Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. KOMIN er út skýrsla um rannsókn á flugatviki þegar þotur frá SAS og Flugleiðum voru of ná- lægt hvor annarri yfir Arlanda-flugvelli við Stokkhólm 25. janúar í fyrra. Er niðurstaða skýrslunnar sú að flugmenn SAS-þotunnar hafi ekki heyrt fyrirmæli flugumferðarstjóra um að hætta við flugtak sem þeim hafði áður verið heimilað en þá hafði flugstjóri Flugleiðaþotunn- ar tilkynnt að hann myndi hætta við aðflug og fljúga fráhvarfsflug. Varð atvikið með þeim hætti að SAS-þotu var gefin heimild til flugtaks í þann mund er Flug- leiðaþotan var að lenda á flugvellinum á annarri braut. Hafði flugstjóri Flugleiðaþotunnar ákveð- ið örskömmu áður að hætta við lendingu (af öðr- um ástæðum en þeim að SAS-þotan var í flug- taki) og því voru báðar vélarnar yfir vellinum á sama tíma og var fjarlægð milli þeirra 75 til 100 metrar lárétt en um 300 metrar lóðrétt. Sænsk rannsóknarnefnd flugslysa rannsakaði atvikið og hefur skýrsla nefndarinnar verið sett á vef Rannsóknarnefndar flugslysa á Íslandi, RNF. Allir fóru að reglum Í sænsku skýrslunni segir að SAS-þotan hafi fengið flugtaksheimild á einni braut flugvallarins og Flugleiðaþotan heimild til lendingar á annarri braut, sem snýr næstum þvert á hina fyrri. Segir að flugmenn SAS-þotunnar hafi ekki heyrt er flugumferðarstjórar afturkölluðu heimild henn- ar til flugtaks. Ekki þykir ljóst hvort skilaboð flugumferðarstjórans heyrðust í hátalarakerfi stjórnklefa SAS-þotunnar. Því hafi hún verið í flugtaki á sama tíma og þota Flugleiða var á lokakafla aðflugs og tilkynnti síðan að hún væri hætt við lendingu og myndi fljúga fráhvarfsflug. Í niðurstöðu skýrslunnar segir að flugmenn beggja véla hafi farið að fyrirmælum og að flug- umferðarstjórar hafi unnið samkvæmt vinnu- reglum. Sænska rannsóknarnefndin leggur til í fram- haldi af atvikinu að flugmálastjórn landsins þrói aðferðir fyrir flugumferðarstjóra til að ákvarða hvort flugvél sé í rauninni lent, að þróa orðalag sem nota eigi er upp komi neyðarástand til að flugmenn grípi fyrirmæli sem best þegar þeir séu undir miklu álagi og að kanna hvort bæta þurfi vinnulag þegar í notkun séu þær tvær brautir sem atvikið gerðist við til að draga sem mest úr hættu á árekstri. Skýrsla um atvik er þota SAS flaug of nálægt Flugleiðavél við Arlanda Námu ekki fyrirmæli HAFRANNSÓKNASTOFNUN hefur lagt til við sjávarútvegsráð- herra að veiðibann vegna friðunar hrygningarþorsks verði lengt um helming á einstökum svæðum, eða úr 20 dögum í 40 daga. Samkvæmt tillögu Hafrann- sóknastofnunarinnar verður veiði- bann á innra vestursvæði, vestan Dyrhólaeyjar að Ísafjarðardjúpi, á tímabilinu frá 20. mars til 30. apríl en á innra austursvæði, austan Dyrhólaeyjar að Hornafirði, frá 1. apríl til 10. maí. Á svæðinu frá Hornafirði norður fyrir land að Ísa- fjarðadjúpi leggur stofnunin til veiðibann frá 15. apríl til 15. maí. Jafnframt hefur stofnunin lagt til að hámarksmöskvastærð í netum verði lækkuð í áföngum framtíð- inni. Björn Ævarr Steinarsson, fiski- fræðingur á Hafrannsóknastofnun- inni, segir markmiðið með þessum tillögum að gefa þorski frið til að hrygna, sérstaklega stórum fiski. Eins sé tími veiðibanns lengdur til að draga úr veiðiálagi á hrygning- arstofninn, sem sé í sögulegu lág- marki nú miðað við undanfarin 20 ár og nýliðun lengst af undir með- allagi. Hafrannsóknastofnunin hefur síðustu daga kynnt tillögur sínar útgerðarmönnum og hagsmuna- samtökum í sjávarútvegi. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri stofnunar- innar, segir athuganir hafa leitt í ljós að sókn í stórþorsk hafi verið mun meiri á síðasta ári en gert var ráð fyrir. Nauðsynlegt sé að bregð- ast við því nú þegar með lengri lok- un svæða en gilti á vertíðinni 2002, þó ljóst sé að fyrirvarinn sé skamm- ur, einkum með tilliti til breytinga á leyfilegri möskvastærð í netum. Veiðibann vegna hrygn- ingar lengt um helming KRAKKARNIR á leikskólanum Arnarsmára í Kópavogi kunna handtökin við tölvurnar enda er tölvuvinna hluti af daglegu brauði þeirra á leikskólanum. Arnarsmári hefur farið af stað með þróunarverkefni um tölvu- notkun barna í tengslum við