Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Frábær svört kómedía með stórleikurunum Jack Nicholson og Kathy Bates sem bæði fengu tilnefningar til Óskarsverðlauanna í ár fyrir leik sinn í myndinni. 2 Tilnefningar til Óskarsverðlauna:Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson.Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates. RADIO X SV MBL  Kvikmyndir.co m  SG DV SV. MBL Kvikmyndir.com HK DV Tilnefningar til Óskarsverð- launa þ. á. m. besta mynd13 Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 6. Daredevil verður frumsýnd eftir 2 daga Sýnd kl. 8 og 10.20.Sýnd kl. 8 og 10.20. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12. Sýnd kl. 3.45 og 5.50.Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. 400 kr. Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT Njósnarinn Alex Scott er að fara í sitt hættulegasta verkefni til þessa...með ennþá hættulegri félaga! Sýnd kl. 8. B.i. 16. Síðasta sýning Sýnd kl. 4, 8 og 10.10. B.i. 16. kl. 5.30. Sýnd kl. 8. Bi. 12. Síðustu sýningar kl. 9. Frábær mynd sem frá leik- stjóranum Martins Scorsese með stórleikurunum Leonardo DiCaprio, Daniel Day-Lewis og Cameron Diaz. Tilnefningar til Óskarsverðlauna, þ.á.m.besta mynd og besti leikstjóri10 Daredevil verður frumsýnd eftir 2 daga.  HJ MBL ANNIE Proulx sló í gegn fyrir nokkrum árum með sögunni af undirmálsmanninum Quoyle sem stendur uppi sem sigurvegari áður en yfir lýkur. Sú bók, sem er margverðlaunuð, hét The Shipping News og gerðist á meðal sjómanna á Nýfundnalandi. Í nýrri bók Proulx, That Old Ace in the Hole, er sögusviðið pönnuskaftið svo- nefnt, landsvæðið þar sem ríkin Tex- as og Oklahoma liggja saman. Bob Dollar er sendur þangað af svínaræktarfyr- irtæki til að leita að stað fyrir svínabú, en verður að villa á sér heimildir því fátt er betur til þess fallið að spilla lífshamingju manna en að búa í nágrenni við svínabú þar sem lyktin drepur allt kvikt í marga kíló- metra fjarlægð frá búinu. Laumuspilið stendur og í Dollar því hann er heiðarlegur piltur og vænn og kann því illa að vera að spilla lífi fólks, ekki síst eftir að hann kynn- ist íbúum Woolybucket, bæjar sem lítið sem ekkert hefur breyst frá því fyrir fyrri heimsstyrjöld utan að íbúarnir hafa elst. Annie Proulx kann að segja frá og hefur gaman af að leika sér með tungumálið enda notar hún aldrei eitt orð þar sem hún kemur fyrir tíu og lýsingar hennar á fólki og um- hverfi þess geta verið talsvert torf, upp- skrúfuð tilgerð sem fer mjög í taugarnar á mörgum gagnrýnendum. Málum er aftur á móti svo háttað að Proulx er yfirleitt að skrifa farsa og fátt á betur við í slíkum bók- menntum er skrúðmælgi og ofhlaðnar setn- ingar. Sagan af Bob Dollar og ævintýrum hans, sem er um leið þroskasaga ungs manns, er og skemmtilegur farsi, fólkið sem lýst er í bókinni allt ýkt og stóreinkennilegt, uppátæki þess undarleg og meira að segja harmleikurinn sem á sér stað undir lokin er broslegur. That Old Ace in the Hole er saga Bobs Dollars en hún er líka saga þessa sér- kennilega landsvæðis, The Panhandle, fólks- ins sem kom þangað á nítjándu öld og þraukaði þrátt fyrir þrengingar og þurrka. Proulx hefur næmt auga fyrir því sérkenni- lega í mannlífinu og nýtir það óspart til að gefa sögunni lit og stemmningu og skreytir með sögum af íbúum héraðsins sem margar gegna engum sýnilegum tilgangi fyrir fram- vindu bókarinnar nema að gera hana skemmtilegri. Sagan af Bob Dollar og frændanum sem ól hann upp er líka skemmtileg út af fyrir sig og í raun ólokið. Kannski fáum við framhald síðar. Skemmti- legur farsi That Old Ace in the Hole, skáldsaga eftir Annie Proulx. Fourt Estate gefur út 2002. 