Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ORKA TIL NORÐURÁLS Landsvirkjun hefur ákveðið að hefja þegar í stað framhaldsvið- ræður við Norðurál um orkuöflun vegna stækkunar álversins á Grundartanga þar sem hún telur að arðsemi af breyttri Norð- lingaölduveitu sé nægjanleg við fyrstu sýn. Forstjóri Landsvirkj- unar telur að ef allt gangi eftir eigi að vera hægt að byrja að af- henda Norðuráli raforku í lok árs 2005. Írakar samstarfsfúsari Hans Blix, yfirmaður vopnaeft- irlits Sameinuðu þjóðanna í Írak, sagði í gær að stjórnvöld í Bagdad sýndu nú bættan vilja til sam- starfs um að uppfylla kröfur SÞ. George Bush Bandaríkjaforseti sagði hins vegar Saddam Hussein vera að reyna „einu sinni enn að villa um fyrir heiminum“ og brezki forsætisráðherrann Tony Blair sagði Íraksforseta hafa „eitt loka- tækifæri enn“ til að afvopnast. Veiðibann framlengt Hafrannsóknastofnun hefur lagt til við sjávarútvegsráðherra að veiðibann vegna friðunar hrygn- ingarþorsks verði lengt um helm- ing á einstökum svæðum, eða úr 20 dögum í 40 daga. Hermann Stefánsson, formaður Útvegs- mannafélags Hornafjarðar, segir tillögurnar aðför að útgerð vertíð- arbáta. Námu ekki fyrirmæli Komin er út skýrsla um rann- sókn á flugatviki þegar þotur frá SAS og Flugleiðum voru of nálægt hvor annarri yfir Arlanda-flugvelli við Stokkhólm 25. janúar í fyrra. Er niðurstaðan sú að flugmenn SAS-þotunnar hafi ekki heyrt fyr- irmæli flugumferðarstjóra.  BÍLASPRAUTUN  JEPPAHORNIÐ  NÝR TJÖRUHREINSIR OLÍUGJALDIÐ  UPPHITAÐAR BÍLÞURRKUR  NÝR RÚSSAJEPPI  VW TOUAREG REYNSLUEKIÐ aflmikill lúxusjeppi Þjónustuaðili fyrir öryggis- og þjófavarnarbúnað frá DIRECTED VIPER á Íslandi FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! Alhliða lausn í bílafjármögnun Suðurlandsbraut 22 540 1500 www.lysing. is Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 13/14 Minningar 32/37 Erlent 15/17 Bréf 40/41 Höfuðborgin 18 Kirkjustarf 41 Akureyri 19 Dagbók 42/43 Suðurnes 20 Íþróttir 44/47 Landið 21 Fólk 48/53 Listir 22/24 Bíó 50/56 Umræðan 25/27 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * ÁSTAND íslenska sumargotssíldarstofnsins er mun betra en áður var talið en í rannsóknaleið- angri fyrr í þessum mánuði mældust um 450 þús- und tonn af stórsíld vestur af Snæfellsnesi. Þá gef- ur mikið magn smásíldar vonir um góða nýliðun veiðistofns á næstu árum. Síðastliðin tvö ár hefur gengið erfiðlega að meta stærð veiðistofns íslensku síldarinnar, m.a. vegna óvenjulegrar útbreiðslu. Ekki hefur heldur tekist að finna vetursetustöðvar síldarinnar síðastliðin ár og var sú síld sem fannst mjög dreifð. Þá hefur aðalútbreiðslusvæðið færst frá Austfjörðum til svæðisins út af Suðvestur- og Vesturlandi. Páll Reynisson, fiskifræðingur á Hafrannsókna- stofnuninni segir, að í síldarrannsóknum í nóv- ember og desember á síðasta ári hafi, líkt og árin á undan, fundist lítið af stórsíld. Margir hafi verið uggandi um ástand stofnsins og því verið farinn annar rannsóknaleiðangur fyrr í þessum mánuði til að freista þess að mæla stærð veiðistofnsins. Í leiðangrinum var lögð áhersla á að kanna svæðið frá Suðvesturlandi að Vestfjörðum. Þar hafi fund- ist mun meira af stórsíld en undanfarin ár. „Við mældum um 450 þúsund tonn af hrygningarsíld í Kolluál. Það er reyndar ekki jafnmikið magn og menn höfðu áætlað út frá endurmælingum og svo- kallaðri aldursaflagreiningu en þess ber að geta að síldin er dreifð á stóru svæði og því er hér líklega um að ræða lágmarksmælingu. Hún var engu að síður nokkuð veiðanleg, hélt sig í þokkalegum torfum upp í sjó en var aftur á móti stygg með ein- dæmum.