Morgunblaðið - 13.02.2003, Side 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 25
ÞAÐ ER kunnara en frá þurfi að
segja, að á Íslandi er meira um end-
urnýjanlegar orkulindir á íbúa en
annars staðar þekkist. Er þar aðal-
lega um að ræða jarðvarma og vatns-
föll, en tæplega 15 % af metnum hag-
kvæmum orkulindum þessum hafa
verið virkjaðar til raforkuvinnslu
fram til þessa. Nýting jarðgufu há-
hitasvæðanna er enn afar skammt á
veg komin, bæði sem varmagjafa og
til að knýja rafalahverfla.
Mannkynið á við að stríða meng-
unarvandamál, m.a. vegna raforku-
vinnslu með jarðefnaeldsneyti og
kjarnorku, sem auka spurn eftir raf-
magni frá sjálfbærum orkulindum.
Nýting íslenzkra orkulinda dregur
að öðru jöfnu úr mengun á heims-
vísu, eins og iðulega hefur verið sýnt
fram á. Með auknum mengunar-
vanda og skattlagningu á mengandi
orkuvinnslu aukast verðmæti um-
hverfisvænna orkulinda. Endurnýj-
anlegar orkulindir Íslands ber að
virkja strax og hagkvæmir orkusölu-
samningar eru í boði. Staða atvinnu-
mála á Íslandi um þessar mundir
ætti að færa flestum heim sanninn
um, að virkjanir og orkusala til stór-
iðju eru nauðsynleg til að bægja frá
Íslendingum mesta þjóðfélagsböli á
okkar tímum, atvinnuleysinu. Að
neita að viðurkenna þetta er að berja
hausnum við steininn. En hvernig
verður þá orkunýtingunni bezt fyrir
komið?
Álframleiðsla
Nærtækast er þá að líta til orku-
kræfra efnaferla. Í hefðbundnum
iðnaði er leitun að jafnorkukræfu
efnaferli og rafgreiningu súráls til
framleiðslu áls. Með álframleiðslu er
í raun verið að breyta raforkunni í af-
urð, sem auðvelt er að flytja á er-
lenda markaði. Eftir verða í landinu
verðmætin af orkusölu og vinnu, sem
innt hefur verið af hendi við rekstur
álveranna ásamt margháttaðri þjón-
ustu við þau, auk opinberra gjalda.
Ef gert er ráð fyrir, að um 35% raf-
orkuvinnslugetu landsins verði varið
til álframleiðslu, verður unnt að
framleiða um 1,5 milljónir tonna af
áli á Íslandi á ári. Þetta gæfi þá um
80 milljarða kr. í þjóðarbúið og 180
milljarða kr. í útflutningsverðmæti
miðað við meðalárferði og vörugæði í
hærri kantinum eða um 20% af nú-
verandi vergri landsframleiðslu. Hér
er um að ræða atvinnustarfsemi, sem
skapar kjölfestu í viðkomandi byggð-
arlögum, því að starfsemin er stöðug
og flyzt ekki um set. Hún skapar fjöl-
breytt atvinnutækifæri og þarf á sí-
fellt fleiri sérfræðingum að halda eft-
ir því sem tæknivæðingunni miðar
áfram. Framleiðsla 1,5 milljóna
tonna af áli mun kalla á bein störf eigi
færri en 500 háskólamenntaðra
manna og kvenna.
Í heild fer ekki fjarri, að fram-
leiðsla þessa áls gæti staðið undir um
8.000 ársverkum í landinu, beint og
óbeint, og enn fleiri ársverkum, ef úr-
vinnsluiðnaður kæmist á legg.
Þróun álframleiðslu
Álið er málmur framtíðarinnar, af
því að framleiðsla þess og notkun er
umhverfisvænni en efna, sem helzt
keppa við það. Það er og ódýrt að
endurnýta. Af þessum orsökum mun
álnotkun vaxa meir en notkun flestra
annarra efna. Framleiðsluferlið
sjálft verður stöðugt umhverfis-
vænna við það, að tekin er í notkun
nýjasta tækni, þ. á m. tölvustýrð
sjálfvirkni. Lagt mun verða töluvert
rannsóknarfé í þróun bættrar fram-
leiðslutækni í álverum, og byltingar-
kennd þróun kann að verða, sem
draga mun úr myndun gróðurhúsa-
lofttegunda.
