Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞINGMENN fögnuðu almennt á Al-
þingi í gær nýlegri ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar um opinberar fram-
kvæmdir til að draga úr slaka í
efnahagslífinu. Málið var rætt utan
dagskrár að frumkvæði Steingríms
J. Sigfússonar, formanns Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs.
Eins og fram hefur komið í fréttum
hefur ríkisstjórnin samþykkt að veita
6,3 milljarða króna til eflingar at-
vinnulífsins á næstu mánuðum. Þing-
menn úr stjórnarandstöðunni gagn-
rýndu það þó helst að í boðuðum
framkvæmdum ríkisstjórnarinnar
væri einblínt um of „á verktakastarf-
semi á sviði vegagerðar og bygging-
ariðnaðar,“ eins og Ögmundur Jón-
asson, þingmaður VG, orðaði það.
Bentu þingmenn á að atvinnuleysið
gerði einnig vart við sig á öðrum svið-
um atvinnulífsins. Jóhanna Sigurðar-
dóttir, þingmaður Samfylkingarinn-
ar, benti til að mynda á að
vegaframkvæmdir nýttust ekki til að
draga úr atvinnuleysi kvenna. Davíð
Oddsson forsætisráðherra svaraði
þessari gagnrýni m.a. á þann veg að
fyrirhugaðar aðgerðir myndu hafa
óbein áhrif á fjölda annarra starfa en
þeirra sem sneru að „jarðýtum, gröf-
um og vegagerð“.
Ánægja með
endurunnin loforð
Steingrímur J. Sigfússon benti
m.a. á í framsöguræðu sinni að 3.300
karlar væru um þessar mundir
skráðir atvinnulausir og tæplega
2.850 konur. Hann sagði því boðað
átak ríkisstjórnarinnar fagnaðarefni.
„Það er fagnaðarefni að ríkisstjórnin
horfist þannig í augu við aðstæður og
vaxandi atvinnuleysi og vill grípa til
aðgerða. Það er einnig ánægjuleg að
sjá gömul kosningaloforð endurunn-
in. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu
framboði erum hlynnt endurvinnslu
og erum þar af leiðandi sátt við það
að ríkisstjórnin fari inn á þá braut og
endurvinni gömul kosningaloforð
eins og menningarhúsin sem nú á að
veita peningum til réttum og sléttum
fjórum árum eftir að þeim var fyrst
lofað í aðdraganda kosninga sem þá
voru í vændum.“ Steingrímur spurði í
lok ræðu sinnar forsætisráðherra
m.a. að því hvort Vegagerðin hygðist,
vegna átaks ríkisstjórnarinnar,
draga til baka áform sín um uppsagn-
ir.
Davíð Oddsson sagðist ekki geta
svarað því beint hvort Vegagerðin
hygðist draga uppsagnir sínar til
baka en sagði þó ljóst í sínum huga að
Vegagerðin myndi þurfa á öllu sínu
að halda til þess að glíma við fyrir-
huguð verkefni. „Þetta eru svo mikil
verkefni á svo skömmum tíma að
Vegagerðin mun þurfa á öllu sínu að
halda. En ég er ekki að tala fyrir
hönd Vegagerðarinnar varðandi ein-
stakar uppsagnir. Ég hef það ekki
hjá mér.“
Ráðherra sagðist telja að aðgerð-
irnar myndu hafa áhrif um allt land.
„Við teljum að það sé augljóst að
þessi innspýting muni í raun ná til
landsins alls.“ Hann sagði að þótt
meginþungi framkvæmdanna væri
bundinn við landsbyggðina myndu
störfin sem af þeim hlytust þó ekki
koma landsbyggðinni einni til góða.
