Morgunblaðið - 13.02.2003, Side 32

Morgunblaðið - 13.02.2003, Side 32
MINNINGAR 32 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ástkæra eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma, langamma og systir, SIGRÍÐUR MARGRÉT EINARSDÓTTIR, Akurgerði 24, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 9. febrúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju á morgun, föstudaginn 14. febrúar, kl. 10.30. Þorgeir H. Jónsson, Borghildur Þorgeirsdóttir, Arnar S. Andersen, Jón H. Þorgeirsson, Jana Hansen Þorgeirsson, Vilhjálmur Þorgeirsson, Sigrún Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Þorgeirsson, Valdís Sveinsdóttir, Ólafur Þorgeirsson, R. Linda Eyjólfsdóttir, systkini, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri, KRISTLEIFUR ÞORSTEINSSON, Húsafelli, verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju laugar- daginn 15. febrúar kl. 14.00. Sigrún Bergþórsdóttir, Bergþór Kristleifsson, Hrefna G. Sigmarsdóttir, Þorsteinn Kristleifsson, Ingveldur Jónsdóttir, Ingibjörg Kristleifsdóttir, Halldór Gísli Bjarnason, Þórður Kristleifsson, Edda Arinbjarnar, Jón Kristleifsson, Anna G. Þorsteinsdóttir og barnabörn. Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR VALBERG SIGURÐSSON, Reynimel 68, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstu- daginn 14. febrúar kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi. Sigurborg Helgadóttir, Magnús Einarsson, Steinunn Helgadóttir, Eiríkur Einarsson, Sigríður Snæbjörnsdóttir, Guðni Einarsson, Guðríður Eyvindardóttir, Guðrún Sigfúsdóttir, Jóhann Páll Valdimarsson, Brynja Sigfúsdóttir, Jón Axel Steindórsson, Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, Steinar Ragnarsson, Halldór Sigfússon, Efthimia Stavrulaki, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HÓLMFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Kirkjuvegi 15, Keflavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grinda- vík, fimmtudaginn 6. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 14. febrúar kl. 14.00. Árni Þ. Þorgrímsson, Helga Árnadóttir, Árni Árnason, Þorgrímur St. Árnason, Ásdís M. Óskarsdóttir, Eiríka G. Árnadóttir, Þórður M. Kjartansson, Ragnheiður E. Árnadóttir, Guðjón I. Guðjónsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BJÖRN JÓN ÞORGRÍMSSON, Grund l, Hofsósi, sem lést þriðjudaginn 4. febrúar, verður jarð- sunginn frá Hofsóskirkju laugardaginn 14. febrúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi. Guðbjörg Guðnadóttir, Kristinn Björnsson, Edda Hjaltadóttir, Gunnar Björnsson, Erla Bjargmundsdóttir, Guðrún Björnsdóttir, Gunnar Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG GUÐNÝ GUÐLAUGSDÓTTIR, Austurvegi 5, Grindavík, Víðihlíð, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laugar- daginn 15. febrúar kl. 14.00. Guðni Gústafsson, Guðlaugur Gústafsson, Kristín Vilhjálmsdóttir, Lára Marelsdóttir, Gunnlaugur Hreinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, AÐALBJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR, Skúlagötu 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstu- daginn 14. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Velferðarsjóð barna til styrktar uppbyggingu hjúkrunarheimilis fyrir langveik börn, reikningur í Íslands- banka nr. 515-26-6230. Fyrir hönd aðstandenda, Árni Jónasson, Kristinn Atlason, Guðný Sigurvinsdóttir, Ída Atladóttir, Jón H. Magnússon, Auður Atladóttir, Vernharður Stefánsson, Anna Atladóttir, Sveinn Sigurmundsson, barnabörn og langömmubörn. Kærar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur vinsemd og hlýhug við andlát JÓNS OTTA GÍSLASONAR lögreglumanns, Rauðagerði 22. Berglind Eyjólfsdóttir, Katrín Dagmar Jónsdóttir, Jón Eyjólfur Jónsson, Birna Dögg Jónsdóttir, Halldór G. Hauksson, Þorsteinn Otti Jónsson, Einar Gíslason, Halldóra Jóhannsdóttir, Ragnar Gíslason, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Gísli Þór Gíslason, Eyjólfur Jónsson og barnabörn. ✝ Bjarkey Gunn-laugsdóttir fædd- ist á Háleggsstöðum í Deildardal 9. ágúst 1914. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 26. