Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR
32 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
N
eville Chamberlain
forsætisráðherra
Breta lét undan
yfirgangi nasista
árið 1938, skömmu
fyrir heimsstyrjöldina síðari.
Winston Churchill hélt því fram
að það hefðu verið mistök. Hann
sagði við Chamberlain: „Þér var
gefinn kostur á að velja milli
stríðs og vansæmdar. Þú valdir
vansæmd og hlýtur stríð.“
Í Englandi hefur skapast hefð
fyrir hárfínni og oft kaldhæðinni
kímni – svokölluðum breskum
húmor. Churchill hafði þessa
náðargáfu og má segja að hún
hafi verið andstæða þess sem
hann lýsti í fari ræðumanna á
borð við
Charles Ber-
esford lávarð:
„Áður en þeir
stíga upp í
pontu, þá vita
þeir ekki
hvað þeir ætla að segja. Á með-
an þeir tala, þá vita þeir ekki
hvað þeir eru að segja. Og eftir
að þeir eru sestir, þá vita þeir
ekki hvað þeir hafa sagt.“
Það var mikil upplifun að
heyra breskan húmor á uppi-
standi í The Comedy Store í
Lundúnum. Þéttsetinn bekkur
áhorfenda hló hjartanlega að
beinskeyttum bröndurum um
náungann og aldrei meira en
þegar aðrir áhorfendur úr saln-
um voru teknir fyrir.
Sjaldnast áttuðu þeir sig á því
að þeir væru í raun að hlæja að
sjálfum sér – því brandararnir
áttu jafnan víða skírskotun.
Enda sagði Jonathan Swift að
háðsádeila væri eins konar speg-
ill sem fólk speglaði sig í og sæi
ásjónu allra annarra en sína eig-
in.
Ef einhver ætlaði líka að vera
fyndinn og kallaði fram úr saln-
um, þá var honum umsvifalaust
velt upp úr tjöru eins og í villta
vestrinu, svo biksvartur var
húmorinn. Aðferðafræðin var
einföld. Ef framíkallinu var ætl-
að að vera fyndið, þá var hinn
meinti brandari krufinn háðskt
af þeim sem stóð á sviðinu. Þeg-
ar brandari er strípaður með
slíkri greiningu, stendur sá sem
sagði brandarann nakinn eftir.
Uppistand hefur löngum tíðk-
ast á Íslandi. Og skemmtikröfur
áhorfenda eru ekki síður miklar,
þótt skemmtikraftarnir gefi sig
út fyrir að hafa annan og virðu-
legri starfa. Það má segja að
uppistandið hefjist fyrir alvöru
þegar líður að kosningum. Þá
fljúga hnúturnar á milli fram-
bjóðenda og menn sem annars
eru samstarfsmenn og jafnvel
vinir fara í hár saman.
Á þjóðarsviðinu getur mælsk-
an verið stjórnmálamönnum til
framdráttar, en þó getur hún
komið þeim í koll. Þannig eru
sumir stjórnmálamenn svo hrifn-
ir af eigin mælsku að þeir ráða
hreinlega ekki við sig. Þeir ráð-
ast fram á völlinn á röngum tíma
og af misráðnum tilefnum. Og
eiga fyrir vikið á hættu að vera
ekki teknir alvarlega.
Benjamin Disraeli var bent á
að róttæklingurinn og mælsku-
maðurinn John Bright hefði
komist áfram af eigin rammleik
og væri sjálfskapaður.
„Ég veit hann er það,“ sagði
Disraeli.
„Og hann dáir skapara sinn.“
Sumum ræðumönnum finnst
sem þeir þurfi að vera grófir og
dónalegir til að vera hnyttnir í
tilsvörum. Oftast verður það að-
eins neyðarlegt og til marks um
takmarkaða kímnigáfu eða orða-
forða. Listin er að slá andstæð-
inginn út af laginu án sárinda
eða fúkyrðaflaums. Stundum er
það gert með því að leggja út af
orðum viðkomandi eða jafnvel
taka undir með honum.
Af Ólafi Thors eru til margar
góðar sögur. Þannig á hann að
hafa lofað kjósendum sínum raf-
magni á framboðsfundi, en ekki
varað sig á því að rafmagnið var
nýkomið. Guðmundur I. Guð-
mundsson þingmaður Alþýðu-
flokksins stóð þá upp og kveikti
ljós í fundarsalnum.
„Þarna sjáið þið,“ sagði þá
Ólafur. „Maður er ekki fyrr bú-
inn að sleppa orðinu, en það er
komið í framkvæmd.“
Margir fara þá leið að leggja
út af orðum andstæðinga sinna,
þannig að þau hafi öfug áhrif. Í
vorkosningunum árið 1946 héldu
sumir því fram að það ættu að
vera tveir kjördagar í sveitum.
