Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 42
ÍÞRÓTTIR
42 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
HANDKNATTLEIKUR
HK – Fram 40:39
Digranes, Kópavogi, bikarkeppni karla,
SS-bikarinn, undanúrslit, miðvikudaginn
12. febrúar 2003.
Gangur leiksins: 1:0, 3:4, 7:8, 8:10, 10:14,
13:14, 15:16, 15:18, 17:18, 18:20, 20:20,
24:22, 28:24, 28:29, 29:29, 31:29, 31:30,
32:30, 34:32, 34:34, 34:36, 36:37, 37:37,
37:39, 40:39.
Mörk HK: Jaliesky Garcia 11/1, Ólafur
Víðir Ólafsson 8/1, Már Þórarinsson 6,
Samúel Árnason 6, Alexander Arnarson
5, Atli Þór Samúelsson 2, Vilhelm Gauti
Bergsveinsson 2.
Varin skot: Björgvin Gústafsson 4. Arnar
Freyr Reynisson 15 (þar f 6 til mótherja).
Utan vallar: 16 mínútur.
Mörk Fram: Hjálmar Vilhjálmsson 10,
Valdimar Þórsson 8, Þorri Björn Gunn-
arsson 6, Héðinn Gilsson 5/1, Björgvin
Þór Björgvinsson 4, Guðjón Finnur
Drengsson 4/1, Haraldur Þorvarðarson 2.
Varin skot: Sebastian Alexandersson 19
(þar f 5 til mótherja). Magnús Gunnar Er-
lendsson 2 (þar f 1 mótherja).
Utan vallar: 14 mínútur, þar af fékk
Björgvin Þór Björgvinsson rautt spjald
við þriðju brottvísun á 59. mínútu.
Dómarar: Anton Pálsson og Hlynur
Leifsson, ágætir.
Áhorfendur: 800.
Valur – Afturelding 22:23
Hlíðarendi, Reykjavík:
Gangur leiksins: 0:4, 3:4, 4:5, 4:7, 6:8, 7:9,
7:12, 9:12, 10:13, 10:15, 11:18, 13:20, 15:21,
17:21, 18:22, 22:22, 22:23.
Mörk Vals: Markús Máni Michaelsson 8,
Snorri Steinn Guðjónsson 8/1, Ragnar
Þór Ægisson 3, Ásbjörn Stefánsson 1,
Freyr Brynjarsson 1, Hjalti Gylfason 1.
Varin skot: Roland Eradze 19/2 (þar af 4
aftur til mótherja).
Utan vallar: 14 mínútur.
Mörk Aftureldingar: Bjarki Sigurðsson
5/1, Daði Hafþórsson 4, Valgarð Thorodd-
sen 4/2, Sverrir Björnsson 3, Jón Andri
Finnsson 2, Haukur Sigurvinsson 2, Atli
Rúnar Steinþórss., Erlendur Egilsson 1.
Varin skot: Reynir Þór Reynisson 21 (þar
af 5 aftur til mótherja).
Utan vallar: 4 mínútur.
Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Ólaf-
ur Haraldsson. Nokkuð mistækir.
Áhorfendur: 360.
Þýskaland
Kiel – Essen ........................................34:27
Staða efstu liða:
Lemgo 19 18 0 1 653:519 36
Flensburg 18 15 0 3 556:453 30
Magdeburg 18 15 0 3 562:471 30
Kiel 19 10 3 6 545:507 23
Nordhorn 19 11 1 7 546:526 23
Essen 18 10 2 6 511:495 22
Wallau 19 8 6 5 553:548 22
Gummersb. 19 8 2 9 565:539 18
Göppingen 19 6 4 9 495:515 16
Hamburg 19 7 2 10 476:506 16
Wilhelmshav. 19 7 2 10 494:531 16
Eisenach 19 7 1 11 485:516 15
Wetzlar 18 6 2 10 445:491 14
Pfullingen 19 5 3 11 455:521 13
Minden 19 5 2 12 508:539 12
Großwallst. 19 3 6 10 466:501 12
N-Lübbecke 19 4 2 13 470:531 10
Willst.Schutt. 19 4 2 13 497:573 10
Bikarkeppnin, 8 liða úrslit:
Göppingen – TuS Spenge...................37:25
Wallau Massenheim – Gummersbach
..............................................................33:31
KNATTSPYRNA
Undankeppni EM
9. RIÐILL:
Serbía/Svartfj. – Aserbaídsjan ............2:2
Predrag Mijatovic 33. (víti), Nicola Laze-
tic 52. – Gurban Gurbanov 59., 78.
Þetta var fyrsti landsleikur Serbíu-
Svartfjallalands, en áður var keppt undir
nafni Júgóslavíu.
