Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 10. Enskur texti Stranglega b.i. 16 ára. Magnaðasti spennuhrollur ársins sem hefur allstaðar slegið í gegn. Hefur verið líkt við “The Sixth Sense” Áður en þú deyrð, færðu að sjá Hann hafði drauma- stúlkuna við hlið sér... ...en áttaði sig á því þegar hún var farin Frumsýnd 28. febrúar Sýnd kl. 6. ísl tal. Engin sýning í dag, sýnd á morgun. Sýnd kl. 8 og 10.10. Sýnd kl. 8 og 10. Radíó X HK DV ÓHT Rás 2 í mynd eftir Steven Spielberg. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8. 2 Tilnefningar til Óskarsverðlauna Aukahlutverk karla: Christopher Walken Besta tónlistin: John Williams. BAFTA verðalaunin fyrir Christopher Walken sem besti aukaleikari Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. / Sýnd kl. 8 og 10. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.40, 8, OG 10.20. B. I. 16. Magnaðasti spennuhrollur ársins sem hefur allstaðar slegið í gegn. Hefur verið líkt við “The Sixth Sense” Áður en þú deyrð, færðu að sjá ÁLFABAKKI AKUREYRI ÚTVARPSSTÖÐIN Múzík 885 tekur til starfa með nýju sniði hinn 1. mars næstkom- andi. Fjölmiðlafyr- irtækið Pýrít ehf. hef- ur yfirtekið rekstur stöðvarinnar en fyrir rekur það tvær aðrar útvarpsstöðvar, Steríó 895 og Íslensku stöð- ina FM 91,9. Eins og kunnugt er hefur Múzík byggt á því hingað til að hlust- endur velji lögin í gegnum Netið. Með nýjum eigendum kem- ur nýtt fólk og verður Jón Gnarr með morg- unþátt á virkum dögum og Hemmi feiti og Jón Mýrdal láta í sér heyra eftir hádegið. Ennfremur á eftir að ganga frá ráðingu fleira útvarps- fólks. Sigurður Hlöðversson, betur þekktur sem Siggi Hlö, er tals- maður Pýríts. „Við ætlum að halda vefnum áfram að hluta til,“ segir hann og býst við að stöðin verði með sama sniði og hún er nú eftir klukkan sex á kvöldin og um helg- ar. Aðeins rokkaðri Tónlistarstefnan tekur nokkrum breytingum. „Hún verður aðeins rokkaðari og meiri blanda. Við köllum þetta topp 40 í jaðarmúsík. Þessi músík, sem fær ekki aðgang annars staðar, en er vinsæl hjá ung- lingunum,“ segir Sigurður. „Við ætlum að spila hipp- hopp og rokk.“ Hann segir að stöð- in verði aðallega í samkeppni við Radíó-X en Steríó 895, sé meira á sömu nót- um og FM957. Aðspurður hvort ís- lenskt hipp hopp, sem hefur verið að- alsmerki Múzík 885, fái ekki lengur spilun á stöðinni, segir hann að svo verði ekki. „Vægið minnkar nú aðeins, ég neita því ekki,“ segir Sigurður og bætir við að stefn- an sé alls ekki sú að hrekja á brott núverandi hlust- endur útvarpsstöðvarinnar. „Eins og stöðin er í dag, þá þarf aðeins að hressa hana við,“ segir Sigurður. Fjórða stöðin? Pýrít hefur hug á því að stofna eina útvarpsstöð til viðbótar og reka alls fjórar útvarpsstöðvar. Sigurður vill þó ekkert láta uppi hvers eðlis fyrirhuguð stöð verði. Eins og áður sagði er Pýrít í sam- keppni við stöðvar Norðurljósa. Þar sem auglýsendur og hlustendur hafa verið að rugla stöðvunum sam- an, ætlar Pýrít að útvarpa auglýs- ingum til auðkenningar á eigin stöðvum. Múzík 885 tekur breytingum um mánaðamótin Morgunblaðið/Sverrir Sigurður Hlöðversson og Valgeir Magnússon koma að rekstrinum. Múzík fer í loftið með nýju sniði laugardaginn 1. mars. Jón Gnarr verður með morgunþátt á Múzík eftir breytingarnar. TENGLAR ..................................................... http://www.muzik.is/ Topp 