Morgunblaðið - 13.02.2003, Qupperneq 16
Höfðust við í
skotgröfum í
10 stiga frosti
sem líður sprengjuherferð af áður
óþekktu umfangi og hræðilegri áróð-
ursherferð sem beindist gegn þessu
litla, umsetna svæði.
Þar við bætist að þeir fengu hræsn-
ara [andstæðinga talibanastjórnar-
innar í Afganistan] til að berjast við
okkur í 15 daga samfleytt. Í hvert
skipti sem þessir menn réðust gegn
okkur brutum við þá á bak aftur og
neyddum til að bera fallna og særða af
yfirráðasvæði okkar.“
Mistókst háðulega að ráða
niðurlögum 300 mújahedína
Sagði bin Laden fátt staðfesta bet-
ur en þessi dæmi hversu huglausir
Bandaríkjamenn væru, fréttir af
meintu afli þeirra væru lygar og upp-
spuni. „Til að taka þetta saman þá
lauk bardaganum með algerum ósigri
þessa alþjóðlega bandalags hins illa,
öllum þessum hersveitum þeirra mis-
tókst að ráða niðurlögum örfárra
mújahedína – 300 mújahedína sem
höfðu falið sig í skotgröfum sem
dreifðust yfir eins ferkílómetra svæði
og þar sem hitastigið var 10 gráður í
mínus á Celsíus.
Bardaganum lauk þannig að 6%
okkar manna urðu fyrir meiðslum –
við vonum að Guð samþykki þá sem
píslarvotta – og aðeins urðu skemmd-
ir á 2% skotgrafanna, þökk sé Guði.
Ef öll þessi öfl hins illa gátu ekki
náð markmiðum sínum á svæði sem
er einn ferkílómetri að stærð, gegn
örfáum mújahedínum sem ekki réðu
yfir miklum búnaði, hvernig geta þá
þessi illu öfl haft betur gegn músl-
imaheiminum?“
Ramadan-mánuð [heilagur mánuður
múslima]. Á sautjánda degi Ramadan
upphófust afar umfangsmiklar
sprengjuárásir, einkum eftir að yfir-
menn Bandaríkjahers höfðu sann-
færst um að nokkrir leiðtoga al-
Qaeda væru enn í Tora Bora, þeirra á
meðal þessi auðmjúki þjónn Guðs
[þ.e. bin Laden] og annar mújahedín,
Dr. Ayman al-Zawahiri [hægri hönd
bins Ladens].
Sprengjunum rigndi niður á okkur
hvenær sem var sólarhringsins og
herþotur flugu yfir okkur dag og
nótt,“ sagði bin Laden.
„Helltu eldhrauni yfir okkur“
„Pentagon [þ.e. bandaríska varnar-
málaráðuneytið] kappkostaði ásamt
bandamönnum sínum að sprengja
upp og eyða þessum litla bletti, í
reynd þurrka hann algerlega í burtu,“
hélt bin Laden áfram.
„Flugvélar helltu eldhrauni sínu yf-
ir okkur, einkum eftir að þær höfðu
lokið öðrum verkefnum sínum í Afg-
anistan. Bandaríkjaher réðst gegn
okkur með „snjallsprengjum“ sínum,
sprengjum sem vega þúsundir kg,
klasasprengjum og „byrgjabönum“.
Sprengjuflugvélar, t.d. af gerðinni
B-52, flugu gjarnan yfir höfðum okk-
ar í meira en tvær klukkustundir í
senn og vörpuðu niður 20 til 30
sprengjum í einu. Endurbættar flug-
vélar af gerðinni C-130 héldu áfram
að láta sprengjum rigna yfir okkur á
nóttunni, með því að nota nútímagerð
af sprengjum.
Bandaríkjaher þorði hins vegar
ekki að ráðast gegn vígi okkar, hvað
OSAMA bin Laden, leiðtogi al-
Qaeda-hryðjuverkasamtakanna, lýsir
því í ávarpinu sem leikið var á arab-
ísku sjónvarpsstöðinni al-Jazeera í
fyrrakvöld hvernig hann og 300 liðs-
menn hans lifðu af loftárásir Banda-
ríkjahers á hellavígi þeirra í Tora
Bora í Afganistan fyrir rúmu ári.
Hingað til hafa menn talið líklegt að
bin Laden hefði látist í árásum
Bandaríkjamanna.
Talin ósvikin
Talsmenn Bandaríkjastjórnar og
sérfræðingar ýmsir m.a. á sviði arab-
ískrar tungu og menningar telja að
hljóðupptakan sé ósvikin og þar tali
sjálfur bin Laden.
Sérfræðingar á
sviði hljóðgrein-
ingar og upptöku-
tækni segja að ef-
anum verði í raun
aldrei fyllilega
eytt í þessum efn-
um en benda á að
mikið bergmál
einkenni upptök-
una. Fyrir þær sakir verði hljóðmerk-
ið veikara og óskýrt en bergmál geti
komið til sökum þess að upptakan fari
þannig fram að hljóðnemi sé notaður
til að taka upp eldri upptöku sem spil-
uð sé af segulbandi um hátalara eða
að sá sem talar sé staddur í rými þar
sem bergmál sé mikið, t.a.m. í helli.
Á upptökunni lýsir bin Laden að-
stæðunum í Tora Bora svo:
„Ég var í för með um það bil 300
mújahedínum [íslamskir vígamenn].
Við grófum 100 skotgrafir á svæði
sem er ekki meira en einn ferkíló-
metri að stærð, ein skotgröf fyrir
hverja þrjá bræður mína, en markmið
okkar var að komast hjá mannfalli af
völdum sprengjuregnsins.
