Morgunblaðið - 13.02.2003, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 39
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert ævintýragjarn,
kappsamur og vel gefinn.
Nánustu sambönd
þín verða í brennidepli á
þessu ári.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þig langar til að hafa sam-
band við foreldri þitt eða yf-
irboðara. Hvort sem sam-
band ykkar er gott eða slæmt
þá áttu eitthvað ósagt.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Tilfinningar ráða ríkjum í
samskiptum þínum við fólk í
dag. Það er líklegt að dulin
spenna komi upp á yfirborð-
ið.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú gætir freistast til óþarfra
fjárútláta í dag. Þér finnst þú
geta keypt hlutina af því þú
sérð fram á að aðrir borgi
brúsann.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Ræddu við maka þinn eða ná-
inn vin í dag. Samvera ykkar
skiptir meira máli en sam-
ræður ykkar. Þú þarft á ná-
lægð að halda.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú hefur kjark til að tjá þig
um eitthvað sem skiptir máli
í vinnunni. Þér hefur fundist
þú eiga við ofjarl þinn að etja
en nú sérðu hlutina í öðru
ljósi.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það eru líkur á að elskendur
tali saman af hreinskilni í
dag. Þetta getur leitt til já-
kvæðra breytinga.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þig langar til að gera heimili
þitt vistlegra. Farðu að eigin
smekk og hugsaðu ekki um
hvað öðrum finnst.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú ert óvenju djarfur í orðum
þínum og gerðum í dag.
Jafnvel hversdagslegustu
hlutir verða óvenjulegir.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Dagurinn hentar vel til að
huga að fjáröflunarleiðum.
Eins og stendur er besta
lausnin sennilega fólgin í því
að leita eftir fjármögnun
annarra.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þér er hætt við sjálfsdekri í
dag. Þig langar til að slaka á
og láta aðra sjá um hlutina.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú hefur þörf fyrir að koma
skoðunum þínum á framfæri.
Eins og stendur finnst þér
heiðarleiki skipta mestu máli.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú gætir komist að leynd-
armáli í trúnaðarsamtali.
Gættu þess að sýna nær-
gætni og koma fram við aðra
eins og þú vilt að þeir komi
fram við þig.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra stað-
reynda.
SÓLBRÁÐ
Sólbráðin sezt upp á jakann,
sezt inn í fangið á hjarni.
Kinn sína leggur við klakann,
kát eins og augu í barni.
Seytlan úr sporunum sprettir,
spriklar sem glaðasta skrýtla.
Gutlandi, litlir og léttir,
lækirnir niðr eftir trítla.
Ólöf Sigurðardóttir
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
60 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 13.
febrúar, er sextugur Tómas
Ingi Olrich, mennta-
málaráðherra, Álfabyggð
20, Akureyri. Á afmæl-
isdeginum bjóða Tómas Ingi
og frú Nína Þórðardóttir
vinum og velunnurum að
gleðjast með þeim í Odd-
fellowhúsinu, Sjafnarstíg 3,
Akureyri, kl. 17–19.
60 ÁRA afmæli. Nk.sunnudag, 16. febr-
úar, verður sextugur Birg-
ir Arnar, forstjóri, Laug-
arásvegi 2. Eiginkona
hans er María S. Arnar. Í
tilefni þessa taka þau á
móti gestum í safn-
aðarheimili Áskirkju v/
Vesturbrún á morgun,
föstudaginn 14. þ.m., milli
kl. 17 og 19.
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 g6
4. Bb5 Bg7 5. O-O e5 6. Bc4
Rf6 7. d3 O-O 8. a3 d6 9. Hb1
a6 10. b4 b5 11. Ba2 cxb4 12.
axb4 Bg4 13. h3 Bxf3 14.
Dxf3 Rd4 15. Dd1 Hc8 16.
Bd2 Rh5 17. Bb3 Rf4 18.
Rd5 Rxd5 19. exd5 Rxb3 20.
Hxb3 Db6 21. c3 Db7 22.
Df3 f5 23. Ha3 Hce8 24.
Hfa1 Ha8 25. H1a2 Hfe8 26.
c4 e4 27. dxe4 fxe4 28. Db3
bxc4 29. Dxc4 Hac8 30. Db3
Bd4 31. Hxa6 Hf8 32.
Be3 Hc3 33. Ha7
Staðan kom upp í
A-flokki alþjóðlega
mótsins í Bermúda
sem lauk fyrir
skömmu. Alexander
Motylev (2.640) hafði
svart gegn Mohamad
Al-Modiahki (2.571).
33...Hxe3! 34. Dxe3
Dxb4 35. De2 Aðrir
drottningarleikir
höfðu einnig tapað:
35. Dg3 Db1+ 36.
Kh2 Be5 og svartur
vinnur; 35. Da3 De1+ 36.
