Morgunblaðið - 13.02.2003, Qupperneq 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 11
Heimsferðir stórlækka verðið til Mallorka.
Heimsferðir bjóða nú vikulegt flug til Mallorka alla mánudaga í
sumar á frábærum kjörum og við stórlækkum verðið til þessarar
vinsælu eyju í Miðjarðarhafinu, sem hefur verið einn vinsælasti
áfangastaður Íslendinga í 30 ár. Þeir sem bóka fyrir 15. mars geta
tryggt sér allt að 32.000 kr. afslátt fyrir fjölskylduna í valdar
brottfarir, eða 8.000 kr. á manninn. Nú kynnum við glæsilega nýja
gististaði á frábæru verði, til að tryggja þér toppaðbúnað í fríinu
og þjónustu reyndra fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Bókaðu til
Mallorka
og tryggðu þér
32.000 kr.
afslátt af ferðinni
Beint flug alla mánudaga í sumar
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 39.962
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára,
26. maí, Valentin Park, með 8.000 kr.
afslætti.
Verð kr. 49.950
M.v. 2 í stúdíóíbúð í viku, Valentin
Park, með 8.000 kr. afslætti, 26. maí.
Lægsta verðið til
Mallorka
Glæsilegir nýir
gististaðir
San Valentin Club
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Kringlunni & Hamraborg
VOR 2003
[s
v
a
rt
á
h
v
ítu
]
Full búð af nýjum
spennandi vorvörum
Nýtt kortatímabil
568 4900 552 3636
JÓN Kaldal bygginga-
fræðingur er látinn,
sextugur að aldri. Jón
var fæddur í Reykjavík,
14. mars árið 1942. For-
eldrar hans voru Jón
Kaldal, ljósmyndari í
Reykjavík, og Guðrún
Kaldal húsmóðir.
Jón stundaði nám við
Myndlistarskólann í
Ásmundarsal á árunum
1958–62. Sveinsprófi
lauk hann í húsasmíði
árið 1964 og prófi í
byggingarfræði frá
Byggingatækniskólanum í Kaup-
mannahöfn árið 1966.
Á árunum 1966–71 starfaði hann
á Teiknistofunni Ármúla 6. Frá
árinu 1971 starfaði hann sjálfstætt
og rak Teiknistofuna Arko ásamt fé-
lögum sínum.
Jón teiknaði fjöl-
margar byggingar sem
setja svip sinn á höf-
uðborgarsvæðið,
þ.á m. skipulagði hann
og teiknaði íbúðahverfi
sem Byggung lét reisa
í Vallarási og við Eið-
isgranda á níunda ára-
tug síðustu aldar. Með-
al síðari verka hans má
nefna sumarhúsa-
byggð sem hann skipu-
lagði og teiknaði við
Vatnsenda í Skorradal.
Jón var fyrsti for-
maður Byggingafræðingafélags Ís-
lands á árunum 1967–72. Þá sat
hann um árabil í stjórn Djassvakn-
ingar.
Hann lætur eftir sig eiginkonu,
Steinunni Kaldal tækniteiknara.
Þau eignuðust fimm börn.
Andlát
JÓN KALDAL
FASTEIGNAGJÖLD á íbúa í Hafn-
arfirði hafa að meðaltali hækkað um
40% frá árinu 2000 samkvæmt út-
reikningum Morgunblaðsins, sem er
22% raunhækkun þar sem verðbólga
var 15% á tímabilinu. Þegar ekki er
tekið tillit til verðbólgu er hækkunin á
tímabilinu 33% í Kópavogi, 27% í
Garðabæ, 25% á Seltjarnarnesi og
19% í Reykjavík. Þetta kemur út þeg-
ar brúttóálagningu sveitarfélaganna
á íbúðarhúsnæði er deilt með fjölda
íbúa 1. desember árið á undan.
Fasteignagjöld eru að meðaltali
lægst í Reykjavík eða tæplega 30 þús-
und krónur á hvern íbúa og hæst í
Kópavogi eða rúmar 37 þúsund krón-
ur.
Það sem getur skekkt þennan sam-
anburð er meðalfjöldi íbúa á hverju
heimili og hversu verðmætar eignir
eru í hverju sveitarfélagi. Má t.d. ætla
að á Seltjarnarnesi og í Garðabæ sé
hærra hlutfall einbýlishúsa en í
Reykjavík. Hlutfallið ætti þó að hald-
ast tiltölulega óbreytt milli ára hjá
hverju sveitarfélagi fyrir sig, bæði
hvað varðar tegund húsnæðis og fjöl-
skyldustærð. Því ætti úttektin að gefa
góða mynd af þeim hækkunum sem
orðið hafa á fasteignagjöldum á hverj-
um stað síðustu ár. Þannig hafa fast-
eignagjöld hækkað um 9.560 krónur
að meðaltali á hvern Hafnfirðing frá
árinu 2000, um 9.225 krónur á hvern
Kópavogsbúa, 7.867 krónur á hvern
Garðbæing, 6.080 krónur á hvern Sel-
tirning og 4.830 krónur á hvern Reyk-
víking.