Halldór Kristjánsson á Kirkju-
bóli var í framboði fyrir Alþýðu-
flokkinn á móti Ásgeiri Ásgeirs-
syni, sem síðar varð forseti.
Halldór greip fram í á öllum
fundum og sagði: „Hvað um tvo
kjördaga í sveitum?“
Ásgeir lét sem hann heyrði
það ekki þangað til á síðasta
fundinum á Suðureyri í Súg-
andafirði. Þá svaraði Ásgeir:
„Mér hefur hingað til nægt einn
dagur til að vera kjörinn á þing,
en ég efast um að Halldóri nægi
tveir.“
Það má segja að tilsvörin sem
skráð hafa verið á spjöld sög-
unnar séu flest í þeim dúr, að
framíköllum er snúið upp í aula-
fyndni. Enda er húmor í eðli
sínu aulahúmor. Það er ekki
hægt að taka hann alvarlega.
Gildir þá einu þótt fyrirspyrj-
andanum hafi verið dauðans al-
vara. Hnyttni telst víst seint
mjög málefnaleg, en áhrifarík er
hún.
Hvað geta stjórnmálamenn
líka sagt í endalausu argaþrasi
kosninganna? Það er nú einu
sinni svo að stjórn landsmálanna
verður að taka mið af ytri skil-
yrðum. Ef teflt er fram löngum
loforðalista er það ekki trúverð-
ugt af því kringumstæður breyt-
ast. Að ætla að halda í þau öll
yrði aðeins til marks um þver-
móðsku.
Kominn er urgur í frambjóð-
endur fyrir kosningarnar í vor.
Ef til vill er alvaran meiri en á
dögum Disraelis og Churchills,
Ólafs Thors og Ásgeirs Ásgeirs-
sonar. Nú keppast fjölmiðlar við
að sundurgreina miskunnarlaust
alla hnyttni sem kastað er fram.
Eftir standa berstrípaðir fram-
bjóðendur með langa óskalista,
sem þjóðin hefur ekki efni á. Og
það er ekkert fyndið.
Hnyttni í
tilsvörum
Uppistand hefur löngum tíðkast
á Íslandi. Og skemmtikröfur áhorfenda
eru ekki síður miklar, þótt skemmti-
kraftarnir gefi sig út fyrir að hafa
annan og virðulegri starfa.
VIÐHORF
Eftir Pétur
Blöndal
pebl@mbl.is
✝ Jón Guðmunds-son fæddist á
Blesastöðum á
Skeiðum 14. mars
1911. Hann lést á
Sjúkrahúsi Suður-
lands 13. febrúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Guð-
mundur Magnússon,
f. 1878, d. 1972, og
Kristín Jónsdóttir, f.
1886, d, 1971, ábú-
endur á Blesastöðum
á Skeiðum. Jón var
elstur 16 systkina en
þau voru: Magnús, f.
1912, d. 1997, Hermann, f. 1913,
d. 1980, Guðrún, f. 1914, d. 1997,
Elín, f. 1916, Helga, f. 1917, Þor-
björg, f. 1918, Magnea, f. 1919, d.
2000 , Laufey, f. 1920, Ingigerð-
ur, f. 1921, stúlka, f. 1922, d.
1922, Óskar eldri, f. 1923, d.
1924, Svanlaug, f. 1924, Ingi-
björg, f. 1925, Hrefna, f. 1927 og
Óskar yngri, f. 1929.
Jón hóf búskap árið 1935 með
Guðrúnu Ásgeirsdóttur, f. 4.11.
1912, d. 11.7. 2000 frá Eiði í
Hestfirði. Jón og Guðrún hófu
sinn búskap á Blesastöðum á
Skeiðum en fluttu árið 1940 til
Hveragerðis. Þau slitu samvist-
um árið 1973. Eignuðust þau sex
börn og þau eru: 1) Þórarinn
Ingi, f. 1935, kvæntur Björgu
Hjartardóttur, f. 1937, og eiga
þau þrjú börn og
átta barnabörn. 2)
Guðmundur Kr., f.
1937, kvæntur Val-
gerði Magnúsdóttur,
f. 1941, og eiga þau
þrjár dætur, átta
barnabörn og eitt
barnabarnabarn. 3)
Ásgeir, f. 1942,
kvæntur Maríu Hall-
dórsdóttur, f. 1936,
og eiga þau fjögur
börn og þrjú barna-
börn. 4) Sigurður, f.
