Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MBA nám Háskólinn í Reykjavík ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F/ SI A .I S H IR 2 03 48 0 2. 20 03 Opinn kynningarfundur fimmtudaginn 27. febrúar kl. 17:15 í Háskólanum í Reykjavík Vertu velkomin(n) á fundinn og fáðu svör hjá nemendum í MBA náminu og forsvarsmönnum námsins við spurningunni - af hverju þú átt að velja MBA nám við Háskólann í Reykjavík. www.ru.is/mba RÍKISENDURSKOÐUN hefur gert alvar- legar athugasemdir við fjölmörg atriði í fjár- mála- og eignaumsýslu Löggildingarstofu undanfarin ár. Meðal annars eru gerðar at- hugasemdir við bifreiðakaup stofnunarinnar, sem voru án heimildar, kaup á ýmsum bún- aði sem ekki finnst í stofnuninni og greiðslur verktakalauna til ættingja yfirmanna. Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, hefur sent forstjóra Löggilding- arstofu bréf þar sem fram kemur að í athugun sé að veita honum tímabundna lausn frá embætti vegna „stórfelldrar óreiðu á bókhaldi og fjárreiðum stofnunarinnar“, eins og þar segir. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er gerð í framhaldi af endurskoðun ársreiknings Lög- gildingarstofu fyrir árið 2001, þar sem talin var þörf á að endurskoða ákveðna þætti í starfsemi stofnunarinnar. Í skýrslunni er þess getið að veikindi fyrrverandi skrifstofu- stjóra hafi haft umtalsverð áhrif á rekstur stofnunarinnar fram á sl. ár. Hins vegar sé rétt að taka fram að nýr skrifstofustjóri hóf störf á árinu 2002 og stofnunin hafi gripið til víðtækra aðgerða til að bæta úr ýmsu sem athugasemdir séu gerðar við í skýrslunni. 57 farsímar – 20 starfsmenn Fram kemur að Löggildingarstofa keypti 57 farsíma á tímabilinu 1999 til ágúst 2002 samkvæmt könnun á bókhaldsgögnum en starfsmenn stofnunarinnar voru þá um 20. Af 57 símum fundust 18 símar ekki þrátt fyr- ir sérstaka eftirgrennslan. Verðmæti þeirra er áætlað um 700 þúsund krónur. Þá kom í ljós að töluvert vantaði af tölvu- búnaði stofnunarinnar. Við nánari eftir- grennslan var upplýst að ýmis búnaður var í vörslu fyrrverandi starfsmanna og fleiri að- ila. Ekki var hægt að gera grein fyrir tölvu- búnaði að kaupverði nálægt tveimur millj- ónum króna. Dýrasti einstaki tölvuhluturinn sem ekki fannst í eignatalningunni var segulbandsaf- ritunarstöð sem keypt var árið 2000 fyrir rúma hálfa milljón króna. Í ljós kom að hún var enn í vörslu fyrirtækisins sem seldi hana stofnuninni og var ónotuð. Sams konar afrit- unarstöð fannst í talningunni og segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar að kaup á tveimur slíkum stöðvum séu óskiljanleg í ljósi þess að afkastageta hvorrar um sig sé langt umfram þarfir stofnunarinnar. Áætluð heildarkaup Löggildingarstofu á tölvubúnaði á umræddu tímabili er 17 millj- ónir króna sem Ríkisendurskoðun telur óeðlilega hátt í ljósi eðlis og umfangs starf- seminnar. Telur Ríkisendurskoðun að stofn- unin hafi átt að nýta sér rammasamninga sem Ríkiskaup hafa gert við nokkur önnur tölvufyrirtæki um afslátt af tölvubúnaði. Fjarskiptakostnaður stofnunarinnar þykir sömuleiðs óvenjuhár miðað við stærð henn- ar. Í skýrslunni er á það bent að dóttir fyrr- verandi skrifstofustjóra fékk á árunum 1999–2002 greitt fyrir aðstoð við skrifstofu- störf og voru greiðslurnar í formi verktaka- greiðslna. Voru