Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hádegisverðarfundur Lögfræðinga- félags Íslands Grand Hóteli 27. febrúar nk. kl. 12:00—13:30 Aðgangseyrir (hádegisverður) 2.000 kr. „Kröfur til laganáms“ Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um lögmenn. Þar er gert ráð fyrir að þeir, sem lokið hafa fullnaðarnámi í lögfræði, með emb- ættis- eða meistaraprófi frá lagadeild háskóla, sem viðurkenndur er hér á landi, geti öðlast réttindi sem héraðsdómslögmenn, að öðrum skilyrðum uppfylltum. Frumvarpið hefur hleypt af stað líflegri umræðu um inntak laganáms, hvaða kröfur beri að gera til fullnaðarnáms í lögfræði og hver hafi eftirlit með að undir þeim sé staðið. Af þessu tilefni efnir Lögfræðingafélagið til hádegisverðarfundar um málið. Frummælend- ur á fundinum verða Eiríkur Tómasson prófess- or, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, og Þórður Gunnarsson forseti lagadeildar Háskól- ans í Reykjavík. Að loknum framsöguerindum fara fram almennar umræður. Lögfræðingar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðunni. Fundurinn verður haldinn á Grand Hóteli (Setrinu) 27. febrúar nk. kl. 12:00—13:30. Aðgangseyrir (hádegisverður) 2.000 kr. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir hádegi þann 26. febrúar nk. með tölvupósti í log- fraedingafelagid@hotmail.com eða á faxi nr. 568 7057. Stjórnin. HÚSNÆÐI ÓSKAST Rúmgott íbúðarhúsnæði með bílskúr á höfuðborgarsvæðinu óskast til leigu Vandað, a.m.k. 200 m² einbýlishús, raðhús eða neðri hæð, óskast til leigu til a.m.k. 2ja ára. Leigutími hefjist eigi síðar en 15. maí nk. Ábyrgir leigjendur og tryggar greiðslur. Góðfúslega hringið í síma 699 7449. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Styrktarfélag vangefinna Aðalfundur félagsins verður haldinn í Kiwanis- húsinu, Engjateigi 11, miðvikudaginn 12. mars og hefst kl. 20.00  Venjuleg aðalfundarstörf.  Kaffiveitingar. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Til félagsmanna í Félagi fasteignasala Aðalfundir 2003 Aðalfundir Félags fasteignasala, Ábyrgð- arsjóðs Félags fasteignasala og Frumkvæðis ehf. verða haldnir fimmtudaginn 27. febrúar 2003 kl. 17.00 síðdegis í fundarsalnum Háteigi á 4. hæð á Grand Hóteli Reykjavík. Á dagskrá aðalfundar FF verða eftirtalin mál: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemina á liðnu starfsári. 2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram. 3. Kosning stjórnar. 4. Kjör endurskoðenda. 5. Ákvörðun félagsgjalda. 6. Önnur mál. Athygli er vakin á 8. gr. laga FF, en þar segir, að atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi hafi félagsmenn, sem skuldlausir eru við félagið. Á fundinum verða léttar veitingar að venju. Stjórnin. Sjálfstæðisfélag Keflavíkur Fundur og almennar stjórnmálaumræður Sjálfstæðisfélag Keflavíkur heldur fund fimmtudaginn 27. febrúar kl. 20.30 í Sjálf- stæðishúsinu með frambjóðendum Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Árni Ragnar Árnason ræðir efnahagsmál og stjórnmálaviðhorfið. Drífa Hjartardóttir og Kjartan Ólafsson flytja ávörp. Allir frambjóðendur svara fyrir- spurnum fundarmanna. Fundarstjóri Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Allir velkomnir. TILKYNNINGAR Háskalegir stjórnarhættir Nú, löngu eftir staðfestingu umhverfisráðherra á umhverfismati Kárahnjúkavirkjunar í des. 2001, hefur komið í ljós, 07.01.03, að arðsemin stefnir í stórfellt tap, þrjú risaflóð hafa orðið í Lagarfljóti síðan 13.10.02 og Mbl. 25.02.03. segir í baksíðufrétt frá miklum óleystum rykmengun- arvanda frá leir í ráðgerðu Hálslóni. Tómas Gunnarsson, áhugamaður um opinbera stjórnarhætti. Mosfellsbær Samþykkt bæjarstjórnar á aðalskipulagi Mos- fellsbæjar 2002-2024 Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þ. 12. mars 2003 tillögu að Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002—2024 með breytingum frá áður auglýstri tillögu. Aðalskipulagstillagan var auglýst samkv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga frá 3. maí til 1. júlí 2002. Alls bárust 61 athuga- semd með 84 atriðum auk tveggja undir- skriftarlista. Athugasemdirnar gáfu tilefni til breytingar á auglýstri tillögu. Umsagnir skipulags- byggingarnefndar hafa verið sendar til þeirra er þær gerðu. Hægt er að nálgast athugasemdirnar og umsögn um þær á skrifstofu tækni- og um- hverfissviðs, Þverholti 2. Bæjarverkfræðingur Mosfellsbæjar. Auglýsing á 7 aðalskipulagsbreytingum í Bláskóga- byggð, í Laugardal og Biskupstungum Bláskógabyggð auglýsir hér með breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar (í Laugardal og Biskupstungum) 2000—2012, samkvæmt 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Í Laugardal eru þrjú svæði, sem öll fara úr því að vera landbúnaðarsvæði yfir í frístundasvæði, við Efra Apavatn, Leyni I og II og við Mýri í landi Snorrastaða, samkvæmt framlagðri teikningu. Í Biskupstungum er eitt svæði, sem fer úr því að vera landbúnaðar- svæði yfir í frístundasvæði, við Rima í landi Torfastaða. Í Haukadal III verði landbúnaðar- svæði breytt í golfvöll. Einnig eru breytingar á aðalskipulagi vegna línustæðis í gegnum afrétt Biskupstungna og Laugardals vegna Sultartangalínu III. Breytingartillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Bláskógabyggðar frá og með 26. febrúar til 26. mars 2003. Þeim, sem telja sig eiga hags- muna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 9. apríl 2003. Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við breyt- ingartillögurnar fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar. SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Ingibjörg Þeng- ilsdóttir, Erla Alexanders- dóttir, Matthildur Sveins- dóttir, tarrot-lesari og Garðar Björgvinsson michael-miðill starfa hjá félaginu og bjóða fé- lagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13— 18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 7  18322671/2 [ Br. I.O.O.F. 18  1832268   HELGAFELL 6003022619 IV/V  GLITNIR 6003022619 I Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Í kvöld kl. 20 Hjálparflokkur. Allar konur hjartanlega velkomnar. Háaleitisbraut 58—60 Samkoma í Kristniboðssaln- um í kvöld kl. 20:00. „Í blíðu og stríðu“, Albert Berg- steinsson talar. Kristín Bjarna- dóttir verður með frásagnir af kristniboðinu. Heitt á könnunni á eftir. Allir hjartanlega velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.