1945, og á hann
einn son og eitt
barnabarn. 5) Bryndís, f. 1949,
gift Ágústi Þorgeirssyni, f. 1949,
og eiga þau fjögur börn og tvö
barnabörn. 6) Valgeir, f. 1954,
kvæntur Ingibjörgu Jóhannes-
dóttur, f. 1954, og eiga þau þrjár
dætur. Afkomendur Jóns og Guð-
rúnar eru nú 47.
Jón gekk í barnaskólann í
Brautarholti og fór síðar á Hér-
aðsskólann á Laugarvatni. Ungur
byrjaði Jón að stunda smíðar og
lærði hann síðar þá iðn sem var
starfsvettvangur hans alla tíð.
Jón var byggingameistari að
mörgum byggingum á Suður-
landi og má þar nefna Heilsuhæli
NLFÍ og Hveragerðiskirkju.
Útför Jóns verður gerð frá
Hveragerðiskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elsku pabbi og tengdapabbi
Við andlátsfregn þína
allt stöðvast í tímans ranni.
Og sorgin mig grípur,
en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn
tjáð var í bænunum mínum,
en guð vill fá þig
og hafa þig með englunum sínum.
Við getum ei breytt því,
sem frelsarinn hefur að segja,
um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð
Við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár
og erfitt sé við hana að una,
við verðum að skilja
og alltaf við verðum við að muna,
að guð, hann er góður
og að hann veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért
og horfinn burt þessum heimi,
ég minningu þína
ávallt í hjart mér geymi.
Ástvini þína ég bið síðan
guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Jónsdóttir.)
Með þessu ljóði viljum við kveðja
þig, elsku pabbi og tengdapabbi, og
þakka þér fyrir alla þá umhyggju og
ást sem þú gafst okkur og börnunum
okkar. Megi Guð fylgja þér á nýjum
slóðum. Minning þín lifir áfram í
hjörtum okkar.
Ástarkveðjur.
Bryndís og Ágúst.
Elsku afi. Lasleiki hafði hrjáð þig
æ oftar síðustu árin en alltaf hafði
þitt stóra hjarta vinninginn. Er
mamma hafði samband við mig
nokkrum dögum áður en þú lést og
sagði mér að þú værir orðinn ansi
slappur, hafði ég enga trú á því að þú
myndir ekki rífa þig upp úr þessu,
líkt og þú varst vanur að gera.
Á stundu sem þessari streyma
fram minningarnar. Enda varst þú
stór partur af uppvexti mínum. Þú
varst svo miklu meira en venjulegur
afi. Hjartalag og umhyggja þín var
engu lík. Alltaf vissir þú hvað var að
gerast í lífi okkar og tókst þátt af
mikilli innlifun í sigrum okkar og
sorgum. Við bjuggum fyrstu fjögur
árin mín í húsinu þínu á meðan
mamma og pabbi gerðu húsið okkar
klárt. Ég man ekki margt frá þessum
tíma enda ung að árum. En alltaf er
mér í fersku minni er þú komst með
„lifandi“ páskaunga í pappakassa.
Ekki man ég af hverju þú varst með
þessa unga en mikið fannst okkur
þetta gaman, mér og Jóni Inga bróð-
ur. Til eru ófáar myndir af okkur
systkinunum með þér.
Við að atast á þér eða uppi í kjöltu
þinni. Alltaf var faðmurinn opinn og
eitthvert skiptið var haft eftir þér að
„Telpan verður nú aldrei of stór til
þess að koma upp í fangið á mér.“
Mamma hafði líka gaman af að sjá
okkur um síðustu jól, ég sitjandi þétt
upp við þig (enda orðin of þung til
þess að þú gætir haldið á mér) með
handlegginn utan um þig.
Margar voru helgarferðirnar sem
lítil stelpa fór með rútunni til Hvera-
gerðis og alltaf tókstu á móti mér
með opin faðminn. Söl frá Hælinu og
Júmbó hamborgar, eða heimalagaðar
pylsur voru í uppáhaldi. Aldrei
þreyttist þú á að spila rommý við
mig.
Þú varst ótrúlega hress langt fram
eftir aldri en þó að líkaminn væri far-
inn að gefa sig þá var hugurinn alltaf
á sínum stað. Þú ferðaðist víða um
landið og hafðir mikla ánægju af. Ófá
voru ferðalögin sem þú tókst okkur
systkinin með í. Fyrst okkur Jón
Inga og svo seinna Jóhönnu. Minn-
isstæð er mér ferð þín með Þorfinni
mági þínum og Þorgeiri vini þínum
sumarið 1998. Þið höfðuð farið inn í
Kerlingarfjöll og fleiri staði og endað
inni á Laugarvatni, þar sem þú hafðir
heyrt að ég og litla fjölskyldan mín
værum stödd í sumarbústað. Þú
komst drulluskítugur upp fyrir haus
en brostir allan hringinn, ánægður
með vel heppnaðan túr. Þarna áttum
við yndislegar stundir saman, enda
átti Laugarvatn stóran stað í hjarta
þínu sem ég hafði ekki gert mér grein
fyrir fyrr en þá. Við skoðuðum gamla
skólann þinn, Héraðsskólann, og aðr-
ar byggingar sem standa enn frá
þeim tíma er þú varst þarna í skóla.
