Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FRAMSÓKNARFLOKKURINN hefur lagt fram tillögur sem formaður flokksins segir að veikja muni stöðu ríkissjóðs um 15 milljarða. Stóriðjustefna í atvinnu- málum muni hins vegar gefa svo mikið í aðra hönd að engu sé að kvíða. Grund- völlur sé að skapast fyrir þjóðarsátt um að gera stóriðjustefnu Framsókn- arflokksins að hornsteini íslenska vel- ferðarkerfisins. Sýn formanns Fram- sóknarflokksins á þungaiðnað sem akkeri íslenskrar atvinnustefnu fór ekki á milli mála á nýafstöðnu þingi flokksins. Þjóðarsátt um þungaiðnað? Þetta sagði Halldór Ásgrímsson við upphaf flokksþings Framsóknarflokks- ins: „Áætlanir gera ráð fyrir að fram- leiðslustigið í hagkerfinu verði að minnsta kosti 2% hærra á komandi kjör- tímabili en annars hefði orðið vegna að- gerða ríkisstjórnarinnar, ekki síst vegna stóriðjuframkvæmda á Austurlandi og byggingar Kárahnjúkavirkjunar. Í þessu felst að svigrúm ríkissjóðs verði sam- anlagt á kjörtímabilinu um 20-25 millj- örðum meira en ella og sveitarfélaganna fimm milljörðum meira en annars hefði orðið. Þá má ætla að afkastageta þjóð- arbúsins verði 4-5 prósentustigum meiri í lok næsta kjörtímabils en án þessara að- gerða. Ég tel augljóst að almenningur í landinu eigi að njóta stærsta hluta þess- ara auknu tekna, en mikill meirihluti hans hefur fylkt sér um þessa atvinnu- stefnu og áttað sig á hinu mikilvæga samhengi hlutanna. Ég tel vera kominn grundvöll fyrir þjóðarsátt um þá atvinnu- stefnu sem er hornsteinn íslenska vel- ferðarkerfisins. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ef við styðjum við bakið á þessari atvinnustefnu og njótum upp- byggingar stóriðjunnar á Austurlandi og Grundartanga skapast ekki einvörðungu á þriðja þúsund nýrra starfa, heldur skapast einnig skilyrði til mestu skatta- lækkana um langt skeið.“ Nokkuð þykir mér stórt tekið upp í sig að halda því fram að þjóðarsátt sé að skapast um stóriðju sem hornstein ís- lenska velferðarkerfisins. Þvert á móti er mjög harkalega tekist á um þessa stefnu sem mörgum þykir bæði óskynsamleg og afturhaldssöm. Lítum á fjögur atriði. Þjóðarbuddunni í óhag Í fyrsta lagi er stóriðjustefna eins og á er haldið af hálfu stjórnvalda óhemju kostnaðarsöm og óhagkvæm leið til at- vinnusköpunar. Mönnum reiknast til að hvert starf sem stofnað er til með stór- iðju á Austurlandi kosti á bilinu 300 til 500 milljónir króna. Fjárfestingunni væri betur varið með því að skapa atvinnu- rekstri hagstæð skilyrði með vandaðri og skilvirkri almannaþjónustu og aðgangi að ódýru fjármagni. Hér kæmu auk fjárfest- ingarsjóða til álita skattaívilnanir til fyr- irtækja sem eru að festa sig í sessi. Þá ber að hafa í huga að vextir yrðu lægri hér á landi án stóriðju. Allar aðgerðir hins opinbera eiga að miða að því að efla þann sköpunarkraft sem býr í atvinnulíf- inu. Með því að treysta innviði sam- félagsins mun atvinnulífið dafna, þau fyr- irtæki sem fyrir eru eflast og ný koma til sögunnar eins og gerst hefur á síðustu áratugum. Össur, Bakkavör, 3X-Stál, Marel, fyrirtæki í lyfjaiðnaði, bókaútgáfu, hljómlist, ferðaiðnaði og þannig mætti áfram telja, urðu ekki til vegna mið- stýrðra ákvarðana heldur vegna þess að hugmyndir kviknuðu með mönnum sem hrintu þeim í framkvæmd. Með þungaiðnaðarstefnu Framsókn- arflokksins er öllu á hvolf snúið. Í stað þess að stjórnvöld einbeiti sér að því að byggja upp