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akureyrar- kirkju 7. febrúar. leyfi mömmu en auð- vitað vissir þú betur en sagðir ekki neitt. Ég vissi að þarna var allt- af öruggt og gott skjól. Mikil hlýja og kærleik- ur einkenndi þig og afa alla tíð. Alltaf áttuð þið eitthvað gott til að stinga upp í litla munna. Cheerios, braggi og pylsur var mjög vinsælt og var það nánast alltaf til en ef ekki fór maður í búðina fyrir þig sem þá var í bílskúr ofar í Langholtinu. Þegar ég fékk Cheer- ios í skál stakk ég brotnu Cheer- ioshringjunum (við kölluðum þá hrútana) upp í munninn þinn og það var alltaf sniðugt að fá að stinga upp í þig „hrútunum“ og svo hlóg- um við og skríktum. Oft var tekið í spil, rommý, kani, ólsen-ólsen, stundum scrabble. Þú stríddir oft afa í laumi með því að glenna þig smá án þess að hann sæi og mér fannst þetta óskaplega fynd- Elsku amma mín, mikið á ég eftir að sakna þín, þú áttir svo stóran þátt í mínu lífi og varst mér mjög kær. Ein fyrsta minning mín er þegar ég tók upp á því þriggja ára gömul að heimsækja þig og afa í Langholtið en þá bjó ég í Norður- götunni. Ég fór af stað með vinkonu minni og farartækið var þríhjól en við skiptumst á að hjóla og ýta hvor annarri. Fljótlega gafst vinkonan upp en hugurinn bar mig hálfa leið og hélt ég ótrauð áfram og komst á áfangastað. Ég var náttúrulega með það á hreinu að þetta væri allt með ið og spennandi. Ég rýndi í gler- augun þín og þóttist sjá spilin sem þú varst með á hendi speglast í þeim en sá náttúrulega aldrei neitt. Þú varst algjör stríðnispúki og fannst gaman að gantast þegar þannig lá á þér. Ég man hvað þér fannst Páll Bergþórsson veðurfræð- ingur myndarlegur og alltaf þegar hann sást á skjánum var kallað í þig ef þú varst ekki á staðnum; „amma, amma, kærastinn þinn er í sjón- varpinu!“ Þetta fannst þér lúmskt gaman, og afi hló bara. Þú hafðir svo gaman af því að segja sögur sem voru fullar af fróð- leik og spennu, sérstaklega varstu dugleg að tala um hesta og segja frá hestunum þínum og þá sérstaklega honum Grána gamla, þá geislaðir þú öll er þú rifjaðir upp hestasögurnar, þú talaðir líka oft um föður þinn og þar var greinilega faðir sem þú virt- ir og unnir heitt. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að fara með þér í útreiðartúr þegar ég var u.þ.b. 8 ára. Ég var í sveit í Grímstungu í Vatnsdal í þrjú sumur með mömmu, Halla og Önnu Lilju. Þú komst í heimsókn ásamt pabba og auðvitað lagði ég á fyrir okkur. Ég gat ekki hugsað mér annað en að þú fengir þægari hestinn en ég fór á hest sem var frekar dyntóttur. Auðvitað hefð- ir þú ráðið við hann miklu frekar en ég, þaulvön hestakonan. Það var bara þessi ábyrgðarfulla ömmu- stelpa sem hafði eingöngu velferð þína að leiðarljósi. Svona var hugur minn til þín. Oft minntumst við þessa útreiðartúrs og talaðir þú allt- af um að þú hefðir ekki getað náð neinum almennilegum gangi hjá klárnum, hann bara valhoppaði … Þú tókst bílpróf á „gamals“ aldri og keyptuð þið ykkur VW-bjöllu árg. ’67. Eins og þín var von og vísa nefndir þú bílinn Grána og talaðir um hann eins og sannan vin. Á ferðalögum, þegar þreytan sótti að, fékk maður að leggja sig aftur í skotti á Grána með teppi yfir sér. Seinna eignaðist þú nýrri bíl og hann var hvítur, þú nefndir hann Svan. Tilhlökkunin var alltaf mikil þeg- ar jólapakkarnir voru opnaðir, það var alltaf svo fjölbreytt innihaldið frá þér og afa í Langholtinu; alltaf bók, hæfilegt magn af einhverju góðgæti í munninn og síðast en ekki síst eitthvað mjúkt og hlýtt sem þú hafðir prjónað. Þið hélduð í þann gamla sið að gefa barnabörnunum sumargjafir á sumardaginn fyrsta og ég gef mínum börnum alltaf sumargjafir því ég man sjálf hvað þetta var spennandi. Ekki mátti kíkja í heimsókn án þess að þiggja góðgjörðir og það var komið með hverja sortina á fætur annarrri. Maður gerði að gamni sínu að telja sortirnar og voru þær yfirleitt ekki undir tugnum. Seinna meir voru það börnin mín sem voru farin að telja sortirnar. Þú bakaðir mikið og þú gerðir heimsins bestu kleinur og ekki var verra að hafa rjóma með sem flestu, þú sagðir að hann myndi mýkja skapið. Svo var það namm- iskálin í eldhússkápnum fyrir ofan vaskann, innihald hennar var yfir- leitt rauðar bolsíur eða röndóttur brjóstsykur og súkkulaðibitar og það var skylda að taka einn til tvo mola í nesti áður en farið var út úr dyrunum. Alltaf var kvatt með hlýju og þéttu faðmlagi og falleg orð fylgdu í kjölfarið. Þú sast aldrei auðum höndum, alltaf með eitthvað á prjónunum í orðsins fyllstu merkingu. Oft sofn- aði ég út frá tikkinu í prjónavélinni þinni eða glamrinu í prjónunum. Þér fannst gott að prjóna fram eftir, varst stundum hálfgerður nætur- hrafn en þrátt fyrir það fyrst á fæt- ur. Þú prjónaðir fyrir „Pétur og Pál“ og færðir björg í bú með því móti. Aldrei hefur mann skort hlýj- an fatnað og ekki heldur börnin mín, það er til kassi með prjónaf- líkum frá þér hjá mér, sumt er not- að, annað alveg nýtt. Þú saumaðir heilu kjólana á þig og þar var vand- að til verksins, – þú værir kölluð hönnuður nú til dags. Þú varst mjög nýtin og ekkert fór til spillis, sama hvað það var. Það eru kannski skýr- ingar á því. Ég held að það hafi oft verið erfitt á árum áður og þið hafið þurft að nýta vel úr því sem til var. BJARKEY GUNNLAUGSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.