362 síðna kilja í stóru broti. Kostaði 2.495 í Pennanum-Eymundsson. Forvitnilegar bækur Árni Matthíasson Einhverstaðar úti íheimi er herbergiþar sem samankemur lítil klíka manna, auðkýfinga, nema hvað, og stjórnar heiminum, ákveður hver verður forseti og hver forsætisráðherra, hvar verður stríð og hvar friður, hvar verður hagsæld og hvar örbirgð. Ekki eru menn á eitt sáttur um hverjir eru í þessum hópi; eru það fjögurra metra háar eðlur sem geta brugðið sér í mannsmynd, er það Bilder- berg-klíkan eða kannski einfaldlega „þeir“. Breski blaðamaðurinn Jon Ron- son einsetti sér að leita að þessu herbergi og að „þeim“ og eyddi nokkrum árum í samneyti við öfga- menn ólíkrar gerðar, öfgasinnaða múslima, meðlimi Klu Klux Klan, nýnasista, heittrúaða kristna og menn sem ekki er hægt að kalla annað en stórbilaða, og af þeim er nóg. Afraksturinn kom svo út á bókinni Them sem Picador gaf út sem kilju. Hættulegt kjánaprik Ronson eyðir eina mestum tíma með Omar Bakri Mohammed, leið- toga Al-Muhajiroun, sem eru herská samtök múslima með að- setur í London, og að eigin sögn helsta samherja Osama Bins Lad- ens á Englandi. Sú frásögn gefur þá mynd af Mohammed að hann sé hálfgert kjánaprik, en hættulegt kjánaprik engu að síður því þeir eru margir sem taka of mikið mark á honum. Aðrir sem koma við sögu eru meðlimir Aryan Nation nýnas- istasamtakanna vestan hafs, en þá kemst Ronson helst í hann krapp- an þegar sá grunur fellur á hann að hann sé gyðingur (sem hann reyndar er), Ian Paisley ofstæk- isklerkur á Norður-Írlandi, sem kemur mjög sérkennilega fyrir sjónir, David Icke, sem heldur því fram að fjögurra metra háar eðlur stjórni heiminum, tveir meðlimir Klu Klux Klan, annar sem er fullur af kynþáttahatri og svo leiðtogi samtakanna sem er að reyna að breyta ímynd þeirra, vill að fólki finnist KKK vera vin- gjarnleg og þægileg. Ronson reynir einnig að skilja starfsemi ADL, samtaka (stofn- unar) sem berjast gegn gyð- ingahatri. Frásögn Ronsons af glímu ADL við David Icke sýnir samtökin reyndar ekki í sem bestu ljósi; ADL reynir að hindra ferðir Ickes og viðtöl á þeirri forsendu að hann sé að tala um gyðinga þegar hann segi að risaeðlur stjórni heiminum. Eins og kemur glöggt fram í samskiptum Ronsons við Icke er sá síðarnefndi í raun að taka um eðlur en ekki gyðinga. Bilderberg-samtökin Bilderberg-samtökin eru mörg- um kunnug, ekki síst þeim sem þekkja samsæriskenningar sem óðu upp í Þjóðviljanum sáluga. Ef marka má umræðu á Netinu eru þar saman komnir þessir „þeir“ sem öllu stjórna og víst að Íslend- ingar kími yfir því að meðal hinna leyndu afla sem öllu ráða í heim- inum séu frammámenn úr íslensku stjórnmála- og viðskiptalífi. Jon Ronson kemst og að því að Bilder- berg er meinlaus spjallklúbbur og skín í gegn að honum finnst ekki líklegt að á fundum þess fé- lagsskapar sé verið að leggja á ráð- in um hver verði forseti í þessu eða hinu landinu og hvar næsta stríð verði háð svo dæmi séu tekin. Þegar Ronson er búinn að fletta ofan af Bilderberg-klúbbnum og komast að því að hann er ekki vett- vangur valdasjúkra illmenna er röðin komin að öðru uppáhaldi þeirra sem trúa því að ill klíka stefni að heimsyfirráðum, ef hún er þá ekki þegar búin að ná þeim. Vestur í Kaliforníu er nefnilega skógarreitur þar sem valdamenn koma saman til þess að stunda kynsvall, eiturlyfjaveislur og mannfórnir, ef