„Ísland er orðið eitt atvinnusvæði og
þegar svona mikið er tekið á þá mun
það skila sér um landið allt.“ Ráð-
herra lagði jafnframt áherslu á að
umrædd verkefni væru engin at-
vinnubótarverkefni af gamla skólan-
um. „Þetta eru allt saman mikilvæg
verkefni sem menn, m.a. í þessum
sal, hafa lagt áherslu á. Þau munu
áfram standa og auðvitað duga sem
best því fólki sem er næst þeim þegar
til framtíðar er horft.“
Tímasetning skynsamleg
Ráðherra sagði einnig að tímasetn-
ing umræddra aðgerða hefði verið
skynsamleg. „Ég tel að þetta hafi
verið hinn skynsamlegi tími, eins og
utanríkisráðherra hefur bent á í sam-
tölum, og það var með það í huga sem
við tveir unnum þetta mál aðallega
sjálfir og með hjálp vegamálastjóra
reyndar.“
Að lokum sagði ráðherra að fjár-
málaráðherra, Geir H. Haarde, og
hans menn væru þessa dagana að
vinna að frumvarpi til fjáraukalaga
sem þarf að leggja fram vegna átaks-
ins. „Ég sé ekki annað en að menn
myndu taka því vel að hraða því í
gegnum þingið þótt skammt sé til
loka þess vegna þess að um þetta efni
er slík samstaða,“ sagði ráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, sagði að vissu-
lega bæri að fagna því að ríkisstjórn-
in flýtti framkvæmdum til að
bregðast við vaxandi atvinnuleysi.
„Öðrum þræði lýsir þetta þó nokkr-
um kosningaskjálfta ekki síst þegar
um er að ræða fjármögnun með kosn-
ingavíxli sem næstu ríkisstjórn er
ætla að greiða fyrir,“ sagði hún. Jó-
hanna sagði einnig í ræðu sinni að
það væri nöturlegt að sjá hver hlutur
höfuðborgarsvæðisins og kvenna
væri í boðuðum aðgerðum. „Í hlut
höfuðborgarsvæðisins kemur aðeins
um 1 milljarður af 6,3 milljörðum sem
verja á til atvinnuskapandi aðgerða
eða rúmlega 15%,“ sagði hún og benti
á að 64% atvinnulausra á landinu öllu
væru á höfuðborgarsvæðinu.
Í máli Halldórs Ásgrímssonar ut-
anríkisráðherra kom m.a. fram að
það hefði ávallt verið lögð á það
áhersla af hálfu ríkisstjórnarinnar að
láta hluta af ágóða af sölu ríkisbank-
anna renna til samgöngumála, til at-
vinnuþróunar og til byggingar menn-
ingarhúsa á landsbyggðinni. „Þetta
hefur ríkisstjórnin sagt allan tímann
og sá málflutningur hefur verið skýr í
mörg ár. Hér er því ekki um nein
endurunnin kosningaloforð að ræða
heldur eru efndir hér á ferðinni í
samræmi við stefnu sem hefur verið
uppi í langan tíma.“ Þá sagði Halldór:
„Það er afskaplega miður í þessu
samhengi eins og háttvirtur þing-
maður Jóhanna Sigurðardóttir gerði
hér að fara að ala á sundurlyndi milli
landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis-
ins af þessu tilefni. Tekur hún þar
upp sama málflutning og nýskipaður
talsmaður Samfylkingarinnar fyrr-
verandi borgarstjóri í Reykjavík.
Þetta er landsmál sem skiptir alla
íbúa landsins miklu máli.“
Atvinnuleysi víðar
Guðjón A. Kristjánsson, þingmað-
ur Frjálsynda flokksins, fagnaði fyr-
irhuguðum framkvæmdum og sagð-
ist löngum hafa verið þeirrar
skoðunar að nauðsynlegt væri að lag-
færa vegakerfi landsins. Ögmundur
Jónasson, þingmaður VG, fagnaði
sömuleiðis vilja stjórnvalda til að slá
á atvinnuleysið en lagði áherslu á að
atvinnuleysið gerði víðar vart við sig
en í verktakastarfsemi á sviði vega-
gerðar og byggingariðnaðar. Til
dæmis væri þörf á fleira starfsfólki á
sjúkrahúsum, á öldrunarstofnunum, í
heimaþjónustu, hjá stofnunum fyrir
fatlaða og í löggæslunni.
Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði að það
væri mikilvægt að ráðast skuli í vega-
framkvæmdir, þær framkvæmdir
hefðu mikla þýðingu fyrir lands-
byggðina en Lúðvík Bergvinsson,
þingmaður Samfylkingarinnar, benti
m.a. á að skv. athugunum Samfylk-
ingarinnar yrði erfitt að ráðast í
nokkrar framkvæmdir fyrr en í
fyrsta lagi eftir sex til tólf mánuði.
Hjálmar Árnason, þingmaður
Framsóknarflokksins, sagði m.a. að
með aðgerðunum væri verið að
leggja grunn að íslenska velferðar-
kerfinu og Jón Bjarnason, þingmað-
ur VG, sagði eins og aðrir þingmenn
að það væri fagnaðarefni að ráðist
skyldi í aðgerðir til að styrkja sam-
göngur í landinu. Að lokum sagði
Einar Oddur Kristjánsson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins, að hægt væri
að ráðast strax í framkvæmdirnar
vegna peninganna sem fengjust við
sölu á þeim ríkisfyrirtækjum sem nú
væri verið að selja. Ekki væri því um
kosningavíxil að ræða eins og fram
hefði komið hjá Jóhönnu Sigurðar-
dóttur.
Utandagskrárumræða um ákvörðun ríkisstjórnar um opinberar framkvæmdir
Þingmenn ánægðir
með aðgerðirnar
Morgunblaðið/Kristinn
Hluti af auknu fé ríkisstjórnarinnar til atvinnumála á að renna til byggingaframkvæmda.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
gagnrýndi skipulagsmál Reykja-
víkurborgar í utandagskrár-
umræðu á Alþingi í gær, en í um-
ræðunni ræddu þingmenn um
nýlega ákvörðun ríkisstjórn-
arinnar um opinberar fram-
kvæmdir til að draga úr slaka í
efnahagslífinu. Í lok umræðunnar
vék forsætisráðherra að skipu-
lagsmálum borgarinnar, en áður
hafði Jóhanna Sigurðardóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar,
gagnrýnt það að aðeins einum
milljarði af 6,3 milljörðum skyldi
varið í framkvæmdir á höf-
uðborgarsvæðinu.
„Það kom okkur á óvart, okkur
[Halldóri Ásgrímssyni] utanrík-
isráðherra, þegar við vorum að
fara yfir þessi mál með vega-
málastjóra að skipulagsmál höf-
uðborgarinnar skyldu vera í því
ástandi sem þau eru,“ sagði Dav-
íð. „Ég sem gamall borgarstjóri,
borgarfulltrúi í 20 ár og fyrsti
þingmaður Reykjavíkur, verð að
segja það að ég hef verulegar
áhyggjur af því að skipulags-
málin skuli hafa verið í þeirri
stöðu sem þau eru; til að mynda
hin mislægu gatnamót á mörkum
Kringlumýrarbrautar og Miklu-
brautar. Vegamálastjóri tjáði
okkur að það væri engin leið til
þess eins og skipulagsmálum þar
væri háttað, hjá borgaryf-
irvöldum, að hægt væri að byrja
á því verki innan átján mánaða.
Og það eru auðvitað mikil von-
brigði að skipulagsmálum sjálfrar
höbuðborgarinnar skuli vera
þannig háttað að þegar menn eru
að grípa til aðgerða þá sé ekki
einu sinni hægt að koma pen-
ingum til hjálpar borgarbúum
vegna þess hvernig menn hafa
búið í haginn í þessu hlutafélagi.“
Davíð Oddsson forsætisráðherra
Gagnrýnir skipulags-
mál borgarinnar
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl.
10.30 í dag. Alls eru 23 mál á dag-
skrá. Strax í upphafi fundar hefst ut-
andagskrárumræða um skýrslu
nefndar um flutningskostnað og kl.
11 fer fram umræða utan dagskrár
um flugvallaskatta.
