Morgunblaðið - 13.02.2003, Side 35
SERGEI Movsesjan sigraði
Hannes Hlífar Stefánsson með
svörtu í annarri skák Olís-einvígis-
ins. Staðan er því 2–0, Movsesjan í
vil. Hannes hafði hvítt og eins og í
fyrstu skákinni var tefld Sikileyjar-
vörn. Skákin varð mjög spennandi
og flókin eins og vænta mátti af þess-
um tveimur skákmönnum. Hannes
lék ónákvæmt í 17. leik og fékk
verra. Movsesjan fylgdi vel á eftir og
Hannes mátti gefast upp eftir 34
leiki.
Samhliða annarri skákinni tefldu
þeir Bragi Þorfinnsson og Arnar E.
Gunnarsson gegn skákforritinu
Chess Tiger 15, en það er þriðja
stigahæsta skákforrit heims og er
t.d. nokkru ofar á lista en Deep Juni-
or 7. Bragi hafði svart og valdi
óheppilega uppstillingu gegn skák-
forritinu sem hentaði vel sú staða
sem upp kom og sigraði. Arnar hafði
hvítt og náði að byggja upp ágæta
stöðu þar sem tígrisdýrið náði ekki
að bíta frá sér. Það var loksins þegar
fór að saxast á tíma Arnars að hann
lék slæmum leik sem kostaði hann
skákina. Þeir félagar tefla aftur við
skákforritið í dag. Viðburðirnir fara
fram í höfuðstöðvum Olís, Sunda-
görðum 2.
Það ríkir engin lognmolla í þessu
einvígi og áhorfendur og skákskýr-
endur verða að hafa sig alla við til að
fylgjast með eins og sést á annarri
skákinni.
Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson
Svart: Movsesjan
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 e6 6. Be3 Be7 7. f4
a6 8. Be2 Dc7 9. g4 h6 10. Bf3 Rfd7!?
Nýr leikur. Þekkt er 10... Rc6, t. d.
11. h4 Rxd4 12. Dxd4 e5 13. Dd2
Bxg4 14. Bxg4 Rxg4 15. f5 Hc8 16. 0–
0–0 Dc4 17. Kb1 Rf6 18. Dg2 b5 19.
Hd3 b4 20. Rd5 Rxd5 21. Hxd5 Bf6
22. Hxd6 Ke7 23. Hb6 Hhd8 24. Hc1
a5 25. b3 Dc3 og svartur vann
(Lanka-Ginsburg, Wiesbaden 1996).
11. h4 b5 12. a3 Rb6 13. Rde2 Bb7
14. Bd4 Bf8!?
Slóvakinn fer ekki út í 14... e5, sem
væntanlega hefði gefið nokkuð jafnt
tafl, eftir 15. Bxb6 Dxb6 16. Rd5 Dd8
17. Rxe7 Dxe7 18. f5 o.s.frv.
15. Dd3 R8d7 16. Rg3?! –
Þessi leikur virðist einungis vera
leiktap. Hvítur á nokkuð erfitt með
að staðsetja menn sína, vegna þess
að hann verður stöðugt að reikna
með því, að svartur ráðist gegn peða-
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 35
Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.isOD
DI
H
F
J
37
55
/1
debenhams
S M Á R A L I N D
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
EB
2
01
92
02
/2
00
3
Töfrum líkast
Sérfræðingur Kanebo kynnir
Wrinkless og nýju vorlitina,
fimmtudag, föstudag
og laugardag frá kl. 13-18.
Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900
Yfir 60 ára frábær reynsla
miðborði hans, annaðhvort með d6-
d5 eða e6-e5.
Til greina virðist koma að leika 16.
Bg2 e5 17. Bf2 Be7 18. 0–0–0 Hc8 19.
Hhf1 Rc4 20. Rd5 Bxd5 21. exd5 0–0
22. g5 Rc5 23. Bxc5 Dxc5 24. Bh3,
með hótunum að drepa á c8 og h6.
16... 0–0–0 17. b4? –
Hvítur kemur í veg fyrir, að svart-
ur leiki Rd7-c5, en það er of dýru
verði keypt, veikleikarnir í stöðu
hans verða of miklir.
Það virðist ekki ráðlegt að fresta
því lengur að hróka. Eftir 17. 0–0–0
Rc4 18. Be3 Be7 19. g5 d5 20. exd5
Rdb6 21. Bxb6 Rxb6 22. Rge2 Rxd5
23. Rxd5 Bxd5 24. Bxd5 Hxd5 25.
De4 Hhd8 26. Hxd5 Hxd5 27. Rc3 er
jafntefli líklegustu úrslitin.
17... Rc4 18. Bf2 d5!
19. exd5 –
Eftir 19. e5 g5 (eða 19... f6 20. exf6
Rxf6 21. Rge2 Bd6 22. Bd4 e5 23.
fxe5 Rxe5 24. Bxe5 Bxe5) 20. hxg5
Bg7 21. Bd4 (21. gxh6 Rcxe5 22. fxe5
Rxe5 23. Df3 Rf3+ 24. Kf1 Bxc3 25.
