Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 11 verkþætti. Það sé í raun mikilvægt til að koma í veg fyrir of mikið framkvæmdaálag í lok árs 2005 og í byrjun ársins 2006 vegna Kára- hnjúkavirkjunar og álvers Alcoa í Reyðarfirði. Óhjákvæmilega verði þó töluvert um að vera um einhvern tíma. „Við höfum rætt um þetta við iðn- aðarráðuneytið og sagt að við vilj- um gjarnan koma til móts við óskir Norðuráls og grípa til aðgerða til að flýta framkvæmdum. Meðal ann- ars væri mögulega hægt að flýta út- boðum sem kæmi að gagni. Hin orkufyrirtækin þurfa einnig á sín- um undirbúningstíma að halda vegna rannsóknaborana. Fyrir þau skiptir miklu að endanleg ákvörðun liggi fyrir sem allra fyrst,“ segir Friðrik en þetta mál verður m.a. lagt fyrir stjórnir Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur á fund- um þeirra í næstu viku og stjórn Hitaveitu Suðurnesja í lok þessarar viku. Aðspurður telur Friðrik að Landsvirkjun, ásamt öðrum orku- fyrirtækjum, eigi að geta byrjað að afhenda Norðuráli orku seint á árinu 2005, ef allt gangi eftir. Snemma árs 2006 eigi stækkað ál- ver að hafa náð fullum afköstum. Spurður um hvaða framkvæmdir Landsvirkjun gæti ráðist í á árinu segir Friðrik að finna þurfi ganga- leið úr uppistöðulóninu yfir í veit- urnar sem renna síðan í Þórisvatn. Einfaldari framkvæmdir verði við setlónið sem geti hafist síðar á þessu ári, ef tími vinnist til að bjóða út verkin. „Staðan í dag er sú að í stað þess að bíða og láta rannsóknir fara fram fyrst, sem hefði stefnt fram- kvæmdunum í hættu, er hugmyndin að fara rækilega ofan í það á næstu dögum hvort ekki næst sam- komulag á milli aðila. Þrátt fyrir að rannsóknir fari fram í sumar þá teljum við að útreikningar, sem nú liggja fyrir, bendi eindregið til þess að framkvæmdin sé arðsöm með til- lliti til allra þeirra skilyrða sem settur umhverfisráðherra lagði fram,“ segir Friðrik Sophusson. veitu nægjanlega Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson gang. Þetta er einstakt tækifæri til að efla svæðið norðan Hval- fjarðar enn frekar. Við treystum því að yfirlýsing Landsvirkjunar muni leiða til farsællar niðurstöðu innan skamms tíma,“ segir Gísli. Atvinnuleysi hefur farið vaxandi á Vesturlandi líkt og annars staðar í landinu og Gísli telur að þrátt fyrir tímabundnar mótvægisað- gerðir ríkisstjórnarinnar þá sé besta lausnin sú að sjá varanleg atvinnutækifæri verða til með stækkuðu álveri á Grundartanga. Starfsmenn Norðuráls í dag eru um 200 talsins en með stækkun upp í 180 þúsund tonn gætu bæst við 150 ný störf við álverið. „Ég er afar bjartsýnn á að þetta verkefni nái fram að ganga og þykist vita að unnið verði að því hörðum höndum. Þó að einhver vinna sé eftir þá hefur Landsvirkj- un stigið verulega stórt skref,“ segir Gísli. Í NOKKRUM greinum í nýjasta hefti tímaritsins Nature er fjallað um rannsóknir sem byggjast á erfðaefni hvatbera og m.a. vikið að rannsóknum DeCode og vísindamanna í Oxford á íslensku þjóð- inni. Íslendingar meðal sundur- leitustu þjóða Evrópu Í Nature segir að nýjar athuganir sýni að vafa- samara sé að treysta niðurstöðum slíkra rann- sókna en talið hafi verið til þessa þar sem villur í gagnagrunnum sem notaðar eru við slíkar rann- sóknir séu mjög algengar. Er þar vísað sérstak- lega til nýlegrar greinar eftir Peter Forster, sér- fræðings við háskólann í Cambridge, sem nýlega birtist í Annals of Human Genetics þar sem hann veltir einnig upp spurningunni um