störf hennar að mestu unnin á heimili fyrrverandi skrifstofustjóra. Til viðbótar munu önnur skyldmenni skrifstofu- stjórans fyrrverandi hafa fengið greiðslur fyrir ýmis störf gegn framlögðum reikning- um. Í skýrslunni er bent á að grunnlaun nokk- urra starfsmanna stofnunarinnar séu mun hærri en samningar sem gerðir hafa verið við viðkomandi stéttarfélög og dæmi um að starfsmaður hafi fengið helmingi hærri grunnlaun en samkvæmt samningi. Athugasemdir eru gerðar við bifreiðakaup Löggildingarstofu. Árið 2001 keypti stofn- unin Toyota Landcruiser jeppa fyrir um 4 millj. kr. til afnota að mestu fyrir forstjóra stofnunarinnar og kom hún í stað annarrar bifreiðar. Engin heimild var hinsvegar í fjár- lögum fyrir kaupunum. Telur forstjóra ótvírætt ábyrgan Talsvert er um rangfærslur í bókhaldi stofnunarinnar að því er fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar og skortur er á bókhaldsgögnum. Kostnaður vegna ferðalaga starfsmanna Löggildingarstofu nam í fyrra 12 m. kr. Tel- ur Ríkisendurskoðun það há útgjöld þegar 20 starfsmenn eigi í hlut. Í bréfi iðnaðar- og viðskiptaráðherra til forstjóra Löggildingarstofu segir að óreiða í eignarkaupum stofnunarinnar felist einkum í að ráðist hafi verið í kaup án þess að fyrir lægi þörf, tilefni eða eðlileg tengsl við starf- semi stofnunarinnar, mjög hafi skort á að- hald með umfangi kaupa. Telur ráðuneytið að kaup á dýrri jeppabifreið til afnota fyrir forstjóra feli í sér „óforsvaranlega meðferð fjármuna“ miðað við hvernig fjárhag stofn- unarinnar var háttað á þeim tíma og hún brjóti gegn „vönduðum stjórnsýsluháttum í umgengni með opinbert fé“. Ráðuneytið tel- ur ámælisvert að viðgengist hafi í stórum stíl að fela venslamönnum starfsmanna að taka að sér verkefni í verktöku án þess að þau hafi verið boðin út eða önnur hlutlæg aðferð viðhöfð við val verktaka. Slík verktaka sé til þess fallin að rýra traust til stofnunarinnar út á við. Telur ráðuneytið forstjórann ótví- rætt ábyrgan fyrir þeirri óreiðu sem ein- kennt hafi kaup á verktakaþjónustu. Í bréfinu er á það bent að Löggilding- arstofa hafi um árabil verið rekin með stór- felldum halla og nú sé svo komið að það fé sem stofnuninni var lagt til í upphafi sé upp- urið. Segir þar að vanræksla forstjórans fel- ist bæði í því að stuðla að óreiðu með því að sinna ekki stjórnunarskyldum og með því að samþykkja bersýnilega óþörf útgjöld. Er það, að mati ráðuneytisins, sérstaklega al- varlegt þar sem forstjóra hafi verið ljóst að fjárhagsstaða Löggildingarstofu væri ófull- nægjandi og fyllsta aðhalds því þörf í fjár- reiðum. Fram kemur að samanlagður rekstr- arhalli Löggildingarstofu vegna áranna 2000 og 2001 nam rúmlega 60 milljónum króna. Ráðherra telur í bréfi sínu tilefni til að veita forstjóranum lausn frá embætti um stundarsakir. Er honum veittur frestur til föstudags til að koma að andmælum. Ríkisendurskoðun og iðnaðarráðherra gera alvarlegar athugasemdir við starfsemi Löggildingarstofu „Stórfelld óreiða á bókhaldi og fjárreiðum“ Morgunblaðið/Sverrir Löggildingarstofan er til húsa við Borgartún. GYLFI Gautur Pétursson, forstjóri Lög- gildingarstofunnar, segir það beinlínis rangt að tala um óreiðu í bókhaldi stofn- unarinnar. Þá bendir Gylfi jafnframt á að fram komi í skýrslunni að stofnunin hafi gripið til