Kh2 Be5+ 37. g3 Hxf2+ 38.
Hxf2 Dxf2+ 39. Kh1 Bxg3
og svartur vinnur. 35...Hxf2!
36. Dxf2 De1+ og hvítur
gafst upp. 4. skák Olís-
einvígisins hefst kl. 17.00 í
höfuðstöðvum Olís, Sunda-
görðum 2. Seinni skákin í
einvígi tölvuforritsins Tiger
15 gegn Arnari E. Gunn-
arssyni og Braga Þorfinns-
syni hefst á sama stað og
tíma. Áhorfendur eru hjart-
anlega velkomnir en Guð-
mundur Arason styrkir
þessa skákveislu ásamt Olís.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
Tilgangurinn með því að
spila út einspili í vörn er
auðvitað sá að sækja
stungu. En stundum er
nóg að hóta því að taka
stungu.
Suður gefur; AV á
hættu.
Norður
♠ KG96
♥ 109
♦ K10
♣Á9854
Vestur Austur
♠ 10 ♠ 8743
♥ KG532 ♥ Á764
♦ ÁD643 ♦ 9872
♣72 ♣D
Suður
♠ ÁD52
♥ D8
♦ G5
♣KG1063
Spilið kom upp á lands-
liðsæfingu á sunnudaginn.
Í NS voru Jón Baldursson
og Þorlákur Jónsson, en
AV Steinar Jónsson og
Stefán Jóhannsson:
Vestur Norður Austur Suður
Stefán Þorl. Steinar Jón
– – – 1 lauf
1 hjarta Dobl 3 hjörtu 3 spaðar
Pass 4 spaðar Pass Pass
Pass
Jón opnar á Standard-laufi,
Stefán kemur inn á hjarta
og Þorlákur doblar nei-
kvætt til að sýna fjórlit í
spaða. Steinar hindrar með
þremur hjörtum og NS
teygja sig í fjóra spaða.
Sem er út af fyrir sig
ágætis geim og a.m.k. góð
„fórn“ yfir fjórum hjörtum.
Stefán kom út með
smátt hjarta upp á ás
Steinars, sem skipti síðan
snarlega yfir í laufdrottn-
ingu. Hann horfði á lauf-
ásinn í blindum og vissi
svo sem að stunga væri
ólíkleg – þá þyrfti makker
að eiga ásinn blankan í
trompi – en hins vegar var
fjórlitur Steinars í trompi
nógu öflugur til að binda
hendur sagnhafa. Ef sagn-
hafi tekur fjórum sinnum
tromp fæst aldrei slagur á
tígulkóng, og ef hann bíður
með trompið og spilar tígli
nær vörnin stungunni í
laufi.
Þetta er frekar óvenju-
legt stef í vörn og lær-
dómsríkt.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson Bridsfélag Kópavogs
Aðalsveitakeppninni lauk sl.
fimmtudag eftir æsispennandi loka-
baráttu þar sem þrjár efstu sveitirn-
ar náðu allar að hafa forystu, sveit
Sigfúsar áður en keppni hófst, sveit
Ragnars eftir fyrri leikinn en að lok-
um stóð sveit Jón Steinars uppi sem
sigurvegari og jafnara gat það nú
ekki verið !
Lokastaðan:
Jón Steinar Ingólfsson 162
Sigfús Örn Árnason 161
Ragnar Jónsson 159
Vinir 145
Með Jóni Steinari spiluðu Jens
Jensson, Þórður Björnsson, Birgir
Örn Steingrímsson og Guðmundur
Baldursson.
Í kvöld verður eins kvölds tví-
menningur, ákjósanleg upphitun
fyrir þá sem ætla á Bridgehátíð, en
að sjálfsögðu eru allir bridgespilarar
hjartanlega velkomnir.
Spilað er í Þinghóli, Hamraborg
11, og hefst spilamennska kl. 19.30.
Eldri borgarar
í Hafnarfirði
Spilaður var tvímenningur á sjö
borðum hjá Bridsfélagi eldri borg-
ara í Hafnarfirði þriðjudaginn 11.
febrúar. Úrslit urðu þessi.
Bjarnar Ingimarss. – Sævar Magnúss. 188
Bragi Björnss. – Auðunn Guðmundss. 180
Jón Sævaldsson – Hermann Valsteinss. 171
Sverrir Jónsson – Sófus Berthelsen 164
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Ég hef séð myndina
áður …
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyr-
irvara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100, sent
í bréfsíma 569-1329, eða
sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Heyrðu, þú þarna,
burt með þig!!
Það gengur bara fínt
hjá þeim þrátt fyrir
að þau séu svo ólík …
Laugavegi 56, sími 552 5980
Allt
á að seljast
verslunin hættir