40 í jaðartónlist SÚ leiða villa slæddist inn í frétt um Íslandsmótið í frjálsum dansi í blaði gærdagsins að dansdrottningin, Inga Birna Friðjónsdóttir frá Sauð- árkróki, var sögð hafa lent í þriðja sæti í flokki 13-17 ára. Hið rétta er að hún sigraði í keppninni með glæsibrag. Heiður Hallfreðsdóttir lenti í öðru sæti og Helga Jóna Markús- dóttir varð þriðja og að auki Reykjavíkurmeistari. Inga Birna varð svo einnig FRÆ-meistari í ein- staklingskeppni. Inga Birna og aðrir sem hlut eiga að máli eru hér með beðnir velvirð- ingar á mistökunum. Leiðrétting Inga Birna Friðjónsdóttir varð Ís- landsmeistari í einstaklingskeppni og varð einnig FRÆ-meistari. Inga Birna sigraði Á FÖSTUDAGINN var frum- sýndur í Vesturportinu einleikur- inn Herra maður eftir írska leik- skáldið Enda Walsh, sem í fyrra átti leikverk í sama leikhúsi sem heitir Diskópakk. Það er Gísli Örn Garðarsson sem leikur í einleiknum, Thomas nokkurn Magill er býsna horn- reka þar sem hann býr í litlum smábæ enda á hann erfitt með að skilja samferðamenn sína og er sí- fellt að mistúlka framkomu og hegðun annarra. Leikstjóri verksins er Egill Heiðar Anton Pálsson en tónlistin, frumsamin og eftir aðra, er flutt af Hildi Ingunnard. Guðnadóttur sellóleikara. Leikmyndin er eftir Eirúnu Sigurðardóttur úr Gjörn- ingaklúbbnum en þýðandi verks- ins er Magnús Þór Þorbergsson. Morgunblaðið/Sverrir Sáttir á frumsýningardag. Aðstandendur sýningarinnar: Magnús Þór, Hildur, Eirún, Egill og Gísli. Enda Walsh á ný í Vesturporti Nýja vinkonan (New Best Friend) Spennumynd Bandaríkin 2002. Skífan VHS. (90 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn Zoe Clarke-Williams. Aðalhlutverk Mia Kirshner, Meredith Monroe, Dominique Swain, Taye Diggs. UNGLINGAMYNDIR hafa harðnað verulega undanfarið ár – það er staðreynd. Meira af öllu, en áður, ofbeldi, kynlífi, munnsöfnuði og hreinni og beinni siðbrenglun. Ástæðan? Scream, American Pie og allar þeirra eftirhermur. Ég veit ég hljóma eins og versti postuli núna, bú- inn að stein- gleyma öllum ísr- aelsku sleikjó- myndunum, Porky’s og allri þessari lágkúru sem við gelgjurnar gerðum heið- arlegar tilraunir til þess að smygla okkur inn á í Bíóhöllinni þegar þar var ennþá stiginn trylltur dans í kjallaranum. Má vera að ég sé bara kominn á aldur fyrir viðlíka menn- ingu í dag en það er eitthvað sem gerir þessar myndir sem klárlega er beint að unglingum – eins og sú sem er til umræðu – grimmari, háskalegri og vafasamari. Ætli það sé ekki bara meiningin á bak við því þegar öllu er á botninn hvolft þá voru Porky’s-myndirnar sára- meinlausar og fjölluðu um lítið annað en það sem ungviðið var með á heilanum. Það er vonandi að þessi mynd gefi ekki hugmynd um hvað unga fólkið er með á heilanum í dag. Hér er sem sagt unglingamynd- in, dulbúin sem morðgáta. Hver gekk í skrokk á nýju vinkonunni í aðalpæjuhópnum? Þeirri sem eitt sinn var nörd, en tókst með klækj- um að koma sér inn í klíkuna og verða aðaðalpæjan og sú frakkasta af þeim öllum? Hver gekk í skrokk á henni? Það var ekki langt liðið á myndina þegar mér var orðið ná- kvæmlega sama. Þá var lítið fútt eftir, annað en þokkaleg keyrsla í framvindu og býsna kröftug kvik- myndagerð sem slík. Það er allt og sumt. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Undir áhrifum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.