Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ „SVO eru konur sem harðbanna mér að hætta. Ég verð kannski að vera til hundrað ára aldurs,“ segir Soffía Þorkelsdóttir sem rekið hefur hannyrðaverslunina Álftá í Keflavík í fimmtíu ár en hún er einnig þekkt- ur myndlistarmaður í bæjarfélag- inu. Soffía stofnaði hannyrðaversl- unina á neðri hæð íbúðarhúss síns á Ásabraut 10 í Keflavík á árinu 1953 og þar er búðin enn til húsa. Versl- unina kenndi hún við bæinn Álftá á Mýrum þar sem Soffía er fædd og alin upp. „Ég hafði mikinn áhuga á handavinnu og hafði lengi langað til að vera með eitthvað tengt slíku,“ segir Soffía um aðdragandann að stofnun verslunarinnar. Hún segir að engin handavinnubúð hafi þá verið í Keflavík. Eftir að hún byrjaði hafi verið opnaðar slíkar búðir en allar hætt aftur, sumar eftir stuttan tíma. „Ég var í eigin húsnæði, það var hægara en að vera í dýru leigu- húsnæði,“ segir Soffía. Soffía sem orðin er 87 ára er allt- af sjálf í versluninni en segir að dótt- ir sín, Ása Ólafsdóttir myndlist- armaður, hafi verið mikið með sér í búðinni fyrr á árum. Hún er með op- ið eftir hádegi virka daga og hefur lokað um helgar. Soffía telur að áhugi á handa- vinnu hafi síst minnkað. Viðskiptin gangi hins vegar upp og niður, held- ur hafi dregið úr síðustu árin og þó sérstaklega á síðasta ári. „Mér finnst konur ekki hafa eins mikla peninga nú til dags,“ segir hún. Þá telur hún að aukið atvinnuleysi á Suðurnesjum eigi þátt í samdrætt- inum, margir hafi orðið fyrir upp- sögnum. Það er mikið til sama fólkið sem kemur aftur og aftur í búðina til Soffíu, mest konur úr Reykjanesbæ og nærliggjandi stöðum eins og Garði, Sandgerði og jafnvel úr Grindavík. Þá er það ekki alveg óþekkt að karmenn reki inn nefið. Soffía segist vita til þess að einstaka maður sé að prjóna sokka og svo komi fyrir að þeir komi til að kaupa garn í fluguhnýtingu. Soffía segir að konurnar vilji ekki að hún hætti með verslunina. „Þær segjast ekki nenna að fara til Reykjavíkur eftir einhverju smá- legu og svo er líka orðið lítið um handavinnubúðir í Reykjavík,“ segir hún. Þótt stundum sé lítið að gera við verslunarstörfin kvartar Soffía ekki undan aðgerðarleysi. Hún er með vinnustofu inn af búðinni og þar ver hún lausum stundum til að mála myndir. Hún hefur haft það að áhugamáli nánast jafnlengi og verslunarreksturinn. „Eiríkur Smith listmálari kenndi okkur í Baðstofunni í tólf ár. Við höfðum haft ýmsa ágæta kennara áður en ég lærði mest hjá Eiríki,“ segir Soffía. Vatnslitakassinn er opinn á vinnu- stofunni inni af búðinni enda segir Soffía að handhægast sé að grípa í vatnslitapenslana. „Olíulitirnir eru líka skemmtilegir en þá verður mað- ur helst að hafa lokað vegna óþrifn- aðarins sem fylgir þeim.“Annars segist hún vera gjörn á að prófa nýtt. Nefnir sem dæmi klippimyndir sem hún hefur verið dugleg við að gera. Segir að þær séu skemmti- legar enda dugi þá ekki að hugsa um fyrirmyndir heldur verði hún að hugsa verkið sjálf frá grunni. Hún segist alltaf selja eina og eina mynd. „Konurnar harðbanna mér að loka“ Morgunblaðið/Helgi BjarnasonSoffía Þorkelsdóttir hefur rekið hannyrðaverslunina Álftá í Keflavík í fimmtíu ár. Keflavík Grípur í penslana þegar enginn er í búðinni fólk meira á veitingastaðinn en áð- ur. Í þeim tilgangi verður aukið við framboðið á matseðlinum og til stendur að halda einhvers konar uppákomur tvisvar í mánuði, helst með lifandi tónlist. Anton og Inga Fríða segja að Sandgerðingar séu áhugasamir um það sem gert sé í bæjarfélaginu og fjölmenni yfirleitt PITSUSTAÐURINN Mamma mia hefur opnað að nýju í Sandgerði eftir gagngerar endurbætur og stækkun. Eigendurnir reyna með þessu að sækja á ný mið. Anton Ólafsson og Inga Fríða Guðbjörnsdóttir hafa rekið Mömmu miu í rúm tvö ár. Reksturinn bygg- ist mest á að útbúa pitsur og senda heim til fólks. Þó hefur verið að- staða á veitingastaðnum til að bera fram pitsur og aðrar léttar veit- ingar. Veitingastaðurinn er við Hafn- argötu, í endanum á gömlu salthúsi. Aðstaðan var