áreiðanleika erfðarannsókna af þessu tagi í sakamálum. Þá segir í Nature að á grunni rannsókna af þessu tagi hafi sérfræðingar DeCode haldið því fram að Íslendingar væru tiltölulega einsleit þjóð og að rannsóknir á erfðamengi Íslendinga ásamt með góðum heilbrigðisupplýsingum auðveldi þeim leitina að arfgengnum sjúkdómum. Nú hafi Einar Árnason við líffræðistofnun Háskóla Íslands hins vegar bent á í grein að ályktanir sérfræðinga De- Code standist ekki vegna villna í hluta þeirra gagnagrunna sem þeir studdust við. Einar end- urmat gögnin án þess að nota umrædda gagn- runna og segir í niðurstöðum hans að Íslendingar séu á meðal sundurleitustu þjóða Evrópu. Í Nat- ure segir að vísindamenn DeCode geri ekki at- hugasemdir við þau gögn sem Einar styðst við í rannsókn sinni en hann hafi aftur á móti mistúlkað þau. Haft er eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Ís- lenskrar erfðagreiningar, að villur í gagnagrunn- unum hafi „takmörkuð“ áhrif á stöðu Íslendinga meðal Evrópuþjóða að því er varðar einsleitni eða sundurleitni. Þá segja þeir að umfangsmiklar erfðaupplýsingar um íslensku þjóðina muni vissu- lega koma að gagni við leit á erfðatengdum sjúk- dómum burtséð frá því hvort hún teljist mjög eins- leit eða ekki. Vísað til „umdeildrar greinar“ Einars Árnasonar Í annarri grein í sama hefti af Nature er tekið fram að grein Forsters hafi verið „pöntuð“ sem viðbót við „umdeilda grein“ þar sem því er hafnað að Íslendingar séu minna sundurleitir en aðrar evrópskar þjóðir. Er þar verið að vísa til greinar Einars Árnasonar og er tekið fram að ekki sé komin fram niðurstaða um að hve miklu leyti villur í gagnagrunnum hafi haft áhrif á spurninguna um eins- eða sundurleitni Íslendinga. Þá er og bent á það að sumir vísindamenn dragi í efa áhrif villn- anna á lokaniðurstöður rannsóknanna og er haft eftir tölfræðingi við háskólann í Oxford að það sé væntanlega aðeins í fáum tilvikum að villurnar hafi áhrif á niðurstöður rannsóknanna. Tímaritið Nature fjallar um rannsóknir á hvatberaarfgerðum Deilt um einsleitni eða sundurleitni þjóðarinnar STIGAHÆSTU menn á Stórmóti Hróksins, Adams og Shirov, tefldu spennandi skák í gærkvöld. Adams náði betra tafli og hafði örugg tök á stöðunni. Shirov átti að auki mun minni umhugsunartíma og greip hann þá til þess ráðs að fórna manni til að rugla Adams í ríminu. Þetta tókst vel, tíminn jafnaðist og þá lék Adams sig í mát. Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem 4. sterkasti skákmaður heims leikur sig í mát, jafnvel þótt hann sé í tímahraki. Hvítt: Michael Adams Svart: Alexei Shirov Sikileyjarvörn 1.e4c5 2.Rf3 Rc6 3.Bb5 e6 4.Bxc6 bxc6 5.b3 Re7 6.Bb2 Rg6 7.h4 h5 8.e5 d6 Nýr leikur í þessari stöðu, þótt hann komi síðar í mörgum tilvikum. Svartur á athyglisverða leið, 8...c4!? 9.bxc4 Hb8 10.Bc3 c5 11.d3 Be7 12.Rbd2 f5 13.exf6 gxf6 14.De2 Kf7 15.0–0 Bb7 16.Hfe1 Dc7 17.De3 Hbg8 18.Re4 e5 19.Bb2 d6 20.c3 Rf4 21.Rg3 f5, með miklu spili (German- Milos, Buenos Aires 1997). 9.exd6 Dxd6 10.De2 f6 11.De4 Kf7 12.Rc3 e5 13.0–0–0 Be7 14.d3 Be6 15.g3 Had8 16.Hhf1 Bh3 17.Hg1 Bg4 18.Hde1 De6 19.Rd2 Hd4 20.Dg2 Hhd8 21.f3 Bh3 22.Df2 Bf5 23.Rce4 Dd7 24.g4 -- Adams vill ekki opna svarta bisk- upnum leið með því að taka skipta- muninn, en ekki er að sjá, að staðan sé hættuleg fyrir hann, eftir 24.Bxd4 cxd4 25.Rc4 o.s.frv. 24...Be6 25.Rc4 hxg4 26.fxg4 Bxc4 Hugsanlegt er fyrir svart að drepa á g4, t.d. 26...Bxg4!? 