Hd1 d4) 21. – hxg5 22. Rh5 Bh6 á
svartur mun betra tafl.
19... Dxf4 20. Rge2 Dc7 21. Dd4
Bd6 22. Hh3 –
Ekki 22. Dxg7? Rce5 23. Bg2
Hdg8 og drottningin fellur.
22... Be5 23. Da7 Rf6 24. dxe6 –
Eða 24. 0–0–0 Bxc3 25. Rxc3 Df4+
26. Kb1 Rxa3+ 27. Ka1 Dxb4 28.
Dc5+ Dxc5 29. Bxc5 b4 30. dxe6
fxe6, og ekki verður séð, að hvítur
hafi nægar bætur fyrir peðin tvö,
sem hann hefur tapað.
24... Bxc3+ 25. Rxc3 De5+ 26.
Be2 Re4!
27. Bxc4 Re4 29. c3 Dh2 30. Hxe4
–
Ekki er betra að leika 30. Hf3
Dh1+ 31. Ke2 Hd2+ 32. Ke3 Dxa1
o.s.frv.
30... Dh1+ 31. Bf1 Dxe4+ 32. Be2
Dh1+ 33. Bf1 Hhe8 34. Dc5+ Bc6
og hvítur gafst upp.
Eftir 35. e7 De4+ 36. Be2 Hxe7
37. Df5+ Dxf5 38. gxf5 Hde8 39. Ha2
Bf3 40. Bd4 Hxe2+ 41. Hxe2 Hxe2+
verður liðsmunur of mikill.
Fjórða skák einvígisins verður
tefld í dag og hefst klukkan 17. Þetta
er mikilvæg skák fyrir Hannes, sem
stýrir hvítu mönnunum. Góð aðstaða
er fyrir áhorfendur og skákskýring-
ar eru á skákstað. Auk Olís er Guð-
mundur Arason styrktaraðili einvíg-
isins.
Movsesjan
sigraði í annarri
skákinni
SKÁK
Faxafen 12
OLÍS-EINVÍGIÐ
10. til 15. feb. 2003
dadi@vks. is
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
RÁÐSTEFNA um nýbreytni í
kennsluháttum grunnskóla verður á
Grand hóteli Reykjavík í dag,
fimmtudaginn 13. febrúar, kl. 14–
17.30. Efni ráðstefnunnar er
kennsluhættir á 21. öldinni, einstak-
lingsmiðað nám og samvinna nem-
enda þar sem beitt er fjölþrepa
kennsluskipulagi. Fjallað verður um
þessi viðfangsefni bæði frá sjónar-
horni fræðanna og framkvæmdar í
skólunum. Fyrirlesarar koma úr
röðum fræðimanna, þar á meðal einn
frá Kanada, úr röðum kennara og frá
Kennaraháskóla Íslands.
Sýning í Ráðhúsinu
Sýning á nýbreytniverkefnum úr
skólum borgarinnar verður í Ráð-
húsi Reykjavíkur helgina 15.–16.
febrúar kl. 11–18 báða dagana. Í
Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur
verða hátt í 40 grunnskólar borgar-
innar með kynningar á nýbreytni-
verkefnum. Sýnd verða verkefni á
sviði tölvutækni og margmiðlunar,
s.s. heimasíður, tungumálavefir,
hönnunarverkefni o.fl. Einnig verða
verkefni tengd umhverfismálum, úti-
kennslu, fjölmenningu, list- og verk-
greinum, lestrarkennslu þar sem
notast er við bangsa og notkun Lego
við tækni- og eðlisfræðikennslu o.fl.
Jafnframt verður dagskrá báða
sýningardagana með reglulegu milli-
bili þar sem nemendur koma fram
með tónlistaratriði, dansatriði og
fleira. Markmiðið er að vekja athygli
kennara, foreldra og annarra borg-
arbúa á því sem vel er gert á sviði ný-
breytni í skólastarfi, miðla upplýs-
ingum til skóla og vera skólum
hvatning til dáða.
Hvatningarverðlaun
Hvatningarverðlaun fræðsluráðs
Reykjavíkur 2002–2003 verða afhent
í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn
16. febrúar kl. 15 í fyrsta sinn. Mark-
mið þeirra er að veita grunnskólum í
Reykjavík jákvæða hvatningu í
starfi, vekja athygli á því starfi sem
fram fer í grunnskólum borgarinnar
og stuðla að auknu nýbreytni- og
þróunarstarfi. Foreldrum, kennur-
um, skólum, Fræðslumiðstöð og öðr-
um borgarstofnunum var boðið upp
á að tilnefna verkefni til verð-
launanna.
Þetta er samstarfsverkefni
Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur,
Skólastjórafélags Reykjavíkur og
Kennarafélags Reykjavíkur.
Ráðstefna
um ný-
breytni í
kennslu-
háttum
HEILSUHRINGURINN
VILT ÞÚ FRÆÐAST?
Tímarit um holla næringu og
heilbrigða lífshætti.
Áskriftarsími 568 9933
Síðumúla 27 • 108 Rvík
Veffang: http:www.simnet.is/heilsuhringurinn/