lítil og nauðsynlegt að ráðast í breytingar. Anton segir að þau hafi ákveðið að stíga skref í viðbót, fá aukið húspláss, end- urnýja staðinn og stækka. Opnuðu þau nýja veitingasalinn um helgina. Þau munu leggja áherslu á að fá á slíka viðburði. „Annars hefur þetta gerst svo hratt hjá okkur að við höfum ekki haft ráðrúm til að átta okkur á því hvernig við getum best nýtt þessa aðstöðu. Það verður að koma í ljós,“ segir Inga Fríða. Í nýja salnum eru sjónvörp og einnig stórt tjald til að horfa á út- sendingar. Anton segir að áhuga- menn um knattspyrnu og aðrar íþróttir hafi komið saman á gamla staðnum til að fylgjast með leikjum sinna liða og öðrum íþrótta- viðburðum. Umtalsverður hluti við- skiptanna hafi til þessa tengst íþróttunum. Með nýja salnum batni aðstaðan fyrir þennan hóp til mik- illa muna. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Inga Fríða Guðbjörnsdóttir og Anton Ólafsson með dætrunum, Bríeti Sif og Söru Rún Hinriksdætrum. Viljum fá fleira fólk inn á staðinn Sandgerði ALLS hófu 2.863 nemendur nám í átta grunnskólum á Suðurnesjum í haust. Flestir eru í Heiðarskóla í Keflavík, 492. Hagstofan hefur gefið út upplýs- ingar um fjölda nemenda í skólum landsins í haust. Þar kemur fram að Heiðarskóli og Holtaskóli, báðir í Keflavík, eru fjölmennstu skólarnir á svæðinu. Í Heiðarskóla eru 492 nemendur og 478 í Holtaskóla. Fámennasti skól- inn er Stóru-Vogaskóli í Vatns- leysustrandarhreppi með 178 nem- endur. Grunnskólanemendum á Suður- nesjum hefur fjölgað um liðlega sextíu frá haustinu á undan, úr 2.802 í 2.863. Hagstofan hefur einnig gefið út tölur um starfslið grunnskóla í haust. Þar kemur fram að tæplega 72% þeirra sem starfa við kennslu í grunnskólum Suðurnesja hafa kennsluréttindi. Er það heldur hærra hlutfall en á síðasta vetri en talsvert undir landsmeðaltali sem er liðlega 80%.                      !"     #$            &%        & '      &(!)(*&      !    "!      Flestir nem- endur í Heiðarskóla Suðurnes BÆJARSTJÓRN Reykjanes- bæjar hefur samþykkt tillögu umhverfis- og skipulagsráðs að breytingum á umferð í Kefla- vík. Einstefna verður á Garða- vegi til norðurs, frá Tjarnar- götu að Aðalgötu. Þá verður 30 km hámarkshraði á Garðavegi. Einstefna á Garðavegi Keflavík SVÆÐIÐ „Broadstreet“ við Seltjörn sem Lit- boltafélag Suðurnesja og Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness hafa formlega fengið afnot af til æf- inga og keppni tekur nafn sitt af fjarskiptasendi- stöð sem varnarliðið rak þar til ársins 1955. Steyptu húsatóftirnar sem blasa við af Reykjanes- brautinni eru byggingar fjarskiptastöðvarinnar. Þessi stöð var upphaflega reist á stríðsárunum, samkvæmt upplýsingum Friðþórs Eydal upplýs- ingafulltrúa varnarliðsins, og stóð þá við gamla Grindavíkurveginn þar sem hann lá frá vegamót- um gamla Keflavíkurvegarins uppi á Vogastapa og niður að Seltjörn. Húsið sem þarna stendur eft- ir var reist yfir starfsemina árið 1948 er stöðin þjónaði þá fjarskiptum vegna Keflavíkurflugvallar sem þá var rekinn af bandarísku verktakafyrir- tæki. Eins og sést á þessu er það ekki rétt sem fram kom í blaðinu á dögunum að rústir gamals her- sjúkrahúss væru á „Broadstreet.“ Friðþór segir að þessu sé oft ruglað saman. Spítalinn stóð á flöt- inni sem Reykjanesbrautin liggur um austast á Vogastapanum, þ.e. strax þegar komið er upp fyrstu brekkuna á leið frá Reykjavík. Þar liggur vegur á hægri hönd upp á gamla Keflavíkurveginn og var upphaflega vegurinn niður í spítalakamp- inn. Spítalinn eyðilagðist í bruna árið 1946 og það sem eftir stóð var fjarlægt. Þar sjást því engar húsatóftir. Þó má enn sjá norðanvert við Reykja- nesbrautina á leið upp brekkuna steypta brunna á stangli sem marka legu skolplagnarinnar sem lá frá spítalanum og til sjávar í Vogavík. Gapandi tóftir fjarskiptasendistöðvar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Leifar húss fjarskiptasendistöðvar varnarliðsins á „Broadstreet“, skammt frá Seltjörn. Broadstreet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.