Þróa þarf smíði úr áli til að stækka
álmarkaðinn. Þetta hefur bílaiðnað-
urinn gert í ríkum mæli á undanförn-
um árum og ekki er loku fyrir það
skotið, að hagkvæmt kunni að þykja í
framtíðinni að fjöldaframleiða hluti
úr áli á Íslandi til útflutnings.
Tengsl við aðrar greinar
Umsvifamikill áliðnaður þarf á
margs konar þjónustu að halda.
Hann þarfnast vel menntaðs starfs-
fólks og sérhæfir reyndar sjálfur
starfsfólk sitt með rekstri eigin skóla
í samstarfi við menntakerfi sam-
félagsins og með iðn- og verkþjálfun
af margbreytilegu tagi. Líklegt er, að
samstarf við háskólana og rannsókn-
arstarfsemina í landinu aukist veru-
lega, þegar áliðnaðinum á Íslandi vex
fiskur um hrygg, því að efling áliðn-
aðarins hér gæti þýtt, að eigendur ál-
veranna beini rannsóknar- og þróun-
arstarfsemi til landsins.
Gríðarlegir vöruflutningar fara
fram vegna starfsemi álvera og má
ætla, að þeir nemi sem svarar fjór-
földu framleiðslumagninu vegna hrá-
efnisaðdrátta og fjárfestingarefnis.
Hvers vegna
álverksmiðjur á Íslandi?
Uppistaðan í raforkuvinnslu lands-
ins eru og verða um sinn vatnsorku-
verin. Stofnkostnaður þeirra er hár
en rekstrarkostnaður lágur á orku-
einingu. Þess vegna verða þau hag-
kvæmari í rekstri eftir því sem nýt-
ing þeirra er betri og álagið jafnara.
Einkenni álversálags er mjög jafnt
og stöðugt álag á raforkukerfið allan
sólarhringinn árið um kring. Jafn-
framt eru lágmarksorkukaup (oft
85%) tryggð áratugi fram í tímann
eða út gildistíma raforkusamnings.
Þetta veitir virkjunarfyrirtækjum
beztu fáanlegu lánskjör að öðru
jöfnu. Stórvirkjanir og stórnotendur
valda yfirleitt minna umhverfisraski
á hverja orkueiningu en smávirkjan-
ir og smánotendur.
Af því, sem rakið hefur verið í
þessari grein, er ljóst, að álver falla
einstaklega vel að íslenzka orkukerf-
inu, að hagkerfinu og að allri sam-
félagsgerðinni.
Nýting orkulindanna
Eftir Bjarna
Jónsson
„Álver falla
einstaklega
vel að ís-
lenzka orku-
kerfinu, að
hagkerfinu og að allri
samfélagsgerðinni.“
Höfundur er
rafmagnsverkfræðingur.
www.esteelauder.com
Nýtt andlit. Vor 2003
Pure Eden
Í okkar Edenslundi leynir sakleysið
á sér. Hér eru ljósbleikir draumar,
lævísir grænir höggormar, jafnvel
freistandi rautt epli að bíta í.
Burstaðu Pure Eden Blush Petals
á kinnarnar og njóttu syndsamlegrar
litadýrðarinnar.
Pure Eden - ljúfir leikir í aldingarðinum.
Kringlunni, sími 568 9033.
Förðunarmeistarar frá Estée Lauder verða í versluninni í dag,
fimmtudag, og föstudag kl. 13-18 og laugardag kl. 12-17.
Gjöfin þín!
Þú getur valið um tvær glæsilegar handtöskur frá Estée Lauder
ef verslað er fyrir 3.900 kr. eða meira frá Estée Lauder.