Morgunblaðið - 13.02.2003, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.02.2003, Qupperneq 24
UMRÆÐAN 24 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ER EKKI búið að segja allt sem hægt er að segja um Kárahnjúka- virkjun? Það má vel vera, en það hlýtur þó að vera réttur hvers manns að tjá sig um svo mikilvægt mál. Ekki sem vísindamaður heldur sem venjuleg manneskja. Hvað ætli stór hluti þjóðarinnar hafi kynnt sér umhverfismatið? Í því eru neikvæð áhrif virkjunarinnar borin saman við ávinning af henni. Stór gróin landsvæði, fornleifar, merkar jarðfræðilegar myndanir og fossar fara undir lón. Varpstöðvar heiðargæsa og beitilönd hreindýra skerðast. Til jákvæðra áhrifa eru taldar auknar tekjur og landsfram- leiðsla, en aftur á móti að þjóðar- skuldir, verðbólga og halli á við- skiptajöfnuði muni aukast tímabundið. Talið er að aðgengi og aðstaða til ferðamennsku muni batna. En það sem ferðamenn sækj- ast helst eftir á Íslandi er ósnortin náttúra og ólíklegt að þeir muni fagna bættu aðgengi og virkjun. Í umhverfismati kemur fram að Kárahnjúkavirkjun muni skerða víð- erni við norðanverðan Vatnajökul, sem eru sérstæð um margt og eru vissir hlutar þeirra taldir hafa hátt verndargildi. Virkjun þessi er óaft- urkallanleg og það tjón sem hún mun valda á náttúru Íslands óbætanlegt. Skipulagsstofnun hafnaði virkjun- inni vegna umhverfisspjalla og ónógra mótvægisaðgerða. Umhverf- isráðherra ónýtti þann úrskurð með pennastriki, og áfram er haldið. Við Íslendingar búum við hvað mesta velmegun í heiminum. Við get- um vel lifað í landinu án þess að leggja það undir á þennan hátt. Er ekki heilbrigð náttúra, hreint loft og vatn undirstaða lífs og vellíðunar? Einnig fyrir komandi kynslóðir? Hvað með efnahagslegt öryggi og velmegun? Það höfum við nú þegar. Af hverju ætlum við þá að skemma svona mikið? Ekki er ekki laust við að maður skammist sín fyrir græðg- ina, þar sem helstu vandamál sumra eru, hvar finna megi stæði fyrir lúx- usjeppana. Er líklegt að sá efnahags- legi ávinningur sem hugsanlega verður af framkvæmdunum muni nýtast þeim sem lifa á fátæktar- mörkum? Nær væri að fara betur með auðlindir okkar og hlúa að menningu og mannauði. Virkja þá orku sem býr í mannshuganum og skapa fleiri og betri störf en þau sem verða til í stóriðju. „Orðstír deyr aldregi hveim es sér góðan getur.“ Orðstír Íslands er hreint og fagurt land. Það stefnir í að Ísland verði land stóriðjunnar, gós- enland stórfyrirtækja sem fá orku á útsöluverði, „álland framtíðarinnar“. Þannig Ísland vil ég ekki og því leggst ég gegn Kárahnjúkavirkjun og álveri við Reyðarfjörð. Sem venjuleg kona, móðir og amma. Við þurfum ekki að færa þessa fórn. Ef aðstæður til búsetu breyt- ast, fiskurinn hverfur, Golfstraum- urinn fer eitthvað annað, gætum við hugsanlega athugað svona stórar framkvæmdir. Við skuldum afkom- endum okkar að bíða með þetta. Stærstu ákvörðun sem tekin hefur verið í umhverfismálum á Íslandi ætti ekki að taka nema að vandlega athuguðu máli, rannsaka þarf um- hverfisleg og efnahagsleg áhrif betur en gert hefur verið. Fræða þarf þjóð- ina um áhrif, kosti og galla virkjun- arinnar og láta hana svo taka afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stutt er í alþingiskosningar og væri þá hægt að kanna hug þjóðar- innar til þessa mikilvæga máls. Kynna málið á hlutlausan hátt og leggja það svo undir dóm þjóðarinn- ar. Við verðum að fá að ákveða hvers konar þjóðfélagi við viljum búa í. Hvort við viljum hlúa að landinu okk- ar og virkja mannauð og hugvit, eða útvega ódýra orku fyrir stóriðju er- lendra risafyrirtækja og leggja land- ið okkar undir með þeim umhverf- isspjöllum og mengun sem því fylgir. Þjóðaratkvæðagreiðslu um Kárahnjúkavirkjun! Eftir Margréti Þormar Höfundur er arkitekt. „Stærstu ákvörðun sem tekin hefur verið í umhverf- ismálum á Íslandi ætti ekki að taka nema að vandlega athuguðu máli.