víðtækra aðgerða til að bæta úr því sem athugasemdir hafi verið gerðar við. Aðspurður segir Gylfi að hann hafi haft afnot af bifreið stofnunarinnar frá 1997 og síðan hafi sú bifreið einfaldlega verið end- urnýjuð þegar hún var orðin þriggja ára gömul. Um þetta hafi stjórninni verið kunnugt en þegar athugasemd hafi samt sem áður verið gerð vegna þessa hafi bif- reiðin einfaldlega verið seld og málinu lok- ið, löngu áður en nokkur athugun hófst hjá Ríkisendurskoðun. „Ég hef greitt hlunnindaskatt af afnot- um mínum af bifreiðinni frá upphafi. Um þetta allt var samkomulag við þáverandi ráðuneytisstjóra,“ segir Gylfi. Aðspurður um tölvukaup stofnunarinnar segir Gylfi að þau hafi verið í verkahring skrifstofustjóra en hann hafi auk þess þeg- ið ráðgjöf sérfræðings sem fenginn var til að fara yfir málin. „Það er ekki rétt að kaupin hafi verið utan rammasamnings sem var við Einar J. Skúlason. Hins vegar var bent á að of mikið hafi verið keypt og það er annað mál og ég hefði ef til vill átt að taka eftir því.“ Spurður um ferðakostnað Löggilding- arstofunnar segir Gylfi að alltaf sé hægt að gagnrýna stofnanir fyrir slíkt. Gylfi Gautur bendir á að í skýrslu Rík- isendurskoðunar komi orðrétt fram að „al- varleg veikindi fyrrverandi skrifstofu- stjóra höfðu umtalsverð áhrif á rekstur stofnunarinnar“. Gylfi segir að það sé allt- af erfitt að fjalla um veikindi af þessu tagi og hann vilji ekki gera það opinberlega, en þau hafi nú verið dregin fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Gylfi segist munu skila andmælum og þar muni sjónarmið hans verða skýrð nán- ar. „Mál þetta kann að snúast um hugs- anlega ábyrgð mína á starfsmönnum mín- um. Ég mun að sjálfsögðu axla þá ábyrgð sem mér ber.“ Rangt að tala um óreiðu INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, sagði laun forstjóra Kaupþings „út úr Íslandskortinu“ í fréttaþættin- um Hér og nú í Ríkisútvarpinu í gærmorgun. „Enda má kannski segja að Kaupþing sé vaxið út úr kortinu. Þessi laun endurspegla fyrst og fremst hvílík reginhöf aðskilja þá sem hæst hafa launin og svo al- menna launþega. Það er auðvitað ákveðin hætta á því að menn sem hafa slík laun rofni úr tengslum við raunveruleikann.“ Þá sagði hún hæpið að miða við laun í útlöndum hvað þetta varðar en Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, sagði í þættinum að enginn lyfti brúnum yfir launa- greiðslunum erlendis. „Almenningi í öðrum löndum finnst nóg um þær launagreiðslur sem forstjórar þar taka. Það má kannski á móti segja að það er kostur að Kaupþing hefur höfuð- stöðvar sínar hér á landi og for- stjóri fyrirtækisins telur fram til skatts hér,“ sagði Ingibjörg Sól- rún. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gagnrýnir laun forstjóra Kaupþings Hætt við að menn rofni úr tengslum við raunveruleikann HAGASKÓLI sigraði spurn- ingakeppni grunnskólanna eftir spennandi baráttu við Foldaskóla í gærkvöldi. Þríeykið sigursæla, Björn Reynir Halldórsson, Magnús Þorlákur Lúðvíksson og Halla Oddný Magnúsdóttir, hlaut 37 stig en lið Foldaskóla 33. Endasprett- urinn var harður hjá Foldaskóla en það dugði þó ekki til að jafna stiga- fjölda Hagaskóla sem gekk út með verðlaunagrip ÍTR. Hagaskóli vann spurn- ingakeppni grunnskólanna Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.