Staðan:
Wales 3 3 0 0 6:1 9
Serbía/Svartfj. 3 1 1 1 5:3 5
Ítalía 3 1 1 1 4:3 4
Finnland 3 1 0 2 3:4 3
Aserbaidsjan 4 0 1 3 2:9 1
Vináttulandsleikir
England – Ástralía................................ 1:3
Francis Jeffers 70. – Tony Popovic 16.,
Harry Kewell 42., Brett Emerton 84.
Spánn – Þýskaland ............................... 3:1
Raul 32., 77. (víti), Jose Maria Guti 83. –
Fredi Bobic 38.
Skotland – Írland.................................. 0:2
– Kevin Kilbane 9., Clinton Morrison 17.
Norður-Írland – Finnland.................... 0:1
– Sammi Hyypia 49.
Wales – Bosnía ...................................... 2:2
Robert Earnshaw 8., John Hartson 74. –
Elvir Baljic 5., Sergej Barbarez 64.
Ítalía – Portúgal.................................... 1:0
Corradi 62.
Frakkland – Tékkland ......................... 0:2
– Zdenek Grygera 8., Milan Baros 63.
Slóvenía – Sviss..................................... 1:5
Ermin Rakovic 78. – Hakan Yakin 2.,
Bernt Haas 29., Alexander Frei 36., 76.,
Ricardo Cabanas 51.
Holland – Argentína............................. 1:0
Van Bornckhorst 87.
Tyrkland – Úkraína.............................. 0:0
Egyptaland – Danmörk........................ 1:4
Hasan 21. – Claus Jensen 31., 68., 70., Jon
Dahl Tomasson 61. Egyptinn el Shaid var
rekinn af velli á 28. mínútu.
Rúmenía – Slóvakía .............................. 2:1
Dorinel Munteanu 38., Ion Viorel Ganea
80. – Robert Vittek 6.
Ísrael – Armenía ................................... 2:0
Avi Nimny 19., Zandberg 61.
Grikkland – Noregur............................ 1:0
Sotirios Kyrgiakos 26.
Malta – Kasakhstan .............................. 2:2
Daniel Bogdanovic 15., Chucks Nwoko 61.
– Schevchenko 71., Tarasov 83.
Alsír – Belgía......................................... 1:3
Djamel Belmadi 90. – Emile Mpenza 2.,
58., Wesley Sonck 7.
Túnis – Svíþjóð...................................... 1:0
Braham 48. Anders Svensson misnotaði
vítaspyrnu fyrir Svía undir lok leiks.
Króatía – Pólland.................................. 0:0
Búlgaría – Ungverjaland ..................... 1:0
Leikið á Kýpur en hætt vegna mikillar
rigningar. Yankovich 36.
Líbýa – Kanada ..................................... 2:4
Kýpur – Rússland ................................. 0:1
– Dmitriy Khokhlov 43.
Lettland – Litháen................................ 2:1
Andrejs Rubins 31., Mihails Miholaps 58.
– Edgaras Jankauskas 34.
Kína – Brasilía ...................................... 0:0
Georgía – Moldavía............................... 2:2
David Chaladze, 60., Mikhail Ashvetia, 82.
– Alexander Golban, 67., Sergei Dadu, 83.
– vítasp.
ÍAV-mótið í Reykjaneshöll
Keflavík – Stjarnan .............................. 3:0
Haraldur Guðmundsson, Hólmar Örn
Rúnarsson, Hallsteinn Rúnarsson.
FH og Njarðvík leika annað kvöld og
sigurvegarinn mætir Keflavík í úrslitaleik
á sunnudag en tapliðið leikur við Stjörn-
una um 3. sætið.
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin
Leikir í fyrrinótt:
Orlando – New Jersey........................92:83
Indiana – Cleveland..........................107:96
Miami – New Orleans.........................69:78
Atlanta – Golden State ...................113:116
Minnesota – Dallas ...........................100:98
Chicago – Detroit................................79:89
Houston – Utah...............................101:103
Phoenix – LA Clippers ...................106:107
Sacramento – Washington .................99:80
Portland – San Antonio ..................111:116
Seattle – Boston..................................76:82
LA Lakers – Denver ........................121:93
SKÍÐI
HM í Sviss
Stórsvig karla, keppt í St. Moritz:
1. Bode Miller, Bandaríkjunum ......2.45,93
2. Hans Knauss, Austurríki ............2.45,96
3. Erik Schlopy, Bandaríkjunum....2.45,97
4. Ales Gorza, Slóveníu....................2.46,32
5. Aksel Lund Svindal, Noregi........2.46,77
6. Kalle Palander, Finnlandi ...........2.46,82
Björgvin Björgvinsson kom í mark á 47.
besta tímanum eftir fyrri umferð, en hann
var dæmdur úr leik þar sem keppnisgalli
hans var ólöglegur.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Intersport-deild:
Sauðárkrókur: Tindastóll – Breiðablik19.15
Stykkishólmur: Snæfell – UMFN .......19.15
Hlíðarendi: Valur – Hamar ..................19.15
1. deild kvenna:
Grindavík: UMFG – Keflavík...............19.15
Ásvellir: Haukar – ÍS ............................19.15
Í KVÖLD
ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari
Íslands, var meðal áhorfenda á
Hampden Park í Skotlandi þar sem
heimamenn töpuðu 2:0 fyrir Írum.