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra
segir ekki þörf á afskiptum sínum af
opinberum aðilum, sem neita að
greiða dráttarvexti ef þeir lenda í
vanskilum við einkafyrirtæki. Segir
hann löggjöfina nægilega skýra í
þessum efnum og því sé ekki þörf á
tilskipunum hans þess efnis að auka
jafnræði í viðskiptum einkafyrir-
tækja og hins opinbera. Sem kunnugt
er leiddi nýleg könnun Samtaka at-
vinnulífsins, SA, í ljós að opinberir
aðilar eru í vanskilum við um fimmt-
ung fyrirtækja og í 60% tilvika neiti
þeir að greiða dráttarvexti af skuld-
um sínum.
Geir segir þessa viðskiptahætti
óviðunandi og ekki síst það ef rétt sé
að opinberir aðilar hafi hótað að rifta
viðskiptum við fyrirtæki sem krafist
hafa dráttarvaxta vegna vanskila, en
þetta segjast SVÞ hafa frétt.
Geir segir að ekki gildi sérstakar
reglur um opinbera aðila í þessum
efnum. „Það eru til í landinu sérstök
vaxtalög þar sem mönnum er heimilt
að leggja dráttarvexti á útistandandi
kröfur eftir ákveðnum reglum og op-
inberir aðilar eru ekki undanþegnir
þeim. Hins vegar er mönnum frjálst
að semja um greiðslukjör og
greiðslufresti. Ég geri ráð fyrir að oft
fái opinberir aðilar lengri greiðslu-
fresti en aðrir. En almenna reglan er
alveg skýr og þeir sem standa ekki í
skilum með eðlilegum hætti verða að
taka sig á. Ef einhverjir hafa beitt
hótunum eins og gefið hefur verið í
skyn, en ég kann ekki sönnur á, þá er
það auðvitað algjörlega óviðunandi.“
Fjármálaráðherra um
opinbera aðila sem neita
að greiða dráttarvexti
Ekki þörf á
afskiptum
en hótanir
óviðunandi
JÓNAS Kristjánsson var í gær ráð-
inn útgáfustjóri Eiðfaxa ehf. og verð-
ur hann framkvæmdastjóri og rit-
stjóri tímaritanna Eiðfaxa, Eiðfaxa
International, Stóðhestablaðsins og
vefjarins eidfaxa.is.
Jónas Kristjánsson var m.a. rit-
stjóri DV og forvera þess í 36 ár.
Hann hefur einnig gefið út bækur
um hrossaræktun og haldið úti
gagnabanka um hross á Netinu.
Fram kemur í tilkynningu frá Eið-
faxa að ráðning Jónasar sé mikil-
vægur liður í endurskipulagningu
fyrirtækisins. Endurfjármögnun
standi yfir á rekstrinum og nýir hlut-
hafar hafi bæst í hópinn, en stefnt sé
að mikilli sókn í markaðsmálum.
Jónas Krist-
jánsson
útgáfustjóri
Eiðfaxa
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
ÞRÍR ungir menn voru handteknir í
fyrrinótt eftir að hafa brotist inn í
fyrirtæki við Nóatún í Reykjavík. Til
verksins notuðu þeir stolna hagla-
byssu, skutu gat á glerið, fóru inn og
stálu einni fartölvu. Þegar þeir voru
stöðvaðir af lögreglunni, tveim
klukkustundum eftir innbrotið,
fannst tölvan og haglabyssan í bíl
þeirra. Við yfirheyrslu viðurkenndu
mennirnir að hafa brotist inn í fyr-
irtækið. Þeir sögðust hafa keypt
byssuna af manni u.þ.b. viku áður.
Auk þessa innbrots viðurkenndu
mennirnir að hafa brotist inn í versl-
un í Spönginni nóttina áður með því
að brjóta þar rúðu. Þar var m.a. stol-
ið nokkrum myndavélum og linsum.
Munina höfðu þeir notað til að greiða
fíkniefnaskuldir.
Skutu af hagla-
byssu á sýn-
ingarglugga