velferðar- og almannaþjón- ustukerfið og skapi atvinnurekstrinum þannig heppileg skilyrði hefur flokkurinn fylgt þeirri stefnu að hafa miðstýrð af- skipti af sjálfri atvinnustarfseminni á sama tíma og dregið er úr opinberri að- komu að almannaþjónustunni, m.a. með einkavæðingu. Fjármálastjóri Lands- virkjunar hefur sagt að ef ekki yrði ráð- ist í þessar fjárfestingar væri hægt að greiða upp skuldir Landsvirkjunar á fimmtán árum. Væri það ekki heillaráð og nota svo svigrúmið til að lækka raf- orkuverð í landinu? Væri það ekki ódýr leið til að draga úr tilkostnaði heimila og atvinnufyrirtækja og skapa þeim þannig betri rekstrarskilyrði? Byggt á lítt ígrunduðum ágiskunum Í öðru lagi er á það að líta að stóriðju- fjárfestingar ríkisstjórnarinnar skapa al- mannasjóðum og efnahagskerfinu al- mennt minni tekjur en aðrir valkostir. Við umfjöllun í efnahags- og við- skiptanefnd Alþingis hefur komið fram að engin tilraun hefur verið gerð af hálfu efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar til að meta hvert vinnsluvirði stóriðjunnar er, hve miklu hún muni skila í þjóðarbúið. Framangreindar staðhæfingar Halldórs Ágrímssonar byggjast ekki á neinum haldgóðum útreikningum. Því er ósvarað hvernig sú samsetning efnahagslífsins sem Framsóknarflokkurinn boðar kemur út varðandi tekjustreymi skatta í rík- issjóð og sveitarsjóði borið saman við þá samsetningu atvinnulífs sem byggist á fleiri en smærri fyrirtækjum. Hvorki Seðlabankinn né fjármálaráðuneytið hafa treyst sér til að meta hvaða lang- tímaáhrif breytt samsetning efnahagslífs- ins – þar sem þungaiðnaður í erlendri eign vegur sífellt meira í efnahags- starfseminni heild og þá sé opinbera sjóð Jákvæð þjó coa og virkjun líkleg til að ve völd vilja vera Þjóðhagsstofn rekstur Reyð leiðsla aukist reksturs álve Þorsteins Sig myndu áhrifin nema meiru e um 0,6% af þj samsvarar ár irtækja í góðu bera til að hin verði jafnvel nefna að fari 30% fram úr benda til að g in og hreint n hnjúkavirkjun í mínus. R Í þriðja lag öðrum atvinn hans til útþen Þegar arðsem vegar verið ræ anlega verði b inu og hins ve ávinningur, e hann að ræða sem þjóðin te bandi hefur e ingsáhrif í efn hafa varað við standa veikt a mörg sprotafy úr vegi. Þeir til Landsvirkj lánum geri þa sterkar líkur rutt yrði burt virkjun og álv Í þessu sam bent á vaxtah ið fullyrt af h lands að raun 2% hærri en stóriðjuframk á að þetta mu hagslífinu, þr og hag heimil vextir hækka að aukin eftir einfaldlega hæ ar munu vext stýritæki til a Skammsýn framtíðarsý Framsóknarflokksins í Eftir Ögmund Jónasson „Það getur aldrei orðið nein sátt um stefnu sem er í hróplegri andstöðu við nánast allt sem skynsemin boðar.“ EITT af sameiningartáknum þjóð- arinnar er Ríkisútvarpið sjónvarp. Sú stofnun er flestum landsmönnum kær, sérlega þó eldri kynslóð landsmanna, því yngri kynslóðin veltir því síður fyrir sér hver á eða rekur slíka fjölmiðla. Enn er til sú kynslóð sem man eftir þeirri stundu þegar fyrst heyrðist í útvarpi á Íslandi. Föst áskriftargjöld skekkja um margt samkeppnisstöðu þessara ríkisfjölmiðla við frjálsan útvarps- og sjónvarps- rekstur. Aðferðafræðin við innheimtu er um margt forneskjuleg og sérstæð. Föstu áskriftinni fylgja ýmsar skyldur sem Ríkisútvarpinu ber að uppfylla t.d. varðandi dreifikerfi og fleira. Aðrar skyldur sem erfitt hefur verið fyrir RÚV að rækja er ábyrgð þess gagnvart Sinfoníuhljómsveitinni. Í