“ NÆR árlega má sjá fréttafyrir- sagnir í þessum dúr. Yfirleitt er hnýtt aftaní að um sé að kenna vond- um Evrópusambandsreglum eða stirfni embættismanna – nema hvort tveggja sé. En hvers vegna er brott- fluttum Íslendingum svona mikið í mun að fá þorramat? Hvað fær þá, mitt í ofgnótt matar, til að halda há- tíð súrsaðrar fitu? Skoðum nánar hvað hér liggur að baki. Matur eða menning? Matur er meira en næring fyrir líkamann. Í öllum samfélögum gegn- ir maturinn ýmsum hlutverkum sem hafa djúpar rætur í félagskerfinu, trúarbrögðunum og hagkerfinu. Fyrir einstaklingana í samfélaginu er maturinn táknrænn, tjáir og skap- ar tengsl manna á milli, sömuleiðis milli manns og guðdóms og manns og náttúru. Hvað er ætt? Hvert samfélag skilgreinir hvað er ætt og óætt, án tillits til næringar- gildis. Í Bretlandi eru t.d. snákar, íkornar, hundar, kettir og mýs æt dýr, en sjaldnast skilgreind sem slík. Frakkar leggja sér til munns snigla og froskalæri, í Austurlöndum fjær er algengt að borða hunda og ketti. Flest samfélög telja þó mannakjöt ekki ætt. Í öllum samfélögum er eitthvað ætilegt talið „ekki-matur“, jafnvel þótt hungursneyð ríki. Gott dæmi er hrossakjötið sem Íslendingar fúls- uðu við á öldum áður, vildu frekar deyja hungurdauða en láta ofan í sig slíkt ómeti. Trúarbrögð Strangt bann við tilteknum fæðu- tegundum einkennir mörg trúar- brögð. Hindúar mega hvorki deyða né borða nokkra skepnu, sérstaklega ekki nautgripi. Mjólkurmat má nota, stundum einnig fisk og egg. Múslimar mega ekki borða neitt svínakyns. Aðeins má neyta kjöts af jórtrandi klaufdýrum, slátruðum samkvæmt halal-helgisiðum. Aðeins má borða fiska sem hafa ugga og hreistur, því er bannað að neyta skelfisks, hákarla og ála. Gyðingar mega, eins og múslimar, ekki borða svínakjöt. Þeir slátra einnig jórturdýrum í samræmi við helgisiði, kosher. Aldrei má neyta kjöts og mjólkurmatar í sömu máltíð. Shíkar mega ekki neyta nauta- kjöts, en svínakjöt er leyfilegt þótt þeir borði það sjaldan. Helgisiðir við slátrun kallast jhatka. Rastafarar eru yfirleitt grænmet- isætur, þótt margir fylgi venjum gyðinga. Áfengi er stranglega bann- að eins og í mörgum öðrum trúfélög- um. Samfélagsleg þýðing Félagslegur er sá matur sem neytt er með öðru fólki og hefur bæði tákn- rænt og næringarlegt gildi fyrir þá sem hans neyta. Hér má nefna allt frá kvöldverði fjölskyldunnar til stórra trúarhátíða. Flestar máltíðir eru bundnar ákveðnum hefðum, hver skal matreiða og bera fram, hverjir borða saman og hver gengur frá. Hefðir ákveða einnig matartíma, röð rétta, hvaða áhöld eru notuð og hvernig fæðunnar er neytt (borðsið- ir). Líta má á formlegt tilefni mál- tíðar og matseðil sem sérstakt tákn- mál sem tjáir okkur margt um samband og gildismat þeirra sem borða saman. Hvert samsæti stað- festir og endurnýjar tengslin. Matur er líka notaður til að sýna félagslega stöðu, oft er þá borinn fram sjaldgæfur og dýr matur. Dæmi er villibráð í Norður-Evrópu, kavíar í hinum vestræna heimi og kameldýrshnúður hjá bedúinum. Hópkenndin Matur er iðulega einkennismerki hópkenndar, hvort sem landsvæði, fjölskyldubönd, þjóðflokkur eða trúarbrögð mynda