marka má þá sem skrifa hvað mest um Bohemian Grove sumarbúðirnar á Netinu. Bæheimslundur Saga Bomehian Grove er svo sem ekkert leyndarmál; samtökin voru stofnuð 1872 sem karlaklúbb- ur í San Francisco. Stofnendurnir voru fimm blaðamenn á San Francisco Examiner sem hugðust halda árlega útihátíð fyrir blaða- menn og aðra þá sem máli skiptu í samfélaginu. Með tímanum fækk- aði blaðamönnum í félagsskapnum en hann varð og æ vinsælli; félagar í dag eru um 2.000 og er tíu til fimmtán ára biðlisti vilji menn komast inn, en það kostar líka skildinginn að fá að vera með, inn- tökugjald er í kringum 250.000 kr. og árgjald 60.000. Meðlimir eru úr ýmsum áttum en flestir bæði valdamiklir og auðugir. Nægir að nefna George P. Shultz, Gerald R. Ford, Henry Kissinger, William F. Buckley, Jr., Edward Teller, Ro- nald Reagan, George Bush, Casp- er W. Weinberger og fleiri frammámenn, þar á meðal fleiri fyrrverandi forseta Bandaríkj- anna. Bomehian Grove-hátíðin, sem var fyrst haldin sumar 1878, er haldin um hásumar og stendur í rúmar tvær vikur. Á meðan á há- tíðinni stendur skemmta menn sér og hvílast, eru eins og í sum- arbúðum fyrir ungmenni, en taka einnig þátt í ýmsum athöfnum, meðal annars brennifórn sem mjög er umtöluð hjá samsær- iskenningasmiðum. Fyrsta laugardag hverrar sum- arhátíðar félagsskaparins brenna viðstaddir líkneski sem er tákn- mynd daglegs strits frammi fyrir risastóru líkneski af uglu. Þessi at- höfn hefur ekki síst orðið til að ýta undir grunsemdir manna um að eitthvað djöfullegt eigi sér stað og ýmsir hafa haldið því fram að ekki sé bara verið að brenna líkneski, heldur stundi menn mannfórnir frammi fyrir uglunni, brenni lif- andi menn eða jafnvel börn, enda sé allt þetta liður í djöfladýrkun. Þannig má sjá á Netinu síður með ljósmyndum sem teknar eru á staðnum og síðan hafa menn lesið úr þeim myndum alls kyns æv- intýralega hluti, ekki síst það að uglan sé tákn Móloks, guðs Amm- óníta, og í framhaldi af því kviknað sögur um mannrán, morð og mannfórnir, aukinheldur sem þar stundi menn allskyns ógeðfellt at- ferli sem ekki verður tíundað hér. Ber ekki saman Skemmst er frá því að segja að Ronson sækir sumarhátíðina í Bohemianlundi og er það við- staddur brennifórnina, þegar menn varpa af sér hlekkjum dag- legs strits, og ekki er það erfiðara fyrir hann að komast þangað inn en svo að hann röltir inn um að- alhliðið og enginn reynir að stöðva hann hvað þá hann sé ónáðaður eftir að komið er inn fyrir. Þar sit- ur hann síðan í grænum lundi og fylgist með skemmtuninni í kring- um uglualtarið og lýsisr því frekar eins og kjánalegu strákastússi, svona eins og þegar frímúrarar klæða sig upp og sveifla sverðum. Það er því erfitt að trúa lýsingum frá sama fundi frá samsæriskenn- ingasmiðum sem laumuðu sér inn og voru að því þeir sjálfir segja frá hundeltir af leyniþjónustmönnum, sáu „líklega“ manni fórnað og alls- kyns stórundarlega háttsemi. Nema náttúrulega Jon Ronson sé einn af „þeim“. Hverjir eru „þeir“? Margir telja að lítil klíka manna sitji í leyniherbergi úti í heimi og hafi öll ráð í hendi sér. Árni Matthíasson kynnti sér bók manns sem leitaði að herberginu. Rakmaninoff var gestur á sum- arhátíðum í Bohemian Grove. Var hann einn af „þeim“? Uglumerkið er áberandi í Bæheimslundi, eða er þetta kannski mynd af Mólok? Dwight D. Eisenhower, sem síðar varð forseti Bandaríkj- anna, og Herbert Hoover, fyrrverandi forseti, snæða í Bohemian Grove í júlí 1950. Jon Ronson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.