Þú fræddir mig og safnvörðinn mikið
um þann tíma. Þú og skólabræður
þínir höfðuð gert ykkur lítið fyrir og
byggt íþróttahús þennan vetur sem
þú varst þarna. Svona vinnubrögð og
fórnfýsi myndi ekki þekkjast í dag!
Elskulegi afi ferðagarpur! Góða
ferð í ferðalagið. Takk fyrir allt.
Þín afastelpa,
Sigurveig.
Okkur langar að minnast afa okkar
í örfáum orðum en það hafði mátt bú-
ast við því í þó nokkurn tíma að hann
færi að kveðja okkur því líkaminn var
orðinn þreyttur. Sem betur fer varð
sjúkrahúslega hans mjög stutt í þetta
síðasta skiptið því ekkert líkaði afa
verr en að liggja á spítala vegna þess
að hann vildi alltaf hafa nóg að gera
og taka þátt í lífinu af fullum hug og
það gat hann ekki liggjandi á spítala.
Afi fylgdist mjög vel með öllu til
síðasta dags hvort sem um var að
ræða þjóðfélagsmál eða fjölskyldan.
Sem dæmi má taka að hann keypti
sjálfur allar jólagjafir handa langafa-
börnunum sínum fram að níræðu og
voru þetta alltaf mjög góðar gjafir
sem hæfðu aldri hvers barns mjög
vel. Hann vildi alltaf vera þátttakandi
í því sem var að gerast hverju sinni
og fyrir fjórum árum þá var eitt okk-
ar systkina að undirbúa fermingar-
veislu og afi kom með pabba að líta á
salinn þá var gamli maðurinn fljót-
lega kominn í það að hjálpa við að
raða borðum og stólum og meira
segja að setja dúkana á borðin.
Afi hafði ekki bara áhuga á sínum
nánustu, stórfjölskyldan þ.e. systkini
hans og afkomendur þeirra skipuðu
líkan stóran sess hjá honum og helst
vildi hann hafa ættarmót á hverju ári
þannig að hann gæti fylgst vel með
öllum. Ættarmót afkomenda foreldra
hans frá Blesastöðum voru venjuleg-
ast haldin á fjögurra ára fresti en afi
kom því til leiðar að haldið var eins-
konar aukaættarmót á milli ættar-
móta svo hann gæti nú hitt alla. Sem
betur fer lifði afi að komast á ætt-
armót síðastliðið sumar sem haldið
var í Brautarholti á Skeiðum. Að
sjálfsögðu vildi hann nú líka vera full-
gildur þátttakandi þar og þegar verið
var að undirbúa matinn í eldhúsinu
þá var afi kominn þangað til þess að
vita hvort allt færi nú ekki vel fram.
Eins vildi hann líka fylgjast vel með
því sem var að gerast í sveitinni sinni
og fór þess á leit við pabba okkar að
hann keyrði með sig á einhverja bæi
á sunnudagsmorgninum svo hann
gæti fengið fréttir af gömlum sveit-
ungum og hverjir væru ábúendur
hvar o.s.frv.
Já, minningin um afa lifir í hjörtum
okkar, minning um mann sem alltaf
vildi hafa nóg fyrir stafni og fylgjast
vel með sínu fólki.
Smári, Rósa og Björk.
Elsku afi minn, það eru margar
minningarnar sem koma í huga mér
við fráfall þitt. Fyrst og fremst minn-
ingin um alla þá hlýju og ástúð sem
þú veittir mér. Ég var ekki gömul
þegar að ég byrjaði að þvælast ein í
rútunni austur í Hveragerði til að fá
að vera með þér. Margar dýrmætar
samverustundir áttum við saman.
Þær voru ófáar stundirnar sem við
sátum saman og spiluðum rommí.
Þau voru mörg ferðalögin sem þú
bauðst mér í og við gistum í rauða
tjaldinu þínu. En Lambhagaferðirn-
ar eru mér alltaf kærastar. Það á eft-
ir að vera tómlegt að fara í Lamb-
haga án þín, afi minn. Elsku afi minn
takk fyrir allt sem þú hefur gefið
mér, þú átt alltaf eftir að eiga stað í
hjarta mínu.
Að lokum vil ég kveðja þig með
þessu ljóði:
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
JÓN
GUÐMUNDSSON
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.