27.Re3 (27.Dg3 Bh5) 27...Bh5 28.Rf5 Hb8 29.Ba3 Hb5 og erfitt er að koma auga á leið fyrir hvít til að brjótast í gegn. 27.dxc4 Rf4 28.Df3 a5 29.a4 Db7 30.g5 Hb8 31.gxf6 gxf6 32.Hg4 -- Ef til vill er 32.Dg4!? enn sterkari leikur, t.d. 32. -- Hxc4 33.He3 Hd4 34.Dg7+ Ke6 35.Hf1 Rd5 36.He2 og ólíklegt er, að svarti lifi þetta af. Sjá stöðumynd 32...Rd3+! Shirov verður að reyna að grugga stöðuna, því að annars segir slæm kóngsstaða hans til sín að lokum. 33.cxd3 Dxb3 34.Dg2 Bf8 35.Hg6?! -- Hvítur hefði átt að leika 35.Dc2, t.d. 35. -- Hxd3 36.Hf1 Hf3 37.Dxb3 Hxf1+ 38.Kc2 Hxb3 39.Kxb3 f5 40.Rg5+ Kf6 41.Hg2 o.s.frv. 35...Dxd3 36.Hxf6+ Ke7 37.Bxd4?? -- Ótrúlegt, Adams sést yfir einfalt mát! Keppendur áttu lítið eftir af umhugsunartímanum í þessari flóknu stöðu, hvítur fjórar mínútur á 4 leiki, þegar hann lék 37. leikinn, en þá átti svartur aðeins tvær. Svartur hótar 37. -- Hxc4+, svo að hvítur gerir best í að tryggja sér jafnteflið, með 37.Hf7+ Kxf7 38.Hf1+ Ke7 39.Dg5+ Kd7 40.Hf7+ Ke8 41.Hxf8+ Kxf8 42.Df6+ Kg8 43.Dg5+ Kf7 44.Df6+ Kg8 (44...Ke8 45.Dxe5+ Kf7 46.Df4+ Kg7 47.Bxd4+ cxd4 48.De5+ Kh7 49.Rg5+ Kg6 50.Dxb8) 45.Dg5+, með þráskák. 37...Hb1+ mát! Adams lék sig í mát gegn Shirov Bragi Kristjánsson SKÁK Alexei Shirov sigraði Michael Adams. Morgunblaðið/Ómar FJÖLMARGIR ungir og efnilegir skákáhugamenn hafa stundað nám í Skákskóla Hróksins og Eddu undanfarna daga en kennslunni lýkur í dag. Þar hafa þeir lært margt um herkænsku og herbrögð sem koma sér vel þegar skákin er annars vegar. Skákskólinn hefur haft aðstöðu á Kjarvalsstöðum og hefur Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir verið meðal leiðbeinenda. Nemendur sem nú „útskrifast“ hafa verið mjög áhugasamir og eiga eflaust eftir að nota sitthvað af lærdómi sínum í tilraunum til að sigra verðuga andstæðinga í framtíð- inni. Morgunblaðið/Ómar „Ég veit það, ég veit það!“ hrópuðu krakkarnir í Skákskóla Hróksins einum rómi þegar leiðbeinandinn spurði um tæknileg atriði sem snúa að skákinni. Herbrögð kennd í Skákskólanum ALEXEI Shirov sigraði Adams í sjöundu umferð stórmóts Hróksins og er nú einn efstur með 5,5 vinn- inga. Macieja vann McShane, Bacr- ot vann Helga Áss, Stefán og Hannes Hlífar skildu jafnir svo og Kortsnoj og Sokolov. Sokolov og Macieja eru 2.–3. sæti með fimm vinninga og Kortsnoj og Adams í 4.–5. sæti með fjóra vinninga. Átt- unda umferðin hefst kl. 17 í dag og þá teflir Macieja við Shirov, Sokol- ov við Adams, M (8) Hannes Hlífar glímir við Kortsnoj, Stefán teflir við Bacrot og McShane Helga Ás Grét- arsson. Shirov aftur efstur KOSNINGAR til stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) og Há- skólafundar hefjast í dag og þeim lýkur á morgun, fimmtudag. Þrjár fylkingar stúdenta berj- ast um völdin í stúdentaráði að þessu sinni: Vaka, félag lýðræð- issinnaðra stúdenta, Röskva, samtök félagshyggjufólks og Há- skólalistinn. Fyrir ári sigraði Vaka í kosn- ingunum en þá hafði Röskva stjórnað stúdentaráði í 12 ár. Nú býður Háskólalistinn fram í fyrsta sinn og segja fulltrúar hans að listinn sé óháður pólitísk- um flokkum og stefnum. Kosið er um 18 sæti í stúd- entaráði og sex sæti á Háskóla- fundi. Sú fylking sem hlýtur meirihluta atkvæða fer með stjórn stúdentaráðs. Allir stúdentar í Háskóla Ís- lands eru kjörgengnir og geta kosið í hvaða kjördeild sem er. Kjörfundur er opinn frá kl. 9 til 13 í dag og frá kl. 9 til 18 á morg- un. Kosningar í HÍ í dag og á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.