Allt frá fyrstu stundu hernaðarað-
gerða Bandaríkjanna á 20. rajab árið
1422, sem jafngildir 7. október 2001,
var sprengjum skipulega varpað á
bækistöðvar okkar. Þessar sprengju-
árásir héldu áfram fram undir miðjan
Osama bin Laden lýsir því hvernig
300 al-Qaeda-menn lifðu af loftárásir
Bandaríkjahers í Tora Bora
AP
Afganskur hermaður skellihlær meðan félagi hans fylgist með árásum bandarískra herflugvéla á meint fylgsni
liðsmanna al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna í Hvítufjöllum nálægt Tora Bora í desember 2001.
’ Til að taka þettasaman þá lauk
bardaganum með al-
gerum ósigri þessa
alþjóðlega banda-
lags hins illa. ‘
Osama bin Laden
ERLENT
16 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÁR var í gær liðið frá því að
réttarhöldin yfir Slobodan
Milosevic, fyrrverandi for-
seta Júgóslavíu, hófust í
Haag í Hollandi en hann er
sakaður um stríðsglæpi,
glæpi gegn mannkyni og
þjóðarmorð í átökunum á
Balkanskaga 1991–1995 og
1998–1999. Halda saksókn-
arar því fram að Milosevic
hafi verið heilinn á bak við þjóðern-
ishreinsanir Serba í Bosníu, Króatíu
og í Kosovo.
Vitnaleiðslur standa enn í málinu
og í gær hélt Aleksandar Vasiljevic,
fyrrverandi yfirmaður júgóslavnesku
leyniþjónustunnar, áfram að fjalla
um tengsl Milosevics við hersveitir
Bosníu-Serba og Bosníu-Króata í
átökunum 1991–1995. Milosevic hefur
ávallt neitað því að hafa haft nokkur
völd yfir þessum sveitum.
Réttarhöldin yfir Milosevic, sem er
61 árs, hófust 12. febrúar 2002. Í sept-
ember á síðasta ári lauk málflutningi
vegna atburða í Kosovo 1998–1999 og
nú standa yfir vitnaleiðslur vegna
átakanna í Bosníu og í Kró-
atíu. Verði Milosevic fund-
inn sekur á hann yfir höfði
sér lífstíðarfangelsisdóm.
Beðið eftir Holbrooke
Þegar réttarhöldin hófust
fyrir ári hélt Carla del
Ponte, aðalsaksóknari við
stríðsglæpadómstól Sam-
einuðu þjóðanna, því fram
að margir úr innsta hring júgóslavn-
eska embættismannakerfisins
myndu vitna gegn Milosevic. Frétta-
skýrendur telja þetta ekki hafa geng-
ið eftir og segja að aðeins þrír hátt-
settir embættismenn hafi borið vitni
gegn fyrrverandi yfirmanni sínum.
Er þess beðið með mikilli eftir-
væntingu að Richard Holbrooke,
sáttasemjari Bandaríkjastjórnar í
átökunum á Balkanskaga, komi fyrir
rétttinn. Ekki er þó ljóst hvenær af
þessu verður því bandarísk stjórn-
völd vilja ekki heimila Holbrooke að
bera vitni nema fyrir liggi samkomu-
lag um eðli og umfang spurninga,
sem beint verður til hans.
Eitt ár frá því að
réttarhöldin hófust
Slobodan Milosevic
Haag. AFP.
TILRAUNIR
bandarískra yf-
irvalda til þess
að sýna fram á
tengsl milli al-
Qaeda-hryðju-
verkasamtak-
anna og íraskra
stjórnvalda er
afsökun svo
hægt verði að
hefja árásir á Írak. Þetta segir Sa-
lem al-Qubaissi, formaður írskrar
þingnefndar um alþjóðamál.
Bandarísk stjórnvöld sögðu í
fyrrakvöld að ný upptaka af rödd
sem eignuð er Osama bin Laden,
leiðtoga al-Qaeda, sannaði að Írak-
ar og al-Qaeda starfi saman. Í upp-
tökunni er hvatt til sjálfsmorðs-
árása gegn Bandaríkjunum og
Ísrael.
Qubaissi sagði hins vegar að
Bandaríkin hefðu árangurslaust
beitt allri leyniþjónustu sinni til
þess að finna tengsl milli Íraks og
al-Qaeda. Hann sagði að ásakanir
um tengsl Íraks við al-Qaeda væru
til þess ætlaðar að blekkja banda-
rískan almenning, sem væri mót-
fallinn hernaðarárás á Írak, að
ekki væri talað um almenning ann-
ars staðar í heiminum.
Telur Saddam trúvilling
Þrátt fyrir staðhæfingar Banda-
ríkjamanna vakti athygli í ávarpi
bins Ladens að ekki var að sjá sem
hann væri ýkja hrifinn af Saddam
Hussein. Hann sagði múslima eiga
að fylkja liði með Írökum hvort
sem Saddam yrði áfram við völd
eður ei. „Við núverandi aðstæður
er ekkert að því að múslimar fylki
liði með sósíalistunum [þ.e. Baath-
flokki Saddams] gegn „krossför-
unum“, jafnvel þó að við teljum og
höfum lýst því yfir að þessir sósíal-
istar séu trúvillingar,“ sagði bin
Laden um Saddam og stjórn hans.
Írakar neita
tengslum við
bin Laden
Bagdad. AFP.
Saddam Hussein