Íslendingar mæta Skotum ytra 29.
mars.
„Skotar lentu snemma undir í
leiknum og eftir tæpar 20 mínútur
voru þeir komnir 2:0 undir. Eftir
það bökkuðu Írar og nýttu sér vel
það forskot sem þeir voru komnir
með. Þetta voru hálfgerð klaufa-
mörk, fyrst var skallað í netið eftir
að dekkað var lélega í vítateignum í
aukaspyrnu og síðan mistókst
markverðinum að slá háa sendingu
frá teignum,“ sagði Atli um leikinn.
Hann sagði ljóst að íslenska liðið
ætti erfitt verk fyrir höndum í lok
mars. „Stemningin á vellinum er
rosaleg – ekki ósvipuð þeirri sem
við urðum varir við í Danmörku
þegar við lékum þar fyrir nokkru.
Heldur sló þó á stemninguna þegar
Írar voru komnir yfir. Það er alveg
ljóst að fyrstu 20 mínúturnar verða
erfiðar hjá okkur, en ef allt gengur
upp hjá okkur er allt mögulegt, en
þá verður allt að falla rétt fyrir
okkur. Vináttulandsleikur er alltaf
vináttuleikur en vonandi verða
Skotar ekkert sterkari þegar við
mætum þeim. Nú verða þeir vænt-
anlega taldir sigurstranglegri en
við, öfugt við það sem var þegar við
mættum þeim heima,“ sagði Atli.
Hann sagði völlinn alls ekki eins
slæman og menn vildu vera láta.
„Við höfum oft leikið á verri velli en
þessum,“ sagði Atli.
Skotar verða erfiðir
heim að sækja
Eftir að hafa leikið vel meðKadetten fram að áramótum
sagðist Gunnar hafa fundið til
eymsla í vinstra hné þegar líða tók á
janúar og kom að því að svissneska
deildarkeppnin hófst á nýjan leik eft-
ir hlé vegna þátttöku landsliðs Sviss í
undankeppni Evrópumótsins. „Þetta
kom mjög skyndilega, ég fór að finna
fyrir sárindum í vinstra hnénu. Þá
fór ég til læknis og í ljós kom að það
er brjóskeyðing í vinstra hné. Lík-
legt er að ég verði að fara í aðgerð
vegna þessa og sennilega verð ég að
hætta að spila. Maður verður að
hugsa til þess að fæturnir verða að
duga manni í áratugi til viðbótar,“
segir Gunnar sem verður 33 ára á
þessu ári.
Gunnar sagði þetta vera sér gríð-
arleg vonbrigði þar sem hann er í
góðu formi að öðru leyti. Gunnar
gerði tveggja ára samning við Ka-
detten fyrir ári og óvíst væri hvort
hann gæti uppfyllt hann. Kadetten
er sem stendur í fjórða sæti sviss-
nesku deildarinnar og á í harðri bar-
áttu um að tryggja sér eitt fjögurra
sæta í úrslitakeppninni um meistara-
titilinn.
Gunnar hefur búið í Sviss frá 1998
og lék með Amicitha frá Zürich þar
til hann skipti yfir til Kadetten.
Hann sagðist ekki reikna með að
koma heim yrði hann að hætta að
leika. Vel kæmi til greina að fara út í
þjálfun og hafa honum borist fyrir-
spurnir þess efnis.
Neyðist
Gunnar til
að hætta?
GUNNAR Andrésson, handknattleiksmaður hjá svissneska úrvals-
deildarliðinu Kadetten Schaffhausen, er meiddur á hné og líklegt er
að hann verði að leggja skóna á hilluna. „Að minnsta kosti er ljóst
að ég leik ekkert meira með Kadetten á þessu keppnistímabili,“
sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið.
Við spiluðum miklu betur en Valurí 45 mínútur af þessum leik, það
er alveg ljóst. En svo gerðum við
okkur seka um að
detta niður á sama
plan og við höfum
leikið á í vetur þegar
við spilum á hálfum
hraða,“ sagði Bjarki Sigurðsson,
þjálfari og leikmaður Aftureldingar
kampakátur eftir að lið hans hafði
lagt Val að velli og tryggt sér rétt til
að leika til úrslita í bikarkeppninni,
en þetta verður í annað sinn sem fé-
lagið leikur til úrslita í bikarkeppn-
inni, líkt og mótherjarnir í HK.
