Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 13 Á m i ð vi k u d ö g u m k l. 2 1 . 0 0 Law & Order Refurinn Lennie Briscoe og hinn geðþekki Reynaldo Curtis leysa sakamál í New York og leita uppi glæpamenn. En ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið, því McCoy saksóknari og félagar hans þurfa að tryggja að glæponarnir komist bak við lás og slá. Law & Order í kvöld kl. 22.00. Kraftmikill og fjölbreyttur þáttur um allt sem viðkemur daglegu lífi Íslendinga. Fólki er ekkert mannlegt óviðkomandi; tíska, heilsa, kjaftasögur, fordómar, mannleg samskipti og fólk í sinni fjölbreytilegustu mynd. Fólk með Sirrý í kvöld kl. 21.00. M i ð v i k u d a g a r alltaf ókeypis KAUPÞING hefur áhuga á að taka þátt í frekari samruna á norrænum fjármálamarkaði í gegnum JP Nord- iska, segir Sigurður Einarsson, for- stjóri Kaupþings banka, í samtali við Morgunblaðið. Í Dagens Industri í fyrradag er viðtal við Sigurð, þar sem haft er eftir honum að Kaup- þing vilji kaupa eignastýringarfyr- irtæki og er sænska fyrirtækið Trevise sérstaklega nefnt í því sam- bandi. Sigurður segir að Kaupþing hafi skoðað vel möguleika á að kaupa eignarstýringarfyrirtæki ytra. „Sá markaður er svokallaður magn- markaður og byggist á fjölda við- skiptavina. Reksturinn þarf að ná ákveðinni stærð til að verða hag- kvæmur. Við höfum verið að skoða hvort okkar rekstur yrði ekki hag- kvæmari með því að bæta slíkri starfsemi við hann,“ segir hann, „þó er ekki þar með sagt að við höfum ekki áhuga á annars konar fjármála- fyrirtækjum og eignum.“ Getur tekið skamman tíma Hann segist ekki geta tjáð sig um hvort eitthvað standi til í þessum efnum á næstunni. „Þessi mál geta komið upp mjög skjótt, en þau geta líka tekið afar langan tíma.“ Að sögn Sigurðar er JP Nordiska nú rekið með hagnaði. „Við fækk- uðum starfsfólki um 150 manns, eins og komið hefur fram. Í Svíþjóð er mjög dýrt að segja fólki upp og því tekur töluverðan tíma að þessar ráð- stafanir skili tilætluðum sparnaði. Sá sparnaður hefur hins vegar verið að koma fram núna í janúar og febr- úar,“ segir hann. Sigurður segir að ætlunin sé að JP Nordiska fari að bjóða upp á svipaða þjónustu og Kaupþing banki hafi boðið hér heima, þ.e. þjónustu fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki. „Fyrst þurfum við auðvitað að ráða til þess fólk, en við stefnum að því að þessi starfsemi verði komin í gang í lok þessa árs,“ segir hann. Í viðtali í Dagens Industri svarar Sigurður þeirri gagnrýni sem komið hefur fram í Svíþjóð, um að Kaup- þing líkist frekar áhættufyrirtæki en banka, ekki síst vegna eignar- hluta í óskráðum félögum. „Við höf- um fylgt öllum EFTA-reglum um mat á óskráðum eignum. Við höfum meira að segja verið frekar íhalds- samir í þeirri viðleitni okkar og gengið lengra ef eitthvað er. Það er nú einu sinni þannig, að við höfum prýðisgóða reynslu af þessari að- ferð,“ segir Sigurður. Fjármálaheimurinn að breytast Hann segir að mikilvægast sé, að fjármálaheimurinn sé að breytast á þann veg að fyrirtæki samþykkja í æ minni mæli að greiða mjög háa þóknun, ef bankarnir eru ekki reiðu- búnir til að taka áhættuna. „Það höf- um við verið að gera hjá okkar við- skiptavinum og það hefur gefist okkur mjög vel.“ Þá segir Sigurður að skilgreining- in á banka þurfi ekki endilega að vera stofnun sem veiti veðlán til hús- næðiskaupa, eins og viðtekin skoðun virðist vera í Svíþjóð. Kaupþing leitar eftir sameiningu í Svíþjóð STJÓRN Sparisjóðs Siglufjarðar samþykkti einróma á fundi sínum í gær tilboð Sparisjóðs Mýrasýslu í allt stofnfé þess fyrrnefnda. Fyrir átti Sparisjóður Siglufjarðar 40% stofnfjár í Sparisjóði Mýrasýslu. Ólafur Marteinsson, stjórnarfor- maður Sparisjóðs Siglufjarðar, segir að viðskiptin hafi verið samþykkt með fyrirvara um samþykkt Fjár- málaeftirlitsins. Um 20 manns vinna hjá Sparisjóði Siglufjarðar, en sparisjóðurinn mun starfa áfram í óbreyttri mynd. Sparisjóðir sameinast STOFNFISKUR hf. hefur keypt öll hlutabréf í írska fyrirtækinu Galway Aquatic Enterprise Ltd. (GAEL) sem verður hluti af dótturfélagi Stofnfisks í Írlandi. Stofnfiskur er stærsti framleiðandi á Íslandi á laxahrognum og er nú með alls fimm starfsstöðvar, fjórar á suð- vesturhorni landsins og eina á Norð- urlandi. Fyrirtækið er auk þess leið- andi í kynbótarannsóknum fyrir fiskeldi. Galway Aquatic er seiða- framleiðslufyrirtæki og framleiðir milli 4–5 milljónir laxaseiða fyrir áframeldi á ári. Vigfús Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Stofnfisks, segir að með kaup- unum skapist tækifæri fyrir Stofnfisk að útvíkka starfsemi sína og komast lengra inn í framleiðsluferlið. Hann segir að Stofnfiskur hafi átt í nánu samstarfi við Galway Aquatic um margra ára skeið og átt lítinn hluta í félaginu. „Fyrirtækið býr við mjög góðar að- stæður, þar eru vatnsgæði mikil og það uppfyllir ströngustu heilbrigðis- kröfur. Þessi kaup opna okkur þann- ig dyr inn á markaði Evrópusam- bandsins, meðal annars Skotland, þar sem eru mikil umsvif í fiskeldi. Jafn- framt munu þessi kaup gefa okkur tækifæri til uppbyggingar á öðrum eldistegundum en laxi, tegundum sem hentar betur að ala innan landa Evrópusambandsins. Eins má nefna að á Írlandi eru stundaðar mjög öfl- ugar rannsóknir á sviði fiskeldis sem munu á efa nýtast okkur í framtíðinni og við munum leggja áherslu á ýmis rannsókna- og þróunarverkefni þar.“ Vigfús segir að ekki sé fyrirhugað að flytja neitt af núverandi starfsemi Stofnfisks á Íslandi til Írlands. Hann segir að viðskipti Stofnfisks við lax- eldisfyrirtæki í Skotlandi hafi vaxið ört á undanförnum árum og með kaupunum á írska fyrirtækinu verði hægt að færa þjónustuna nær við- skiptavinunum. „Megin markmiðið með kaupunum er að njóta þeirrar tækniþekkingar sem fyrir hendi er á Írlandi og nálægðar við markaðinn. Þannig hyggjumst við styrkja enn stoðir fyrirtækisins og leggja grunn að enn meiri vexti,“ segir Vigfús. Stofnfiskur kaupir írskt seiða- fyrirtæki ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.