heildina. Öll lönd hafa sína þjóðarrétti, að neyta „síns“ matar er nátengt því að finna til sam- heldni og varanleika samfélagsins. Matarvenjur eru því yfirleitt með í farteskinu þegar flutt er til annarra landa, þótt misjafnt sé hversu fast er haldið í þá í nýja landinu. Þjóðlegur matur er þó yfirleitt mikilvægur þáttur á hátíðum þegar styrkja skal böndin við gamla landið og uppruna sinn. Að neita Íslendingum erlendis um sinn súra þorramat snertir því við- kvæma strengi djúpt í sálu okkar. Þegar gamla herraþjóðin Danir eru að verki finnst okkur óréttlætið hálfu verra. Þetta skýrir árlegt fréttagildi höfnunarinnar. Orsök bannsins Orsök innflutningsbanns Dana og Norðmanna er hins vegar einföld, engin íslensk kjötvinnsla hefur leyfi til að flytja afurðir sínar á Evrópu- markað. Væru Íslendingar hins veg- ar EB-meðlimir þyrftu allar okkar kjötvinnslur að uppfylla kröfur EB. Þá gætum við líka óáreitt flutt okkar súrmeti hvert á land Stór-Evrópu sem okkur lysti. Íslendingar erlendis fá ekki þorramatinn sinn Eftir Katrínu Andrésdóttur „Engin ís- lensk kjöt- vinnsla hef- ur leyfi til að flytja afurðir sínar á Evrópumarkað.“ Höfundur er héraðsdýralæknir Suðurlands. MIKLAR umræður hafa farið fram um fyrirhugaðar virkjunar- framkvæmdir á Austurlandi. Íslend- ingum er landið kært og harðar deil- ur hafa verið uppi um hvort Kárahnjúkavirkun sé réttlætanleg. Svo umdeild eru virkjunaráformin að það er engu líkara en menn hafi gleymt því að einnig stendur til að byggja eitt af stærri álverum í Evr- ópu með tilheyrandi mengun. Flestir halda eflaust að umhverf- isyfirvöld reyni að tryggja það að fyrirtæki haldi mengun sinni í lág- marki. Því miður er það ekki algilt. Á sínum tíma lagði Hollustuvernd rík- isins til að Hydro fengi hærri losun- arheimild en greint var frá í mati á umhverfisáhrifum. Menn geta spurt sig hvort einu af markmiðum laga um mat á umhverfisáhrifum; „... að kynna fyrir almenningi umhverfis- áhrif framkvæmdar ...“ verði náð þegar leyfisveitendur taka ekki mið af því sem fram kemur í mats- skýrslum. Þegar áform Hydro voru á borðinu var áætlað að byggð yrði rafskauta- verksmiðja. Í ljós kom að sú verk- smiðja myndi valda margfalt meiri loftmengun en sjálft álverið. Útblást- ur rafskautaverksmiðjunnar á brennisteini (SO2) varð til þess að Skipulagsstofnun skilyrti úrskurð sinn þannig að ekki yrði búseta innan þynningarsvæðisins. Þegar fram kom að Alcoa myndi ekki byggja rafskautaverksmiðju glöddust margir enda fyrirsjáanlegt að verulega myndi draga úr loft- mengun. En þegar starfsleyfistillög- ur Hollustuverndar ríkisins fyrir ál- ver Alcoa lágu fyrir gátu hinir sömu hætt að gleðjast. Við sem töldum að með minna álveri og án rafskauta- verksmiðju myndu loftgæði batna til muna höfðum rangt fyrir okkur. Minna álver Í samanburðarskýrslu Alcoa, þar sem álver þeirra var borið saman við álver Hydro, var í raun lítið fjallað um mengunarvarnir. Rauði þráður- inn í umfjöllun um loftmengun var á þá leið að Alcoa lofaði að menga ekki meira en búið var að samþykkja að Hydro mætti menga. Á grundvelli þessa ákvað Skipulagsstofnun að ekki þyrfti að fara fram sérstakt mat á umhverfisáhrifum fyrir álver Al- coa. Skv. starfsleyfistillögum Hollustu- verndar ríkisins mun fjórðungs minkun á álveri og fráfall frá áform- un um rafskautaverksmiðju ekki skila sér í verulega bættum loftgæð- um. Komið verður í veg fyrir slíkan munað með minni hreinsun á út- blæstri. Útlit er fyrir að Alcoa muni blása út 4 sinnum meira af SO2 en ráðgert var að Hydro