raun er full ástæða til þess að endurskoða þessi mál. Lögum samkvæmt ber RÚV að reka svæðisútvarp í hverju landsbyggð- arkjördæmi. Nú er svo komið að ein- ungis Suðurkjördæmi nýtur ekki sömu þjónustu og önnur landsbyggð- arkjördæmi hvað þetta varðar. Á Norð- urlandi vestra er svæðisútvarp, á Ísa- firði og á Norðurlandi eystra eru svæðisútvörp og einnig á Akureyri og á Egilsstöðum. Þessi svæðisútvörp þjóna vel sínu hlutverki og kappkosta að flytja fréttir frá þessum landshlutum, lands- mönnum til upplýsinga og ánægju. Á Suðurlandi er þetta með allt öðrum hætti. Bráðabirgðasamningur var gerð- ur við litla útvarpsstöð, Útvarp Suður- land, sem hef þriggja mána Þar er um lág raun lítið hæ enda er útvar lengur. Einni störfum, frét fréttamaður o Ríkisútvarpin ingur stopulli um landshlut antekningar landshluta í s útvarpsstöðv Það er því Svæðisútvarp í Suður Eftir Ísólf Gylfa Pálmason „…svæðisútvörp þjóna vel sínu hlutverki og kappkosta að flytja fréttir frá þessum landshlutum…“ NIÐURSTAÐA LANDSVIRKJUNAR Það er vissulega ánægjulegt aðLandsvirkjun hefur komizt aðþeirri niðurstöðu, að hagkvæmt verði fyrir fyrirtækið að byggja Norð- lingaölduveitu á niðurstöðum Jóns Kristjánssonar, setts umhverfisráð- herra. Þegar úrskurður ráðherrans var birtur komu fram vissar efasemdir af hálfu Landsvirkjunar um að svo breytt framkvæmd skilaði fyrirtækinu nægilegri arðsemi. Eftir skoðun hefur Landsvirkjun nú ákveðið að ráðast í þessa framkvæmd á forsendum Jóns Kristjánssonar. Í samræmi við það mun Landsvirkj- un nú hefja framhaldsviðræður við Norðurál um orkuöflun vegna stækk- unar álversins á Grundartanga. Af hálfu Landsvirkjunar verður lögð áherzla á að flýta þessum framkvæmd- um þannig að hægt verði að dreifa stóriðjuverkefnum og koma í veg fyrir of mikið framkvæmdaálag á árunum 2005 og 2006. Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra að allar líkur séu á að fram- kvæmdir við stækkun álversins á Grundartanga geti hafizt í haust. Í samtali við fréttavef Morgunblaðs- ins í gær sagði Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Norðuráls, m.a.: „Þetta þýðir að við getum farið að leita í fullri alvöru eftir samningum um fjármögnun stækkunarinnar og sölu aukinnar framleiðslu. Ég geri ráð fyrir að endanleg mynd verði komin á þetta eftir fjóra til sex mánuði. Að þeim tíma loknum ætti að vera hægt að taka end- anlega ákvörðun um stækkunina. Þetta er hins vegar mjög mikilvægur áfangi í því að koma málinu vel áfram.“ Ferill þessa máls er afar lærdóms- ríkur fyrir okkur Íslendinga. Í sér- stakri skoðun á vegum Jóns Kristjáns- sonar kemur skyndilega í ljós að annarra kosta er völ við gerð Norð- lingaölduveitu en fram að því hafði verið talið. Úrskurður hans skapaði víðtæka samstöðu meðal landsmanna, þar sem áður hafði stefnt í sundrung og mikil átök. Í stað áframhaldandi deilna mun þorri landsmanna fagna þeim framkvæmdum, sem nú standa fyrir dyrum og mun eiga ríkan þátt í að lyfta þjóðarbúskapnum upp úr ákveðnum öldudal, sem hann hefur verið í undanfarin tvö ár, þótt því megi ekki gleyma að við höfum séð það svartara. Þessi framvinda mála sýnir, að sé nógu mikil áherzla lögð á að finna lausnir í ágreiningsmálum, sem deilur hafa staðið um, getur það tekizt. Þá er það athyglisvert í þessu máli, að bæði Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja koma að því að tryggja nægilega orku fyrir stækkað