Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 19 li f u nBrúðkaup Fimmtudagur 6. mars Brúðkaupsblað fylgir Morgunblaðinu fimmtudaginn 6. mars. Meðal efnisþátta eru matur, förðun, hárgreiðsla, fatnaður, skreytingar og gjafir. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða augl@mbl.is Auglýsendur pantið fyrir kl. 16 föstudaginn 28. febrúar! FLUGÖRYGGISFUNDUR verður haldinn á Hótel KEA í kvöld og hefst hann kl. 19.50. Þormóður Þormóðs- son, rannsóknarstjóri Rannsóknar- nefndar flugslysa, fer yfir flugóhöpp og flugatvik liðins árs. Þá fjallar Hall- grímur Jónsson, yfirflugstjóri Flug- leiða, m.a. um starfsemi „Flight Saf- ety Foundation“ og nýstofnaða Íslandsdeild. Snorri Guðmundsson flugvélaverkfræðingur, sem starfað hefur við að hanna og þróa nýja gerð einkaflugvéla, Cirrus-einkaflugvélar, ræðir um vélarnar sem þykja ein mesta tæknibylting í flokki fjölda- framleiddra einkaflugvéla. Arngrím- ur Jónsson, forseti Flugmálafélags Íslands og einn eigenda Flugfélagsins Atlanta, flytur ávarp í upphafi fundar. Fundur um flugöryggi Akureyrarliðin Þór og KA mætast í úrvalsdeildinni í handknattleik í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld, miðvikudagskvöldið 26. febrúar, kl. 20. Þórsarar unnu síðustu viðureign liðanna í deildinni með einu marki. Gera má ráð fyrir að KA-menn hyggi á hefndir og um hörkuleik verði að ræða en stemningin er jafn- an góð þegar liðin mætast. Í DAG NEMENDUR í fagurlistadeild Myndlistarskólans á Akureyri opna sýninguna „Glás“ í Galleríi Gersemi, fyrir ofan Bláu könnuna á fimmtudag, 27. febrúar kl. 17. Sýningin er samvinnuverkefni sem byggt er á sjálfstæðum verkum nemend- anna í umsjón Hlyns Hallssonar. Verkin eru fjölbreytt m.a. inn- setningar, textaverk, videoverk, ljósmyndir, skúlptúrar, text- ílverk, grafík og málverk. Listnemarnir eru Anna Guð- laug Jóhannsdóttir, Auður Brynj- ólfsdóttir, Bergþór Mortens, Björg Eiríksdóttir, Dagrún Sæv- arsdóttir, Edda Þórey Kristfinns- dóttir, Edda Sóley Þorsteins- dóttir, Helga S.Valdimarsdóttir, Herdís Björk Þórðardóttir, Ingi- björg Matthíasdóttir, Jóna B. Jak- obsdóttir, Jóna Hlíf Halldórs- dóttir, Kjartan Sigtryggsson og Unnur Óttarsdóttir. Sýningin verður opin föstudag, laugardag og sunnudag kl. 14–18. „Glás“ í Galleríi Gersemi Nemendur í fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri opna sýningu. SAMNINGUR um samstarf Prok- aria og auðlindadeildar Háskólans á Akureyri um rannsóknir og kennslu í líftækni hefur verið undirritaður. Samningurinn treystir það samstarf sem var á milli starfsmanna stofnan- ana tveggja, jafnframt því sem Prok- aria mun sjá um kennslu í nýju líf- tækninámi við auðlindadeild háskólans. Eyjólfur Guðmundsson, deildar- forseti auðlindadeildar, sagði að samningurinn markaði tímamót í starfsemi deildarinnar, því henni væri mikilvægt að vera í góðu sam- starfi við þá sem nýttu auðlindirnar. Jakob K. Kristjánsson, forstjóri Prokaria, kynnti starfsemi fyrirtæk- isins við undirritunina en um er að ræða líftæknifyrirtæki sem nýtir nýj- ustu tækni við rannsóknir og hagnýt- ingu á erfðaefni úr íslenskri náttúru og er megináherslan lögð á ensím úr hveraörverum. Fyrirtækið á nú yfir 5 þúsund örverur, eigin erfðamengi 5 bakteríutegunda og 5 veirutegunda, en Prokaria er eina fyrirtækið í heim- inum sem hefur einangrað og rað- greint hitakærar veirur. Í tilefni af samningnum við Há- skólann á Akureyri hafa forsvars- menn Prokaria ákveðið að veita ís- lenskum vísindamönnum og háskólanemum aðgang að erfðaupp- lýsingum til vísindarannsókna og námsverkefna. Erfðaupplýsingar eru á meðal helsu verðmæta fyrirtækis- ins og tíma þarf til að hagnýta þær. Fyrirtækið mun því ekki birta upp- lýsingar opinberlega og verða þær lokaðar öðrum enn um sinn. Starfs- menn Prokaria eru 27 talsins og er það eitt öflugasta fyrirtæki í Evrópu sem sérhæfir sig í hveraörverum og vinnslu verðmætra gena beint úr náttúrunni. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há- skólans á Akureyri, sagði mikilvægt fyrir háskólann að tengjast svo öfl- ugu rannsókna- og þekkingarfyrir- tæki, „það er mikil lyftistöng fyrir Háskólann á Akureyri að tengjast þeirri öflugu sérfræðiþekkingu sem Prokaria hefur yfir að ráða“, sagði Þorsteinn. Hann nefndi að umhverfið á Akureyri og nágrenni væri vænlegt varðandi áframhaldandi uppbygg- ingu á sviði líftækni og benti m.a. á að mikill áhugi væri fyrir hendi innan sjávarútvegsfyrirtækja bæjarins, „ sem vilja byggja upp og þróa líftækni til að auka verðmæti sjávarafla“. Samstarf milli Prokaria og auðlinda- deildar Háskólans á Akureyri Fá aðgang að erfða- upplýsingum GUÐMUNDUR VE landaði um 950 tonnum af loðnu í Krossanesi í gær og Ísleifur VE kom í Krossa- nes í gærkvöld með um 1.200 tonn. Þá landaði Sigurður VE um 1.500 tonnum á mánudag. Með afla Ís- leifs hefur verið landað yfir 25.000 tonnum af loðnu í Krossanesi frá áramótum, sem er mjög gott og svipað magn og á sama tíma í fyrra, að sögn Hilmars Steinars- sonar verksmiðjustjóra. Hann sagði að kvóti skipanna væri langt kominn og ef ekki kæmi til viðbót- arkvóti, færi vertíðin að styttast í annan endann. Morgunblaðið/Kristján Skipverji á Guðmundi VE við loðnulöndun í Krossanesi. Yfir 25.000 tonn af loðnu í Krossanes MJÖG harður árekstur varð á þjóðvegi 1 í Öxnadal um klukkan níu í gærmorgun, um einn kílómetra vestan við bæ- inn Syðri-Bægisá. Vörubíll og fólksbíll skullu saman af miklu afli og höfnuðu báðir utan vegar. Ökumaður fólksbílsins slasaðist töluvert en klippa þurfti bíl hans til að ná honum út. Ökumaður vörubílsins slapp ómeiddur en báðir ökumennirnir, sem voru einir í bílum sínum, voru fluttir á slysadeild FSA. Slökkvilið Akureyrar sendi tvo sjúkrabíla, bíl með klippur og dælubíl á staðinn. Lögreglan lok- aði veginum um tíma vegna slyss- ins. Harður árekstur í Öxnadal Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frá Akureyri að störfum á slysstað. Morgunblaðið/Kristján
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.