myndi gera, alls um 3.900 tonnum á ári. Til þess að mæta þessari aukningu er áætlað að reisa tvo 78 metra háa skorsteina. Í Noregi og Svíþjóð er álverum ekki heimilað að nota slíkar lausnir þar sem ár og vötn þar eru viðkvæm fyrir súru regni. Þar er gerð krafa um vot- hreinsibúnað sem að tryggir góð loft- gæði og kemur í veg fyrir súrt regn. Í tillögu Hollustuverndar ríkisins að starfsleyfi fyrir Hydro var lagt til að fyrirtækinu yrði heimilt að losa 966 tonn af SO2 á ári hverju. Í mats- skýrslu var aðeins talað um 828 tonn. Þarna heimila umhverfisyfirvöld 17% meiri losun en fram kom í mats- skýrslu, þvert á markmið laga um mat á umhverfisáhrifum. Þar sem ál- ver Alcoa fór ekki í mat á umhverfis- áhrifum eru upplýsingar um tækni- lega getu þess til mengunarvarna ekki jafn aðgengilegar almenningi og æskilegt væri. Af þessum sökum verður því ekki svarað hér hvort Al- coa þurfi að gera sitt besta til þess að fara ekki yfir sett losunarmörk eða hvort þeir fái álíka svigrúm og Hydro átti að fá. Ýmsir hafa haldið því fram að vot- hreinsun sé ekki góður kostur þar sem með þeirri aðferð sé verið að færa mengun úr lofti og yfir í sjó. Vissulega þarf að tryggja það að mengunarvarnir sem draga eiga úr tiltekinni mengun auki ekki mengun annarstaðar. Þessi röksemdafærsla á þó ekki við um vothreinsibúnað ál- vera þar sem brennisteinssýra getur ekki mengað sjóinn frekar en súrefni getur mengað andrúmsloftið. Meiri metnað, minni mengun Eftir Berg Sigurðsson Höfundur er umhverfisefnafræðingur. „Umhverf- isyfirvöld heimila 17% meiri losun en fram kom í matsskýrslu.“ ÞAÐ bárust af því fregnir á dög- unum að yfirvöld þessa lands hafi not- að 50 milljónir króna og ómældan tíma þjálfaðra lögreglumanna til að rannsaka hvort það var Jón eða séra Jón sem málaði mynd á striga. Á með- an ganga fíkniefnasalar frjálsir um skólalóðir og nágrenni okkar til að selja börnum fíkniefni. Ég velti því fyrir mér, hvað ræður þessari forgangsröðun á fé og starfs- kröftum þeirra sem við almenningur borgum fyrir að gæta okkar. Telur al- menningur hugsanlega að þessum fjármunum og tíma góðra manna hefði verið betur varið til að vinna að uppbyggjandi samstarfi við íbúa, skóla og forvarnaraðila til að hjálpa okkur öllum að ala upp betri börn, í samfélagi þar sem ofbeldi og harka bæði í samskiptum manna og við- skiptum fyrirtækja fer sívaxandi? Undanfarin ár hefur svokölluð „hverfamiðstöð“ verið rekin í Mið- garði, Grafarvogi. Þar er á einum stað hverfislögregla, félagsþjónusta, sál- fræðingar og ráðgjafar varðandi fé- lagsleg vandamál. Þessir aðilar hitt- ast reglulega, deila upplýsingum um hvað er í gangi í hverfinu og geta þannig tekið saman á þeim vanda- málum sem upp koma. Einnig er unn- ið með íbúum og skólum hverfisins, því þannig vinna allir í hverfinu mark- visst að betra umhverfi og uppeldi barna. Það hefur komið í ljós að þessi sam- þætting þjónustu fyrir íbúa borgar og bæja getur haft veruleg áhrif til minnkunar vandamála hjá börnum og unglingum. Stærri bæjarfélög þurfa því að setja upp „hverfamiðstöðvar“ þar sem boðið er upp á helstu þjón- ustu við íbúana sem þeir þyrftu ann- ars að sækja til miðbæjarins, meðan smærri bæjarfélög geta náð þessari samræmingu með því að færa ofan- greinda aðila hvern nær öðrum til að vinna markvisst saman. Ef ég má ráða – vil ég fjölskyldu- vænt umhverfi ! Strigavænt umhverfi? Eftir Jón Arnarson Höfundur er nemi við Háskóla Íslands. „Ég vil fjöl- skylduvænt umhverfi.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.