er um ein milljón manna var sögð hafa safnazt saman í n-kóresku höfuðborginni Pyongyang til að sýna stuðning við þá ákvörðun kommúnista- stjórnarinnar að telja sig ekki lengur bundna af al- þjóðasamningi um bann við útbreiðslu búnaðar til smíði kjarnorkuvopna. Yfirlýsingin um eldflaugatilraunirnar er talin munu auka enn á spennuna í þeirri alþjóðlegu deilu sem nú hefur blossað upp um kjarnorkutækni í Norður-Kór- eu. Samhljóma fordæming svo til allrar heimsbyggð- arinnar á stefnu Norður-Kóreu í þessu máli hefur ekki dugað til að fá kommúnistastjórnina til að sjá sig um hönd. Verði nýjum tilraunaeldflaugum, sem borið gætu kjarnorkuvopn, skotið á loft frá Norður-Kóreu yrði það í fyrsta sinn frá árinu 1998. Þá skutu Norð- ur-Kóreumenn grannþjóðunum skelk í bringu með því að skjóta meðaldrægri tilraunaeldflaug þvert yfir Jap- an. Í kjölfar þessa atburðar lýsti N-Kóreustjórn því yfir að hún myndi ekki gera frekari tilraunir af þessu tagi að minnsta kosti fram yfir áramótin 2003–2004. Sendiherra Norður-Kóreu í Kína, Choe Jin Su, sagði í gær að tæki Bandaríkjastjórn ekki einhver afgerandi skref í átt að því að bæta samskiptin við N-Kóreumenn kynnu eldflaugatilraunir að verða teknar upp á ný. Segja milljónir manna á götum Pyongyang „Vegna þess að allir samningar hafa verið ógiltir af hálfu Bandaríkjanna teljum við að við getum ekki stað- ið lengur við fyrirheit um að stunda ekki eldflaugatil- raunir,“ sagði Choe við blaðamenn í Peking. Talsmenn kommúnistastjórnarinnar sögðu einnig í gær, að N-Kóreumenn myndu „miskunnarlaust útmá“ ríki sem dirfðust að brjóta gegn fullveldi landsins. Stórir fjöldafundir í höfuðborgum bæði Norður- og Suður-Kóreu í gær sýndu glöggt hve þessir atburðir hafa hreyft við almenningsálitinu. Í Seoul tóku um 30.000 manns þátt í útifundi til stuðnings veru banda- rísks herliðs þar í landi, en fjölmiðlar kommúnista- stjórnarinnar í norðri fullyrtu að yfir milljón manns hefði streymt út á götur höfuðborgarinnar á föstudag til að sýna stefnu stjórnarinnar stuðning. AP Suður-kóreskir mótmælendur brenna fána N-Kóreu á útifundi í Seoul í gær. Yfir 30.000 kristnir S-Kóreu- menn tóku þátt í útifundinum og kröfðust þess að N-Kóreustjórn félli frá kjarnorkuvopnaáætlunum sínum. Hóta eldflaugatil- raunum að nýju Seoul, Pyongyang. AP, AFP. FAÐIR tveggja unglinga í Bretlandi hefur svo miklar áhyggjur af því að börnin hans séu á hraðri leið inn á glæpabrautina, að hann hefur sett upplýsingar um þau á Netið, þar sem hann varar við þessum galla- gripum. Hinn einstæði faðir, David For- ward, birti á heimasíðu bæjar- félagsins þar sem fjölskyldan býr, Malmesbury á Suður-Englandi, við- vörunarauglýsingar um börnin sín, Samönthu, 16 ára, og Tom, 13 ára, í þeirri von að það mætti verða til þess að forða þeim frá því að rata lengra út á ranga braut í lífinu, en þau hafa þrátt fyrir ungan aldur þegar flækzt í eiturlyfjaneyzlu, bíla- stuld og annað óæskilegt háttalag. Varar við börnunum Lundúnum. AFP. Í FLESTUM löndum Evrópu er fæð- ingartíðni nú svo lág, að hún nægir ekki til að viðhalda óbreyttum íbúa- fjölda. Samkvæmt niðurstöðum nýrr- ar skýrslu sem unnin var fyrir Evr- ópuráðið eru nú Tyrkland og Albanía þau einu hinna 44 aðildarlanda ráðs- ins þar sem fæðingartíðni var í fyrra yfir 2,1 barn á konu (nánar tiltekið: lif- andi fædd börn á ævi hverrar konu, að meðaltali). Fari tíðnin niður fyrir þessi mörk þýðir það almennt að færri fæðast en deyja. Lægst er fæðingartíðnin í fyrrver- andi austantjaldslöndunum. Í Tékk- landi er hún t.d. komin niður í „ein- birnismeðaltal“, 1,14 börn á konu. Ísland var lengi eitt fárra Evrópu- ríkja þar sem fæðingartíðni var yfir 2,1, en hún hefur fallið nokkuð á síð- ustu árum. Árið 2001 var hún 1,947. Í Evrópuráðslöndunum 44, auk Hvíta-Rússlands og Júgóslavíu sem ekki eiga aðild að ráðinu en eru með í skýrslunni, óx þrátt fyrir þetta heild- aríbúafjöldinn um hálft prósentustig á árinu 2002 og er nú rétt yfir 796 milljónum manna. Helgast fjölgunin að miklu leyti af innflytjendastraumi til ríkari landa álfunnar. Æ lægri fæðingartíðni í Evrópulöndum Tyrkland og Albanía ein yfir mörkum  Þýzka fjölskyldan/6 Strassborg. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.