gerð áætlunar um tölvuvæðingu leik- skóla Kópavogs. Faglegur hluti hennar var nýlega samþykktur í leikskólanefnd bæjarins. Á myndinni sjást þau Stefanía Katrín, Sandra Kristín og Gísli Snær, sem öll verða sex ára á þessu ári, vinna saman við snerti- skjá. Það vefst ekki hið minnsta fyrir þeim hvernig nota á þetta nútímalega tæki. Morgunblaðið/Sverrir Tæknisinnað smáfólk í Arnarsmára  Kubbar/18 PHARMACO hf. stefnir að því að koma á fót skrifstofu í Svíþjóð á þessu ári. Róbert Wessman, forstjóri Pharma- co, segir að þetta tengist því að sænska lyfjaeftirlitið hefur nýlega samþykkt markaðs- leyfisumsóknir fyrir sam- heitalyf frá fjórum markaðs- aðilum af þunglyndislyfi danska lyfjarisans Lundbeck, Cipramil. Þar á meðal er lyfið Citalopram, sem dótturfyrir- tæki Pharmaco, Omega Farma, þróaði á sínum tíma. Að sögn Róberts er veltan með Cipramil í Svíþjóð um fimm milljarðar íslenskra króna á ári. Hann segir að ef vel takist til megi gera ráð fyrir að Pharmaco geti jafn- vel náð nokkur hundruð millj- óna króna veltu með sam- heitalyfið Citalopram. Lundbeck hefur gert til- raunir til að halda samheita- lyfjafyrirtækjum eins og Pharmaco frá markaði. Pharma- co stefnir að rekstri í Svíþjóð  Þunglyndislyf/14 „VERÐI þessar tillögur að veru- leika er um hreina og klára aðför að vertíðarbátum að ræða,“ segir Hermann Stefánsson, formaður Útvegsmannafélags Horna- fjarðar. „Það hefur verið gengið mjög á tilverugrundvöll vertíð- arbátanna undanfarin misseri en þessar tillögur gætu veitt þeim náðarhöggið. Þarna er um að ræða veiðibann á löngu tímabili, einmitt á því tímabili sem gefið hefur hvað best í netin. Þessar til- lögur myndu þannig hafa mikil áhrif hér á Hornafirði, ekki að- eins á veiðarnar heldur ekki síður á vinnsluna í landi,“ segir Her- mann. „Aðför að vertíðarbátum“  Enn aukast/21 MEÐALHITASTIG það sem af er febr- úarmánuði á Akureyri er 1,8 stig á celsíus sem er hæsti meðalhiti sem mælst hefur síð- an árið 1965 en þá mældist meðalhiti 3,2 gráður í febrúar. Meðalhiti í Reykjavík það sem af er febrúar er 1,7 gráða á celsíus, en meðalhiti hefur ekki verið jafnhár síðan ár- ið 1994 í höfuðborginni. Trausti Jónsson, veðurfræðingur á Veð- urstofu Íslands, sagði mikinn kulda fyrstu daga mánaðarins draga meðaltalið töluvert niður. Hæsti meðalhiti sem mælst hefur bæði í Reykjavík og á Akureyri síðan mæl- ingar hófust var árið 1932 er meðalhiti mánaðarins mældist 5 stig á báðum stöðum. Morgunblaðið/Kristinn Þuríður Magnúsdóttir og Jóhanna María Skarphéðinsdóttir leika sér á gamalli drátt- arvél í Húsdýragarðinum í góða veðrinu. Hlýjasti febrúar nyrðra í 38 ár MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur feng- ið heimild ríkisstjórnarinnar til að ganga frá samningum við Reykjavíkurborg um stofnun einkahlutafélags sem sjá mun um byggingu og rekstur tónlistar- og ráðstefnuhúss. Síð- astliðið vor þegar gengið var frá samkomu- lagi milli ríkis og Reykjavíkurborgar um byggingu hússins var gert ráð fyrir að heild- arkostnaður yrði tæplega sex milljarðar króna og að framkvæmdir gætu hafist í árs- byrjun 2004. Tómas Ingi Olrich segir að þessi heimild komi í kjölfar viðræðna sem hafi farið fram á milli fjármála-, menntamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. „Niðurstaða þeirra við- ræðna var sú að heppilegast væri að taka á málinu þannig að stofna einkahlutafélag og það hefði síðan umboð til þess að stýra mál- inu.“ Menntamálaráðherra segir að einkahluta- félagið verði í eigu ríkis og borgar í sömu hlutföllum og verkefnið sjálft, þ.e. 54% í eigu ríkisins og 46% í eigu Reykjavíkurborgar, ef um það semjist með þeim hætti sem allt bendi raunar til. „Nú verður gengið í það að ganga frá þessum samningum við Reykja- víkurborg og þá verður kominn einn aðili sem hefur með höndum alla umsýslu um þetta flókna verkefni, þ.e.a.s. að undirbúa sjálft útboðið, undirbúa upplýsingagjöf til fjárfestanna, annast ýmiss konar undirbún- ing er varðar verkefnið sjálft eins og t.d. fag- lega ráðgjöf varðandi hljómburð o.s.frv.“ Stofna einka- hlutafélag um tónlistarhús Verðlaunatillaga að tónlistarhúsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.