álver á Grundartanga. Orkuöflun í þessu skyni verður samstarfsverkefni fyrirtækjanna tveggja og Landsvirkj- unar. Það sýnir að hér eru að rísa upp fleiri orkufyrirtæki en Landsvirkjun, sem geta komið við sögu slíkra stór- framkvæmda. HVERFALÝÐRÆÐI Umræður um hverfalýðræði ogaukna hverfaskiptingu í starf- semi Reykjavíkurborgar hafa farið fram á vettvangi borgarstjórnarinnar um nokkurt skeið. Þannig hafa bæði Reykjavíkurlistinn og Sjálfstæðis- flokkurinn lagt fram slíkar hugmyndir fyrir a.m.k. tvennar síðustu borgar- stjórnarkosningar, en eðli málsins samkvæmt hefur aðeins Reykjavíkur- listinn verið í aðstöðu til að hrinda hug- myndum sínum í framkvæmd. Ýmsar vísbendingar eru um að brýnt sé að dreifa valdi borgarinnar út í hverfin. Í rannsókn Gunnars Helga Kristinssonar stjórnmálafræðipró- fessors, sem út kom á bók sl. vor, kom þannig fram að Reykjavík væri í raun orðin of stór, og þegar svo væri komið, hætti sveitarfélag að ná þeim tilgangi sem sveitarfélögum er ætlaður; að færa starfsemi hins opinbera nær íbúunum. Gunnar Helgi sýndi í bók sinni fram á að Reykjavík nyti lítillar stærðarhag- kvæmni umfram þau sveitarfélög, sem næst henni gengju að stærð. Þá kom skýrt fram að Reykvíkingar eru mun óánægðari með þjónustu síns sveitar- félags en íbúar nágrannasveitarfélag- anna. „Stjórnsýslan er flóknari en í öðrum sveitarfélögum, stofnanirnar fleiri, boðleiðirnar lengri og sambandið við íbúana ekki eins náið. Íbúarnir þekkja ekki vel inn á borgarkerfið, finnst þeir ekki geta haft áhrif og eru mun síður ánægðir með sveitarfélagið en íbúar í nærliggjandi sveitarfélög- um,“ segir í bók Gunnars Helga. Borgarstjórn hefur nú kosið til átta hverfaráða, sem eiga að verða eins konar samráðsvettvangur borgar- stjórnar og íbúa hverfanna, og hófu þau starfsemi sl. haust. Tilgangur þeirra er að stytta boðleiðir, en a.m.k. í sumum hverfum borgarinnar hafa íbú- ar lítið orðið varir við þessi hverfaráð. Í nýlegri skýrslu Borgarfræðaset- urs, sem Svanborg Sigmarsdóttir stjórnmálafræðingur setti saman, eru hugmyndir borgarstjórnar um hlut- verk og valdsvið hverfaráðanna sagðar óljósar og að miðað við núverandi fyr- irkomulag sé aðkoma almennings að þeim ekki tryggð. „Ef hverfaráð eiga að efla lýðræðið þarf að veita þeim eitt- hvert ákvarðanatökuvald, skýrt hlut- verk innan stjórnkerfisins og skýra leiðbeinandi stefnumótun af hendi lýð- ræðislega kjörinnar borgarstjórnar,“ segir í niðurstöðum Svanborgar. Dagur B. Eggertsson, formaður stjórnkerfisnefndar borgarinnar, hef- ur hér í blaðinu af þessu tilefni vitnað til norrænna rannsókna, sem sýni að aukin völd hverfisstjórna í borgum annars staðar á Norðurlöndum hafi í litlu eða engu aukið lýðræðislega þátt- töku borgaranna eða ánægju þeirra með stjórn borgarinnar, heldur hafi af- leiðingarnar birzt í tvöföldun hins póli- tíska stjórnkerfis með tilheyrandi óhagræði og kostnaði. Þá hlýtur sú spurning að koma upp, hvort það liggi ekki beinast við að flytja valdið í a.m.k. sumum málefnum hverfanna beina leið til íbúanna, með því að gefa þeim kost á að segja sína skoðun á þeim, ýmist í leiðbeinandi skoðanakönnunum eða bindandi kosn- ingum. Hvernig ætla menn annars að auka hina lýðræðislegu þátttöku? Svo mikið er víst að án þess að valdið til ákvarðana sé í raun og veru flutt út til hverfanna, er tómt mál að tala um hverfalýðræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.