“ Páll segir íslenska sumargotssíldarstofninn þannig í þokkalegu ástandi og í góðu meðallagi miðað við síðustu ár. Hann ætti því að geta staðið undir góðri veiði. „Í leiðangrinum í nóvember og desember fannst auk þess töluvert af smásíld fyrir austan land og suður af Eldey. Þar var 1999 ár- gangurinn mjög áberandi og greinilega yfir með- allagi og ætti að koma inn í veiði eftir tvö ár. Útlit- ið er því nokkuð bjartara en áður og víst að margir varpa öndinni léttar,“ segir Páll. Betra ástand íslensku sumargotssíldarinnar en áður var talið Fundu 450 þúsund tonn af stórsíld í Kolluál BANN við flugi lítilla flugvéla er enn í gildi og segir Guðlaugur Sigurðsson, framkvæmdastjóri verklegrar deildar Flugskóla Ís- lands, að það sé mjög bagalegt fyrir skólann að geta ekki kennt sem stendur. Skólinn á 14 flug- vélar og segir hann þær hafa ver- ið mikið nýttar undanfarið í verk- legu kennslunni. Bannið nær ekki til flugvéla og þotna sem nota þotueldsneyti. Guðlaugur segir að sýni úr bens- ínbirgðunum hér séu nú til athug- unar í Bretlandi. Niðurstöður séu væntanlegar í dag og verði þær neikvæðar sé ljóst að erfiður tími sé framundan. Nýr farmur af bensíni sé ekki væntanlegur fyrr en um miðjan mars. Nauðsynlegt var að tæma tanka flugvélanna sem notað hafa gallaða bensínið og þarf einnig að skipta um síur. Sömu sögu er að segja af Flug- félaginu Geirfugli sem hefur sinnt flugkennslu. Matthías Arn- grímsson, flugmaður og einn flug- kennaranna, sagði að engin kennsla yrði hjá félaginu meðan bannið gilti enda hefði verið not- að bensín frá dælu í Fluggörðum á vélar félagsins. Hann segir nú til athugunar hvort truflanir sem fram hafi komið í einni véla fé- lagsins megi rekja til hins gallaða bensíns. Morgunblaðið/RAX Flugkennarar við Flugskóla Íslands eru nánast verklausir meðan bannað er að nota flugvélabensínið sem til er í landinu nema til sjúkraflugs. Flugskólar í erfiðleikum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Kristján Viðar Júl- íusson í sjö ára fangelsi fyrir til- raun til að bana fyrrum sambýlis- konu sinni og fyrir líkamsárás gegn henni rúmlega einu ári áður. Í dómnum segir að tilviljun ein hafi ráðið því að 4,7 sentímetra skurður sem hann veitti henni á hálsi hafi ekki verið banvænn. Báðar árásirnar áttu sér stað á heimili konunnar, sú fyrri í maí 2001 en sú seinni í lok júlí 2002. Þegar lögregla handtók Kristján neitaði hann að hafa ráðist á hana en fyrir dómi játaði hann á sig báð- ar árásirnar. Í ákærunni er fyrri árásinni lýst þannig að hann hafi slegið konuna margsinnis í andlit, höfuð og líkama. Slegið höfði henn- ar utan í vegg og misþyrmt henni með öðrum hætti, allt með þeim af- leiðingum að hún hlaut sár á höfði og andliti sem þurfti að sauma með 30–40 sporum. Hún marðist mikið í andliti og víðar á líkamanum, nef- brotnaði og fingur hennar skadd- aðist alvarlega. Í seinni árásinni braut hann hægri upphandlegg hennar fyrir ofan olnboga og skar hana með hnífi á augabrún og veitti henni 4,7 sentímetra langan skurð á hálsi. Yfirlæknir á slysa- deild taldi að mjög litlu hefði mátt muna að skurðurinn á hálsinum hefði skorið í sundur líffæri og æð- ar sem hefði leitt til þess að kon- unni hefði blætt út á mjög skömm- um tíma. Fram kom að þau voru bæði ölvuð þegar árásirnar voru gerðar. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að fyrri árásin hafi verið til- efnislaus og hrottafengin og hann eigi sér engar málsbætur vegna hennar. Samkvæmt vitnisburði konunnar reitti hún hann til reiði áður en síðari árásin var gerð og var það virt honum til refsilækk- unar. Einnig var honum virt til refsilækkunar að hann játaði að mestu leyti brot sín fyrir dómi. Ein milljón í miskabætur Kristján hefur frá árinu 1972 hlotið sex refsidóma, fyrir mann- dráp, fíkniefnabrot, líkamsárásir, þjófnað, nytjastuld og rangar sak- argiftir. Í dómnum er lögregla gagnrýnd fyrir að sinna ekki sem skyldi rannsókn á persónulegum högum hans. Það þótti þó ekki koma að sök og ekkert þótti benda til annars en hann væri sakhæfur. Gæsluvarðhald frá 29. júlí var dregið frá refsingunni. Hann var einnig dæmdur til að greiða kon- unni eina milljón í miskabætur auk sakarkostnaðar. Ragnheiður Harð- ardóttir saksóknari flutti málið f.h. ríkissaksóknara. Páll Arnór Páls- son hrl. var til varnar og Þórdís Bjarnadóttir hdl. var réttargæslu- maður konunnar. Guðjón St. Mar- teinsson, Arnfríður Einarsdóttir og Páll Þorsteinsson kváðu upp dóm- inn. Sjö ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.