Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 9 Síðir og stuttir kjólar með jökkum Pilsdragtir - buxnadragtir Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardag frá kl. 10.00—16.00. Hver einasti hlutur í búðinni með 50% afslætti Húsgögn, ljós, fatnaður og gjafavörur Opið virka daga kl. 11-18, laugardag kl. 11-16 og sunnudag kl. 13-16. Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. Okkar árlega rýmingarsala Laugavegi 54, sími 552 5201 Ferming í Flash kjólar pils toppar buxur Mikið úrval Kringlunni & Hamraborg Vor 2003 Ný sending [s v a rt á h v ítu ] 568 4900 552 3636 mikið úrval af fallegum vorvörum EVRÓPUMEISTARAR Frakk- lands taka þátt í fyrsta alþjóðlega kvennaskákmótinu sem haldið verður hér á landi 5. til 9. mars næstkomandi í Saltfisksetrinu í Grindavík. Mótið er haldið af Tafl- félagi Garðabæjar og nýstofnuðu Skákfélagi Grindavíkur. „Blautasta mót ársins“ „Þetta verður annarsvegar landskeppni þriggja þjóða, Ís- lands, Noregs og Frakklands, en samhliða verður haldið annað mót, þar sem við bætist karlasveit skip- uð fulltrúum Taflfélags Garða- bæjar og Skákfélags Grindavíkur,“ segir Jóhann Ragnarsson, formað- ur undirbúningsnefndar mótsins. Verðlaunaafhending fer fram sunnudaginn 9. mars kl. 16 í Bláa lóninu og að henni lokinni fer fram hraðskákarkeppni sömu sveita of- an í lóninu. „Ég hef ekki þorað að auglýsa þetta sem blautasta mót ársins,“ segir Jóhann og hlær. „En ég held þetta sé fyrsta mótið í vatni hér á landi. Ég veit að svona mót hafa verið haldin erlendis, s.s. í Ungverjalandi.“ Framtíðarlandslið Frakka Taflfélag Garðabæjar og Skák- samband Frakklands hafa, að sögn Jóhanns, verið í miklu samstarfi undanfarin þrjú ár. „Þeir leggja mikla áhersla á mótið sem þátt í uppbyggingarstarfi hjá sér og senda framtíðarlandslið sitt á mót- ið,“ segir Jóhann. „Við höfum tvisvar áður verið með mót fyrir sömu landslið á Netinu, árið 2001 og 2002, þannig að það var rökrétt framhald að fá liðin hingað.“ Sterkasti skákmaður mótsins er á fyrsta borði hjá Frökkum, Kar- elle Bolon, með 2162 Elo-stig, en hún er 16 ára. Valið hefur verið í íslenska landsliðið fyrir mótið, þó borðaröð- in hafi ekki verið ákveðin. Í liðinu verða Íslandsmeistarinn Guðlaug Þorsteinsdóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Anna Björg Þor- grímsdóttir, Áslaug Kristjánsdótt- ir, Harpa Ingólfsdóttir og Aldís Lárusdóttir. Ekki tapað í 15 ár Franska landsliðið kom á óvart með því að vinna Evrópukeppnina í Leon á Spáni fyrir tveimur árum, að sögn Jóhanns, og hafa einstakir liðsmenn þess fylgt því eftir með góðri frammistöðu á mótum. Tvær konur sem keppa á mótinu eru í Taflfélagi Garðabæjar, önnur er Guðlaug Þorsteinsdóttir og hin Sylvia Johnsen úr norska liðinu. Þær keppa báðar fyrir Taflfélagið á Íslandsmóti skákfélaga um helgina. „Það eru nú fáir sem geta státað af því eins og Guðlaug að hafa ekki tapað langri keppnisskák í fimm- tán ár,“ segir Jóhann. „Hún tók sér þrettán ára hlé og hefur ekki tapað síðan hún byrjaði aftur og raunar aðeins gert eitt jafntefli. Það var í landskeppni Íslands og Katalóníu.“ Evrópumeistarar Frakka á fyrsta alþjóðlega kvennaskákmótinu hérlendis Hraðskákmót haldið ofan í Bláa lóninu MINNA er nú um að fólk hafi heimilishænsni sem þýðir að fækk- un hefur orðið í íslenska hænsna- stofninum auk þess sem íslensku hænurnar hafa mjög víða á bæjum blandast öðrum kynjum svo sem hvítum og brúnum ítölum. Fyrir nokkrum árum gerði Hall- grímur Sveinn Sveinsson hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins skýrslu um stofnstærð íslensku landnámshænunnar. Hann komst að þeirri niðurstöðu að líklega væru til tvö til þrjú þúsund fuglar í öllu landinu. Íslenska hænan er þekkt fyrir að vera litskrúðug og ekki er auð- velt að lýsa lit hennar. Algengustu litirnir eru brúnn, grár, svartur og yrjóttur og oft eru litirnir ekki hreinir heldur eru til mörg af- brigði af dröfnóttu. Samkvæmt skýrslunni er ein- faldur kambur algengasta kamb- gerðin en aðrar kambgerðir eru tvöfaldur kambur, blöðru- eðakrónukambur svo og rósa- kambur. Eitt af aðaleinkennum hæn- unnar er fjaðratoppur á höfði og finnst hann óvíða í öðrum hænsna- kynjum nema ef vera skyldi í gömlum norrænum kyjum svo sem skánsku blómahænunni. Í Suður- Þingeyjarsýslu er nokkrir aðilar með íslensk hænsni og áhugi er fyrir því að halda þeim við. Vandamálið er lítill stofn og á mörgum bæjanna er ekki um hreinræktaða fugla að ræða. Litskrúðugum landnáms- hænum fer fækkandi Laxamýri. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Kristín Margrét Jónsdóttir í Lyngbrekku með eina af íslensku hænunum. ERKIBISKUPSDÆMIÐ í Nið- arósi verður 850 ára í sumar og munu Norðmenn minnast afmæl- isins þann 27. júlí. Von er á ýmsum tignum gest- um til Niðaróss, m.a. Walter Ka- sper kardínála frá Páfagarði og nokkrum kaþólskum biskupum en það er í fyrsta skipti frá siða- skiptum sem kaþólskur kardináli kemur þangað í heimsókn. Tilheyrðu erkibiskupnum í Niðarósi í tæp 400 ár Þá er einnig von á gestum frá Íslandi, Grænlandi, Orkneyjum, Færeyjum og fleiri stöðum sem tilheyrðu erkibiskupnum í Nið- arósi í næstum því fjögur ár- hundruð. Fulltrúi íslensku kirkjunnar við hátíðarhöldin verður Sr. Sig- urður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, en Karl Sigurbjörns- son, biskup Íslands, verður á þeim tíma á þingi lútherska heimssambandsins í Winnipeg sem er haldið á sjö ára fresti. Þá munu Kristinn F. Árnason, sendiherra Íslands í Noregi, og norski sendiherrann á Íslandi, Kjell H. Halvorsen, verða meðal gesta. Matthías Johannessen, skáld og fyrrverandi ritstjóri Morgun- blaðsins, mun við hátíðarhöldin flytja ljóð sitt „I Nidaros“ sem hann orti í tilefni afmælisins, en nýlega var ljóðabók hans, Sálmar á atómöld, gefin út á norsku í tengslum við 850 ára afmæli erkibiskupssetursins í Niðarósi. Hátíðahöld í Nið- arósi næsta sumar Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.