Morgunblaðið - 13.02.2003, Side 12
FRÉTTIR
12 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FLOSI Kristjánsson, aðstoðarskóla-
stjóri Hagaskóla, sem nýlega tapaði
dómsmáli gegn Reykjavíkurborg
þar sem hann krafðist ógildingar á
þeirri ákvörðun Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkur að segja honum upp
sem tölvuumsjónarmanni skólans,
hefur ekki ákveðið hvort hann muni
áfrýja málinu til Hæstaréttar. Flosa
var sagt upp á grundvelli þess að
kjarasamningur KÍ og launanefndar
sveitarfélaga gerði ráð fyrir afnámi
aukagreiðslna til kennara og skóla-
stjórnenda. Segir Flosi að uppsögnin
hafi haft í för með sér 70 þúsund kr.
mánaðarlegan tekjumissi.
Hefði hann haldið viðbótar-
greiðslum óskertum hefðu laun hans
verið um það bil 30 þúsund krónum
lægri nú en skólastjóri í 500 nem-
enda grunnskóla ber út býtum skv.
kjarasamningi. Gert sé ráð fyrir því
að fastalaun hans samkvæmt núgild-
andi kjarasamningi nái yfir þau
aukastörf sem hann tekur sér fyrir
hendur. Hann segir tölvuumsjón nú
vera í lágmarki í Hagaskóla enda fái
hann ekki lengur greidda yfirvinnu
fyrir 25% starf sem tölvuumsjónar-
maður. „Það er séð til þess að tölvu-
kerfið virki en það er ekki lagt eins
mikið í vinnuna við það og áður,“
segir Flosi. Hann segir dóminn ekki
breyta neinu fyrir aðra aðstoðar-
skólastjóra hafi þeir ekki verið með
nein aukaverkefni og tekjur af þeim,
sem hann segir aukinheldur mjög fá-
títt. „Ég býst við að það sé nokkuð
algengt að þeir hafi ákveðið að taka
ekki að sér aukastörf, heldur vinna
sitt aðalstarf á grundvelli taxta sam-
kvæmt fastlaunakerfi kjarasamn-
ings. Hins vegar mega deildarstjór-
ar og kennarar fá greidda yfirvinnu
fyrir aukastörf.
Það er hægt að hækka þá um 3–4
launaflokka vegna sérstakra verk-
efna, færni eða ábyrgðar, en skóla-
stjórar og aðstoðarskólastjórar fá
hins vegar eina greiðslu án tillits til
þess hvað þeir kunna, geta, eða vilja
gera.“
Aðstoðarskólastjóra Hagaskóla sagt
upp sem tölvuumsjónarmanni
Ekki ljóst hvort mál-
inu verður áfrýjað
SÍÐASTLIÐINN sunnudag fjölgaði
óvænt í fjárhúsunum á Ísabakka
hér í sveit. Þá bar ærin Kolla en þau
hjón Margrét Gunnarsdóttir og
Agnar Jóhannsson reka fjárbú á
jörð sinni. Börnin á bænum gáfu
gimbrinni nafnið Fjóla drottning
sem er hin myndarlegasta og mikið
fagnaðarefni á bænum að fá slíkan
vorboða.
„Við tókum eftir því fyrir nokkru
að ærin fór að verða öðruvísi en
hinar í ullarfari og þykkildi að
koma undir hana, héldum að um
einhverja sýkingu væri að ræða“,
sagði Agnar, „en svo var komið
lamb á sunnudagsmorguninn, það
er eitthvert óeðli með þessa á.“
Elstu menn hér um slóðir muna
ekki eftir að ær hafi borið fyrir
miðjan febrúar utan það að dug-
mikill bóndi, Unnsteinn Her-
mannsson í Langholtskoti, lét 10 ær
bera um miðjan janúar fyrir nokkr-
um árum. Þetta var aðeins tilraun
hjá honum og þá voru notaðir
hormónasvampar. Slíkt hefur einn-
ig verið gert á tilraunastöðvum og
ær látnar bera þrisvar á tveimur
árum.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds
Björg, Eyrún og Ævar Agnarsbörn á Ísabakka með lambið Fjólu Drottn-
ingu ásamt hvolpnum Tásu og hundinum Lappa.
Vorboði á þorra
JÖFNUNAR niðurgreiðslu á heyrn-
artækjum er að vænta á næstu vikum
að sögn Jóns Kristjánssonar heil-
brigðisráðherra.
Rannveig Magnúsdóttir sendi ráð-
herra opið bréf í Morgunblaðinu fyrir
skömmu þar sem hún óskar eftir
svari hans varðandi jöfnun niður-
greiðslu á heyrnartækjum. Rannveig
segir aukafjárveitingu sem ráðherra
beitti sér fyrir hafa átt að tryggja
jafna niðurgreiðslu tækja til neyt-
enda en að ekkert bólaði á fram-
kvæmdum.
Heilbrigðisráðherra svaraði Rann-
veigu í gær og sagðist vona að málið
leystist á næstu vikum. „Við erum að
semja við Heyrnartækni. Þeir samn-
ingar hafa tekið lengri tíma en æski-
legt hefði orðið en þeir eru á lokastigi.
Við reiknum með því af jafnræðisá-
stæðum að þetta verði sama þátttaka
í greiðslum og hjá Heyrnar- og tal-
meinastöðinni. Við erum að vinna að
samningi þar um. Síðan þurfum við
að gefa út reglugerð í framhaldi af
því,“ segir Jón og bætir við að hann
hafi verið fullbjartsýnn í bréfi sínu til
Rannveigar þar sem hann vonaðist til
að samningar næðust fyrir sl. haust.
Von á niður-
greiðslu
heyrnartækja