„Valemnn komust inn í leikinn
vegna þess hversu illa við lékum og
vegna þess að við skutum illa á
markið og komum Roland í stuð auk
þess að fara illa með tvö vítaköst og
fullt af dauðafærum. Ef allt hefði
verið eðlilegt hefðum við tekið þenn-
an leik með fimm marka mun,“ bætti
Bjarki við, en sagði herbragðið hafa
heppnast.
„Við lögðum upp með það að við
vissum hvernig Valsmenn skjóta á
rammann og Reynir í markinu okkar
varði eitthvað um tuttugu bolta í
leiknum. Svo vissum við að Bjarki
Sigurðsson er dottinn út úr liðinu hjá
Valsmönnum og þá er hægri væng-
urinn hálfvængbrotinn. Einnig lögð-
um við mikla áherslu á að koma út á
móti Snorra og loka hann út úr leikn-
um en leyfa Markúsi að leika sér.
Það gekk allt upp.“
Mosfellingar hafa ekki riðið feit-
um hesti frá deildinni í vetur, brjót-
ast um í 12. sætinu og þurfa að taka
sig á til að eygja sæti í úrslitakeppn-
inni. „Sjálfstraustið var í bullandi
lægð og ég hefði óskað þess að liðið
hefði leikið svona í allan vetur. Þessi
sigur er hinsvegar mikil rós í
hnappagatið svo að ekki sé meira
sagt og miðað við lélegt gengi okkar í
deildinni, vegur þessi leikur það al-
veg upp þótt ég sé auðvitað ekki
ánægður með stöðu okkar í deild-
inni,“ sagði Bjarki.
Það gekk
allt upp
Stefán
Stefánsson
skrifar
„Við komum ekki tilbúnir til leiks
og Mosfellingar ganga á lagið, enda
er bikarkeppnin síðasta hálmstrá
þeirra í vetur,“ sagði Snorri Steinn
Guðjónsson, leikmaður Vals, eftir
leikinn. „Við vissum því að þeir
myndu gefa allt sitt í leikinn og það
ætluðum við að gera líka en það er
ekki nóg í bara tíu mínútur. Við
ætluðum að spila okkar leik því það
er alveg sama hvað andstæðing-
arnir heita, við spilum að okkar
hætti. Það er því allt undir okkur
komið og við spiluðum ekki okkar
leik í dag og Afturelding er vel að
þessum sigri komin. Við brenndum
okkur svolítið á því í fyrri hálfleik
að velja ekki réttu færin og spil-
uðum ekki sem lið, heldur ein-
staklingar og það kann ekki góðri
lukku að stýra. Að vísu lagaðist það
aðeins um tíma en í undanúrslitum
bikarkeppni er það ekki nóg,“ bætti
Snorri við. Hann var ánægður að
jafna en það dugði ekki til. „Auðvit-
að var erfitt að vera svona mikið
undir, það vill ekkert lið lenda í því,
en trúin hefur hleypt okkur langt í
gegnum tíðina því við hættum aldr-
ei að trúa því að við getum sigrað,
sama hvernig staðan er og hvað
mikið eftir. Við ræddum í hálfleik
um að það kæmi ekkert annað til
greina en að vinna og sýndum okk-
ar rétta andlit um tíma en því mið-
ur var það ekki nóg.“
Síðasta
hálm-
stráið
þeirra
LEIKUR Vals og Aftureldingar í
bikarkeppninni í handknattleik hófst
ekki á réttum tíma í gærkvöld. Dóm-
ararnir, Guðjón L. Sigurðsson og
Ólafur Haraldsson, áttuðu sig ekki á
að leikurinn væri kl. 19.30 og þegar
þeir mættu voru aðeins nokkrar
mínútur þar til hann átti að hefjast.
ROLAND Valur Eradze, mark-
vörður Vals, var rétt búinn að missa
af leiknum. Roland tognaði á hné í
upphitun en harkaði af sér og spilaði
frá upphafi til enda.
FEÐGAR voru andstæðingar á
Hlíðarenda í gærkvöld en ekki kom
þó til þess að þeir tækjust á innan
vallar. Hinn reyndi Alexei Trúfan
tók þátt í varnarleik Vals framan af
en Vlad Trúfan, sonur hans, sat á
varamannabekk Aftureldingar.
HENNING Berg, varnarmaður
Blackburn og fyrrverandi leikmaður
Manchester Untied hefur ákveðið að
leggja skóna á hilluna í vor.
FÓLK