Fasteignaskattur
lægstur í Garðabæ
Fasteignagjöld greiða allir eigend-
ur fasteigna og eru gjöldin samansett
úr fasteignaskatti, vatnsgjaldi og
sorphirðugjaldi. Þá innheimta flest
sveitarfélög lóðarleigu og holræsa-
gjald. Fasteignaskatturinn er lægst-
ur í Garðabæ eða 0,31% af fasteigna-
mati húss og lóðar. Skatturinn er
hæstur í Hafnarfirði og á Seltjarnar-
nesi eða 0,36% af fasteignamati.
Lóðarleiga, sem hlutfall af fast-
eignamati lóðar, er lægst í Reykjavík
eða 0,08%. Flestar lóðir á Seltjarn-
arnesi eru eignarlóðir en í þremur
götum er innheimt lóðarleiga sem
nemur 0,75% af fasteignamati lóðar.
Það er hæsta hlutfall lóðarleigu í þeim
sveitarfélögum sem Morgunblaðið
skoðaði. Í Kópavogi eru í ár teknar 8,5
krónur fyrir hvern fermetra lóðarinn-
ar í leigu, sem er 36 aurum meira en
var innheimt árið 2002. Holræsagjald
er innheimt í öllum þeim sveitarfélög-
um sem Morgunblaðið skoðaði að Sel-
tjarnarnesi undanskildu. Holræsa-
gjald reyndist lægst í Garðabæ eða
0,07% af fasteignamati en hæst í
Kópavogi, 0,13%.
Yfirleitt hefur fasteignaskattur
ekki hækkað milli áranna 2002–2003
hjá sveitarfélögunum á höfuðborgar-
svæðinu sem athuguð voru. Mest er
hækkunin milli áranna 2000 og 2001. Í
Hafnarfirði var fasteignaskatturinn
fyrir árið 2003 reyndar hækkaður úr
0,32% í 0,36% en á móti lækkaði hol-
ræsagjald úr 0,16% í 0,12% þannig að
raunhækkun er engin. Í Garðabæ var
einnig gerð svipuð tilfærsla sem hafði
enga raunbreytingu í för með sér.
Þannig lækkaði fasteignaskatturinn
úr 0,385% í 0,310% en á móti hækkaði
vatnsgjaldið úr 0,075% í 0,15%.
Sorphirðugjald
hæst í Kópavogi
Sorphirðugjaldið er hæst í Kópa-
vogi eða 9.100 krónur á íbúð en lægst
á Seltjarnarnesi, 4.800 krónur á íbúð.
Öll sveitarfélögin, nema Seltjarnar-
nes og Garðabær, hækkuðu sorp-
hirðugjald milli áranna 2002 og 2003.
Í Garðabæ borga eigendur fasteigna
7.100 krónur fyrir sorphirðu í ár sem
og í fyrra. Í Reykjavík hækkaði gjald-
ið úr 6.600 krónum fyrir tunnuna árið
2002 í 7.260 krónur nú. Í Kópavogi
hækkaði sorpgjald á íbúð úr 8.650
krónum í 9.100 krónur. Í Hafnarfirði
nam hækkunin 1.000 krónum, fór úr
6.000 kr. í 7.000 kr.
Í endurskoðuðu fasteigna- og
brunabótamati sem tók gildi í sept-
ember 2001 lækkaði brunabótamat að
meðaltali um 4% á landsvísu og fast-
eignamat hækkaði um 14%. Í kjölfar-
ið breyttu ýmis sveitarfélög álagning-
arstuðli sínum til að endurskoðað
fasteignamat leiddi ekki til hærri fast-
eignagjalda. Í samanburðinum sem
hér er gerður er þó litið á brúttó-
álagningu í milljónum króna, þ.e. án
lækkunar til lífeyrisþega. Saman-
burðurinn sýnir hversu mikið sveit-
arfélögin innheimtu í fasteignagjöld
síðustu fjögur ár miðað við fjölda íbúa
í desember árið á undan og ætti því að
gefa ágæta vísbendingu af því hver
þróunin hefur verið á tímabilinu.
'!
!
.5 +
%6 +&(
7 81
9
' ( '
80 /0'1
:%
(
&
1' (
; '(
9& 6/ (
!
#
)
<
-
) #
-
-
,4$$ < $
!
#4 #
-
-,
$,
80
-,
80
-,
80
!,
80
) - #) ' ( '
/&
1' (
&(
+ '(
'
/
' (
:%
(
5
'
/
' (
%
'
%
9
'
(
%
='
(
%
(
/0'1
=' '
>'(
&(
25((( , #
$,!
$ # -, ))-
,$!
$ -
, ! # , - !
#!
02
)
!%2
2 /
%
?/
80
'
80
()1
?/
80
'
80
$
?/
80
'
80
?/
80
'
80
'
?/
80
'
80
-#
-
#)
)
-)
- -
#)
#
#
#-#)
#
-))
-#-
- )
) -#
##
)-
# )
-
-# )-)
#
)###
#-
)-
--
#
1
Um 40% hækkun
gjalda í Hafnarfirði
Fasteignagjöld á höfuðborgarsvæðinu einna lægst í Reykjavík