Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 15 Kynnstu einni fegurstu borg Evrópu í beinu flugi Heimsferða til Buda- pest þann 27. mars. Budapest er í dag ein eftirsóttasta borg í Evrópu og þeir sem hafa kynnst henni hafa heillast af hinu einstaka mannlífi, fagurri byggingarlist, ótrúlegu úrvali veitinga – skemmtistaða og menningarviðburða sem þar er að finna. Frábær hótel í hjarta Budapest og spennandi kynnisferðir um borg- ina með íslenskum fararstjórum Heimsferða. Helgarferð til Budapest 27. mars frá kr. 39.950 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.950 Flug og hótel og skattar í 4 nætur. Verð á mann m.v. 2 í herbergi á Tulip hótelinu, 27. mars. Beint flug í mars, apríl og maí MIKIÐ snjóaði í Miðausturlöndum í gær og olli það verulegri röskun á öllu daglegu lífi. Við Grátmúrinn í Jerúsalem, einn helgasta stað gyð- inga, var fátt fólk á ferli eins og sjá má á mynd- inni, skólum var lokað og margar fjölfarnar þjóðbrautir voru ófærar vegna fannkomunnar. Var jafnfallinn snjór í Jerúsalem um 20 cm. Mikil fannkoma var einnig í Líbanon og í Jórdaníu þar sem yfirvöld fögnuðu henni eins og himnasend- ingu enda vatnsskortur mikill í landinu. Að und- anförnu hefur þó verið óvenjulega votviðrasamt á þessum slóðum. Reuters Kafaldssnjór í Miðausturlöndum SIR Isaac Newton, enski stærð- og eðlisfræðingurinn sem setti fram undirstöðulög- mál aflfræðinnar, m.a. þyngd- arlögmálið, spáði heimsendi árið 2060. Þetta kemur fram í minnisblöðum Newtons sem rannsökuð hafa verið í ísr- aelska landsbókasafninu í Jerúsalem. Kanadískur fræðimaður við King’s College í Halifax fann dómsdagsspána í 4.000 síðna minnisgreinum vísindamanns- ins, að sögn forstöðumanns bókasafnsins, Raphaels Weis- ers. Newton var uppi 1642–1727 og auk þess að vera braut- ryðjandi í vísindum hafði hann mikinn áhuga á Biblí- unni og heimsslitafræði, þeirri grein guðfræðinnar sem fjallar um hinstu hluti, dauðann og dóminn og það sem þá tekur við. Skrifaði rit um spádóma Daníels Newton skrifaði rit um spá- dóma Daníels í Gamla testa- mentinu og Opinberunarbók Jóhannesar. Ritið var gefið út sex árum eftir dauða Newtons en minnisgreinar hans voru ekki rannsakaðar til hlítar fyrr en nú. Kunnur bókasafnari og pró- fessor í semískum tungumál- um, Abraham Shalom Yahuda, íraskur gyðingur, komst yfir minnisblöðin á uppboði á fjórða áratug síð- ustu aldar og bókasafnið fékk þau síðan til varðveislu eftir dauða hans á sjötta áratugn- um. Isaac Newton spáði heims- endi árið 2060 Jerúsalem. AFP. SPRENGJUR, sem líklega voru heimatilbúnar, sprungu við tvo há- skóla í Peking í gær. Slösuðust níu manns í sprengingunum en enginn þó alvarlega. „Sprengjurnar sprungu á líkum tíma í mötuneytum skólanna, Tshinghua-háskólans og Peking-há- skóla,“ sagði Lin Wei, talsmaður ör- yggismála í Peking. „Fyrstu athug- anir benda til, að þær hafi verið heimatilbúnar og notast við svart byssupúður.“ Í mötuneyti Tshinghua-háskóla slösuðust sex manns, þar af fjórir kennarar, en þrír í mötuneyti Pek- ing-háskóla. Urðu nokkrar skemmd- ir í mötuneytunum, meðal annars brotnuðu rúður. Skammt er á milli skólanna, sem eru báðir í Haidian- háskólahverfinu í Peking. Ekki er enn vitað hver eða hverjir komu sprengjunum fyrir eða hver tilgangurinn var. Í fyrradag kom Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í heimsókn og kín- verska þjóðþingið kemur saman eftir viku. Það er þó ekkert, sem tengir tilræðin við þessa atburði. Sprengjutilræði eru alltíð í Kína og oft tengjast þau persónulegum deilum manna í milli. Byssueign er almennt bönnuð en auðvelt er að komast yfir sprengiefni, sem notað er við námagröft eða byggingafram- kvæmdir. Sprengjutilræði í Peking Peking. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.