Morgunblaðið - 13.02.2003, Side 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Strákar mínir, ég er nú bara borgarstjóri R-lista kjósenda.
Ísalp færir út kvíarnar
Nýr vefur og
kynningarátak
ÍSLENSKI alpaklúbb-urinn er að færa útkvíarnar þessa dag-
ana og hefur hleypt af
stokkunum öflugu kynn-
ingarátaki. Meðal annars
hefur nýr vefur verið ræst-
ur á Netinu, www.isalp.is.
Nýskipaður formaður Ís-
lenska alpaklúbbsins er
Halldór Kvaran.
– Segðu okkur fyrst frá
Ísalp…
„Þetta er félagsskapur
karla og kvenna sem hafa
sameiginlegt áhugamál
sem er fjallamennska af
hvers kyns toga. Við erum
þá að tala um allt frá ísklifri
og klettaklifri yfir í ósköp
venjulegar fjallgöngur og
ferðir á jökla. Innan ramm-
ans rúmast síðan flest það
sem fólk er að gera á fjöllum, snjó-
bretti, vélsleðar o.s.frv.
Félagið gengst fyrir fjölda nám-
skeiða um fjallamennsku á ári
hverju. Það eru gjarnan sérhæfð
námskeið og í sumum tilvikum
flokkaskipt eftir því hvar þátttak-
endur eru staddir á braut fjalla-
mennskunar. Þannig eru námskeið
t.d. í kletta- og ísklifri sem taka á
grundvallaratriðum og síðan önn-
ur sem eru fyrir þá sem eru lengra
komnir. Af sérhæfðum námskeið-
um má nefna mat á snjóflóðum
m.t.t. leiðarvals í fjalllendi. Almenn
snjóflóðabjörgun , björgun félaga
úr snjóflóðum, fyrsta hjálp á fjöll-
um, klæðnaður á fjöllum og þannig
mætti áfram telja. Af öðru
skemmtilegu sem Ísalp stendur
fyrir má nefna að við erum að yf-
irtaka Banff-fjallamyndahátíðina,
en hún fer fram dagana 10.–11.
mars í Smárabíói og verða sýndar
einar átján myndir, stuttar og
lengri sem fjalla um allt það sem
menn gera á fjöllum. Nanoq var
áður með þessa kvikmyndahátíð
en menn voru sammála um að það
þjónaði betur hagsmunum allra að
Ísalp sæi um framkvæmdina.
Þá vil ég nefna að við höldum ís-
klifurshátíð einu sinni á ári. Stefnt
er að því að hún verði í nágrenni
Kirkjubæjarklausturs á þessu ári,
en nokkrir staðir eru einnig í bak-
höndinni ef veðurfar er óhagstætt
sunnanlands. Til þessara hátíða
höfum við boðið erlendum klifrur-
um, frægum og snjöllum og sumir
þeirra hafa skrifað myndskreyttar
greinar í erlend tímarit um fjalla-
mennsku. Þannig má skoða okkur
sem einn lið af mörgum í kynningu
á Íslandi, sérstaklega m.t.t. ferða-
laga á vetrum.
Á félagslega sviðinu má segja að
við höfum einar fimmtán ferðir á
ári, miserfiðar, höldum mynd-
bandskvöld einu sinni í viku og op-
ið hús einu sinni í mánuði í félags-
heimili okkar í Skútuvogi 1g, auk
árshátíðar, jólaglöggs og þorra-
blóts.“
– Félagafjöld og kynjaskipting-
in?
„Þetta eru um það bil 300 fé-
lagar og má segja að viðvarandi
frá upphafi félagsins, árið 1977,
hafi kynjahlutfallið ver-
ið 80%/20% körlum í
hag. Það hefur þó verið
að breytast að undan-
förnu og auk þess höf-
um við alltaf kappkost-
að að hafa konu í stjórn. Ég vil
geta þess að stefnt er að því að ná
allt að 7–800 félögum samtals í fé-
lagið á næstu tveimur árum og við
erum afar bjartsýn á að það tak-
ist.“
– Gæti þetta ekki verið mun
stærra félag?
„Það hefur örugglega loðað við
Ísalp í gegnum tíðina að hér sé á
ferðinni lítill harðkjarna fé-
lagsskapur karla sem stunda ís- og
klettaklifur, íþróttir sem fólk hef-
ur þá haft á tilfinningunni að séu
óaðgengilegar og beinlínis hættu-
legar. Við höfum verið að vinna
gagngert að því að undanförnu að
breyta þessari ímynd. Ekki svo að
skilja að ís- og klettaklifur séu ekki
hættuleg, þar þarf að gæta ýtrustu
varúðar og fara eftir ströngum
reglum, heldur miklum mun frem-
ur höfum við viljað opna félagið
meira með því að benda á alla þá
möguleika sem þar er að finna.“
– M.a. með því að opna nýjan
vef?
„Já, en ekki bara með vefnum.
Við stefnum að því að fara með
kynningar á grunn- og háskólastig
og félagar í Ísalp sem hafa staðið
fyrir námskeiðum í ýmsum út-
færslum fjallamennsku í fé-
lagsmiðstöðvum í samvinnu við
ÍTR hafa orðið varir við stórauk-
inn áhuga ungs fólks af báðum
kynjum. Hvað vefinn varðar, þá
hefur einn úr okkar hópi, Helgi
Borg, lagt ómælda vinnu í hann
síðustu fjóra mánuðina í sjálfboða-
vinnu og fyrir tveimur mánuðum
var hann opnaður. Hann á að vera
miðpunktur fjallamennsku á Ís-
landi. Þarna er allt um ísklifur,
klifur og fjallamennsku á Íslandi á
einum stað bæði á íslensku og
ensku, hann er sumsé ekki aðeins
liður í kynningu okkar innanlands
heldur einnig liður í landkynning-
unni.“
– Er vefurinn talsvert heimsótt-
ur?
„Mjög mikið þótt hann hafi lítið
verið kynntur. Við erum afar
ánægð með viðtökurn-
ar. Útlendingar eru líka
mikið að skoða hann.“
– Er eitthvað sem við
höfum ekki kembt í
þessu spjalli?
„Ég myndi vilja segja frá því að
við erum að berjast fyrir því að
stofnsetja styrktarsjóð þar sem
ungt fólk sem ætlar í hvetjandi
fjallamennsku getur fengið styrki.
Ætlum að reyna að fá ríki og borg
með í svoleiðis sjóð. Þetta er vist-
vænt markmið, náttúruvænt og
ekki síst göfugt og gott fordæmi
fyrir unga fólkið.“
Halldór Kvaran
Halldór Kvaran fæddist í
Reykjavík 1961. Stúdent frá VÍ
1982. Starfaði þar eftir við
Heildverslun Gunnars Kvaran
og frá árinu 2000 hjá Danól.
Halldór er deildarstjóri mat-
vörudeildar Danól. Er nýskip-
aður formaður Íslenska alpa-
klúbbsins. Einnig formaður
Klifurfélags Íslands. Maki er
Kristín Gísladóttir og eiga þau
saman tvö börn en tvö hvor til
viðbótar af fyrri samböndum.
Kappkostað
að hafa konu
í stjórn